Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1974, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1974, Blaðsíða 11
Til vinstri: Skólastúlkan Annabella, 14 ára gömul og til hægri: Annabella fimm árum síSar: Kherun Nissa. Daginn eftir héldum við áfram til Aþenu, skiptum um flugvél og að lokum sáum við ljósin á flug- vellinum í Genf blika i fjarska. Ég átti súkkulaðipakka og fékk henni hann. Hún naslaði súkku- laðið með ósvikinni ánægju. — Þetta er í fyrsta skipti i heilt ár, sem ég bragða súkkulaði, sagði hún. — Við eigum miklu meira heima, og margt fleira gott, sagði ég. — Aðeins eitt áður en við lend- um, pabbi. Þú reynir ekki að halda mér heima. Dóttir mín bar ulan á sér allar sinar jarðnesku eigur, en ég varð að bíða eftir að töskur mínar kæmu í gegn á færibandinu. A meðan við biðum kom ég auga á konu mfna, sem stóð og veifaði af öllum mætti og yngstu dóttur okkar, Júlíu, sem þrýsti nefinu upp að gluggarúðu og var eitt bros. Ég benti Annabelle á þær og hún gekk til þeirra og heilsaði þeim. Ég horfði á álengdar. Það var hjartnæm sjón. Það er erfitt að lýsa þeirri sálarangist, sem kona min hafði orðið að þola. Hegðun dóttur okkar hafði svo algerlega brotið i bága við lífs- reglur hennar. Bilið milli þeirra var breitt og árs aðskilnaður hafði ekki orðið til að brúa það. Þegar ég gekk til þeirra heyrði ég að Júlia litla, sem er vangefin, söng fullum hálsi: „Annabelle er komin, Annabelle er komin." Gleðisvipurinn á andliti hennar var slíkur, að hinir farþegarnir námu staðar til að njóta hans. Hún tók um hönd Annebelle og leiddi hana að bilnum, sem beið okkar. Þetta var hamingjustund fyrir okkur öll. Og nú voru aðeins örfáir dagar tiljóla. Þegar Annabelle lagði upp i ferðalagið til Austurlanda skildi hún eftir fullan klæðaskáp af föt- um — kjólum, pilsum, kápum, blússum — sem sum voru nánast ónotuð. Kona min hafði strokið þau öll og pressað og lagt þau á rúmið hennar. Hún hafði hlakkað til að sjá Annabelle klæðast þeim og varð mjög vonsvikin, þegar Annabelle kvaðst ekki hafa í hyggju aðafhjúpa fótleggi sína. — Trú okkar leyfir það ekki, sagði hún. Þessi orð „trú okkar," „heimur okkar“ bar oft á góma þær fáu vikur, sem hún var hjá okkur, konu minni til sárrar gremju. Annabelle virtist gera sér rnjög far um að minna okkur á, að hún tilheyrði öðrum heimi. Upp komu ýmis vandkvæði en einnig margar ánægjustundir. Kona mín var mér sammála um, að Annabelle væri orðin blíð- lyndari og hefði öðlazt meiri hugarró en hún hefði nokkurn tíma átt. Kvöld eitt er við sátum í ró og næði f dagstofunni, spurði ég Annabelle hvernig staðið hefði á því, að hún ilentist ekki i Nepal eins og hinir hipparnir. Það var þá, sem hún sagði okk- ur ýmis atriði frá ferðalagi sínu og AbduIIah, er þau höfðu farið fótgangandi frá Genf að landa- mærum Rússlands og Kína, en sú ferð hófst í janúar 1968 og lauk í ágúst sama ár. Þau höfðu þjáðst af gulu og blóðkreppusótt, verið nærri hungurmorða og aðfram- komin af hita ogþreytu. Á gististað hippanna i Kabul höfðu þau heyrt af evrópskum stúlkum, sem höfðu selt sig fyrir eina heroinsprautu. Og í Kabul hafði Abdullah staðið vörð alla nóttina fyrir utan herbergi henn- ar til að vernda hana fyrir ökunnugum. í þeirra augum var hún aðeins einn evrópskur