Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1974, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1974, Blaðsíða 3
Þýzki blaðakóngurinn AXEL SPRINGER AXEL Cæsar Springer heitir hann fullu nafni. Og að sjálfsögðu hefur það gefið tilefni til margs konar fyndni og kerskni, eftir því sem hann varð frægari maður og raunverulegur Cæsar í blaða- heimi vorra tíma. En hann ber af sér slíkt skens með þeirri kfmni- gáfu, sem er snar,þáttur f skap- gerð hans. Enski blaðakóngurinn Ceeil H. King hélt honum einu sinni veizlu mikla f London og gat þá ekki staðizt mátið og sagði, svo allir mættu heyra: „Segið þér mér, herra Springer, hvernig gat foreldrum yðar dottið í hug að skfra yður Cæsar?“ Springer svaraði að bragði: „Hr. King, þetta er ekki nafn, heldur stöðuheiti...“ Axel Springer fæddist í Altona 1912. Hann var af prenturum kominn í marga ættliði, sem höfðu rekið útgáfufyrirtækið Hammerich & Lesser síðan 1786. Springer hefur gaman að minna á þá staðreynd, að fjölskylda hans hafi verið danskir þegnar fram til ársins 1864. Og hann segir það ekki aðeins f spaugi, heidur hefur afstaða hans til Danmerkur og gegnum Danmörk til hinna Norð- urlandanna ávallt verið mjög vin- samleg. Faðir Axels Springer var fram- takssamur maður, sem gaf út víð- lesið dagblað og rak stóra prent- smiðju. Fjölskyldan var vel efn- um búin án þess að vera rík. Son- urinn ólst upp í fjölskyldufyrir- tækinu og var því öllum helztu hnútum prentverks og ritstjórnar kunnugur, er hann hóf göngu sína í hinum stóra blaðaheimi að iokinni síðari heimsstyrjöldinni. Hvorugur þeirra feðga Iét á neinn hátt ánetjast af nazistum, enda bönnuðu þeir útgáfu blaðs föðurins. Axel Springer slapp einnig við herþjónustu, þannig að hann stóð bærilega vel að vfgi, þegar styrjöldinni var lokið. Haustið 1945 stóð hann svo eitt sinn f langri biðröð þýzkra borg- ara, sem sóttu um Ieyfi hjá Bret- um til að mega gera hitt og þetta. Allir kváðust þeir að sjálfsögðu hafa verið ofsóttir af nazistum á valdatímabili þeirra, og þegar kom að Axel Springer, spurði brezki liðsforinginn þreytulega: „Jæja, og hverjir hafa svo of- sótt yður?“ Ungi maðurinn svaraði: „Ef ég á að segja alveg eins og er, þá hef ég ekki verið ofsóttur af neinum nema kvenfólki." Þetta hefur þótt hreinskilnis- lega mælt, og útlit mannsins var slfkt, að þetta gat mjög vel hafa verið satt. Og út fór Axel Spring- er með umbeðið leyfi, en það var f sambandi við útvarp. Englending- ar voru þá önnum kafnir við það að kenna Þjóðverjum lýðræði á brezka hernámssvæðinu. Til þess notuðu þeir meðal annars útvarp- ið f Hamborg, og það sem Axel Springer hafði farið fram á, var að mega gefa út sérprentuð beztu erindin, sem flutt voru f lltvarp Hamborg. Fyrirtækið heppnaöist svo vel, að upplag heftanna komst brátt upp f 100.000. Næsta fyrirtæki var mun veiga- meira, því að þá var ekki aðeins um það að ræða að birta efni.sem hann fékk afhent frá Hamborgar- útvarpinu, heldur fékk hann tækifæri til að laga efnið í hendi sér og sýndi þá fyrst að marki hæfileika sfna sem stjórnandi. Hér var að vísu einnig um út- varpsblað á ræða, en I hinu nýja blaði átti að kynna dagskrá út- arpsins á viku hverri. Blaðið kall- aði hann „Hör zu“ (Hlustið), og hann lét sér alls ekki nægja að kynna helztu dagskráratriðin, heldur bætti það hvers konar skemmtiefni og öðru, sem al- menningur hafði áhuga á. Þannig sameinaði hann útvarpsblað og nýtízkulegt vikublað. „Hör zu“ hóf göngu sína í desember 1946 í 250.000 eintökum. Arið 1950 var upplagið orðið ein milljón, en 1970 3.850.000 og „Hör zu“ er nú stærsta vikublað Þýzkalands. 