Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1974, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1974, Blaðsíða 10
íþróttakennari af hugsjón. Elín ákvað 10 ára a8 verða íþróttakennari og finnst allt gott vi8 kennsluna, nema að fara úr henni beint á leiksviðið. Hún vill helzt geta æft sig heima áður en sýning hefst. Syng allstaðar nema í baði til stæði að flytja þetta verk á næsta vetri. Og ég þekkti verkið nokkuð; hafði æft aríur Adele til dæmis. Svo gerðist það, að Sveinn Einarsson, leikhússtjóri, ræddi við mig síðastliðið vor og'bað um að fá mig til prufusöngs. Það var einmitt hlutverk Adele, sem hann hafði í huga. Nokkru síðar söng ég fyrir dómnefnd, sem skip- uð var Stefáni íslandi, Þurfði Pálsdóttur, Kagnari Björnssyni og Sveini leikhússtjóra. Enginn úrskurður var felldur þá. Ég var komin út til Salzburg, þegar fjöl- skyldan kom með þær fréttir með sér, að ég hefði verið valin í hlut- verkið. Og auðvitað var ég ánægð með það.“ Æfingar á Leðurblökunni hófust fyrst í september. Eftir að Elín fékk íslenzka textann, fór hún að æfa hlutverkið hjá Mariu Markan og þár að auki hjá Ragnari Björnssyni. Fyrst var æft einu sinni tii tvisvar í viku og síðar á hverjum degi. Eftir frum- sýninguna hefur hún hætt að æfa hiutverkið hjá Maríu, en hún fer samt til hennar einu sinni i viku og æfir þá annað. „Verður maður ekki leiður á svona miklum æfingum?" „Ekki leiður, en maður getur orðið þreyttur." „En hvað um frumsýninguna? Varstu með skrekk?" „Ég varð miklu fremur vör við taugaóstyrk á fyrstu æfingun- um.“ „Hverju kvíðir söngvari fyrir? Er það að gata í textanum, eða kannski það, að hann komi ekki upp fyrstatóninum?" „Ég held, að maður kvíði mest fyrir fyrsta tóninum. Það er líka afskaplega erfitt að bíða, meðan Guðmundur Jónsson flytur for- málann. Siðan trítla ég inn og eftir það leið mér strax betur." „En finnurðu til mikils léttis á eftir?“ „Sérstaklega fann ég til léttis eftir generalprufuna. Þá var alveg fullt hús. Þessvegna varð frumsýningin auðveldari." „Þú gætir kannski hugsað þér að gera ekkert annað?“ „Já, vissulega. En um það er ekki að ræða hér. Ég kenni nú eftir áramótin 30 tíma á viku, þar af 20 tíma sund. Einhverra hluta vegna finnst mér vont að þurfa að fara beint úr kennslu í leikhúsið. Helzt vil ég geta skroppið heim og tekið smá æfingu i svo sem kortér eða tuttugu mínútur. Kannski er það bara sefjun, en mér finnst það samt betra. Á föstudögum hagar svo óheppilega til, að ég verð að fara beint frá kennslunni i leikhúsið." „Þarf ekki mikla orku i öll þessi ósköp?" „Ekki kemst maður hjá þvi að eyða í það talsverðri orku, en sem betur fer er ekkert slen í mér og ég hef nóga orku i sönginn og kennsluna. Hitt er svo annað mál, að ég er oft hálf löt við að drífa mig í allskonar heimilisstörf þess á milli. Stundum kem ég seint heim; þegar sýningar eru á Leðurblökunni, er ég ekki komin heim fyrr en um hálf tólf. Og tvo morgna í viku verð ég að byrja að kenna kl. 8 að morgni." „Já, mikið getur lífsbaráttan verið erfið.“ „Ætli það þurfi nokkuð að vor- kenna manni. Ég skapa mér þetta sjálf.“ „Og hér æfir þú þig í stofunni. Hvað segja börnin um það?“ „Þau þekkja víst ekki annað; það er hluti hversdagsins hérna. Auk þess fer ég til undirleikara einu sinni i viku. Það er Sigríður Sveinsdóttir og ég er svo heppin, að hún býr hér hinum megin við götuna.“ „Syngurðu líka við matartil- búning íeldhúsinu?“ „Já, ég er oft að raula eitthvað." „Og að sjálfsögðu i baðinu?" „Nei, ég syng allsstaðar nema í baði. Það mundi hljóma um allt hús. Að sumu leyti væri þægi- legra að búa í einbýlishúsi. Sú lausn er lika til að leigja sér stúdió eða æfingaaðstöðu úti í bæ. En það er varla fyrir hendi, held ég. Áreiðanlega eru þó margir söngvarar, sem aldrei geta æft sig heima og það er ekki gott. Sumir hafa reynt það, en fengið ýmis- konar kvartanir; stundum byrja Framhald á bls. 14. 