Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1974, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1974, Qupperneq 11
Smásaga eftir Garðar Olgeirsson S/HIR »11MISKHAMIR Haustnæðingurinn fór á kostum um götur borgarinnar, feykti með sér visnuðum laufblöðum og fyllti menn hrolli, Svo smaug hann inn í garðana, sveiflaði sér kring um húsin og hann skapaði jafnvel dragsúg í gamla húsinu prestsins. Þar var litið hús ofarlega við götuna, og mátti muna sinn fifil fegri. Þetta hús var ekki samboðið guðsmanni og drottins þjóni, en þjónaði samt tilgangi sínum. Þó kom smæð þess stundum tilfinnanlega í ljós, en gleggst þó þegar frystikistan kom á heimilið. Hún varð að standa i ganginum, þvi vegna stærðar sinnar komst hún ekki lengra. Prestshjónin voru samt hæstánægð með hlutinn, og frystikistan gegndi hlut- verki sínu með prýði, enda þurfti ekki mikil matföng, þvi að ekki voru aðrir í húsinu en þau prestshjónin og fjörgömul kerling sem þau kölluðu ömmu. Hún hafði verið á framfæri prests í mörg ár, en var þó honum óskyld með öllu. Gamla konan var ekki skrafhreyfin, en þó sundum fjasgjörn, og jafnvel hvassyrt þegar svo bar undir. Þennan napra haustdag bar svo við að prestsfrúna vantaði kjötlæri í matinn til næsta dags. Að vísu var frystikistan oftast i umsjá prests, en þessa stundina var hann að sinna embættisverkum svo nú varð frúin að hjálpa sér sjálf. Undanfarna daga hafði verið fremur slæmt samkomulag milli hennar og ömmu, og átti frystikistan sinn þátt í því. Kerling vildi gjarna hafa yfirráð yfir kistunni, og hún varð ekki beint hýr á svip eT aðrir grömsuðu þar mikið í. Sér í lagi þótti henni sér misboðið þegar frúin fór i kistuna, og átti þá til að sletta ónotum í hana. En nú varð frúin að fara og sækja kjötlærið, hvernig sem það gengi. Hún hafði ekki heyrt til ömmu lengi, og taldi víst að hún hefði fengið sér blund. Hún læddist hljóðlega fram á ganginn, og lyfti upp kistu- lokinu og var einmitt að seilast i kjötlærið þegar skræk og titrandi rödd ömmu kvað við: „Hvað gengur nú á, væna mín? Þú ert þó ekki að taka kjöt enn einu sinni. Það er ekki von að maturinn endist út veturinn hjá þér með þessu lagi. Láttu mig þekkja það.“ Prestsfrúin hrökk við og leit á ömmu. Enn einu sinni hafði henni mistekist að leika á hana. „Eitthvað verðum við að borða,“ sagði hún svo. Eg er ekkert hrifin af að þú sért alltaf að fara í kistuna," sagði gamalmennið. „En ég ætla ekki að hafa fleiri orð um það, mér er eitthvað svo skelfing kalt í dag.“ En nú ætlaði frúin ekki að láta sig. „Ég sæki kjöt þegar mér sýnist. Við hjónin eigum þessa kistu, og þú hefur engan einkarétt á henni.“ Og að svo mæltu skellti hún niður kistulokinu, og hljóp fram í eldhús með lærið og læsti hurðinni á eftir sér. Þar var hún örugg fyrir ónotum ömmu. En þegar henni rann reiðin fór hún að athuga hrímugt kjötið sem hún hélt á, en sá sér til skelfingar að hún hafði i fátinu tekið bóg i stað læris. Það sem frúin tautaði þegar hún tók eftir þessu er ekki prenthæft, og tæplega prestskonu samboðið, en þar sem hún vildi ekki fara aftur i frystikistuna og eiga á hættu annað orðaskak við ömmu, ákvað hún á slá málinu á frest og biðja prestinn um að skipta þegar hann kæmi heim. I tvo klukkutima beið prestsfrúin í læstu eldhúsinu og þar sem ekkert heyrðist til ömmu, varð henni smám saman rórra. Loks kom presturinn gangandi að húsinu. Hann var lotinn og smáeygður. og bar allt fas ofstækismannsins. 1 hendinni hélt hann á litilli svartri tösku með helgum dómum, með smáum, trítlandi skrefum nálgaðist hann dyrnar óðafluga. Prestfrúin opnaði læstu dyrnar, og skauzt fram i anddyrið til móts við mann sinn, tók við frakka hans, og hattinum sem huldi hið nauðsköllótta höfuð, og' sagði: „Þú ert þreytulegur i dag, góði minn. Hefur eitthvað komið fyrir?