Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1974, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1974, Blaðsíða 14
Hugrún Ellefu hundruð ðra afmœli íslands byggðar Frá Norvegi barst hingaS bændaval meS bústofn og þjóna og öndvegisstoSir. Yfir Atlandshaf, þessa löngu leið þeir létu bruna svo fagrar gnoðir. Þeim bárust fráttir um eyland eitt, sem engin byggði. en rlkt af gæðum. Þangað heitið var för, og knúinn var knörr. Þeir kyntu sér elda og blésu að glæðum. Þeir stýrðu eftir mána, stjörnum, sól og stefnuna tóku að fslands grunni. Þeir sáu, að eyjan var gjöful, góð, svo glaðir þeir fögnuðu lendingunni. Þeir gátu með höndunum fangað fisk og fuglinn, sem varaðist engar hættur. Bæði höldar og hjú drógu björg í bú og búendur reistu sér húsatættur. Vér trúum að Ingólfur byggði sinn bæ, sem borgin nú stendur, þvi sagnfræðin lifir. Þótt aldirnar liði, eru tlmans tákn svo talandi skýr, þessum frásögum yfir. Vérfinnum i loftinu leika þann blæ er laðar til kynslóða horfinna tiða. Og hin sama er sól, er signir vor ból. Hinn sami var skarpari hverfandi lýða. Sem bræður og systur, vér byggjum það land er býður oss faðminn, þá heim til þess snúum eftir útlaga-tið eða álagablund. Það er öryggið besta, og heil á það trúum. Vor jörð ber i æðum eldheita glóð \ með öræfadýrð, þar sem jökullinn skartar. Hún er Fjalfkonan frjáls, með festi um háls, hún er fegurst á vorin — með næturnar bjartar. Vort land hefur risið úr söltum sæ og signingu hlotið frá Drottins höndum. Hans blessun er góð, hann blessar það enn, svo ber það að gæðum af öðrum löndum. Þótt skelli á því bylgjur og boðaföll, og brimsaltar tungur þess sleiki rætur. Þá storð vor er styrk, þótt stundum sé myrk, hún á stórhuga syni og hugprúðar dætur. TRLI Trú verður til fyrir efa Trúin lætur efann berjast fyrir sig Trúin vonar að efinn biði ósigur Hvert rúm sem skapast af ósigri efans fyllist trú FLÓTTI Óþreyjufullt umhverfið fyllir vitund mina angist þar sem ég geng eftir gólfinu i sporum liðinna daga Skugginn eltir þá sem flýja SPURNING Heldurðu að við gætum talast við ég og þú ? Heldurðu að okkur gæti þótt gaman — að hvort öðru? Jafnvel elskast? Jöhann G. Jöhannsson ÞRJÚ LJÖÐ Hrifning viö fyrstu sýn Framhald af bls. 11 skotgrafahernaðinum fóru að ber- ast. Einn bláu riddaranna, August Macke, féll þegar á fysta mánuði stríðsins. Og Franz Marc féll á Vesturvígstöðvunum nokkru síð- ar. Blái riddarinn var lamaður og náði sér aldrei eftir þessi áföli. August Macke hafði verið nátt- úrulegastur; henn hélt lengst þeirra félaga í húsa- og dýraform. Franz Marc stflfærði meira og var nær abstraktinu. En litirnir hjá þeim báðum, svo að Kandinsky, voru mjög líkir: Rautt og blátt saman, rautt og grænt, gult og blátt. Emil Nold var líkur þeim og að sumu leyti ennþá áhrifameiri expressjónisti. Sumar myndir hans f glóandi gulu og rauðu eins og „Dansinn kringum gullkálf- inn“ minna á ádeilumyndir Spán- verjans Goya. En hvers vegna þetta nafn, Blái Riddarinn? Sag- an segir, að Kandinsky hafi verið að mála mynd með þessu nafni. Hann hafi óviljandi stillt mynd- inni upp á hvolfi, en við það kviknaði á perunni; Hann sá myndefnið í nýju ljósi; Þar var hans örlagateningi kastað. En hversvegna yfirgaf Finnur þetta allt saman á árinu 1925 þeg- ar hann hafði verið meðtekinn í Storminn og gat haft andlegt sam- félag við frömuði framúrstefn- unnar? Ástæðan(segir Finnur, var peningaleysi. Svo gifurlega erfið- ir voru tímarnir orðnir um þær mundir í Þýzkalandi, að útlend- ingum var nálega ókleift að lifa þar. Kannski hefði verið freistandi að ílendast þar eftir að hafa náð slíkri fótfestu á vettvangi listar- innar, ef góðæri hefði verið í landinu. Ónei, Finnur telur, að góðæri og efnahagsleg velgengni hefðu varla