3 O ° ® ° BÆKUR OG HÖFUNDAR Eftir Charity Beth Coman MARK TWAIN Mark Twain, sem hét réttu nafni Samuel Clemens, ólst upp í Missourifylki, við fljótið, sem hann gerði ódauðlegt, Missisippi. Eftir aðeins tíu ára skólagöngu hætti Twain námi til að vinna fyrir sér. Á eftir fylgdu ævintýrarík ár, sem kenndu Twain meira um llfið en nokkur skólameistari hefði getað gert. Hann var prentaralærlingur. hermaður í Sambandshernum, stýri- maður á gufuferju á Missisippifljóti, blaðamaður, útgefandi og fyrirlesari. Ef til vill hefur æska Twains verið of reynslurik, of ánægjuleg — ef til vill hefði sálfræðingur getað varað við væntanlegum vonbrigðum. í beztu verkum slnum hverfur Twain aftur til hamingjuríkrar bernsku sinnar, eins og hann sé að flýja vonbrigði fullorðinsáranna. Á efri árum talaði hann oft um „bölvað mannkynið", og það var aðeins gegnum gamansamar árásir sínar á fals og spillingu, sem hann fékk í bókum sinum og fyrirlestrum útrás fyrir djúpstæðan, persónulegan sársauka og vonbrigði með heim hinna fullorðnu. Þótt mikinn fjársjóð sé að finna í bókum eins og Innocents Abroad, Life on the Missisippi, og Roughing It, er sigur Twains fyrst og fremst fólginn í sögunum af Tuma Sawyer og Stikilsberja-Finni. Þó að þær séu einkum lesnar af unglingum af báð- um kynjum, eru þær i gæðaflokki bókmennta, sem verðskulda að vera lesnar og endurlesnar langt fram á fullorðinsár. Þær teljast til blómans af bandarískum bókmenntum og höfundur þeirra er ástsæl og þjóðleg. bandarísk persóna, sem sameinar glöggan skilning og uppreisnar- gjarna einstaklingshyggju drengsins og hlutlausa gamansemi og næma framsetningu hins fullorðna manns. Þótt skólamenntun Twains yrði af skornum skammti, hlaut hann áður en lauk heiðursnafnbætur frá háskólunum i Missouri, Yale og Oxford. Og þrátt fyrir alla beizkjuna hlýtur þessi maður að hafa verið örlátur með afbrigðum: honum var ekki nóg að flýja á náðir minninganna — hann mátti til að veita öðrum hlutdeild i þeim. STIKILSBERJA - FINNUR Svo sem hæfir lifsflóttamanninum Twain, er sagan af Stikilsberja-Finni, saga um flótta. Bókin greinir frá ævintýrum Finns, þjökuðum af vand- lætingasömum forráðamönnum, og strokuþrælsins Jim. Saman leggja þeir út í lifið á fleka eftir Missisippi- fljótinu. Þó að sagan sé skrifuð sem framhald af „Ævintýrum Tuma", er hún þeim fremri. í inngangi varar Twain lesandann við að leita að kveikju eða síðferðilegum boðskap og eru orð hans í tíma töluð, þvi hversu ákaft sem Stikilsberja-Finnur hefur verið sundurliðaður og skil- greindur af prófessorum, gagnrýn- endum og sálfræðingum, er bókin og verður fremur ánægjuefni en rannsóknarefni. Fyrir unga fólkið hefur Stikils- berja-Finnur alla kosti góðrar ævin- týrasögu — nóg af hellum og likum, ásamt sætleika þeirrar samkenndar. sem enginn þekkir nema tveir drengir, er lenda í ævintýri saman. Fyrir fullorðinn smekk er bókin þrungin dásamlegri kímni og innsæi. skrumskælingu og skilningi. Sem barn verður maður snortinn af lýsingum Twains á þeim tilfinning- um, sem oft bærast með manni en eru ekki látnar uppi: ótta Tuma Sawyer við að eldingu eða storm- sveip verði beint að honum fyrir að hafa sagt ósatt, ýktar ímyndanir Stikilsberja-Finns um sinn eigin dauðdaga og ánægju yfir að sjá aðra áhyggjufulla. Sem fullorðinn hefur maður jafnvel enn dýpri ánægju af þessari innsýn i bernskuna, maður lifir hana á ný og skilur hana betur. Stikilsberja-Finnur er greinargóð lýsing á bernskutimum Twains, vandamálum svertingjanna, hlut- verki kirkjunnar, siðalögmáli Suðurrikjasamfélagsins og lands- háttum umhverfis Missisippifljótið. En einkum og öðru fremur er hún þó saga drengja um víða veröld, saga æsku gagnvart elli, saga sakleysis gagnvart spillingu. Það er ógerningur fyrir nokkurn Bandarikja- mann að lesa hana án þess að finna til hreykni, því eins og Hemingway sagði: — Allar nútimabókmenntir bandarískar eiga rót sina að rekja til einnar bókar eftir Mark Twain, sem kallast Stikilsberja-Finnur. . . við höfum enga átt betri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.