Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1974, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1974, Blaðsíða 4
JAFNVEL NÓI NOTAÐI OLIU U.þ.b. 4000 f. Kr. Nói gamli bikaði örk sína með olíu. Um 600 f. Kr. Söfnuður elds dýrkenda við logandi olíulind- ir. Um miðja nítjándu öld brunnu þessir eilífu eldar enn á ölturum þeirra í Kákasus. < Um aldamótin fer ensk- hollenzka olíufélagið Shell að ógna stöðu Rockefellers á heimsmarkaðnum. Shell flutti sína olíu styttri veg, um Súezskurð, og undirbauð Rockefeller. Þegar vagninn rann inn á torg- ið, dreif að honum sjúkt fólk hvaðanæva úr þorpinu. Á skilti á vagnhliðinni var letrað af miklu listfengi: „Dr. William A. Rocke- feller, hinn frægi krabbameins- sérfræðingur. Stendur aðeins daglangt við. Læknar öll krabba- mein, sem ekki eru því lengra á veg komin." Á þriðja áratugi nftjándu aldar ferðaðist Rockefeller þessi „læknir" um Bandaríkin austan- verð og seldi mönnum þykkan, grænlitan kínaiífselixír, allra meina bót. Flöskuna seldi hann á tuttugu og fimm dollara, en þetta var í rauninni ekkert nema illa hreinsuð hráolía og innkaups- verðið fáeinir aurar. Arið 1939 fæddist skottulækni þessum sonur; John Davison Rockefeller og var frumburður. Fæðingu hans bar að á kotbæ í New Yorkríki. Fám áratugum síðar var þessa sonur oliulæknis- ins orðinn rfkasti maður heims og einhver sá voldugasti. Hann seldi þá olíu um gjörvalla heims- byggðina og sú olía varð undir staða hinnar miklu tæknibylting- ar. Það var hann, sem samdi leik- reglurnar, er framkvæmd þessar- ar byltingar laut siðar meir. John D. Rockefeller varð snemma hændur að fé. Uppeldið var ekki heldur til þess fallið að innræta honum iðjuleysi eða áhugaleysi um afkomu sína. Löngu síðar lýsti faðir hans uppeldisfræði sinni þessum orðum: „Ég vildi, að strákarnir mínir yrðu klókir kallar. Ég þjarkaði við þá, féfletti þá og barði þá af minnsta tilefni." Rockefellerfjólskyldan var af þýzku bergi brotin. Forfeður hennar höfðu flutzt vestur um haf þegarárið 1723. Auðsöf nunin hófst hins vegar með William Rocke- feller, sem komst á endanum í þó nokkur efni af okri, sölu töfra- meðala ag ýmsum öðrum vafa- sömum fyrirtsekjum. Honum gekk þó ekki andskotalaust. M.a. kom hann eitt sinn fyrir rétt, grunaður um það að vera for- sprakki i hópi hrossaþjófa og hafa auk þess nauðgað húshjálp sinni. Tíð bústaðaskipti forðuðu honum þó jafnan frá fangavist, svo og hæfileikar, sem synir hans erfðu eftir hann: prúðmannleg fram- koma og traustvekjandi, er oft sló ryki í augu dómara og kviðdóm- enda. „Einhvern tíma verð ég 100 þúsund dollara virði" Þegar á þrettánda afmælisdegi sínum átti John D. Rockefeller fimmtíu dollara í sparibauknum. Þá lánaði hann bónda þar í grenndinni með sjö og hálfs prósents vöxtum. En ungi maður- inn hugsaði hærra. Hann hafði þá þegar á orði, að þegar hann „yrði stór" skyldi hann eignast hundrað þúsund dollara. Sextán ára réðst hann aðstoðarmaður til bókhald- ara og þar sá hann þúsund dollara seðil í fyrsta sinn. Seinna sagðist honum svo frá: „Ég opnaði pen- ingaskápinn nokkrum sinnum á dag og horfði hugfanginn á seðil- inn." i Faðir hans innprentaði honum fégirndina. Frá móður sinni hlaut hann hins vegar guðhræðslu í veganesti. Það nesti entist honum allan hans langa og happadrjúga lífsferil. Kalvínstrú mótaði mjög