1962 hófst útgáfa þess f Vínar- borg, og það varð þegar stærsta vikublað Austurrfkis. 1966 keypti Springer útvarps- og sjónvarps- blaðið „Funk-Uhr“, sem hafði keppt við „Hör zu“, enda er jafn- an betra að keppa við sjálfan sig en aöra. 1 höndum Springers náði „Funk-Uhr“ sfvaxandi vinsældum og er nú prentað í sex mismun- andi útgáfum. Var eintakafjöld- inn 1.350.000 1970. 14. október 1948 kom fyrsta dagblað Axels Springers út, „Hamburger Abendblatt". Hann hafði sjálfur tekið virkan þátt í öllum undirbúningi að útgáfu blaðsins og rætt ítarlega hið sér- staka hlutverk blaðsins og gerð þess við þá, sem við það áttu að starfa. „Hamburger Abendblatt" varð nokkurs konar fyrirmynd annarra stórra landshlutablaða f Þýzkalandi. Efnisröðun blaðsins skyldi hagað þannig, að allt sem snerti Hamborg og umhverfi hennar, skyldi sett á oddinn, en það sem skeði annars staðar í heiminum, átti að sjálfsögðu einn- ig að fljóta með, en með hógvær- ari hætti. Bjartsýni áttti að vera aðall blaðsins. Efnt skyldi til hvers konar samkeppni, ríkuleg- um verðlaunum heitið og gjafir gefnar. Þessari stefnu hefur blaðið fylgt, og þegar það varð 20 ára, ítrekaði Springer meginboðorðið, sem blaðið skyldi fylgja. Það hafði þá f nokkur ár komið út I 250.000 eintökum, en Springer benti ritstjórninni á þá staðreynd, að þá væru 875.000 sjónvarpstæki í Hamborg og umhverfi hennar. Hann sagði þá meðal annars: „Skapið bezta staðbundna blaðið, sem til er f Þýzkalandi, eða ef það nægir ykkur ekki, þá bezta stað- bundna blað f heimi. Hið stað- bundna er enn að verulegu leyti utan við svið sjónvarpsins. Það er mikilvægt verkefni að fást við málefni borgarinnar og fbúa hennar. Að því skulum við beina öllum kröfum okkar...“ Ráðum Springers var fylgt á þann hátt, að blaðinu fylgja tfu aukablöð, sem tileinkuð eru hin- um ýmsu borgarhlutum og út- hverfum. Þar með var það orðiö enn staðbundnara en áður og hafði með þvf náð inn á aug- lýsingamarkað, þar sem sam- keppni við sjónvarp var útilokuð. 1950 lagði Axel Springer horn- stein að hinu stóra blaðahúsi sfnu í Hamborg. Hina risastóru blaða- höll kölluðu Hamborgarbúar „Das kleine HSuschen“. iitla hús- kofann. En þar var allt tilbúið fyrir næsta stóra stökk Springers: „Bild-Zeitung“, „Mynda-blaðið". Axel Spreinger skýrði fyrir samstarfsmönnum sínum, hvemig „Bild-Zeitung“ ætti að vera með tveimur setningum, sem oft hefur verið vitnað til. Hann sagði: „I Bild-Zeitung skulum við hafa það á forsíðunni, sem öll önnur þýzk blöð hafa á baksíð- unni. Blaðið á að vera barn sjón- aldarinnar, tfma sjónvarpsins." Bild-Zeitung átti að vera alþýð- legt blað, þar sem áherzla væri lögð á að seðja mannlega forvitni, á þjónustu við lesendur og hinn gamalkunna blaðamat: morð, ást og íþróttir. Vissulega átti að vera „blóð