Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1974, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1974, Blaðsíða 14
Lengi hefur það sett mark sitt á mannleg samskipti, hvað mennirnir eru misjafnlega gerðir af hendi náttúrunnar. ( tið forfeðra vorra, þegar deilur voru jafnaðar með beinum Ifkamsátökum, gat þessi munur ráðið urslitum. í þá daga urðu einstaka menn svo sterkir eftir því sem bækur herma, að annað eins hefur ekki átt sér stað siðan. Auk þess marfaldaðist afl kappanna, þegar á þá rann berserksgangur. Var þá tæpast við menn að eiga og dugði fátt nema ef til vill fjölkynngi, svo og óvenjulegir vitsmunir. Teikning Halldórs Péturssonar greinir einmitt frá slFku tilviki. Virðist leikurinn ójafn og einsýnt um úrslitin, þar sem annar aðilinn er tröllvaxinn og Ifklega fimm manna maki. Hér hafa vopnin verið F deigara lagi og ernú væskillinn tekinn hryggspennu- tökum. En F stað þess að svara hryggspennunni, grfpur hann til vitsmunanna og er nú tvFsýnt um, hvor kann frá tfðindum að segja. Ur þing- vitnum Framhald af bls. 11 Guðbrandur Arason var fyrsta vitni og svarar: „Að bændum sé það mjög torvolt og ómögulegt, þar bæði óttist þeir að styggja kaupmenn sökum þeirra stóru myndugheita og vænti þá af þeim sífelldrar óvildar, sem þeireigi þó að sækja sína nauðsyn til; þar með sé þeim óþolandi að standa í málaferium og á Jiingum um þeirra bezta bjargræðistíma, þá heyskapurinn yfirsiendur en kauptíðin er þá undir eins." Næsta vitni var Arngrímur Jónsson og er svar hans fært sem hér segir: „Að bændur sjái sér meiri skaða við að klaga en að líða órétt, þar hvorki hafi þeir vits- muni nó framkvæmd til laga- sókna og megi ei hejmanað vera." Þriðja vitni, Sigurður Jónsson, svaraði eins og Guðbrandur. Fjórða vitni, Jón Björnsson, svaraði „samhljóða hinum öðrum" eins og það er orðað í þingsvitninu. Fimmta vitnið, Guð- mundur Jónsson, svaraði „sem Jón Björnsson" segir í þings- vitninu. Sjötta vitní var Guðmundur Björnsson og um vitnisburð hans hefur verið fært í þingbókina: „svarar hann sem fyrirfarandi vitni." Sjöunda vitni var Björn Finnsson og hans svar var „að bændur geti ei klagað sökum fáfræðis og vanefna á þeirra bjargræðistima; kalli og að þeim annríki hið mesta; vilji því heldur skaðann svo búinn hafa.“ Attunda vitni var Jön Jónsson og svaraði hann þrem fyrstu spurningunum, en gafst síðan upp og bar við ellihrumleika. Ekki var sú afsökun tekin til greina og var haldið áfram að spyrja hann, en svör við hinum spurningunum hafa ekki verið færð i þingbókina, þar eð þau voru „ógreinileg sökum minnis- leysis samt daufrar heymar.“ Næstu fimm vitni, Þorleifur Þorgrímsson, Jón Jónsson, Magnús Hafsteinsson, Illugi Jónsson og Einar Björnsson svöruðu 12. spurningu „sem hin fyrri vitni“ og er ekki gerð nánari grein fyrir því í þingbókinni við hvaða vitni sé átt. Fjórtánda vitni var Jón Magnússon og hann svaraði, að það væri, bændum ómögulegt að klaga sökum fávizku og vanefnaá óhentugasta tíma um hey- skapinn.“ Næstu vitni Þorleif- ur Ólafsson, Sigurður Þorláksson, Sveinn ívarsson, Arngrímur Sigmundsson, Arni Einarsson, lilgrfandi; II.f. Arvakur. Reykjavfk Framkv.stj.: llaraldur Svoinsson Ritstjórar: Matthfas Johannossen Kyjólfur Konráð Jónsson Styrmir (lunnarsson Ritstj.fltr.: (ílsli Sigurðsson Aujílýsin>íar: Arni (iarðar Kristinsson Ritstjórn: Aðalstræti 6. Slmi 10100 Finnur Jónsson og Tómas Þor- valdsson svöruðu eins og undan- farandi vitni. Þess skal getið, að kaupmaður var ekki sjáifur viðstaddur vitna- leiðslurnar en sendi undirkaup- manninn, Berthel Ölandt, sem fulltrúa sinn. Framhald í næsta biaði. BRIDGE Flestir spilarar þekkja svonefndar varnarsagnir, sem oft gera þeim spilurum, sem hafa sterkari spilin, lífið ákaflega erfitt. Eftirfarandi spil er frá keppni í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum og skýrir það betur en nokkur orð hve erfitt er að segja gegn þessum sögnum. NORÐUR: S: 10-9-8-4-2 H: 9-3 T: 8-6 L: 9-4-3-2 VESTUR: S: Á-6 H: K-8 T: Á-7-3-2 L: K-G-10-8-7 AUSTUR: S: — H: Á-D-10-7-6-4-2 T: 10-5 L: Á-D-6-5 SUÐUR: S: K-D-G-7-5-3 H: G-5 T: K-D-G-9-4 L: — Sagnirgengu þannig: NORÐUR: Pass 6 spaðar AUSTUR: 1 hjarta Dobl SUÐUR: 4 spaðar Allir pass VESTUR: 4 grönd Suður segir 4 spaða, sem er ágæt sögn, hvort sem um er að ræða varnarsögn eða úttektarsögn, þrátt fyrir að suður hafi i upphafi sagt pass. Vestur sýnir sterk spil með 4 gröndum og norður er vel á verði og gerir sér strax grein fyrir að andstæðingarnir eiga mikla möguleika á slemmu. Til þess að koma í veg fyrir að A.—V. geti gefið hvor öðrum upplýsingar segir norður 6 spaða, sem er mjög góð sögn og varð aðeins 3 niður. A.—V. geta unnið alslemmu í hjarta og einnig í laufi, en erfitt er fyrir þá að segja eftir þessar kröftugu varnarsagnir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.