líf Bandaríkjamanna á þessum árum. Hver trúaður inaður var þess fullviss, að guð setti þá eina sér til hægri handar, sem „kæmust áfram" í jarðlífinu. Og þá svo fremi, sem þeir sæktu fast kirkju, héldu í skefjum holdsins fýsnum og gaukuðu við og við smáræði að fátækum. Þessi boð hélt John D. Rocke- feller í heiðri til æviloka. Fyrstu fjóra mánuðina í þjónustu bók- haldarans fékk hann samtals rúma nítíu dollara i laun. Af þessu galt hann fátækum tíund — í þetta sinn nákvæmlega 9,09 dollara — og færði samvizkusam- lega í útgjaldabók sina; þetta „fátækum manni", hitt „fátækri konu í kirkjunni", allt bókfært, svo hinn himneski réttur gæti séð með eigin augum og sann- f ærzt. Rockefeller lá ekki i bókum um dagana. Hann las aldrei annað en Biblíuna og bókhaldsbækur. Nítján ára varð hann fjárhagslega sjálfstæður. Faðir hans lánaði honum þúsund dollara tii sextán mánaða, eða þar til pilturinn yrði myndugur en þá fengi hann féð til fullrar eignar. A meðan varð hann hins vegar að greiða gamla manninum háa vexti af láninu. Sem fyrr segir fluttist Rocke- fellerfjölskyldan oft búferlum. Loks settist hún að í hafnarborg- inni Cleveland á bakka Eerievatns. I River Street þar í borg stofnaði John heildsölu ásamt með félaga sínum. Áhætta þeirra var hverfandi. Þeir verzluðu aðeins í umboði og græddu á tá og fingri. Þá sneri Rockefeller sér að matvælaverzl- un. Uppskera hafði brugðizt í Evrópu og ríkti sums staðar neyðarástand, en í Bandaríkjun- um var að draga til styrjaldar. Verð hækkaði með stjarnfræði- legum hraða. Rockefeller komst að því, að skjótfengnastur var gróðinn af almennum verð- hækkunum, en þó einkum og sér í lagi styrjöldum. Það gefur þó að skilja, að hinir heittrúuðu ættjarðarvinir fóru ekki frá verzluninni sinni til að berjast sjálfir. Þannig hófst saga Rockefellers. Hún varð síðar goðsögn, um „blá- fátækan, berfættan dreng", sem gerðist „mesti mannvinur allra alda". En goðsögnin varð ekki til fyrr en löngu seinna. Á meðan seldi Rockefeller salt og korn í Cleveland. Upphafsmaður olíu- æðisins var annar. „Indfánarnir ausa ollu úr vatn- inu" Um nóttina hinn tuttugasta og fyrsta desember 1857 kom Edwin Laurentine Drake með pöstvagn- inum til þorpsins Titusville, sem var milli Eerievatns og Allegh- anyfjallaog svo sem hundrað og fimmtiu kílómetra frá Qeveland. Hótelhaldarinn í „Ameriku", hr. Hibbard, heilsaði hinum siðbúna gesti með virktum. „Gott kvöld, hr. ofursti," sagði hann, er Drake gekk í salinn. Titusville var heilmikið og fjöl- skrúðugt pláss á þessum árum. Þar bjuggu milla þrjú og fjögur þúsund manns, flestir í hvít- kölkuðum timburhúsum með ver- önd götumegin þar sem þeir sátu gjarnan í ruggustólum sfnum. Vængjahurðir í dyrum kránna og „súpermarkaðurinn" eins og kon- ungshöll að framan, þótt e.t.v. leyndust nokkrir niðurníddir skúrar bak við hann. Yfirleitt var þarna svipað umhorfs og gefur að líta í kúrekamyndunum, sem við könnumst við. Að þvi undan- skildu, að desemberdaginn, sem Drake bar að garði, voru götur Titusville eitt allsherjar díki og tók eðjan mönnum i miðja kálfa. Þegar næsta morgun óð Drake sem leið lá út fyrir bæinn. Þar var umhorfs likt og eftir loftárás: gígur við gíg og allir fullir af olíublöndnu vatni. Indíánar af Senecaættbálknum og hvítir verkamenn veiddu olíuna ofan af vatninu með ausum og helltu