Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1974, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1974, Page 2
udags maturinn Klúbbur matreiðslumeistara sér um þáttinn. í þetta sinn: Sverrir Þorláksson Tveir léttir smáréttir PIPARSTEIK FYRIR FJÓRA: 600 g uxalundir eða fillet, 100 g mulin piparkorn (hvít). Kjötið skorið í 150 g sneiðar, barið létt og mótað í falleg buff. Piparnum stráð á kjötið og þrýst laus- lega þannig, að hann tolli á því. Steikt í smjörlíki báð- um megin og salti stráð á. Þegar kjötið er steikt eftir u.þ.b. 3—5 mínútur, eftir ósk hvers og eins, er það tekið af pönnunni og sósan löguð á henni. 6 dl spönsk sósa eða brún kjötsósa, 2 dl rjómi, 8 cl cognac. Sósan soðin upp, rjóma og cognac bætt út í, bragðbætt með kjötkrafti, salti og muldum pipar þar til hún er vel sterk. Sósunni hellt yfir kjötið. Framreitt vel heitt með belgjabaunum og frönskum kartöflum. SVERRIR ÞORLÁKSSON. DJÚPSTEIKT, MARINERUÐ FISKFLÖK MEÐ KAVIARSÓSU. 600 g fiskflök 400 g kartöflur 4 dl kaviarsósa Fiskimarinering Orly-deig sítrónubátar steinselja. Fiskflökin eru skorin í hæfi- leg stykki, stráð salti og marineruð í 2—3 klst. Dyfið i Orly-deig og steikt í djúpri feiti. Framreidd með soðnum kartöflum, sitrónu- bátum, kaviarsósu og djúp- steiktri steinselju. FISKIMARINERING. Matarolía, sítrónusafi, laukhringir, heill pipar (hvitur) söxuð steinselja. KAVÍARSÓSA 4 dl mayonnaise 100 g kaviar 25 g sýrðar agúrkur 25 g capers 25 g steinselja 25 g laukur 25 g kjörvel franskt sinnep. Grænmeti og kryddjurtir saxað og blandao út i mayonnaise ásamt kaviar ogsinnepi. ORLY-DEIG 250 g hveiti 1 egg 2 dl pilsner 1 dl vatn 1 /2 dl olía salt sykur 2 stífþeyttar eggjahvítur. Að undanteknum eggjahvítunum er öllu blandað saman og látið standa í kæliskáp i 1 klst. Rétt fyrir notkun er stíf- þeyttum eggjahvítum blandað út í. Á SUNNUDAGSKVÖLD BORÐIÐ: Tveir léttir smáréttir. SKELFISKDISKUR. 50 g rækjur 30 g humar 1 ananashringur strimlar af spönskum rauð um pipar salatblað steinseljustilkar. KJÚKLINGADISKUR. 400 g kjúklingar 30 g skinka 30 g ostur 1 seljurótarleggur 1 ólíva salatblað steinseljustilkur. Hráefnin skorin í hæfi- lega bita, sett á disk og skreytt fallega. Borið fram með krydduðu may- onnaise. KRYDDAÐ MAYONNAISE Mayonnaise þeyttur rjómi sítrónusafi ananassafi cayennepipar salt pipar laukduft ensk sósa. vega er þessi sérstaka teg- und myndlistar mjög nærri því, sem sjá má í vel gerð- um auglýsingum. Litógrafía er einmitt sú tækni, sem nærtækt er að notfæra sér til að ná þeirri skerpu og hreinleika, sem einkennir þessa listgrein. Um þessa tegund myndlistar gildir einnig það, að útkoman getur verið abstrakt, enda þótt í einstökum atriðum myndanna megi kenna ýmsa hluti og jafnvel fígúr- ur. Báðar myndirnar vinstra megin eru eftir Klaus Heid- er, sem fæddur er árið 1936 í Göppingen. Hann býr og starfar í Vestur- Þýzkalandi. Þessar myndir gefa hugmynd um svefn og draumfarir. Þær eru ekki mynd af neinu, sem áþreifanlegt getur kallazt samt miðla þær mjög vel hugmyndinni um ævintýra- land draumsins. Myndirnar hægra megin eru eftir Fritz Genkinger, sem fæddur er árið 1934 í Tiibingen. Hann býr nú í Stuttgart. Hér er í rauninni um abstrakt myndir að ræða, enda þótt sjá megi ákveðna líkamshluta andlit og hendur. Efri myndin er með talsvert súrrealísku í- vafi vegna augans, sem þarna er slitið úr eðlilegu samhengi og verður nánast í miðju enni eins og á Óðni. Neðri myndin gæti verið táknræn. Venjulega táknar krepptur hnefi vald eða jafnvel uppreisn. Stóri hnefinn sýnist auk þess hafa rætur eins og tré og getur hver og einn lagt ein- hverja merkingu í það atriði. ÞÝZK GRAFIK Myndirnar hér á siðunni eru eftir þýzka graflista- menn og geta víst flokkazt undir það, sem stundum er nefnt plakatlist. Það er um- deilanlegt, hvort myndlist- in hafi orðið fyrir áhrifum af auglýsingum, eða auglýs- ingar af myndlistinni. Alla- MYNDLIST

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.