Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1974, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1974, Blaðsíða 13
Þorkell bjálfi, fóstbróðir Ráðorms, eignaðist lönd öll milli Þjórsár og Rangár og bjó i Háfi. Þorsteinn lunan hét maður norrænn og farmaður mikill. Þorsteinn fór til íslands i elli sinni með Þor- gilsi syni sinum. Þeir námu hinn efra hluta Þjórsár holta og bjuggu í Lunansholti. (Viðurnefni Þorsteins ber þess vitni, að hann muni hafa dvalizt lengi á Vesturlöndum, og því er liklegt að hann hafi þaðan komið og haft vestræna skipshöfn). Landeyjar. — Hildir og Hallgeir bræður og Ljót systir þeirra voru kynjuð af Vesturlöndum (írsk segir Hauksbók). Þau námu land er þau komu til íslands, á milli Fljóts og Rangár, Eyjasveit alla upp til Þverár. Hildir bjó í Hildisey, Hallgeir bjó i Hallgeirsey, en Ljót bjó á Ljótarstöðum. Dufþakur hét leysingi þeirra bræðra, er nam Duf þaksholt. Hann var hamramur mjög. Þórðarbók segir að hann hafi numið land þarna áður en Ketill hængur kom út. Hér eru taldir 8 keltneskir „landnámsmenn". Allir hafa þeir borið keltnesk nöfn, en eigi fáum vér að vita hver þau hafa verið. Þeim eru gefin ný nöfn, sem Þykja betur hæfa. Þarna hefst þegar sá siður, er algengur hefur orðið um allt land, að uppnefna vest- ræna menn. Þrír af bændunum í Þjórsárholtum fá goðkynjuð nöfn, Áskell, Jólgeir og Þorkell, og má vera að það hafi verið gert þeim til vanvirðu, þar sem þeir voru menn kristnir. Dufþakur og Ráðormur fá að halda sínum nöfnum afbökuðum. En fimmti böndinn þarna og sá, sem talinn er af norrænu kyni, fær að halda keltnesku viðurnefni sínu, lunan, og bær hans er kallaður Lunansholt og heitir svo enn. Þetta bendir til, að hann hafi verið talinn þegar i hópi hinna vestrænu manna. Þetta hafa ekki verið einu bændurnir á þessum slóðum, heldur helztu bændurnir, ,,landnemarnir“. Þeir hafa allir átt stórbú, og má þar geta þeirrar þjóðsagnar, sem um Áskel gengur, að bæirnir Kálfholt og Sauðholt dragi nöfn af því hvernig hann skipti búpeningi sínum til beitar. Allir munu þeir hafa gefið mönnum sínum bústaði, líkt og norrænir landnáms- menn gerðu, en hér er hlaupið yfir kotbændur, eins og venja var. Þess vegna er vonlaust verk að reyna að gera sér grein fyrir hve margt fólk af vestrænu kyni hafi verið þarna fyrir i ,,landnámi“ Hængs, er hann SEM nú bæj'ar- og sveitarstjórnakosningar nálgast óðfluga, prófkjör fara fram innan sumra flokkanna, og áróðurinn kemst í al- gleymi, þá mun áhugi á stjórnmálum og að sjálfsögðu frambjóðendunum sjálfum, sem gefa kost á sér til að vinna að málefnum borgaranna, væntanlega lifna við eina stund. Er það undur gott. En mér þykir ankanna- legt, hversu fjálglega kynsystur mínar end- ast til að geisa um það, bæði milli kosninga og þegar þær eru ■ aðsigi, hve flokkarnir geri upp á milli kynja á framboðslistum sínum. Undantekning megi teljast, ef kvenmaður sé hafður í öruggu sæti á listum flokkanna, nema á stöku stöðum. Er sú ályktun iðulega af þessu dregin, að þarna sé að verki hin illræmda alræðisstjórn karlmannaþjóðfélags- ins. Mér þykir slíkur málflutningur býsna fráleitur. Ég er sannfærð um, að allir stjórn- málaflokkarnir taka því fegins hendi, ef hæf- ar konur eru fúsar til að gefa kost á sér og vinna við hlið karlmannanna að