Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1974, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1974, Side 13
SVO hafa vitrir menn mælt, a8 samkvæmt venjulegum lögmálum ættu íslendingar að hafa bugazt af harSræði og dáið út fyrir aldamótin 1800. Venjuleg lögmál hafa víst aldrei hrinið fullkomlega á landsmönnum; þeir eru ekki einu sinni viðmiðunarhæfir að þessu leyti. Hvort eitthvað er eftir af hæfileikanum til að skrimta, skal ósagt látið; á það reynir ekki sem betur fer. En landsmenn hafa fengið annan hæfileika í staðinn, sem skipar þeim í flokk undantekning- anna. Það er hæfileikinn, eða betur sagt kúnst- in, að sniðganga viðtekin efnahagslögmál,— og blómstra. í iðnaðarþjóðfélögum hins vestræna heims er litið á verðbólgu sem feykilegt böl; sameigin- legt markmið ríkisstjórna er að hefta þá bólgu líkt og væri hún banvæn ella. En hér setjast máttarstólparnir niður og gera veröbólgusamn- inga; um það voru víst allir sammála, þegar upp var staðið. Stóru stökkunum fylgir nefnilega sérstakt sport, sem raunar er að verða þjóðar- íþrótt: Aö ná því sem til er á gamla verðinu og hamstra. Og engir eru ánægðari með það en kaupmenn. Þeir gætu svo sannarlega tekið undir með kaupfélagsstjóranum, sem lét í Ijósi mæðu sína og sagöi: „Það þýðir bara ekkert að vera að hafa vörur í búðinni, þetta selst allt." Skipsfarmar af bflum hverfa eins og dögg fyrir sólu og raftæki voru metin til jafns við ríkistryggð skuldabréf. Sfðbúinn kaupahéðinn kom með seðlana sína á dögunum í raftækja- verzlun og spurði fyrst um frystikistur, síðan ísskápa, þvottavélar, hrærivélar og hraðsuðu- katla. En þegar allt reyndist uppselt, spurði maðurinn í örvæntingu: „Eigiö þið þá engin rafmagnstæki?" Jú, honum var tjáð, að til værú nokkrar rafknúnar eldhúsviftur. „Gott," sagði maðurinn, „ég ætla aðfá þær allar." Verðsprengingin á olfunni kemur óþyrmilega við afkomu fólks svo að segja um víða veröld. Þetta nýja viöhorf hefur haft í för með sér alveg breytt mat á orkubruðli. Ameríski bílaiðnaður- inn er í öngum sfnum út af tugum þúsunda lítt seljanlegra bíla, sem eyða fáránlega miklu bensíni. Enda þótt verð á eldsneyti sé mun lægra þar vestra en hér, hefur miklu meiri fjöldi en við var búizt, sagt skiliö viÖ stóru hveljurnar og leitað eftir kaupurn á sparneytnum smábfl- um. En við værum vitaskuld ekki sannir íslend- ingar ef það sama væri uppi á tengingnum hér. Uppá siðkastið hefur gifurleg eftirspurn verið eftir jeppum, allra helzt stórum lúxusjeppum, sem eyða 20—30 lítrum á hundraðið. Menn hafa beðið rauðglóandi af spennu eftir þessu dýrmæti: „Skyldi hann nást fyrir gengisfell- ingu, fyrir næstu verðhækkun að utan, fyrir fragthækkunina, fyrir söluskattshækkun?" Þetta hefur áreibanlega ekki verið sfðra en laxveiði. Eitt umboðið fékk jeppaskip frá Amerfku og seldi þessa bensínháka á slaginu fyrir eitthvað um 200 milljónir. Og fengu að sjálfsögðu færri en vildu. Fróðlegt er að kynnast viðhorfunum, sem þarna liggja á bak við, eða öllu heldur: Röksemdunum, þegar verið er að réttlæta þessi kaup. Flestir