Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1974, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1974, Blaðsíða 15
• « Teikningin að ofan er eftir Petru Óskarsdóttur. sem er 8 ára og á heima i Slóttahrauni 25 f HafnarfirSi. Myndin skýrir sig sjálf. Til vinstri er teikning eftir Guðrúnu Óskarsdóttur. Sléttahrauni 25 i Hafnar- firði. Hafnfirðingar standa sig mjög vel og senda okkur meira en nokkrir aSrir. GuSrún er 11 ára. Hún segir: „Myndin heitir Fram- tíðardraumur minn." Hún ætlar sem sagt aS verða einleikari á klarinet eSa eitthvaS þessháttarog leika fyrir fullu húsi. Vonandi tekst þér það, GuSrún. Kristfn Ólöf Jansen á Rauðalæk 6 I Reykjavík, sendir okkur teikninguna til hægri. Hún heitir: Að vori i gamla daga. Þarna er setið yfir fé og smalinn er með lurk. Þerna er líka verið að mjólka kvfaá. fíjt vöht iga<« M m * — •• BORNIN TEIKNA tröllauknu Himálajafjalla, er sá ás, sem mestallt lifið i Swat snýst um. Hann gegnir hlutverki and- legrar ráðgjafamiðstöðvar, skriftastóls og fundarstofu þar sem öldungarnir ræða mál rikis- ins og greiða atkvæði um aðgerðir i þeim. Embættismennirnir, sem skipaðir eru af ríkisstjórninni í Islamabad, ráða i orði kveðnu en gæta þess vel að þreifa fyrir sér hjá Babanum, áður en þeir taka mikilsháttar ákvarðanir. Babainn fór sjaldan út úr húsi — og hafði til þess ærna ástæðu. Hvenær sem hann sást á almanna- færi, flykktist fólk að honum. Að ganga úti með Annabelle minnti einnig helzt á konunglega skrúð- göngu, þvi vinsældir hennar gengu næst Babanum. Hrópin „Kherun Nissa" kváðu við hvaðanæva. Endalausar heimsóknir f hús Babans gerðu mér erfitt um vik að eiga margar stundir með henni einni. Babainn skynjaði löngum mfna til að vera einn með dóttur minni, og sagði henni einn morguninn að fleygja öllu frá sér og fara í langa gönguferð og tala við mig. — Þú verður alltaf að sýna föður þinum virðingu og hlusta á ráðleggingar hans, sagði hann. Á þessari gönguferð um hlíðar Himalajafjalla varð ég margs vísari um dóttur mina — og sjálfan mig. — Ég skal segja þér pabbi, að þið mamma bjugguð mig ekki vel undir lífið. Þið vernduðuð mig um of, dekruðuð of mikið við mig. Þið spilltuð mér með eftirlæti. Ég ólst upp i þeirri trú, að ég gæti fengið allt, sem ég vildi. Þið sáuð allt- af um aílt fyrir mig, þegar ég vildi gera það sjálf. Ég veit, að þið gerðuð það vegna þess, að ykkur þótti vænt um mig, en þetta var eins og i ævintýri og lifið er ekki þannig. — Það varð þess vegna áfall fyrir ntig þegar ég fór til London i þetta próf i leiklistarskólanum og mér var hafnað. Eg hélt, að þið gætuð komið því í kring lika. — Það var þá, sem mér för að verða ljóst, hve harður heimurinn er og að ég yrði að læra að standa á eigin fótum í stað þess að láta ykkur gera það úr mér, sem þið vilduð. Og það var í rauninni ástæðan fyrir því, að ég fór að heiman. — Allt þetta tal um kynslóða- bilið stafar af því, að foreldrar eru of ráðríkir við börn sín. Þeir halda, að vegna þess að þeir fæddu þau af sér, séu þau þeirra eign, eins og húsgögn, sem þeir raða niður i stofuna hjá sér. — Ef foreldrar gætu aðeins skilið, að börn þeirra eru sjálf- stæðir einstaklingar, sem hafa sínar eigin hugmyndir og vilja gera sínar eigin skyssur og lifa sinu eigin lifi, þá gætu þeir sparað sér mikil vandræði. Ég veit, að hefði ég verið kyrr í G enf, hefði ég stýtt mér aldur. — Mínir lífshættir falla þér vafalaust ekkert betur i geð en mér falla þínir, en þetta hef ég valið mér og þú verður að láta mig um að ráða fram úr því á minn hátt. — Vertu ekki sár, pabbi. Ég kem aftur einhvern tíma. Mér þykir ennþá vænt um þig og mömmu. Segðu henni að hafa engar áhyggjur. Og þegar ég kem, vil ég hafa elsku litlu Júliu hjá mér. Ef þið verðið þreytt á kapp- hlaupinu i Evrópu, komið þá hingað. Þetta er dásamlegur heimur. Babainn og ég skulum byggja handa ykkur hús og ef þú vilt græna peninga, þá kemur hannþér upp fyrirtæki. Nú eru fimm ár liðin síðan dóttir okkar lagði út á sína örlaga braut. í siðasta bréfi sínu sagði hún okkur, að hún og Babainn ætluðu i pilagrimsför til Mekka og enda þótt ekki væri til siðs að konur færu slíkar ferðir, ætlaði Babainn að koma þvi í kring. — Ég er hraust og sterk og lifi því lífi, sem hefur fært mér mikla hamingju, skrifaði hún nýlega. Trú okkar er rnikil og sömuleiðis ást okkar hvors til annars. BRIDGE Margir spilarar fylgja þeirri reglu að svina ekki, ef þeir eiga samanlagt 9 spil í litnum, þar með taldir ás og kóngur. Regla þessi er góð, svo langt sem hún nær, en ekki algild eins og meðfylgjandi spil sýnir. Norður S. 10-7-5 H. 5 T. K-G-10-3 L. K-G-7-6-3 Vestur S. D-8-3 H. Á-K-D-9-8-7-4 T. 7-4 L. 5 Austur S. 9-4-2 G-10-6-3 8-6-2 D-8-4 H. T. L. Suður S. A-K-G-6 H. 2 T. Á-D-9-5 L. Á-10-9-2 Sagnir gengu þannig: Suður Vestur 1 spaði 2 hjörtu 3 tíglar Pass 5 tiglar Pass Norður Pass 4 tiglar Pass Austur Pass Pass Pass Vestur lét út hjarta kóng, síðan tromp, sagnhafi drap, tók tvisvar tromp til viðbótar, síðan tók hann ás og kóng í laufi (fylgdi þeirri reglu, sem gefið er að ofan), en drottningin féll ekki í. Austur komst siðan inn á laufadrottningu, lét spaða og sagnhafi komst ekki hjá þvi aðgefa áspaða drottningu, Athugi sagnhafi spilin betur, á hann að svi'na laufi. Hann á að taka laufa kóng, láta út laufa 3. austur lætur laufa 8 og nú á sagnhafi að drepa með tfunni. Eigi vestur drottninguna, þá verður hann að gefa sagnhafa slag í næsta út.spili. þ.e. annaðhvort spaða eða hjarta. Eins og spilin eru i spilinu hér að frainan þá gefur sagnhafi ekki slag á lauf, en vestur fær slag á spaða, og spilið vinnst.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.