Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1974, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1974, Qupperneq 7
ATLA- VIK OG ARN- HEIÐAR- STAÐIR Atlavík og Hallormstaðaskógur. Ljóm. MatsWibe Lund SKAMMT fyrir innan Hall- ormsstaS heitir Atlavík fram við fljótiS, en þar andspænis, norSan fljótsins, blasir viS bærinn ArnheiSarstaSir. BáS- ir þessir staSir eru vel kunn- ugir, Atlavík fyrir framúrskar- andi nátturufegurS, en viS ArnheiSarstaSi er bundin ein af fegurstu ástasögum úr heiSni. A öndverSri landnámsöld komu hingaS bræSur tveir, Ketill og Graut-Atli og settust fyrst aS í SkriSdal, þar sem kallaS var á HúsastöSum. Þeir höfSu félagsbú og gætti Atli þess, en Ketill fór milli landa aS afla fjár og gerSust þeir brátt rík- ir. Þeir voru synir Þóris þiS- randa í Veradal í Þránd- heimi, þar sem seinna stóS StiklastaSarorrusta. Upp úr Veradal lá þá þjóSleiS aust- ur yfir Kjöl til Jamtalands, og þar á fjallinu börSust þeir Hrafn Önundarson og Gunn- laugur ormstunga, sem frægt er orSiS. Verdælir hinir fornu þoldu ekki ofríki Haralds hár- fagra og stukku af landi burt, sumir til íslands, en aSrir austur á Jamtaland og meSal þeirra var Véþormur hersir. Þar ruddi hann skóga og reisti sér bústaS, en Hólm- fastur sonur hans og Grimur systursonur hans fóru í vest- urviking aS afla fjár. Þá réS fyrir SuSureyjum Ásbjörn jarl skerjablesi. ÞangaS komu þessir víkingar um nótt, lögSu eld í höllina og brenndu þar inni jarl og alla menn hans, en konum var leyfS útganga. Þær voru siSan seldar mansali, allar nema Ólöf kona jarls. sem kom í hlut Gríms, og Arn- heiSur dóttir jarls, sem kom í hlut Hólmfasts. Grímur gerSi síSan brúS- kaup til Ólafar og fór því næst til íslands. Tók hann land á Eyrarbakka og nam héraS þaS, sem enn er viS hann kennt og kallast Gríms- nes. Hann bjó aS Búrfelli, en féll í hólmgöngu undir Hall- kelshólum. ÞaS munu vera hólar þeir, er nú kallast SeyS- ishólar. Ketill ÞiSrandason var um þessar mundir erlendis. LagSi hann leiS sina til Jamtalands og þáSi veturvist hjá Vé- þormi. Þá hafSi Hólmfastur gefiS föSur sinum ArnheiSi og sagt, aS hún væri ambátt. Var hún þvi þrælkuS og látin vinna öll hin verstu verk, en lítt haldin aS klæSum og fæSi og allt vanþakkaS, er hún gerSi. Þegar Ketill var kominn til Véþorms, veitti hann þessari ambátt skjótt athygli. Sýnd- ist honum konan mjög fögur, þrátt fyrir tötra sína, og allt hátterni hennar benda til þess, aS hún hefSi átt betri daga. Vorkenndi hann henni og mjög, hve illa hún var haldin og aS hún var oft grát- andi. Gat hann ekki aS þvi gert, aS hann felldi ástarhug til hennar og fýsti mjög aS vita einhver deili á henni. Eitt sinn er hún gekk til ár meS þvott, fór hann þangaS, ávarpaSi hana og spurSi hverra manna hun væri. Hún vildi engu svara. Þá leitaSi Ketill fastar eftir og talaSi þá blíSlega til hennar. Þá stóSst hún ekki mátiS og fór aS gráta. SiSan sagSi hún hon- um upp alla sögu um ætt sína og örlög. Daginn eftir gekk Ketill á fund Véþorms og baS hann aS selja sér ArnheiSi. „Þú skalt fá hana fyrir hálft hundraS silfurs sakir vináttu okkar," svaraSi Véþormur. Því varS Ketill svo feginn, aS hann greiddi Véþormi hundraS silfurs fyrir hana, hálfu meira en hann ákvaS. Um voriS bjó Ketill skip sitt og lagSi á staS til íslands. Hann hafSi ArnheiSi meS sér. MeSan hann lá í höfn ein- hverri, baS ArnheiSur hann leyfis aS ganga á land og „lesa sér aldin". Hann baS hana aS vera ekki lengi og sendi aSra konu meS henni. Þegar þær voru komnar á land gerSi á þær úrhellis rign- ingu. LeituSu þær þá skjóls undir rofbakka nokkrum. Þá sagði Arnheiður: „Gakk þú til skips og seg Katli, að hann komi til mín, þvi að mér er krankt." Hún gerði svo og gekk Ketill tii Arnheiðar. Hún mælti: „Kol hefi ég hér fund- iS." Svo stendur í Droplaugar- sona sögu, en ekki víst að allir skilji nú. í forn- öld var siður að leggja lag af viðarkolum undir lík, þegar þau voru greftr- uð. Þarna í uppbiæstr- inum undir rofabarðinu mun Arnheiður hafa séS viðarkol og þá mun henni hafa skilizt, að þarna væri stór haugur og þar væri févon. Enda segir sagan: „Pau grófu þar sand- inn og fundu kistil einn, full- an af silfri." Þá sagði Ketill, aS Arnheiður ætti þetta fé, því að hún hefSi fundið þaS. Bauðst hann þá til þess að flytja hana til frænda sinna með þessu fé, því að nú þyrfti hún ekki að vera upp á neinn komin. Þá kaus ArnheiSur það ráð, sem hjartað kenndi henni, hún kvaðst vilja fara með honum. Þegar heim til íslands kom, gerði Ketill brúðkaup til Arn- heiðar. Þá skiptu þeir bræður eign sihni og síðan keyptu þeir „Lagarfljótsstrendur báðar", Atli hina syðri, en Ketill hina nyrSri. Atli reisti þá bú í vík þeirri, sem enn er við hann kennd og heitir Atlavik. Þar bjó hann svo til elli. Hann hefir kunnað að meta náttúrufeg- urð og því valið þannan stað. En þarna hefir ekki veriS hentugasti bústaður í landi hans, og mun Atlavik hafa farið í eyði skömmu eftir frá- fall hanSj því að „þar eru nú sauðahús", segir bæði í Droplaugarsona sögu og Þor- steins sögu hvíta. Þorbjörn hér sonur Atla, en kona hans Þórunn. Systir hennar var Ástríður formóðir Kolskeggs hins fróða, sem sagði fyrir um landnám í Austfirðingafjórð- ungi. Framhald á bls. 16 0

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.