Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1974, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1974, Qupperneq 6
„Var ekki agalega leiðinlegt í gamla daga? Ekkert díó og ekki neitt,“ sagði ung stúlka um daginn. Já, var ekki von að hún spyrði? En við, sem lifað höfum tvenna timana, erum hins vegar á því, að gamli timinn hafi alls ekki verið svo þrautleiðinlegur og fá- breyttur sem ætla mætti. En það voru yfirleitt aðrir hlutir, sem ollu tilbreytninni þá. Kemur þgr meðal annars til, hve samband fólksins við náttúruna var þá nánara og fjölþættara. Veðurfar og árstiðir voru því engin hlut- laus fyrirbæri, heldur marg- slungnir, lifandi þættir, samofnir og óaðskiljanlegir lífinu sjálfu, baráttu þess og vonum, sigrum og ósigrum. Um það bera ljóð og sagnir, orðtök og ýmis gömul spakmæli gleggst vitni. 1 ljóðrænúm skáldskap gætir án efa áhrifa vorsins mest,en enginn skyldi fyrir það ætla að aðrar árs- tíðir væru áhrifalitlar. Hin kalda árstíð — veturinn — átti ekki síður rík itök i hugum manna, þótt nokkuð væri á annan veg. Þessi árstíð færði fólkinu hátið hátíðanna — jólin — ásamt ára- skiptunum og þrettándakvöldi. Þessi tvöfalda stórhátíð var hinum fátæka lýð hvorttveggja sem lýsandi viti i svartasta skammdeginu og merkivarði, sem starfsáætlanir heimilanna fyrir siðasta ársfjórðunginn voru miðaðar við. En bráðlega að hátíð- unum loknum hófst nýtt tímabil, tími útmánaðanna. Einnig hann bar sinn sérstaka blæ. Og ef til vill geymdi enginn árstími í fórum sínum jafnmikið af gömlum siðum og erfðave'njum sem hann. Þannig voru nöfn eins og þorri og góa tannfé aftan úr grárri forneskju og messur og ýmsir merkisdagar erfðagóss frá kaþólskum sið. Þótt allt þetta í aldanna rás hefði miss,t sitt megingildi, setti það sinn sérstaka kólguskýjuðum himni, meðan kvíðinn um bjargarskort og heyþrot hreiðraði um sig í fylgsn- um hugans. , JEg langsemi á mér finn, oft í myrkri svörtu," andvarpar hið óþekkta alþýðu- skáld. En svo herðir það upp hugann og hressir sig við þá hugsun, að birtan sé þó alltaf framundan og bætir við: „þegar kemur þorri minn, þá skal hátta i björtu." Snemma þætti núna mörgum til hvílu gengið, ef hátta ætti i björtu á þorranum — jafnvel þótt komið væri að þorralokum. Enda þarf enginn að ætla að forfeður okkar og formæður hafi þá að jafnaði farið í háttinn í alglaða dagsljósi. Hitt mun sönnu nær að þegar fram á þorrann dró, hafi gjarnan verið farið að sneiðast um ljósmetið, og því margur neitað sér um þann munað að kveikja á lýsislampanum meðan hann framkvæmdi svo óbrotið verk sem að breiða yfir sig rekkjuvoðirnar. Og margvislegt mátti gera — og var gert — í rökkrinu annað en að sofa. Það mátti prjóna, þæfa, jæja ull og kemba, vinda band og tvinna svo að nokkuð sé nefnt. Stundum sendi glaðbeittur máni bros sitt inn um ljórann, endurvörpuðu frá drifhvítum mjallarbreiðum. Og mikið mátti sjá við ljómann þann. Annars mátti segja að svörtustu haust- og vetrarmánuð- ina hafi fólkið unnið mest af sínum störfum i rökkri eða myrkri, jafnt utan bæjar sem innan. Furðulegt var, hversu allt komst þó áfram. Þessi „myrkra- verk“ hafa komizt upp i vana með æfingunni og þreifiskynið orðið smám saman þjálfað og þroskað Framhald á bls. 16. svip á útmánuðina og gaf þessari annars svo köldu og hörðu árstíð meiri fjölbreytni og persónulegra líf. Hversu margt barnið mun ekki í huga sinum hafa gjört sér mynd af þorra sem klaka- skeggjuðum og fannbörðum heljarkarli og ætlað góu fyrir konu hans, stórskorna og gust- mikla, svo sem slíkri frú hæfði. Þá hafði líka þorri í fylgd með sér einhvern ,,þræl“, sem var viss með að verða vondur og gera eitt- hvert ógurlegt prakkarastrík áður en lyki. Áður fyrr, meðan árstiðirnar höfðu oftast sitt rétta andlit, var gert ráð fyrir að þessi hjónakorn væru fremur gustköld og grálynd. Einkum var þorra ætlað lítið hlý- lyndi eins og bezt kemur fram í hinu alkunna kvæði Kristjáns Jónssonar „Nú er frost á Fróni“. Þar er ekki mikil mýkt i lýsing- unni á þorra. Þá er nú kvæðið „Heimkoman" ekki síður ramm- eflt þorraljóð: „Stigur myrkur á grund, hnígur miðsvetrarsól, grimmleg myrkrún á fönnunum hlær, og í dynjandi hríð kveður draugaleg ljóð rómi dimmum hinn ískaldi blær.“ Og einhvern veginn finnst mér alltaf, að sá dapurlegi atburður, sem kvæðið hans Jónasar „Fýkur yfir hæðir“ er ort um, hafi hlotið að gerast á þorranum. Ekki var góa heldur talin góð- kvendi, og sennilegt, að hún hafi í fyrsta skipti í sögunni fengið slikan lofgerðaróð sem þennan, er Kristján Helgason sendi henni í Morgunblaðinu um daginn: „Tíminn yrkir ljóðaljóð, lif er dýrlegt stundum. Nú er frúin Góa góð og gull í báðum mundum." En hvað sem skaphörkunni leið hjá þessum hjúum, þá höfðu þau bæði nokkuð til sins ágætis. Þeim fylgdu ýmsir merkisdagar og messur, svo sem Pálsmessa og kyndilmessa, sem fluttu vonir og eftirvæntingu inn i huga alþýðu- mannsins, og þau komu með níu vikna föstuna og söng og lestur hinna sígildu Passíusálma. Litlu seinna kom sjö vikna fastan með sprengikvöldi og öskudegi með öllum sínum spenningi, gáska og eltingaleik. Öskudagurinn átti Iíka átján bræður, sem sennilega létu einhvern tima sjá sig um föstuna. Síðast en ekki sizt út- mánuðirnir voru þó þrátt fyrir allt sólarmegin, stefndu i áttina til vaxandi birtu og dags. Þeir, sem aldir eru upp í raf- ljósadýrð, geta tæpast gert sér grein fyrir þeim sem næst sam- fellda sorta, sem yfir skamm- deginu grúfði áður fyrr, jafnvel eftir að lítill 10—14 línu steinolíu- lampi fór að hanga niður úr bað- stofusperrunni og snattlampinn að ferðast milli búrs og eldhúss. A suma þreytta og veikgeðja lagðist þessi myrkurtími með ofurþunga. Ekki sízt, þegar snjóhríðinni linnti ekki dögum saman og dags- ljósið var aðeins gráskíma frá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.