Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1974, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1974, Page 4
SEM VEH EKKIALLT- AF HVERSVEGNA ÞAÐ ERHER Sagt frá heimsókn í Barna- deild Landakotsspítalans Á barnadeildum sjúkrahúsa er ekki lítils um vert, að litlu sjúklingarnir finni hlýlegt andrúmsloft í kring um .sig, jf. ekki hvaS sízt vegna u$^V»^ess að sumir þeirra, og þá auðvitað sérstak- lega þeir yngri, skilja ekki alltaf, hvers vegna þeir eru skyndilega þarna komnir, og sjúkrahúsvistin getur þvi . orðið þeim tilfinningalegt álag að auki. Þess vegna eru :0 meiri kröfur gerðar til starfs- fólks barnadeilda en annarra deilda á sjúkrahúsum. Oft þarf að þurrka tár og hug- hreysta og hafa ofan af fyrir þeim, sem hressari eru. ViS brugðum okkur f heimsókn á barnadeild Landakotsspítala á dög- unum. Klukkan er um tólf á hádegi, læknarnir eru að Ijúka stofugangi og það er hvíldartimi hjá litla fólkinu. Sum börnin sofa vaert í rúmum sin- um önnursitja uppi með leikföng og bækur. Einn kappinn hefur brugðið á -fiöfuð sér hlifðarhjálmi úr plasti eins og þeir nota, sem skellinöðrum aka og í annarri stofu er sjúkraliði að hjálpa öðrum við að finna rétt hjól Haraldur með stóra úrið um úlnliðinn. undir bíl. Frammi á ganginum situr snaggaralegur snáði með stórt arm- bandsúr á litlum handlegg sem hann litur á við og við. Hann hafði frétt að von væri á Ijósmyndara klukkan tólf og ætlaði sko ekki að missa af grfn- inu. Þarna rikir vissulega góður og hlýr heimilisandi. Við setjumst með Bryndísi Jónas- dóttur, yfirhjúkrunarkonu á deild- inni, í lítið herbergi inn af „móttök- unni". Á miðju gólfi stendur hátt barnarún og i þvi Ijóshærð glaðleg telpa 2—3 ára, Ellisif að nafni. Okkur er sagt að þarna sé hún aðeins vegna þess að fylgjast þurfti sérstaklega með henni um tíma, en nú er hún hin hressasta. Ellisif er að leika sér með brúðu og snuðið sitt og tekur ekki annað I mál en að við sýnum henni viðeigandi athygli. Bryndís segir okkur að barnadeild Landakotsspítala hafi verið starf- rækt frá árinu 1 960 og var T upphafi aðeins i tveimur stofum. Kristbjörn Tryggvason var læknir deildarinnar og hjúkrunarkona systir Stanislaus. Siðar urðu læknarnir tveir, Krist- björn og Björn Guðbrandsson, sem nú er yfirlæknir. IMú starfa þar tveir læknar ásamt Birni, þeir Þröstur Laxdal og Sævar Halldórsson auk eins aðstoðarlæknis, en fjölmargir skurðlæknar og augnlæknar leggja þar inn sjúklinga sina. Þangað koma lika 2 læknanemar til skiptís á 10 daga fresti til að fylgjast með og er það þáttur i þeirra námi. Hér þarf fleira starfsfólk en á öðr- um deildum. Hjúkrunarkonur eru 6 i fullu starfi, en fjörar sem taka almennar vaktir. Auk hjúkrunar- kvennanna starfa hér 8 sjúkraliðar og 8 gangastúlkur, föndurkennari og hjúkrunarkona sem er á kvöldvakt. Stofurnar eru 6 talsins með 27 rúmum fyrir börn frá fæðingu til 12 ára aldurs. Þó er oft bætt við þremur rúmum og þá sérstaklega, þegar „slysavika" er á Landakotsspitala, en þá má ekki neita beiðnum. Stofurnar eru hinar vistlegustu, veggirnir skreyttir stórum ævintýra- myndum eftir Gunnar Bjarnason leiktjaldamálara og gefa þær þeim sérstakan blæ. „I fyrrasumar var deildinni lokað i einn mánuð," segir Bryndis, „og var þá herbergjaskipan breytt og vinnu- aðstaðan bætt til mikilla muna. Um leið málaði Gunnar þessar myndir, sem vekja mikla ánægju barnanna. Þessi deild nýtur mikilla vinsælda og henni hafa borist margar góðar gjafir. T.d. gaf Styrktarfélag Landa- kotsspitala, sem í eru aðallega eigin- konur lækna. alla innréttingu i leik- stofuna og súrefnis- og hitakassa fyrir fyrirburði. Thorvaldsens-félagið .

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.