framgangi hinna ýmsu hagsmunamála bæjar eða sveitarfélags. Það er hins vegar kunnara en frá þurfi að segja — hvort sem konum líkar betur eða verr — að kvenfólk er yfirleitt tregt að gefa kost á sér, en getur í mesta lagi fallizt á að vera i puntsætum til að „skreyta" listana hér og hvar. Kemur þarna til sérhlífni kvenmannsins? Þora konur ekki að steypa sér út í þá harðvítugu baráttu, sem óhjákvæmilega fylgir því að fara í sæti ofarlega á listum? Telja þær sig ekki hafa nógu sterk bein til að sæta gagnrýni? Eða eru þær hræddar við þær glósur, sem gjarnan heyrast að þessi eða hin settist hér að. En öll rök virðast mér hniga i þá átt, að þarna hafi verið fjölmenn keltnesk byggð. Keltarnir hafa lagt undir sig allt land næst sjó, frá Þjórsá að Markarfljóti og auk þess langt upp með Þjórsá. Og hvernig þeir röðuðu sér á þetta landsvæði bendir einnig til þess, að þeir hafi verið á undan öðrum, því að strandlengjan og lágsveitir byggðust víðast hvar fyrst á Islandi og síðan færðist byggðin lengra inn í landið. Þeir, sem trúa þvi enn statt og stöðugt, að ísland hafi verið ónumið þegar fyrstu norsku landnámsmenn irnir komu hingað, munu segja það helbera vitleysu, sem hér hefir verið sagt um landnám í Rangárþingi. Við skulum athuga þetta i bróðerni. Og þá ber ég fyrst fram þessa spurningu til þessara manna: Halda þeir, að írar hafi hlaupið upp til handa og fóta, þegar þeir fréttu, að norrænir menn væru farnir að nema Island, og viljað óvægir taka þátt í því landnámi? Það væri Iiklega eina skýringin á þvi, að þeir skyldu flykkjast inn i landnám Ketils hængs? Og halda menn, að Ketill hafi orðið svo feginn komu þeirra, að hann hafi látið þá eina um að nema lágsveitirnar? Ég þarf ekki að biðja um nein svör. Allir vita, að norrænir menn voru hataðir í irlandi um þær mundir, vegna rána og hryðjuverka, er þeir frömdu þar. Á hinn bóginn er það líka kunnugt, að norrænir menn litu niður á Kelta og töldu sig langt yfir þá hafna. Það eru því harla litlar likur til þess, að Ketill hafi dekrað við þá og leyft þeim að leggja undir sig tvær viðlendar og frjósamar sveit- ir, stofna þar nokkurs konar nýlendur fyrir sig, og ná jafnframt á sitt vald þeim tveimur höfnum, sem voru á þessari sandströnd. Þvi að Rangárós og Þjórsárós voru þá hafnir og er i sögum getið um siglingar þangað. Auk þess var lengi mikil verstöð bjá Rangár- ósi. Nei, Keltar voru kornnir þarna á undan Hængi, löngu á undan honum, og landnámssaga hans er því öll önnur en menn hafa haldið. „Þeir könnuðu landið fyrir austan ána,“ (Þjórsá) segir sagan, og mun þar vera átt við Baug og skipverja hans, er þeir fóru að leita að Katli. Tel ég ekki ósennilegt, að Baug hafi brugðið nokkuð i brún, er hann komst að þvi, að landið austan árinnar var þegar sé að trana sér fram? Mér þykir sérhlífnin einna sennilegasta skýringin. Fremur en þarna ráði hlédrægni eða feimni. Hvað þá að haldið sé aftur af konum, sem vilja fara í framboð. Áreiðanlega sjá allir flokkarnir, hversu mikið misræmi er i því, að á tólf manna lista til dæmis séu ein eða tvær kvenverur, og þá oftst nær í sætum, sem engu máli skipta. Ég er þeirrar skoðunar, að Reykvíkingar hafi verið mjög heppnir með þær konur, sem unnið hafa i borgarstjórn Reykjavíkur, enda þótt þarsé heldurekkertjafnvægi íhlutunum — miðað við höfðatölu. Mér finnst alveg sjálfgert að tvær eða þrjár konur verði i öruggum sætum á lista Sjálfstæðisflokksins. Minna má það ekki vera. Reynslan af starfi þeirra sjálfstæðiskvenna, sem hafa unnið að borgarmálefnum, og einnig kvenfulltrúa hinna flokkanna, er sú, að kjósendur hljóta að sjá, að þeim er vel treystandi og þær leysa sín störf ekki síður vel af hendi en karlmenn- irnir. Stöðugt er verið að hjala um jafnrétti. Konur ryðjast fram og vilja jafnrétti á at- vinnumarkaðnum, í hjónabandinu. Og það er reglulega ánægjulegt að heyra þessar raddir. Aftur á móti heldur obbi kvenþjóðar- innar að sér höndum, þegar stjórnmálavafst- ur er annars vegar. Þessu breyta engir nema kvenmennirnir sjálfir. Og ef konum er alvara í að krefjast jafnréttis á við karla er þó frumskilyrði, að þær taki á sig þá ábyrgð og þær ýmsu skyldur, sem jafnréttinu fylgja. Það er ekki nóg að ætla sér að sleikja bara það jákvæða ofan af jafnréttinu. Jóhanna Kristjónsdóttir. numið af löndum hans og einhver helzti bóndinn þar var honum náskyldur. Landnáma segir, að þeir Áskell í Höfða og Baugur hafi verið þremenningar, komnir af Kjarval írakonungi. Mér þykir líklegt, að þá er Baugur kom á fund Ketils, hafi hann talað máli bændanna þarna, að þeir fengi að sitja í friði á jörðum sinum, gegn því, að þeir gerðust undirmenn Ketils og veittu honum lið, ef hann þyrfti á að halda. Nú hafði Ketill setið þarna heilan vetur í landnámi Ráðorms og hefir efiaust kynnzt nokkuð bændunum I Þjórsárholtum og haft fregnir af keltnesku byggðinni í Landeyjum. Hefir hann þannig kynnzt þvi hve fjölmennir Keltar yoru og ekki þótt árennilegt að reyna að kúga þá, enda þótt hann hefði harðsnúið lið. Sagan segir, að Ketill hafi verið „ágætur maður“ og er honum þvi vel trúandi til þess að skilja hvern rétt Keltarnir höfðu þarna og hafi hann því tekið vel málaleitan Baugs. Hann hefir líka séð, að betra var að tryggja þessa menn, heldur en að halda uppi ófrið við þá. Sennilega hefir þá verið lagður fundur með bænd- unum í Þjórsárholtum og þar gerður griðasamningur við þá um að þeir skyldu halda landnámum sinum, en gerast um leið menn Ketils. Þeir hafa ,,þegið“ lönd sín af Katli, eftir því sem segir í Landnámu. Þessa skoðun styður það hvernig fór um viðskipti hans og Landey- inga, að hann lét þá eigi aðeins halda jörðum sínum, heldur hliðraði til við Dufþak, þótt hann hefði ekki numið land i Landeyjum, heldur fyrir ofan Þverá, einmitt i því landi, er Ketill kaus handa sjálfum sér. En á þessu má sjá, að þau systkinin i Landeyjum hafa verið búsett þar áður en Ketill kentur hingað. Dufþakur var leysingi þeirra og liann hafði numiö sér land utan við landnám þeirra, Dufþaksholt og mýrina áður en Ketil bar að landi. Ogþótt þessa hefði ekki verið getið, sannar sagan sjáif, að svo hefir verið, því að eigi mundi höfðinginn og jarlssonurinn Ketill liængur hafa brotið svo odd af oflæti sinu, að hann hefði gefið keltneskum leysingja sneið úr því landi. er hann hafði valið sér. ef Dufþakur hefði komið lil landsins á eftir honum. Þeir voru stórtækir á lönd f.vrstu norskir landnáms- menn hér, Ingólfur, Ketill hængur og Skallagrimur. Allir voru þeir af höfðingjaættum og allir munu þeir Framhald á bls. 16.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.