Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1974, Blaðsíða 16
Þættir úr sögu
olíunnar
Framhald af bls. 14
málaferli. Er skemmst frá því að
segja, að lögfræðingar Rocke-
fellers unnu hér um bil öll stór-
mál, þar sem hann var ákærður
fyrir mútur, kúgun ellegar brot á
samningslögum.
Eitt sinn urðu þau úrslit í mála-
ferlum, er Rockefeller var ákærð-
ur fyrir 1462 brot á bandarískum
lögum, að honum var gert að
greiða tuttugu og níu milljónir
dollara í sektir og bætur. Hann
var á golfvellinum, er honum
bárust tíðindin. „Þessi heimsku-
legi dómur kemur aldrei til fram-
kvæmdar,“ var það eina, sem
hann sagði — og eins og
endranær reyndist hann hafa á
réttu að standa.
Mikkjel
Fönhus
Framhald af bls. 3
Allar götur frá 1920 hagaði
hann vinnudegi sínum samkvæmt
föstum reglum: Hann fór eld-
snemma á fætur á morgnana og
gekk til skógar. Þar vann hann að
skógarhöggi eina eykt áður en
hann gekk heim og settist við
skrifborðið.
Fyrir nokkrum árum var hann
heiðraður af konungi Noregs með
starfsorðu úr gulli.
En fyrst og fremst var Mikkjel
rithöfundurinn mikli. í skáld-
sagnagerðinni var hann i reynd
hinn stórbrotni meistari —ogþað
mun hann vissulega halda áfram
að verða um langa framtíð. Ég
held, að bókmenntirnar, sem
Mikkjel skapaði, muni verða
heilsubrunnur þjóðarinnar um
ókomin ár, hressandi svalalind
fyrir þá, sem þyrstir í ósvikinn
skáldskap, ósnorta náttúru, og þá,
sem finna sig þrúgaða af tækni-
væddum streitutímum. Hann átti
i ríkum mæli þá náðargáfu, sem
til þess þarf að komast í sálufélag
við þúsundir manna með hjálp
pennans. Frá árinu 1952 naut
Mikkjel Fönhus listamannalauna
frá norska rfkinu.
Mig langar til að vitna í sumt af
því, sem fremstu rithöfundar
hafa sagt um Mikkjel í seinni tíð.
í fyrra lét norska ríkisútvarpið
gera langa dagskrá um Mikkjel.
Ragnvald Skrede tók þátt í dag-
skránni, og hann sagði þetta með-
al annars:
„Hvað er það, sem hrífur fólk
svona í bókum Mikkjel Fönhus?
Fyrst og fremst hin sjaldgæfa
þekking rithöfundarins á dýrum.
Ekki aðeins dýrum skóga og fjalla
hér á landi, heldur einnig dýrum
annarra landa og heimsálfa. Og
allar fráságnir hans af dýrum í
þau 56 ár sem liðin eru frá því
fyrsta bók hans kom út 1917, bera
svipmót sannleikans. Frá blautu
barnsbeini hefur hann haft líf-
andi áhuga á lífi dýranna, og það
er einmitt slíkur ævilangur áhugi,
sem leiðir til annarrar eins þekk-
ingar og hann býr yfir. En það er
ekki aðeins sálarlifið, sem altekur
hann. Náttúrulýsingar hans eru
meistaralegar. Ekki sízt er hann
skáld fjallanna, þar er hann í
fremstu röð við hlið Olav
Aukrust, Inge Krokan og Ragnar
Solberg. En gagnstætt þeim, gríp-
ur hann aldrei til stóru orðanna
og hinna iburðarmiklu, en fetar
sig inn i landslagið með almenn-
um og náttúrlegum hætti, sem
vekur lesandanum gleði endur-
fundanna við eigin reynslu. Einn
þátt náttúrulýsinga hans ber sér-
staklega að nefna: hann ber und-
arlega næmt skyn á breytingarn-
ar i náttúrunni, framaröllu breyt-
ingarnar á veðri og vindi.
En dýr og náttúra er ekki eina
efnið í Fönhus-bók. Þriðja stærð-
in er maðurinn — hinn harðgerði
veiðimaður, sem aldrei gefst upp
fyrr en allt um þrýtur. Þar með
sér maður þennan skáldskap eins
og opinberun: hinn ógleymanlega
fjallamann í langvinnri glimu við
stygg og slóttug villidýrin í dæmi-
gerðri umgerð norskrar náttúru.