henni í tréskjólur. Olía þessi var höfð á la'mpa. Að vísu var þetta brækja mikil, fylgdi henni bæði reykur og fýla, en hins vegar var hún langtum ódýrari en hvallýsi eða bíflugnavax. Edwin Drake bjó yfir ráðagerð nokkurri. Hann hugðist bora eft- ir oliu og dæla henni upp úr jörð- inni. Með hjálp William Smiths, járnsmiðs, reisti hann borturn úr timbri og kom fyrir i honum gufu- vél, sem vinna átti verkið. Dró hún upp járnfleyg mikinn, svo hátt, sem turninn náði; síðan var fleygurinn látinn falla og gekk í jörð niður. Verkið gekk seint með þessari aðferð, þumlungaðist áfram i þess orðs bókstaflegri merkingu. íbúar Titusville skírðu fyrirtæki þetta „Geggjun Drakes". í tvo mánuði gekk vélin hartnær án afláts án þess olfu yrði vart. Þá var það dag nokkurn, er borinn var kominn á tuttugu og eins metra dýpi, að fleygurinn gekk allt í einu sextíu sentimetra niður í höggi. Bor- holan fylltist olíu. Um það lauk fékk Drake þrjú þúsund litra á dag úr holunni. Nú er í Titusville stofnun, sem heitir „Safn Drakes ofursta", veglegur minnisvarði um þann „stórsnjalla ævintýra- mann", upphafsmann olíuæðis- insmikla. „Ævintýramaðurinn stór- snjalli" var rekinn Drake var enginn ofursti. Hann var lærður þjónn. Ogþað var ekki' ævintýrahneigðin, sem rak hann til Titusville, heldur kom hann þangað I erindum „Seneca Oil Company" en hjá því fyrirtæki starfaði hann og átti í því fáein hlutabréf. Það var félag þetta, sem lagði þjóninum fyrrverandi til ofurstatitilinn; átti nafnbótin að afla honum virðingar og láns- trausts í þorpinu. Seneca Oil, fyrsta olíufélag Bandaríkjanna, átti sér þegar við- burðarfka sögu. Svo var mál með vexti, að læknir nokkur, Francis Brewer, hafði átt nokkrar arðbær- ar oliugrafir skammt fyrir sunnan Titusville. Hafði hann leitað álits efnafræðinga á því, hvernig bezt mætti nýta olíuna. Efnafræðingurinn komst að þvi, að græða mátti miklu meira á olíunni en Brewer gerði þegar. Hann sagði þó ekki Brewer frá þessu heldur George nokkrum Bissel, málafærslumanni í New York, sem borgaði betur. Bissel keypti síðan landareignina- af Brewer fyrir fimm þúsund dollara, gekk f félag við banka- mann einn, Townsend að nafni, og þeir stofnuðu svo Seneca Oil Company. En Townsend var held- ur ekki allur þar sem hann var séður. Hann Ieitaði sjálfur álits annarra sérfræðinga og komst að því, að oliulindirnar væru svo arð- bærar, að hann óaði við því að skipta gróðanum með öðru'm — og bolaði vini sínum, málafærslu- manninum, burt úr fyrirtækinu. Þá fór ekki betur fyrir upphafs- manninum Drake með ofursta- titilinn upplogna. Nokkrum mánuðum eftir að olían gaus fyrst upp úr borholu hans, var hann rekinn. Hann hafði Iokið ætlunar- verki sínu. Skaðabótunum, sem Townsend rausnaðist til að greiða honum, eyddi hann á skömmum tíma f verðlaus oliuhlutabréf. Drake lifði siðan á snikjum árum saman. Loks henti hann þó óvænt heppni: undir ævilokin veitti Pennsylvaníuriki honum árlegan lífeyri. Oliufundur Drakes vakti menn á ný til vitundar um það, sem Nói gamli vissi vel þegar hann var á dögum og smfðaði örkina: að hrá- olía er til margra hluta nytsam- leg. I Gilgameskviðu, meir en fimm þúsund ára gömlum ljóða- bálki súmerskum, segir söguhetj- an Utnapisjtim frá þvi, er hann smíðaði örk til þess á lifa af ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.