hippa- frávillingur í viðbót, sem beið þess að einhver flekaði hana. Það var í Kabul, sem ungmennin tvö ákváðu að gerast múhameðstrúar. Um giftinguna er mér enn ekki vel ljóst — ef til vill fór aldrei fram nein vígsla. DOTTIR MÍN KHERIIN NISSA Clive Drummond Síðári hluti. '¥r Eftirlætisbarnið Annabella varð að um- skiptingi. Hnn lenti í slagtogi með hippnm, hvarf að heiman og loks spurðist til hennar anstur í Afghanistan þar sem hún varsetzt að og búin að taka Múhameðstrú. En hvað sem þvf liður komu þau upp frá þessu fram sem hjón. Ramadan-mánuði lauk tveimur dögum eftir komu Annabelle til Genfar og þar með var fæðu- vandamálið úr sögunni. Annabelle var mjög ástúðleg við systur sfna og lék og talaði við hana löngum stundum. Það var Annabelle, sem ég heyrði fyrst nefna „börn Guðs“. Hún sagði, að „sitt“ fólk kallaði vangefin börn þessu nafni. Og að dæma eftir framkomu Annabelle gagnvart Julie, var henni full alvara. Enginn hefði getað auðsýnt Julie meiri ástúð og natni. Kona mín vissi af loforði því, sem ég hafði gefið Annabelle um að hún mætti fara aftur. En ég gat ekki áfellzt hana fyrir að gera eina úrslitatilraun til að fá hana til að vera um kyrrt. — Þegar alls er gætt, sagði hún við Annabelle, — geturðu verið fullt eins góður múhameðstrúar- maður hérna. — En mamma, svaraði hún, hvað stendur mér til boða hérna? Viltu að ég sitji við skrifborð og hamri á ritvél eða finni mér kærasta og giftist? Ég er ánægð með mitt starf. í rödd hennar var ísköld vanþóknun og við höfðum ekkert svar við henni. Við áttum ekki auðvelt með að leyna hryggð okkar daginn, sem hún fór. Við veltum því fyrir okk- ur hvenær við mundum sjá hana aftur. Ég var ákveðinn i að þess yrði ekki langt að biða og að næst, er ég kæmi til Swat, skyldi ég kynna mér vel þennan Baba, sem virtist hafa svo sterk áhrif á hana. Þegar hún gekk út á flugbraut- ina að þotunni, sem beið hennar, há, grannvaxin og hnarreist með göntlu töskuna sina um öxl, viss- um við að hún var ánægð að vera nú aftur á leið til sinnar eigin litlu paradísar. Við horfðum á hana veifa og hverfa inn i flugvélina, en ókuni sfðan þegjandi heim á leið. Bréf Annabelle voru léleg fyll- ing i tómarúmið í tilveru okkar. Þau voru full af lofgjörð um múhameðstrúna og fullkomleik Babans. Sum minntu meira á prédikun en bréf dóttur til foreldra sinna. Eitt sinn leyfði ég mér f ör- væntingu að mótmæla því, að hún kallaði Babann föður sinn og spurði hver min staða væri. Svarið kom um hæl: „Vitanlega ert þú faðir minn, ég hef aldrei sagt að þú værir það ekki. Þú gazt mig. En hinn múhameðski faðir minn er allt annað. Hann fylgir Kóraninum og hinni sönnu braut múhameðstrúarinnar. Stundum fannst okkur hjónun- um, að Annabelle m.vndi vilja koma heim en væri ekki frjáls ferða sinna. Ég varð að komast að því hvers konar vald þessi dular- fulli Baba hafði yfir henni. Svo ég tók mér aftur flugfar til Peshawar. Annabelle beið á flugvellinum og með henni piltur, sem ég hélt að væri Abdullah. Svo var ekki og ég reyndi að geta mér til hvers vegna. Þetta reyndist vera vinur Annabelle frá Peshawar — hávaxinn, dökkur og myndar- legur Pathani, með þennan stölta svip og stöðuga augnaráð, sem er kynþætti hans svo eiginlegt. Hann fylgdi okkur inn i Peshawar en skildi síðan við okkur