á forsíðunni“. Og síðan áttu myndirnar og fyrirsagnirnar að vera af þeirri stærð, sem ekkert þýzkt blað hafði áður vogað að hafa. Springer hafði að sjálfsögðu í huga Daily Mirror. Springer beitti einnig öðru gömlu bragði: Hann hafði verðið lægra en allra annarra blaða. Bild-Zeitung kom fyrst út 24. júní 1952 og kostaði þá 10 pfennig (kr. 3.25 samkvæmt núverandi gengi), en var siðar hækkað upp í 15 pf. og 20 pf. Árangurinn kom fljótt í ljós. 1 árslok 1953 var upplag blaðsins orðið ein milljón, og seinna komst það upp í 4.500.000. Árið 1970 var upplagið 3.600.000. I dag kemur Bild-Zeitung út í 10 útgáfum og er prentað samtímis f 8 borgum: Hamborg, Berlfn, Hannover, Essen, Köln, Frankfurt, Esseling- en og MUnchen. Það er að segja, blaðið flytur bæði staöbundið efni og þjóðlegt og alþjóðlegt. Bild-Zeitung er hliðstæða hins enska Daily Mirror, hins franska France-Soir og hins ameríska Daily News. Það er sú tegund blaða, sem hlýtur hylli fjöldans, en fyrirlitningu hins andlega aðals, en blaðið verður að meta frá þvf sjónarmiði, að til- gangurinn er fyrst og fremst sá, að það seljist sem mest og skili sem mestum hagnaði. Brezki blaðakóngurinn og brautryðjand- inn á þessu sviði, Cecil H. King, telur franska blaðið Le Monde vera bezta blað í heimi af hinni alvarlegu gerð, en að Axel Springer gefi út heimsins beztu alþýðlegu blöð. Hann telur mestu blaðaútgefendur þessarar aldar hafa verið Northcliffe, Hearst og Springer. Hinn aldni kóngur hneigði sig fyrir hinum unga Cæsar. Þegar Northcliffe var orðinn ríkur af hinum alþýðlegu viku- blöðum og dagblöðum slnuiri, keypti hann Times. Hið sama gerð Roy Thomson, Og þegar Axel Springer stóð með pálmann í höndunum eftir útgáfusigra sína, keypti hann Times Þýzkalands, þ.e. Die Welt, sem Englendingar höfðu stofnað. Þar með var hann orðinn stærsti blaðaútgefandi f Þýzkalandi og hafði gert Ham- borg að mestu blaðaborg Sam- bandslýðveldisins. Fyrir það sýndi borgin honum margan sóma og þakklætisvott. En honum nægði ekki að taka stökkið frá Altona til Hamborgar. Skömmu síðar tók hann enn stærra stökk, frá Hamborg til Berlínar. I Vestur-Berlín hafði það gerzt, að hinn gamla Ullstein-fjölskylda hafði snúið aftur og endurheimt réttindi sín, sem nazistar sviftu hana 1934. Utgáfufyrirtæki henn- ar komst fljótt á legg aftur, hin gamalkunnu Berliner Morgen- post og Berliner Illustierte Zeitung hófu göngu sfna á ný og fyrirtækið gekk ágætlega. 1958 var velta þess um 80 milljónir marka, en þá hrönnuðust óveðurs- ský á himni yfir Berlínarborg, þeirrar tegundar, sem Ullstein- fjölskyldan þekkti sérlega vel. Enn stóð ógn af einræðisstjórn, þar sem Rússar settu fram úrslita- kosti varðandi stöðu Berlfnar. Enginn vissi, hvað verða myndi, og margir óttuðust hið versta, — að Berlín væri glötuð. Ullstein- fjölskyldan hafði orðið að þola þungar raunir, og nú ákvað hún að selja, meðan tími væri. Sá sem keypti, var Axel Springer. Nú hafði hann f hendi sér stórt og frægt bókaforlag og hafði eignazt tvö stórblöð í viðbót. 1966 vígði Axel Springer 20 hæða blaðahús í Berlín. Það stendur rétt við hinn kommúnfska smánarmúr, sem Framhald á bls. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.