I annarri opinberun getum við
séð Mikkjel Fönhus sem bók-
menntalegan veiðimann, sem ald-
rei gefst upp: Líkamleg erfiðis-
vinna fyrstu stundir dagsins, þar
næst bókmenntaleg umsvif. Svo
reglubundin — svo árangursrík
getur stundaskrá ævinnar orðið,
— svo eðlileg og samræmd getur
list skáldsins orðið lífi þess.
Ég held ég kveði ekki of fast að
orði, þegar ég segi, að enginn
norskur rithöfundur um þessar
mundir sé svo einvaldur í sínu
sérstaka riki sem Mikkjel Fönhus
er í sínu.“
í blaðinu „Valdres", þar sem ég
vinn sem blaðamaður, var Mikkj-
el dýrmætur samverkamaður.
Hann starfaði við skrifborðið til
hinztu stundar, og síðasta hand-
ritið, sem við fengum frá honum,
var ritdómur, sem hann hafði
skrifað um nýja bók eftir Nils
Johan Rud, sem er einn af
fremstu núlifandi rithöfundum
okkar. Sá ritdómur birtist í blað-
inu fáum dögum eftir andlát
Mikkjels, við hliðina á minningar-
grein um hann sjálfan. Ég klippti
ritdóminn úr blaðinu og sendi
Rud hann, og ég fékk til baka bréf
frá Rud, þar sem hann skrifar
þetta meðal annars um Mikkjel:
„Mikkjel Fönhus var „mitt
skáld“ allt frá því ég var drengur,
náttúruopinberun, ekki sízt á
sviði málsins og ljóðrænunnar —
— — Við erum orðnir margir,
sem geymum hann í minnum, og
heil þjóð les bækur hans og mun
halda því áfram á komandi tím-
um Hann er þjóðernislegur afl-
gjafi og það er gæfa okkar að hafa
fengiðað njóta hans.“
Ég er mjög þakklátur fyrir að
hafa getað talið mig náinn vin
Mikkjels Fönhus. 1 landslagi bók-
menntanna í Valdres var hann
stóra tréð, sem bezt skýldi. Fyrir
mig ungan og óreyndan rithöfund
og blaðamann, var það ömetan-
lega verðmætt að fá að vera félagi
Qg starfsbróðir Mikkjels. Hann
sýndi starfi mínu áhuga og vel-
vildi og rétta mé fúslega hjálpar-
hönd, þegar égþarfnaðistþess.
Ég mun um alla tíð minnast
Mikkjels Fönhus með dýpstu virð-
ingu og þakklæti.
Guðmundur Daníelsson þýddi.
ENGINN VANDI
AÐ ÞREYJA ÞORRANN
0G GÓIJNA HÉR
ByggSin a tarna er dálítið
framandleg séð með augum ís-
lendings, enda e<r hún á talsvert
suðlægari breiddargráðu en við
eigum að venjast, nánar tiltekið á
Kanaríeyjum. Þarna erhverfi ein-
býlishúsa, sem byggð eru til þess
eins að leigja þau túristum. Ekki
stendur á eftirspurninni; suður til
Kanarleyja er mikill ferðamanna-
straumur yfir veturinn og ber þar
mest á Svlum og Þjóðverjum.
SFðan Flugfélag fslands hóf
skipulagða mannflutninga til
Kanarleyja, hefur geysileg aukn-
ing orðið á íslenzkum ferða-
mannastraumi suður þangað. I
vetur munu nærri 1500 manns
fara í þessar ferðir og er uppselt I
allar ferðirnar. Er það 40% aukn-
ing frá slðasta vetri og næsta
vetur er gert ráð fyrir allt að 50%
aukningu. Venjulega er hér um
tveggja vikna ferðir að ræða, en
mikil eftirspurn er eftir þriggja og
fjögurra vikna ferðum.
Vetrarmánuðina er algengt að
25 stiga hiti sé I forsælu á daginn
og úrkoma er að meðaltali 3 daga
I mánuði hverjum yfir veturinn.
Myndin til hægri er frá baðströnd
við borgina Las Palmas, en berar
hæðir rlsa að baki, enda hafa
Kanarleyjar orðið til af eldgosum.
Meiripartur stærstu eyjunnar er
mjög skrælnaður af þurrki, þótt I
Atlantshafinu sé, enda verður öll
ræktun að byggjast á vökvun.
Uppá síðkastið hafa Kanaríeyjar
blómstrað sem vetrardvalarstað-
ur, enda mjög að aukast að fólk
taki hluta af orlofi slnu að vetrar-
lagi.