“ Vélabrögð djöfulsins eru margvisleg,“ mælti prest- ur, og augu hans glóðu óhugnalega. „Hann fékk því til leiðar komið í dag að jarðarförin lenti i handaskolum hjá mér. Oft hefur legið við að illa færi, en í þetta sinn keyrði um þverbak.“ „Segðu mér nánað frá þessu,“ sagði frúin. „Hví skyldi ég gera það,“ svaraði klerkur argur, „þú munt fá fréttirnar á morgun. Illar tungur munu bera þetta út um alla borgina á augabragði. Þér væri nær að gefa mér vel sterkt kaffi.“ Og að svo mæltu gekk hann áfram inn í húsið, þar sem allt var kyrt og hljótt þá stundina, og ekkert heyrðist nema gnauðið í vindinum í þakskegginu. „Hvað skyldi ég liafa syndgað svo drottinn skuli leggja á mig þennan sífellda dragsúg," tautaði hann og dró þykka inniskó á fæt'ur sér og tók svo við kaffiboll- anum sem kona hans rétti honum. „Eg hef líka átt við erfiðleika að stríða í dag,“ sagði prestsfrúin og stundi við. „Ég er að gefast upp á sambúðinni við ömmu, hún er að verða óþolandi núorðið.“ „Svo,“ sagði klerkur, „láttu mig heyra hvað skeð hefur.“ Og svo sagði prestsfrúin manni sínum alla söguna um kjötlærið, og mistök þau sem orðið höfðu. Hún kvaðst ekki þora að fara aftur fyrr en skapsmunir Framhald á næstu sfðu NorSur S: 6-5-4 H: K-9-8-4-3 T: Á-7-6 L: 7-6 Austur S: 8-7 D-10-6-2 D-G-10-8-5-2 3 H: T: L: Vestur S: K-G-10-9-3 H: G T: 3 L: Á-K-8-5-4-2 Suður S: Á-D-2 H: Á-7-5 T: K-9-4 L: D-G-10-9 Sagnir gengu þannig: Vestur: Norður: Suður: 1 L. P. D. 2 S. 3 H. 3 G. P. P. 1 T. P. D. A.Pass. Vestur lét út lauf, sagnhafi drap, lét út hjarta, vesturl fdrap með gosa og drepið var I borði með kóngi. Næst varl hjarta 3 látinn út, austur mátti ekki láta tluna, þvl þá I drepur sagnhafi með ási, lætur enn hjsrta og f ær þannig 4 I slagi á hjarta, 2 á tígul, 2 á lauf og einn á spaða. Ekki þýðir I | fyrir austur að láta spaða, þegar hann kemst inn á hjarta, I þvl þá drepur sagnhafi með ási, tekur tígul kóng og læturl I út lauf. Vestur verður þá að gefa honum slag I öðrum I hvorum af svörtu litunum. Austur gaf þvt hjarta 3 og I | sagnhafi fékk slaginn á hjarta 7, en vestur lét lauf. Næst lét sagnhafi út laufa drottningu. vestur dran. lét ú* I tigul, sagnhafi drap heima, lét enn lauf, vestur drap og létl | attur lauf og þá varstaðan þessi: Austur S: 8-7 H: D-10 T: Á-G L: — Norður S: 6-5-4 H: 9-8 T: Á L: — Suður S: Á-D-2 H: Á T: 9-4 L: — Vestur S: K-G-1 0-9-3 H: — T: — L: 5 Sagnhafi lét nú út spaða drottningull vestur drap með | kóngi og var það 3. slagur þeirra. Taki vestur nú slag á lauf og siðan verður hann að láta út spaða, þá er austur kominn i vandræði, þvi hann getur þá ekki valdað báða rauðu litina. Það var einmitt þetta, sem sagnhafi var að vona, að vestur gerði. Vestur sá hættuna, tók ekki slag á lauf, heldur lét aftur spaða og það varð til þess að spilið varð | I einn niður. Frakk- Hér fer á eftir skemmtilegt spil frá leiknum milli lands og Noregs í Evrópumótinu 1 973: Knútur Þorsteinsson Lykkjuföllin Ég man þá enn, þá dýrðardaga kæra og dugmóð þann, er glaðri svall í önd, er ömmu hjá ég ungur skyldi læra, mér upp að fitja vettlinga á hönd. Ég settist við, með sveittar brár og vanga, því sækjast námið skyldi vel og fljótt. Og marga sat ég k völdstund kyrra og langa og kepptist við :— og stundum fram á nótt. En áhuga þó aldrei brysti hreinan, var einhvers vant I námshæf nina þó. Með vettlingana gekk svo seigt og seinan og síðast amma botninn I þá sló. Þvl, þó ég stundum sýndist vel á vegi og vaskan léti handtök ganga öll, því aftur sprett var upp á næsta degi, þar úðu svo hin stóru lykkjuföll. Já, þannig fór mln fyrsta lærdómssaga, þar frægð min dauft, sem annars staðar skin. — Og ef til vill, ég alla lifs um daga var upp að rekja lykkjuföllin min. ERIDGE

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.