Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1974, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1974, Blaðsíða 2
Sr. Emil Björnsson ELD- SKÍRNIN Útvarpsrœöa í bundnu möli, flutt í kirkju Öhööa safnaöarins sunnudaginn 24. marz 1974, í tilefni þjööhötlöarörs og tileinkað þeim, sem „komu úr þrengingunni miklu" í sögu þjöö- arinnar. Rœðutexti „Þetta eru þeir, sem komnir eru úr þrengingunni miklu". „Sá flokkur 5 neyS yfir firn- indin brauzt". (Opinberunarbókin og Þor- steinn Erlingsson) ÚTLEGGINGIN I. Hljómi heilagt or8. Horft er yfir veginn. Kveðja liðnar aldir, heilsa nýrri öld, byggSir lands vors, landsins þjóS og saga. GuS vors lands og ginnhelg máttarvöld gefi oss friS og verji öllu grandi, bægi vð og voSa frð oss öllum, verndi, styrki, huggi og glæði trúna ð íslands gæfu og allra heimsins þjóða: trú ð lands vors guð og Iff og f ramtfð. list og mennt og djörfung til að strlða, — trú ð verndun jarSar, hafs og hugar, — — helga rót aS llfi voru og starfi og barna vorra, — er beri um aldaraSir blóm og f ræ, sem mæður vorar sðSu forðum tfð meS blessun, bæn og tðrum svo björgin komust við og helgu fellin. — Og vættir landsins, verndarandar hollir, sem vaka yfir þvf f tfmans straumi, þyrmdu oss f hæstu helgamauðum að héSan barst I önnur Grænlandssaga um auða byggð og eyðing kynstofns vors. II. En oft og lengi sem ð veikum þræBi hékk allt Iff, er hér fékk þraukaS af. Heljarmyrkrin, kaldi dauðablærinn, grúfSu yfir, næddu nöprum gjósti, nlstu inn að dýpstu hartarótum, skðru f kviku, hertu heljartökin. — Haffsþökin lokuðu öllum sundum. En eldar spung út um jökulhvolfin, iður jarðar klakahöllum lyftu sem berserkir að barnaglingri lékju. BrðSin fjöll og jökulkorgur steyptust yfir byggðir efld af jörmunkynngi, öskubólstrar huldu tungl og stjörnur. Kramið land f krampaflogum engdist. kotin hrundu, foldarþrumur drundu. — Eldaloiftrin lýstu koldimmt hvelið — IjósaröS ð tröllakertastjökum. Ólyfjan og eiturgufumekki yfir laust, en þaut f holum sðrum jötunlfkams jarðar, djúpt og ótt. III. Sköpunarverkið skalf milli ógnarog tignar eftir skamma stund var landiS hvlta grafiS undir eldheitri, svartri llkblæju lifandi dauða er logsveið og kæfði veikburða jarðargróður, sem teygðist ð legg eftir langa frostavetur. Og þegar landið eyddist komu fellivorin, — f kjölfar þeirra kröm ð vergangsðrum, kroppuð og skinin bein ð öllum leiðum, hungur, drepsóttir, dauði og byggðaauðn, dðnarklukkur. — Hinir urSu ei taldir sem enginn hringdi til moldar móðurjarðar. IV. En minningin lifir um flokk, sem tókst aS brjótast I neyS yfir fsa, eldvötn og brunasanda gegn einokun, þjökun, hertur f dauðans greipum;— gleymdur, týndur, traðkaður, brennimerktur tók hann þann kost aS þreyja f remur og deyja en flýja það land, sem lék hans svo dauðans hart. Og þessi hópur, sem hjarði og barðist til þrautar, hreggbitinn, strengdur, krepptur við ðrina og Ijðinn. er uppruni vor, sem eigum landið (dag. Fyrir innri glóð, sem er heitari brðSnu grjóti, var lifað af gegn lögum og ytri rökum, sem llklegt mat stfkra ókjara mundi telja að nægt hefSu til aS nfsta hvert Iff f hel. Ekkert nema óbilandi kraftur innra llfs, sem bindur fólkið við landið, orkaði að skila íslandi til vor f dag. En eigum vér landið fyrr en vér höfum sannað að vér séum menn til að mæta þvf ægivaldi, sem mæður vorar og feður skulfu fyrir, en brutust gegn og upp sem upprisin frð dauðum? Ættfeður vorir I heiðni og kristni trúðu — og lögðu ótrauðir Iff og blóð að veði — ð landið og guð þess, fólu það niðjum sfnum að þeir mættu um aldur og ævi byggja eylandið hvfta, blða, græna og svarta. V. Nú er framtfðin vor og fagnað nýjum degi ffurðusögu heimsins smæstu þjóðar, sem ð sér land, er menn hafa meiru fórnað en minni rekur til um vfðar ðlfur, en aldrei fargað frumburðarrétti slnum þótt freistandi baunadisk væri hampað að launum og hungriS syrfi að holdi, blóSi og merg. En hvað er nú dýrkað, hverju kropið og lotið? Vex heiður vor aS sama skapi og auSur? Eða siðferðisþrek vort samfara ytra gengi? Er „blðfjötur ægis" eina bandiS um landið? Hafa allir goldið þvf fósturlaun sem skyldi? Er það vfst að vér ættum nú flokk sem gæti brotizt rakleitt f brððri noyS yfir fjöllin og borgið fjöregginu úr tröllahöndum, hrifið það úr herptum heljargreipum? HarSnaSur kjami I þrengingunni miklu fór fyrir björg en brotnaði ekki framar, ð bél én þess að verSa þar aS ösku, I sjóS ðn þess aS sökkva lengur til botns. Undir svfSandi ELOSKÍRN var þjóS vorri haldið um aldir. En erum VÉR menn til aB meStaka eldsklrn slfka? Hér er mðlmur f bræðslu, — herSist hann eSa dignar? Vér bfðum og sjðum og biðjum guS vors lands: A8 sú verSi raunin er sfSari aldir renna þótt syrta kunni aS nýju I dýpsta ðlinn aS ðvallt gangi eitt yfir land og þjóS. Guð sem öllum gefur sýn og anda greipi djúpt f eSli vort og hjarta sfna mynd,— fmynd vors eigin lands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.