Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1974, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1974, Page 14
Heyrnarlaus á þingi Framhald af bls. 12 bekknum. .Æfðum við þetta smá- stund og leið nú að því, að ég skyldi koma fram. Pauline og vinir okkar og hjálparhellur, Jean og Peter Thorpe, fóru upp á þing- palla. Salurinn var þéttsetinn enda spurningatíma að ljúka. En svo er venjan, að þeir fari út, sem ekki hafa sérlegan áhuga á hinu vænt- anlega frumvarpi. Þetta er aðeins venja, en alls ekki vísvituð óvirð- ing. Þegar ég bjóst til að hefja ræðu mína sá ég, að hartnær allir þingmenn sátu enn í sætum sínum, þar á meðal forsætisráð- herra og foringi stjórnarandstöð- unnar. Í5g hafði ekki talað lengi, er mér varð ljóst, að ég hafði unnið þingheim á mitt band. Ég sagði frá kröfugöngunni á Trafalgar- torgi, rakti almenn vandamál fatl- aðs fólks og brýndi fyrir mönnum þörfina á þvi, að skjótt yrði brugð- ið við til hjálpar. Við og við gaut ég augunum til Eric Ogdens. Hann sat eins og líkneski, með hendur í skauti. Forsætisráðherr- ann leit sem snöggvast upp á pall- ana til Pauline og brosti til hennar. í miðri ræðu hvarf mér allur kvíði. Eg heyrði ekki fagn- aðarlætin, þegar ég settist, en ég fann þau. Forseti bað mig nú nefna stuðningsmenn frumvarps- ins og gerði ég það. Þegar þvi var lokið gekk ég fram hjá forsætis- ráðherranum. Hann hnippti I mig og sagði: „Vel af sér vikið, Jack.“ Við gengum fjögur saman út í sólskinið, við Pauline og Thorpe- hjónin. Við settumst við borð og fengum okkur i glas til að halda upp á þennan atburð. Þingmenn úr öllum flokkum flykktust að til að óska mér til hamingju. Ég var æstur og upp með mér og gekk illa varalesturinn, en það skipti engu. Heyrnarlaus hafði ég snúið aftur til neðri málstofunnar og fyrsta ræða mín hafði hlotið góðar undirtektir. Þetta var merkis- dagur og raunar nokkur timamót: mér vitanlega var þetta í fyrsta sinn í sögunni sem algerlega heyrnarlaus maður hélt ræðu á löggjafarþingi. En þetta var einnig hamingjudagur. Þarna sat ég meðal þeirra, sem skildu mig, og höfðu hjálpað mér aftur á fæt- urna. Mér virtist Themsáin ekki lengur köld og hráslagaleg; það stafaði af henni nýju bliki. Þættir úr sögu olíunnar Framhald af bls. 5 konar „oliuher“. Fyrsta olíu- flutningsbann sögunnar var af- ráðið. Framleiðslan var minnkuð um þriðjung. Þegar hér var komið sögu hljóp hland fyrir hjartað á járnbrautar- mönnum og buðu þeir, að allir skyldu greiða jafnhá fargjöld. Ríkisstjórin í Pennsylavaníu fyrirskipaði, að samningnum skyldi riftað og hann ógiltur. En Rockefeller lét sér ekki bregða. Hann hafði. frá upphafi gert ráð fyrir því, að eitthvað kynni að fara úrskeiðis. Sallarólegur lýsti hann því yfir, að ætlunin hefði aðeins verið sú „að sýna hinum, hvað við gætum, ef við vildum, svo og, að þeim væri fyrir beztu að hafa samvinnu við okkur“. Samdráttur olíufram- leiðslunnar olli hinum félitlu keppinautum Rockefellers að sjálfsögðu meira tjóni en honum. Og þegar olíuflutningsbannið rann út i sandinn ekki löngu seinna vegna ágreinings þeirra, er að því stóðu, var Rockefeller voldugri en nokkru sinni fyrr. Hann hóf nú markvisst að kaupa fyrirtæki keppinauta sinna, og var ekki viðkvæmninni fyrir að fara í þeim skiptum. Meðal þeirra, sem sjálfir buðu honumfyrirtæki sín til kaups, var fyrrum húsbóndi hans, Hewet. Hewet hafði forðum kennt honum bókhald; nú kom hann á hnjánum og fékk þetta svar: „Kæri Hewet, nú veit ég, hvernig græða á peninga, en það vitið þér hins vegar greinilega ekki.