Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1974, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1974, Blaðsíða 9
Elín fremst á myndinni í hlutverki sínu. Adele geislar af lífi og gáska. varð hlé á markvissri söngþjálf- un. En að námi loknu gekk hinn nýbakaði iþróttakennari, Elín Sigurvinsdóttir, í kirkjukór Langholtssafnaðar, þar sem Helgi Þorláksson stjórnaði. Um tveggja ára skeið söng hún þar í viku hverri. Kórinn var i raddþjálfun hjá Hönnu Bjarnadóttur og Elin naut tilsagnar hennar. Þannig hélt þetta áfram skref fyrir skref, eða öllu heldur: Eins og snjóbolti, sem veltur og hleður utan á sig. Þarna i kirkjukórnum söng Elín alt-rödd, en Hanna benti henni á, að i kór Slysavarna- félagsins vantaði háa sópranrödd. Herbert H. Ágústsson stjórnaði þá Slysavarnafélagskórnum, en potturinn og pannan var Gróa heitin Pétursdóttir. Elín æfði með kórnum tvisvar í viku heilan vetur, en um vorið voru haldnir tónleikar. Jafnframt söngæfingunum fór Elin strax að kenna iþróttir að námi loknu. Hún kenndi við Mið- bæjarbarnaskólann og sá ekki eft- ir því að hafa látið rætast þann draum unglingsáranna. Iþrótta- kennslan var jafnvel ennþá skemmtilegri en hún hafði þorað að vona. ,,Og svo kom að því að þú giftir þig.“ ,,Það var 1963. Maðurinn minn heitir Sigurður Eggertsson og hefur verið starfsmaður hjá Þjóð- leikhúsinu frá stofnun þess. Hann verður að vera viðstaddur þar á kvöldin, þegar sýningar fara fram og þessvegna er hann aðeins heima eitt kvöld í viku. Við kynntumst reyndar i Þjóðleik- húsinu; ég var þá í Þjóðleikhús- kórnum. “ ,,0g ég sé, að þið eigið að minnsta kosti einn ungan svein.“ „Já, Sigurvin er þriggja ára og yngsta barnið á bænum. Þar að auki eigum við tvö: Sigurð, sem er 11 ára og Sigrúnu, sem er 13 ára.“ Fjölskyldan býr á 4. hæð í blokk við Safamýri. Raunar snýr ibúðin að verulegu leyti út að Miklu- brautinni og bersvæðinu, þar sem einhverntíma á að rísa nýr mið- bær samkvæmt skipulaginu. Það er víðsýnt þarna; ekkert, sem skyggir á. Og inn um gluggann berst þungur niður umferðar- innar á Miklubraut. Gegnum nið- inn má greina annað hljóð, það kemur einhversstaðar úr húsinu. Mér flaug i hug, hvort leikið væri á einhverskonar hljóðfæri. En svo var ekki. Aftur á móti býr önnur söngkona í næstu íbúð: Elisabet Erlingsdo'ttir. Hún var að æfa heima hjá sér. Þvílik söngmennt i einu húsi. Hvað ætli nágrannarn- ir segi? Kannski hlusta þeir bara hugfangnir. „Æfirþú hér heima," spurði ég. „Já, hérna við píanóið." „En er ekki dálítið leiðinlegt, að húsbóndinn er aldrei heima á kvöldin?" „Það hefur verið þannig frá upphafi. Ég þekki ekki annað. Mér finnst einmitt svo ágætt að hafa gott næði á kvöldin. Það er aftur á móti dálítið brask að koma þeim yngstu fyrir, þegar ég er að syngja og æfa.“ „Vorum við Jjiiin að afgreiða allt söngnámið?" „Eg er hrædd um ekki. Fram- yfir það, sem áður var talið, var ég einn vetur hjá Demetz, sem nú heitir víst Sigurður Fransson. Síðan kom einn vetur i tónfræði og ’heyrnarþjálfun í Tónlistar- skólanum. Og ekki má ég gleyma söngtimunum hjá Engel Lund. Það var allt saman mjög gagnlegt og nauðsynlegt til að geta sungið eftir nótum.“ Elín hafði alltaf dáðst að Maríu Markan. Hún leit á það sem tak- mark í sjálfu sér að komast til hennar i nám. En fleiri virtust hafa hug á því sama og Elín kveðst hafa verið i tvö ár á bið- lista. Þegar það mark náðist, að Elin kæmist að hjá Marfu, var hún 26 ára. í fyrstu féllst María aðeins á að prófa hana. Hún lét i það skína, að hún hefði alls engan tima til kennslu. En Elín söng samt fyrir hana eitt lag og var auðvitað dálítið óstyrk og and- stutt, því henni fannst þetta skipta mjög miklu máli. Hún söng „Ég lit i anda liðna tið“ og það gekk bærilega þrátt fyrir allt. Og Maríu hefur liklega þótt söngurinn hefir vonum, því hún sagði: „Ég held bara að ég fái áhuga á þér; geturðu ekki komið á morgun?“ Elin kom að sjálfsögðu daginn eftir og síðan tvisvar i viku í tvö ár og einu sinni i viku i önnúr tvö ár. Alls hefur Elín gengið til Maríu Markan i 8 ár með smávægilegum hvíldum, til dæmis yfir hásumarið — þá kennir María ekki. Elin: „Hjá Maríu hefur opnazt nýr heimur. Þá fór ég fyrst að læra fyrir alvöru. Og ekki hef ég séð eftir þeim tíma, sem i allar þær ferðir hefur farið. Stundum er um það spurt, hvort nám af þessu tagi sé ekki óheyrilega dýrt. Ekki get ég sagt það. María hefur tekið mið af þeim taxta, sem notaður er fyrir börn i pianótím- um. Meira er það nú ekki.“ „Þú spilar auk þess eitthvað á hljóðfæri?" | „Bara píanó. Eg leik undir, þegar ég æfi mig.“ i í sumar fór Elin til Hollands gagngert til að fullkomna söng- menntina. Eftir að hafa staðizt inntökupróf, komst hún að á nám- skeiði hjá Hans Hotter, sem er heimsfrægur Ijóða- og óperu- söngvari. Hann er gamall í hettunni; söng til dæmis með Einar Kristjánssyni i Þýzkalandi. Námskeiðið stóð yfir í þrjár vikur; það var sungið frá morgni til kvölds. Og þegar Elin var komin á kreik á annað borð, lét hún ekki þarna við sitja. Næst lá leið hennar á þær gamalfrægu tónlistarslóðir i Austurriki, nánar tiltekið í Salzburg. Þangað kom öll fjölskyldan til móts við hana og þau dvöldust þar samtals í sex vikur. Ekki svo að skilja, að Elín væri bara að sleikja sólina og skoða fjöllin. Hún notaði timann vel; sótti tvö þriggja vikna námskeið hjá þeim Plúmacher og • Emu Berger. Að visu var stunda- skráin ekki líkt þvi eins strembin og verið hafði i Hollandi. En Elín komst að raun um, að góðir kennarar hafa svipaðar aðferðir. Til dæmis kenndi Erna Berger nákvæmlega eins og María Markan. Þarna var saman komið söngfólk víða að úr heiminum; allmargar söngkonur voru komnar allar götur frá Japan. „En Leðurblakan, hvenær kem- ur hún inn i þessa sögu?“ Elin: „Ég var búin að frétta, að Elín Sigurvinsdóttir og Sigurður Eggertsson ásamt þremur börnum þeirra, Sigrúnu, Sigurði og Sigurvin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.