og fór heim til sín. Annabelle virtist \ið góða heilsu og sýnilega sátt við um- heiminn. Hún var ákveðin i fasi. Ferðin til Swat morguninn eftir tók fimm klukkustundir með tveggja hæða áætlunarbíl. En nú átti ég loksins að hitta hinn dular- fulla Baba. í huga mínum var hann máðurinn, sem rænt hafði mig ást dóttur minnar, eins konar austurlenzkur Rasputin. En mér var ljóst, að hann hlyti að vera góðum kostum búinn. Hún hafði nú búið i húsi hans i tvö ár — sem var ærinn timi til að komast að þvi hvort hann væri falsspámaður eða ósvikinn. Auðséð var, að það var hamingjustund fyrir Annabelle, er við ókum inn i Madýan. Þorps- búar virtust allir vera saman- komnir til að fagna okkur. Fjöldi fólks hrópaði nafn hennar. Andlit hennar ljómaði af hamingju. Annabelle leiddi mig að opnum dyrum á húsi Babans. Hann stóð i dyragættinni — maður smár vexti en stórbrotinn að persónuleika. Hann hafði athyglisverð augu, svört og seiðmögnuð og hann virtist tala með þeim fremur en orðum, þegar hann greip um báð- ar hendur minar og þrýsti þær. Mannþyrpingin rak upp fagnaðar- óp er við hittumst. Svo sleppti hann höndum minum, faðmaði Annabelle að sér og leiddi okkur innfyrir. Húsakynnin voru kuldaleg og fábrotin: eitt herbergi með nökt- um veggjum og steingólfi, rúm stóð við einn vegginn, legubekkur við annan og eldstó mitt á milli. Ur loftinu hékk ein nakin ljósa- pera. Hin einkennilegu augu höfðu ekki vikið frá andliti mínu og þau virtust sjá beint í gegnum mig. Þetta var augnaráð dávalds, enda þótt sú væri að líkindum ekki ætlunin. Babainn hafði sönglandi mál- róm, hljómfagran og lágan. Þegar hann talaði \ið Annabelle gaf ég honum nánari gætur. Af hálfátt- ræðum manni að vera, var hann furðulegur. Andlitið var gersam- lega hrukkulaust. Þvkkt, svart hárið vár sléttgreitt og hvergi hvítan þráð að sjá. Hann hafði sterklegar, hvítar og jafnar tenn- ur, litla fætur og nijög smágerðar, þokkafullar hendur, sem hann hreyfði frjálslega þegar hann talaði, vöðvastælta handleggi og þreknar axlir. Þrátt fyrir það hversu lágur hann var í loftinu, kom Babainn mér fyrir sjónir sem maður gædd- ur miklum likamsstyrk og ómót- mælanlegu seiðmagni. Hann var klæddur siðri skyrtu, viðum buxum og bar á höfðinu flatan, öskjulaga hatt, lagðan gylltum snúrum. A fótunum hafði hann gyllta ilskó og úrval hringa á fingrum sér. Hann var, séð með vestrænum augum, litrík persóna og til þess fallinn að vekja i huga manns spurninguna: dýrlingur eða trúður, lærður maður eða leikari? En á honum var ósvikinn valdsmannsbragur. Annabelle túlkaði fyrir mig kveðju hans. Abdullah kom inn i þessu. Mér brá er ég sá útlit hans. Hann var ennþá fölari á vangann en áður, augun innfallin og svip- laus og hann var augsýnilega óstyrkur á taugum. Ég heilsaði honum á frönsku og sagði honum, að ég hefði hitt foreldra hans i Genf og að þeim þætti vænt um að fá bréf frá honum. Ilann kvað það timasóun eina, þau „hefðu aldrei skilið sig“. Hann leit flóttalega til Babans, brosti til Annabelle og fór svo út aftur. Babainn virti hann ekki viðlits. Hann virtist sannarlega ekki i neinu uppáhaldi. Um Annabelle gegndi öðru máli. Hún sat við fætur Babans og hlýddi á hann með athygii. Hún Franthald á bls. 14.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.