“ Því næst bauð hann Hewet að kaupa hreinsunarstöð hans fyrir hálft matsverð og greiða í hlutabréfum. Rockefeller lét sér i léttu rúmi liggja, þótt um ættingja hans væri að raeða. Frank, yngri bróðir hans, sagði rannsóknarnef nd svo frá, að John bróðir sinn hefði komið til sín fyrir skömmu og hótað þvi, að „ef ég seldi ekki þegar f stað, skyldi hann sjá svo um, að fyrirtæki mitt yrði einskis virði á morgun"! Eitthvert sterkasta vopn Rocke- fellers var einkaleyniþjónusta hans. Þetta var hópur sér- fræðinga í njósnum, skemmdar- verkum, mútum, ógnunum og öðr- um listgreinum og voru flestir fyrrverandi járnbrautarstarfs- menn. Með aðstoð þessara heiðursmanna fylgdist hann með öllum oliuflutningum keppinaut- anna. Njósnararnir rituðu hjá sér magn, tegund og ákvörðunarstað olíunnar á sérprentuð eyðublöð!) Þeir eltu fulltrúa og olíuvagna keppinautanna allt að dyrum við- takenda, olíusmásalanna. Þar hófst 'ioks hríðin. Tóku þeir smásalann nú til bæna og réðu honum fastlega að rifta þegar samningum við það fyrirtæki, sem nú seldi honum olíu, en skipta þess í stað við annað miklu betra. Réðu þeir honum jafnvel til að vísa olíuvögnunum þegar burt, en þeir stóðu stundum fyrir dyrum úti, þegar þessi orðaskipti áttu sér stað. Smákaupmaður einn í Ohio ritaði viðskiptafyrir- tæki sínu á þessa leið: „Eg vildi láta yður vita, að maður nokkur frá Standard Oil hefur veitt vagni yðar eftirför hingað. Hann sagði, að ég skyldi ekki búast við mikl- um gróða af þessari olíu yðar, þar sem kaupmaðurinn á næsta horni ætti von á oliu frá Standard Oil fyrir hálfvirði. Hann hefur setið fyrir mér í tvo daga og haft í hótunum og véki ég mér frá sneri hann sér að f jölskyldu minni. Mér þykir fyrir því, en ég sé mig neyddan til að láta undan, eigi ég ekki að fara áhöfuðið." Rockefeller notaði þá aðferð, sem fleiri olíuveldi tóku seinna upp eftir honum á heims- markaðnum, að hann lækkaði verðið á einhverjum stað svo mjög, að það nam alls ekki fram- leiðslukostnaði og ruddi keppi- nautum þannig úr vegi. Þegar hann var orðinn einn um hituna hækkaði hann verðið margfalt aftur. Auk leyniþjónustunnar réð hann yfir herskara málaflutnings- manna og veitti ekki af, því að kaupmennirnir, sem Rockefeller kúgaði, urðu oft að rjúfa samninga við fyrrverandi við- skiptafyrirtæki sín og þá urðu Framhald á bls. 16. l'tl'cfandi: II.f. Arvakur. Rrykjavík Framkv.stj.: IlaraldurSvoinsson Rilsljórar: Matlhfas Johanncsscn Kyjólfur Konráó Jónsson Slyrmir (íunnarsson Rilslj.fllr.: (ilsli Si^urósson AuKl.vsinuar: Arni (íarðar Krislinsson Rilsljórn: AðalslraMi 6. Simi 10100 Gljúpur jarðvegur 10 ljóð eftir austur-þýzka skáldið Reiner Kunze í þýðingu Jóhanns Hjálmarssonar NOCTURNE Svefn þú kemurekki Jafnvel þú ert óttasleginn I huga mínum sérðu drauminn morðingja þinn TIL JAREKS Sú eina tegund ofstækis, sem við getum fellt okkur við er að vilja vera maður. Og í þvl felst meðal annars að hafna ofstæki HEIMKOMA FRÁ PRAG Dresden vorið 1968 NÚTÍMI Hvað ég geymi bak við lás og slá? Engar áætlanir ekki einu sinni klámrit Liðinn tíma, dóttir Að kunna skil á honum stefnir framtíð okkar í hættu MENNTUÐ ÞJÓÐ Peter Huchel hefur yfirgefið Þýska alþýðulýðveldið (frétt frá Frakklandi) Hann fór Blöðin gátu ekki um neinn missi Undir tungunni geymi ég vitneskju, en toilvörðurinn leitarmilli tannanna 8. OKTÓBER 1970 (Alexander Solsénitsln veitt Nóbelsverðlaun) Heiðrlkur dagur alla leið til Rjasan Hann verður ekki dæmdur til Slberíuvistar Ritskoðunin getur ekki strikað yfir hann (f horninu glitrar brotið bæheimskt gler) Dagur sem rekur myrkrið á flótta Minnir á það sem er unnt: Bæta nýjum og nýjum morgni við samvisku slna EFTIR LENÍNHÁTÍÐ Jafnvel þótt það hefði verið honum að skapi að láta heiðra sig væri það óréttlátt gagnvart honum FYRSTA BRÉF TAMÖRU A Svo að þú hefur fengið bréf frá Tamöru A., fjórtán ára, bráðum félaga i Komsomol I borginni hennar, skrifar hún, eru . fjögur minnismerki: Lenln Tjapaév Klrov Kúíbysév Verst að hún skuli ekkert segja frá sjálfri sér Hún segir frá sjálfri sór, dóttir GLJÚPURJARÐVEGUR Gljúpur er jarðvegurinn yfir lindunum: ekkert tré má fella, engri rót bylta Lindirnar gætu þornað Hve mörg tré verða felld, hve mörgum rótum bylt innra með okkur NÆSTUM ÞVÍ VORLJÓÐ Fuglar, bréfberar, þegar þið birtist kemur bréf með bláu innsigli og frfmerkjum með blómstrandi áletrun: Ekkert er eilfft

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.