Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1974, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1974, Blaðsíða 7
Mark Spitz og Susan, kærastan hans, sem faðir hans var búinn að velja. SUNDKÁPPINN MARK SPITZ NENNIREKKI LENGUR AÐ ÆFA og hefur eytt meiru en hann aflar þrátt fyrir glœsilega auglýsingasamninga og blasa nú við honum fjárhagslegar þrengingar ið maborg þeirra. Nú fulikomna sig í siglingum og hefur fjárfest heldur ógætilega í ýmsum sporttækjum. Hann er eins og stórt barn, sem kemst meS fullar hendur fjár i leikfangabúð. meiri áhrifamátt en aðrar. Ég hef ennþá geysileg áhrif á almenning.— Þegar hann einbeitir sér hallar hann höfðinu aðeins aftur og lygnir augunum. Vilji hann leggja áherzlu á orð sin, slær hann vísifingri hægri handar í vinstri lófa. — Ég auglýsi ekkert, sem ég hef ekki trú á. Til dæmis ekki bjór eða vín, þar setn ég neyti þess ekki sjálfur. Hins vegar aug- lýsi ég rakvélar, enda er ég alltaf sléttrakaður og snyrtur. Enn- fremur sundlaugar. Eg er upp- alinn i sundlaug. Eg leyfi mér reyndar að telja mig sérfræðing í slfkum efnum. — Siðan hlær hann og gefur mér í hnotskurn hugmyndir sinar um auglýsingasiðferði: — Mér dytti til dæmis aldrei í iiug að áuglýsa hækjur; það er heldur ekki beinlínis hægt að kalla mig kryppling. . . Hann getur verið æði sein- heppinn i orðum, svo ekki sé meira sagt, er hann vill skýra orð sin með dæmum. Þetta er eitt af mörgum i svipuðum dúr. Líklega er það vegna þess, sem umboðs- maður hans tók fyrir viðtala- flóðið. Sumt, sem Spitz lætur út úr sér, er sarinast sagna hrikalegt áheyrnar. Eg spyr, hve miklar tekjúr hann hafi. Því vill hann ekki skýra frá. Hann hefur undirritað sjö auglýsingasamninga, flesta til langs tíma. Hann segir að þeir taki til fimmtiu ára. Hann dregur ekki dul á það, að hann stórgræði, en bætir því við, að fyrirtækin tapi ekki heldur. Það er auglýsingaskrifstofa VVilliam Morris, sem sér um gengi Spitz. Sú stofa kom Elvis Presley og Frank Sinatra á framfæri forð- um tið. Þá hefur Spitz sérlegan blaðafuiltrúa, sem ákveður, ltvað hann megi segja og við hverja hann megi ræða. Taki menn Spitz bókstaflega er ekki að undra, þótt þeim renni stundum i skap. Hann hefur ótrú- legt sjálfstraust, enda þurfti hann á því að halda i Múnchen. Hann þarf enn á þvi að halda nú. þegar menn keppast um að níða hann niður. Annars koma orð hans verr fvrir á prenti en þegar rætt er við hann augliti til auglits. Margt, sem virðist sjálfsagt, er hann segir það, hljómar fáránlega i blöðunum. Honum segist oft blátt áfram og næstum sakleysislega frá undir fjögur augu. Maður verður að gera því skóna, að hann sé að minnstakosti meðalgreindur. Honum gekk ekki illa i skóla. Og þannig segist hon- um frá yfirburðum sinum í M únchen: — Sigur minn á Olympíu- leikunum kom likamlegum eigin- leikum ekkert við. Þetta var sigur heilans. Eg var sá eini keppenda, sem samræmdi fullkomlega alla þá þætti, sem þarf tii sigurs. Einn þeirra er t.d. liturinn á sund- buxunum. .. Flestir þoldu ekki spennuna. Sumir syntu lakar en þeir eru vanir, aðrir fengu hálf- gert taugaáfall. Eg var undir nákvæmu eftirliti allan sólarhringinn. Ekkert fór framhjá þjálfurum tnínum. Það var jafnvel ekki sama, hve mikið tannkrem ég lét á burstann á morgnana. Svona vöktu þeir vfir mér, sólarhring eftir sólarhring. Það var sjálfstrausti mtnu og styrk að þakka, að ég sigraði með þvílikum yfirburðum. En seinna för ég yfir kvik- myndir af allri keppninni og þá kom í ljós, að jafnvel mér höfðu orðið á skyssur.. . Sumir hafa haldið því fram, að Mark Spitz veigraði sér við því að horfast í augu við fólk. Hvað sem um það hefur verið, verður þess ekki vart nú orðið. Að vísu lítur hann stöku sinnum undan, er hann talar og flögrar aðmanni að hann sé að þylja utanbdkarlær- dóm. Það kann lf ka að vera nokkuð til í því; að minnstakosú má ráða það af orðum hans: — Fyrir ári vissi ég varla, hvað ég átti af mér að gera eða segja á mannamötum. En nú er ég búinn að læra að koma fyrir mig orði. Það geta allir. Líttu bara á stjórn- málamennina! En ég var övanur þessu i byrjun, og það var kannski þess vegna, sem svo margir blaðamenn fengu andúð á mér. Ein blaðakona varð æf af illsku: hún spurði mig, hvað ég hefði lært i læknaskólanum og ég sagðist hvorki hafa lært matseld né hannyrðir. Mér finnst þetta ekki svo voðalegt. .. hvað finnst þér? — Ónei, ekki get ég nú sagt það. Manni hnykkir að visu talsvert við sjálfsáhuga hans og sjálfs- elsku, ótakmarkaðri trú hans á mátt sinn og megin. En hitt er svo annað mál, að sjö gullverðlaun hefði hann aldrei fengið án þess- ara eiginleika. Þar þarf ofstæki til. Enginn verður yfirburðamað- ur í íþróttum lengur nema sá, sem er öðruvísi en gengur og gerist. Mark Spitz ólst upp í ósköp venjulegu umhverfi, i'étt eins og milljónir jafnaldra hans og sam- landa, en hann komst á tindinn. Hann fæddist ekki á stjörnu- himninum, heldur þurfti að klifa þangað. Ég spurði um uppáhalds- höfunda hans? — Engir. Ég les aldrei bækur. Eg spurði þá, hvort hann hefði áhuga á tónlist. — Já, allri tónlist. Eg ermúsík- óður. En ég á engin eftirlætistón- skáld. — Önnur áhugamál? — Ljósmyndun. Ég hef fengizt við hana árum saman. en lítið nú i seinni tíð. Og svo eru það auðvitað siglingarnar. Þær eru alskemmti- legastar. Fyrir ári hafði ég varla komið út í árabát. Nú er ég einn bezti siglingamaður Suður- Kaliforníu. Eg hváði. Ég hafði haldið, að til slíks þyrfti mörg ár. — Ja, sko, báturinn minn er einn af þeim tíu beztu hér um slóðir. Hann kostaði 70 þúsund dollara. — Aha, hugsaði ég með mér, auð- vitað átti hann við bátinn. En hann hafði ekki lokiö máli sinu: — Sjálfur er ég sennilega einn af tuttugu beztu siglingamönnun- um. Ég stefni að því að koinast á Olympíuleikana. — Það verður ekki mont á honutn merkt, er hann tinir þetta út úr sér. Hann virðist bara áfram um að fá viömælanda sínum sem flestar staðreyndir að vinna úr viðtalið. . . Hann heldur áfram: — Ég sakna félagsskaparins og spennunnar úr sundinu. Sigling- arnar eru mér sárabót, enda þótt ég sætti mig illa við það að eiga Framhald á bls. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.