Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1974, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1974, Blaðsíða 5
- Oliuhver i persneskri eyði- mörk gýs gasi, vatni, leðju og að sjálfsögðu olíu. Olían lá oft á miklu dýpi við feikilegan þrýsting og fylgdi þvi talsverð hætta að bora eftir henni. Oft fauk turninn i loft upp með öllu, sem í honum var. Hér hafa neistar kveikt í strókn- um. Enn þrengdi Shell að Rocke- feller, þegar félagið lét smíða sérstök tankskip, sem fluttu olíuna í stórum geymum, en ekki tunnum, eins og áður tíðkaðist. Ein af fyrstu olíuleiðslunum, sem lagðar voru í Banda- ríkjunum fyrir hartnær hundrað árum. Þessi flutn- ingsmáti var hvort tveggja ódýrari og skjótari en að flytja olíuna í fötum á hest- vögnum. 4 John D. Rockefeiler var son- ur skottulæknis og svindil- braskara, en varð siðar rikasti maður heims og einn sá voldugasti. Þrettán ára lánaði hann fé gegn háum vöxtum. Þegar hann stóð á fertugu var honum enginn ríkari. Hann dó niutíu og átta ára gamall og trúði því enn, að auður hans væri frá guði kominn. syndaflóðið. ,,Ég tókþétta hráoliu og hitaði hana í ofni. Þá bar ég hanautan og innan á (örkina).“ Rússneskir furstar, lagskonur þeirra og olía. Samkvæmt Bibliunni mun guð hafa ráðið Nóa að nota svipaða aðferð. Svo er guði og Gilgames fyrir að þakka, að við vitum nú, að þegar fyrir þúsundum ára var hráolia höfð fyrir einangrun og bindiefni i Austurlöndum nær. Hún hefur trúlega verið hreinsuð (skilin), þ.e. þynnra efni fleytt ofan af þykkara.Siðan var hún sett í ofn. Fyrsta stríðið um olíuna var einnig háð á þeim tíma, sem Biblían segir frá. Að minnsta kosti segir fyrsta Mósebók frá orrustu um dalinn Siddifn „þar sem voru miklar jarðbiksnámur." Lauk svo, að „konungar Sódómu og Gómorru féllu i þær niður". Drake var heldur ekki fyrstur manna um þá hugntynd, að meira Unnið að olíuleiðslu í Banda- ríkjunum fyrir 100 árum. væri af góðvökva þessum i jörðu niðri en uppi á yfirborðinu. Sem dæmi má nefna kinverskan keisara, sem uppi vartvö.hundruð árum fyrir Krist. Við Kaspiahafið i Rússlandi bjó einnig til forna söfnuður sóldýrkenda. Á ölturum þeirra brann eldur, sem aldrei slokknaði. Eldsneytið var gas úr iðrum jarðar. Þrjátiu árum áður, en Drake fann oliuna við Titus- ville taldi þýzki vísindamaðurinn Alexandre von Humboldt ekki færri en áttatiu og tvo staði í Bakú í Rússlandi þar sem olia var unnin úr jörðu. Og skömmu fyrir fund Drakes lét konungurinn af Hannover bora til oliu i Wietze í Saxlandi neðra. Hún fannst og varð það upphaf olíuvinnslu úr jörðu í Þýzkalandi. Boranir Drakes eru þó frá- brugðnar allri annarri olíuleit sögunnar í ýmsu. M.a. hefði hann naumast getað valið þeim betri stund og stað. A.m.k. telja margir, að upphafsdagur iðn- og tækni- byltingarinnar miklu sé hinn tuttugasti og sjoundi ágúst árið 1859, en þá gaus olian í fyrsta sinn upp úr borholu Drakes „ofursta". Hinir rússnesku furst- ar og landeigendur, sem áttu oliu- svæðin við Bakú, greiddu með oli- unni kostnaðinn af höllurn sínum, kampavini, kaviar, spilafikn og fylgikonum og létu sér það nægja. Sú hugmynd hinna nýriku kapitalista vestan hafs, að olian gæti veitt þeim margfaldan arð, völd og aðgang að Paradis, var hinum rússnesku lénsherrum með öllu framandi. En i Cleveland i Bandaríkjun- um sat John D. Rockefeller inni á kontór sínum og horfði út á ána, þar sem dauðir fiskar flutu i olíu- brák. Roekefellerhafði jafnan þá setningu að leiðarljósi, að „mönn- um bæri skylda til að græða eins Fæstir þeir, sem olíunnar leituSu, urSu ríkir af henni. Hins vegar ur8u margir spila- falsarar og vændishúsaeig- endur ágætlega stæðir. Spila- falsarinn Ben Hogan varð milljónamæringur af fljótandi spilavíti sinu og vændishúsi á Alleghanyfljóti. 4 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.