Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1974, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1974, Side 3
Jóhannes Kjarval við vinnu sina austur í Svinahrauni. hann vera eins og tröllkarl. Hann hló svo risalega. Það var eins og tæki undir í Esjunni. Það kom fjör í alla hans andlitsdrætti, þeir hreyfðust upp og niður og eyrna á milli. Eitt sinn, er hann sat í sínu sæti, vinstra megin við pabba og við borðuðum fisk, sagði ég: „Stelpa ímínum bekk skrifaði stíl um þig, þegar við áttum að skrifa persónulýsingu." „Auðvitað hún hefur dáðst að málaranum," sagði pabbi glaðlega. „Nei henni finnst þú svo skrítinn, Kjarval," valt út úr mér. Þá varð hann alvarlegur, leit niður og sagði: „Ja-á, ja-á, þetta er merkilegt." Mér fannst svo leiðinlegt að hafa sagt þetta og sært hann, mig langaði að taka um hálsinn á honum og segja, að mér fyndist hann ekki skrítinn, en ég þorði það ekki. Eftir þetta varð ég feimin við hann og við fjarlægðumst. Hann fór að taka ofan fyrir mér niðri i bæ án þess að segja orð. Samt þegar ég var að berjast við algebrudæmi við borð- stofuborðið og hann og pabbi sátu inni í stofu, komu þeir til mín og reyndu af öllum mætti að hjálpa mér, en hvorugur gat. Þá vildi Kjarval hringja i vin sinn, stærð- fræðing, og biðja hann um að koma og hjálpa mér, en ég af- þakkaði það. Og þegar við krakkarnir báðum foreldra okkar um aura fyrir strætó, fór hann alltaf ofan i vasa sína og vildi gefa okkur þá peninga, sem hann átti. Nú sneri hann sér meir að yngri 'systkinunum. T.d. þegar Helga, 7 ára, fótbrotnaði, fór hann oft á Landspítalann í heimsókn til hennar, færandi málverk og sæl- gæti. Þegar ég gifti mig, gaf hann mér málverk. í stað þess að taka undir með öllum öðrum og segja: „Þvf varstu að fara í brans- ann?“* sagði hann rólega: „Marg- ir Ameríkanar eru gott fólk.“ Stöku sinnum fékk ég kveðjukort eða áskrifaða bók („Til öddu- Dísu“) frá honum til Ameríku. * Orðtæki notað um stúlkur, sem giftust hermönnum. En pabbi skrifaði mér stöðugt fréttir af Kjarval. T.d. skrifaði hann, að þegar þeir báðir voru komnir á níræðisaldur, bauð Kjarval honum honum í bíltúr sem oftar. Var keyrt upp í Hval- fjörð og stöðvað við læk. Bíl- stjórinn beið i bílnum, en þeir gömlu gengu bratt upp með lækn- um, þar til þeir komu í lægð undir klettabelti. Að áeggjan málarans afklæddu þeir sig og böðuðu sig i allháum fossi, sem þarna féll. Pabba fannst það leitt, að hann gafst upp vegna kulda og þurfti að klæða sig fyrr en Kjarval, þó að hann væri tveim árum yngri. í júni 1971, þegar ég var í heim- sókn á islandi, spurði ég pabba hvort hann vildi koma með mér til Kjarvals. „Ja, ég held ekki núna.“ Þá sagði mamma mér, að það hafði vond áhrif á pabba að heimsækja vin sinn, eftir að hann fór á Borgarspítalann. Ég fór ein. Þegar ég gekk inn i sólríku horn- stofuna, sat Kjarval uppi við rúm- stokkinn með tvo kodda við bakið. „Hver ert þú?“ spurði hann strax. „Ég er hún Adda Guðbrands." Það var eins og hann heyrði þetta ekki, en sagði: Eg var að drekka heimsins bezta dryk’.-. Gvendarbrunnavatn. En menn- irnir skemma það, þeir búa úr því brennivín. Hver ert þú?“ “Ég er Hallfriður Guðbrands- dóttir, elzta dóttir hans Guð- brands Magnússonar.” „Hvar er hann?“ spurði hann um leið og hann kipraði saman vinstra augað og starði á mig með þvi hægra. „Hann er heima.“ „Láttu hann veraþar." Nú varð þögn, svo að ég sagði: „Mig langaði svo mikið að heim- sækja þig, þú varst alltaf svo góð- ur við mig í gamla daga, þegar ég var ung.“ „Nei, var ég það, það held ég ekki.“ Aftur þögn og ég sagði: „Mikið hefur þú fallegt útsýni." „Sá, sem allt getur, kemur bráð- um — hver ert þú?“ „Ég er hún Bússírolla." Skyndiiega kom lif i hans gufu- lega svip. Hann reisti sig upp við annan olnbogann og starði á mig brosandi: „Nú ert þú Bússírol Ia.“ Ég varð alsæl. En fyrr en varði var hann búinn að halla sér aftur; gráa, hrukkótta andlitið varð kinnfiskasogið og hart. Hann lok- aði augunum, spennti greipar yfir magann og hreyfði samankiprað- an munninn fram og til baka. Hann opnaði augun og sagði: „Þú skalt fara.“ Ég hikaði og horfði á þennan góða 86 ára mann með höfðing- lega enniðog háu kinnbeinin. Mig langaði að kyssa hann, en ég rétti fram höndina og sagði: „Vertu blessaður Kjarval, líði þér vel.“ En hann var búinn að loka augun- um aftur. Eg dró hægt að mér höndina og fór. LJOÐ Ingimar Erlendur Sigurðsson BOGMAÐUR Þú ert ekki manneskja, þú ert stjarna. Ijós þitt skln mér, sjálf ertu i þúsund Ijósára fjarlægð; stundum finnst mér þú óendanlega nærri, ég þurfi aðeins að rétta höndina eftir þér; sem ég nálg- ast fjarlægist þú, ég sé aðeins Ijós þitt, aldrei þig sjálfa; þú ert ekki manneskja, þú ert stjarna, ókunnur heimur á himni mínum. ÁSTARSAGA Við gengum á fjörur lékum að skeljum og það varð aðfall og útfall Við rerum til fiskjar þekktum ekki miðin og það varð dagfall og náttfall Okkur greru ígulker milli fóta gátum ekki brotið þau og það varð blóðfall og sáðfall Fjarar ekki í djúpunum. Sveinbjörn Beinteinsson TVÆR STÖKUR Kvartar þú um kvaðafans kvabb, sem frelsið heftir en þegar enginn þarfnast manns þá er lítið eftir. Hróður fenginn fagurt má fróðum drengjum Ijóma góðar lengi listir á Ijóðastrengjum hljóma. Dagur Sigurðarson BÆN Rósirnar visnaðar strengirnir slitnir reykelsið flogið Drekarnir gæða sér á prinsessukjöti Ó Mammon Mammon Mammon sendu mér: Monní! Penlnga! Glás! Mammon sendu mér monnlpenlngaglás!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.