kaupendurnir búa á Reykjavíkur- svæðinu og þörf þeirra fyrir torfærubíla er venjulega ímynduð. „Gott að hafa þá í snjó- inn", segja sumir. En hvenær eru þessi snjó- þyngsli hér? Aðra hef ég heyrt segja: „Maður fer nú eitthvað út af veginum", eða „ég fer nú . stundum fveiði". Og þegar spurt er um veiði- slóðirnar, þá kemur venjulega f Ijós, að þangað er prýðilega fært á hvaða bíl sem er. Á þessum dýru og fínu jeppum, sem raunar eru aðeins með sæmileg sæti fyrir tvo, fara um það bil 75 litraraf bensini i venjulegan 300 km sunnudagsbiltúr. Með núgildandi verðlagi kost- ar rispan þá 2.250 krónur í bensíni. Fyrir ökuferð úr Reykjavik, norður til Mývatns, og heim aftur, mundi bensfnreikningurinn hljóða uppá eitthvað nálægt 11.000 krónur. Vonandi verður það ekki til að draga úr ferðagleðinni, hvorki á leiðinni til Mývatns, né heldur um hringveginn, sem ugglaust veröur mikið farinn í sumar. Þessi mál bar litillega á góma á dögunum, þegar ég ræddi við umboðsaðila i jeppainn- flutningnum. Hann kvaðst gæta þess vel og vandlega að gefa réttar upplýsingar um bensin- eyðslu. Hinsvegar sagði hann alltítt, að kaup- endur reyndu að blekkja sjálfa sig með þvf að hægt mundi að stilla vélina einhvernveginn öðruvísi og ná þannig eyðslunni niður úr öllu valdi. Allar líkur benda til, að þetta sé dýrasta sport, sem iðkað er hér á landi, jafnvel að laxveiði meðtalinni. Það er þó bót f máli, að olfufurstarnir hirða afraksturinn ekki einir; Halldór E. fær drjúgt í kassann. Sjálfur ætla ég að bíða eftir nýja jeppanum, sem kemur bráð- um. Hann er á beltum og kemst uppá Vífilfell og Herðubreið. En ég ætla aldrei að reyna það, enda er gott að vera á svona bfl á Hafnarfjarðar- veginum ef einhverntima skyldi gera hálku. Þeir segja að hann muni kannski eyða 50 lítrum á hundraðið. Æ, hvað ætli maður sé að súta það á þjóðhátíðinni. Auk þess hlýtur að mega stiila hann betur. Annars á maður ekki að vera að brjóta heilann um aukaatriði. Mestu máli skiptir að ná honum fyrir gengisfellinguna. Gisli Sigurðsson. Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu i fí.i n'aer- MrtÐU* MrtT- UftiNN UR m fPtiM- eFHi fftL- 'V íéz- HLT. ""aBBHn -» ó $ K- R. r N b 1 i* A F 1 NJ /18 £1 H K. R a‘° róMfíR PfRiM A u £> A R JL K K\í- m D R A’ ? A LVKT SÓÁM F N y kr flTH srno KLÓK £ FjK^ r FL- 4 as- Kfl V A 5 A P E L 1 k-evr- ' o eiKiT A K 1 £> J> *'»»! e M EíJN a°Tt f R A R ii xplt Pi'pf? M E • TÓTR fi«\K IWNflU Æ Ð A & túniT ViÐ iaM rc- ÍLLfí FLM KflHL- á A M BTfl- RT- fí fffl R HO - 'lLDU Æ Á F£Ti L 1 M 1 R reiT- Ip. V Æ a 1 prz- f-HÍ- uKitJH 5 W Á Ð 1 N N -fi/L IP a/NS VINP- tUL R /H’MÍ oOlA Æ R A s T iToR K 1 L A N 4 a" R. Í H A iLj M Xj JL Æ R a R E..,. flfiuni A N A T ÍKV r A P h R H«' HlToNI ö JX 2 "r1 iM- HLT D Vr A T 1 x 'iLn r Fltót F A T A Ef'í- IN4. u U KJtH- JEZ E V A F'fRR- Á jÐ U rT þrór- ll Æ ±L 1 N T Tl END- , (Ka. Á D gELTI TíöuF K \ O 4 RUp- R i' K h R ono- FL o«. Ifuft S A x N \ H A L A T J Uj N 'M<- , pqiK | A T 1 £> K'oN' IST 1 ÍL Á 1 R

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.