Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1974, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1974, Blaðsíða 8
Á hverjum degi sezt Elín við píanóiS í stofunni heima hjá sér og æfir söng. Auk þess fer hún og æfir hjá undirleikará og vikulega fer hún til Maríu Markan. SYNG ALLS- STAÐAR NEMAÍBAÐI Rætt við Elínu Sigurvinsdóttur sem fer með hlutverk Adelu í Leðurblökunni Flutningur Þjóðleikhússins á Leðurblökunni eftir Júhann Strauss yngra, hefur átt geysileg- um vinsældum að fagna. Söngurinn og tónlistin eru freyðandi eins og kampavín og efnið byggist á léttúðugu líferni yfirstéttarinnar í Vínarborg. Enda þótt nokkuð sé nú um liðið, þykja framhjáhöld og aðrar smá- syndir austurrfska aðalsins ennþá hið gómsætasta efni — að minnsta kosti þegar það er listi- lega flutt. Þegar Guðmundur Jónsson — sjálf leðurblakan — hefur með forspjalli sínu gefið nokkra hug- mynd um það, sem á eftir fer, flögrar fiðrildið Adelía inn á svið- ið. Hún er vinnukona í virðulegu húsi, fjörug, létt í hreyfingum og gáskafull. Það er víst óhætt að segja, að hún sigrar áhorfendur — og áheyrendur — í fyrstu lotu. Fólk liallar sér áfram, rýnir, legg- ur við hlustir, hvfslar: Hver er hún þessi, sem fer svo fisléttum skrefum um sviðið og syngur eins og engill? Hún hlýtur að vera ný. Já, að er reyndar svo. Elin Sigurvinsdóttir er ný á sviðinu þó að hún hafi verið í þjóðleikhús- kórnum; nýr burðarás, kannski ný stjarna. En hver er hún, þessi unga kona bak við röddina? Eðá eins og lengst af hefur verið spurt á íslandi: Hverra manna er hún? bví er til að svara, að Elín er dóttir Sigurvins Einarssonar alþingismanns og konu hans Jörínu Jónsdóttur. Hún er fædd i Reykjavík 1937, en Sigurvin og Jörína kynntust í Kennaraskólan- um og bjuggu um tíma í Ólafsvik, þar setn Sigurvin var skólastjóri. Leið þeirra lá aftur til Reykjavík- ur; Sigurvin hélt áfram kennslu unz hann stofnaði Dósaverk- smiðjuna. En alþingismaður varð hann ekki fyrr en síðar. Þeim hjónum varð sjö barna auðið; Elín á þrjá bræður og þrjár systur. Ekki hafa systkini hennar lagt fyrir sig söng, utan yngsta systirin, sem er í Polyfónkórnum. Hún ætlar kannski að feta í fótspor systur sinnar? Elín: „Hún er íþróttakennari eins og ég og kveðst þessvegna allsekki ætla að læra að syngja.'1 Sjálf útskrifaðist Elín frá íþróttakennaraskólarmm á Laugarvatni vorið 1956. Það var síðasti vetur Björns Jakobssonar, sem stofnaði skólann. Hún á góð- ar minningar þaðan; Laugarvatn er staður, sem sezt að í sálinni og fylgir manni. Hún hefði getað hugsað sér að vera þar lengur, en Íþróttakennaraskólinn er aðeins einn vetur. En hann hefur þótt talsvert strembinn. „Söngkona i íþróttakennara- nám. Hversvegna?" ,,I fyrsta lagi var söngáhuginn þá mjög á byrjunarstigi. I öðru lagi ákvað ég líklega tíu ára gömul að verða iþróttakennari „Svo það má segja, að þú sért íþröttakennari af hugsjón." „Já eiginlega. Eg fékk þennan ódrepandi áhuga f barnaskóla- leikfiminni hjá Unni Jónsdóttur, sem reyndar starfar enn." „Varstu lika i einhverjum keppnisíþrótt um ?“ „Nei, alls ekki. Mín þátttaka i iþróttum hefur verið bundin við fimleika; ég æfði með ÍR undir stjórn Sigríðar Valgeirsdóttur. Að vísu æfði ég lika sund. En það var í því augnamiði að búa mig undir skólann, en ekki til að keppa. Bræður mínir voru mikið í sundi; Rafn átti íslandsmet á einhverj- um vegalengdum, áður en Ari Guðmundsson kom til sögunnar." „Sumir fara í iþróttakennara- skólann, þótt þeir séu ekkert gall- harðir i að snúa sér að kennslu að prófi loknu." „Ur mínum árgangi eru allir við kennslu og ég fór ekki i skólann uppá sport, heldur í þeim tilgangi að afla mér réttinda og kunnáttu til að kenna." „En þú varst samt eitthvað byrjuð aðsyngja?" „Ekki beinlínis markvisst. En ég varð að biða einn vetur eftir því að ná 18 ára aldri og geta komizt í skólann. Ég vann þá hjá pabba og fór i söngtíma til Kristins Hallssonar. Það var fyrsta námið." „Einhvern aðdraganda hlýtur það að hafa átt." Elín í hlutverki Adele í Leður- blökunni. Þetta er fyrsta hlutverk Elínar, en hún hefur þjálfað sig vel og m.a. gengið 1 tíma til Maríu Markan í samtals átta ár „Já, kannski. En ég hafði ekki haft neinn sérstakan áhuga á söng og skrópaði oft í kóræfing- um í Austurbæjarskólanum vegna þess að mér þótti leiðinlegt i söng. Ein skólasystir mín, Dóra Reyndal, sem reyndar syngur í Leðurblökunni, fékk mig til að ganga í barnakór Utvarpsins og þar var ég um tíma. En mér leiddist samt og sá söngur endaði með því, að ég fékk pabba til að hringja og segja, að ég kæmi ekki meira. Ég man alls ekki til þess, að ég væri tiltakanlega söngelsk á unglingsárunum. bó kann það að hafa ráðið einhverjum úrslitum, að við byrjuðum að syngja saman fjórar 15 ára stelpur í Gagnfræða- skóla Austurbæjar. Það var þessi venjulegi ungpiusöngur með gítarundirleik. Okkur þótti gaman að þessu og það kveikti áhugann. Nokkrum sinnum vorum við beðnar að syngja á minni háttar samkomum, árshátiðum hjá íþróttafélögunum og þessháttar. Við kölluðum okkar Sólskinsdætur og reyndar tökum við ennþá lagið, þegar við hittumst." „En þú fórst svo að læra hjá Kristni Hallssyni." „Já, ég fór í einn tima i viku. Það var hvorki fugl né fiskur; einn timi í viku dugar skammt, þegar allt er ólært. Kristinn uppörvaði mig og það hafði Helgi Þorláksson, söngkennari, gert lika. Hann er nú skólastjóri Voga- skóla. Helgi sagði, að ég gæti sungið hvaða rödd sem væri og það lyfti líka undir áhugann." „En hvað með dægurlagasöng. Kom aldrei til greina, að þú syng- ir með hljómsveit?" „Ég hafði ekki áhuga á því og Kristinn Hallsson mælti fremur gegn þvi og ráðlagði mér að læra meira. Mér fannst, að það gæti ekki verið neitt stórmál að læra að syngja, en komst fljótlega á aðra skoðun." Sá tíini kom, að Elín hafði aldur til að hefja nám við íþrótta- kennaraskólann og þótt þar væri stundum tekið lagið í góðum hópi,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.