haldið honum þar úti til langframa. Hitt er svo annað mál, að hann gat hugsað sér að vera þar eitthvað lengur. Heim kominn efndi Finnur til sýningar og kannsi hefur önnur eins framúrstefna aldrei verið hengd upp hér. Það kom lika í ljós, að málarinn var alltof langt á undan tímanum með abstrakt- verk sín og stílfærðar myndir í anda expressjónismans. Hann segir, að menn hafi reynt að líta á þetta með velvild, en margir gátu ekki leynt því áliti, sem þeir höfðu á myndum af þessu tagi og hristu bara höfuðið. Finnur hélt áfram að mála ab- straktmyndir fyrir sjálfan sig. Og hann máiaði jöfnum höndum myndir úr þjóðlífinu, sem við könnumst svo vel við: Karla á smábátum að draga þorsk, skip í nausti, en líka landslagsmyndir. Tuttugu árum síðar, þegar er- lendar litprentaðar bækur um ab- straktlist tóku að flæða yfir land- ið, varð abstraktið að rétttrúnað- arstefnu og yngri starfsbræður Finns reyndu að halda því fram, m.a. í útvarpinu, að þeir hefðu orðið fyrstir fram á sjónarsviðið hér á íslandi með þessa mynd- gerð. Nú hefði mátt halda, að rétt- trúnaðurinn kæmi Finni til góða; fylgismenn hans hæfu brautryðj- andann til skýjanna. En því var ekki að heilsa, sennilega vegna þess að Finnur hélt alltaf áfram aö mála jöfnum höndum „fantasíur" úr eigin hugarheimi, hreinar abstraktmyndir og hlut- lægar myndir af fólki og landslagi. Þann háttinn hefur Finnur enn á vinnu sinni. Hann sækir fyrir- myndir út í himingeiminn og það eru einhverjar sterkustu ab- straktmyndir, sem ég hef séð eftir hann, sem hann er nú að mála, rúmlega áttræður. En auk þess er hann að máia karlana sina sam- anrekna og sjóklædda og ugglaust ættaða austan af fjörðum. Saga fyrir börn ... Framhald af bls. 5 sem hét Jakobína, og litla stúlkan átti brúður, sem hétu Jakobfna, Jakobína og Jakobina. Litli drengurinn átti vin, sem hét Jakobína og tréhesta, sem hétu Jakobína og tindáta sem hétu Jakobfna. Dag nokkurn fór Jakobína litla f Boulogne-skóginn með pabba sínum, honum Jakobinu, og mömmu sinni, henni Jakobínu. Þar hittu þau vini sína, Jakobínu og Jakobínu með Jakobfnu litlu, dóttur þeirra, Jakobínu litla, syni þeirra, með tindátana Jakobínu og Jakobínu og með brúðurnar Jakobínu, Jakobínu og Jakobfnu. Meðan pabbi segir Jósefínu litlu sögurnar sínar kemur vinnukonan inn. Hún segir: — Þér gerið hana vitlausa, þá litlu. Jósefina segir við vinnu- konuna: — Jakobína, eigum við að fara á markaðinn? (af þvi að vinnukonan heitir líka Jakobfna, eins og ég hef sagt áður). Jósefína fer með vinnukon- unni að gera innkaup á markaðnum. Pabbi og mamma sofna aftur af þvi að þau eru mjög þreytt. Þau höfðu verið f veitingahúsinu kvöldið áður, síðan f leikhúsi og aftur á veitingahúsinu, síðan í brúðuleikhúsinu og loks aftur á veitingahúsinu. Jósefína fer inn í búð með vinnukonunni og þar hittir hún litla stúlku sem er með foreldrum sínum. Jósefína spyr litlu stúlkuna: — Viltu leika við mig: Hvað heitir þú? — Ég heiti Jakobína, svarar litla stúlkan. — Ég veit, segir Jósefína við litlu stúlkuna, pabbi þinn heitir Jakobína, litli bróðir þinn heitir Jakobina, brúðan þin heitir Jakobína, afi þinn heitir Jakobina, tréhesturinn þinn heitir Jakobína, húsið þitt heitir Jakobina. Krúsin þín heitir Jakobína. Þá snúa allir sér við og horfa stórum skelfdum aug- um á Jósefínu, kaup- maðurinn, kaupmannskonan, mamma hinnar telpunnar og allir viðskiptavinirnir. — Þetta er allt f lagi, segir vinnukonan rólega, verið þið róleg, þetta eru bara þessar geggjuðu sögur, sem pabbi hennar er að segja henni. Axel Springer Framhald af bls. 3 skiptir Berlín, í hinu gamla blaða- hverfi borgarinnar. Þetta er stærsta og fullkomnasta blaðahús í Evrópu, og þar eru 4 stórblöð til húsa. Meira en 80% af þeim blöðum, sem seld eru f Berlín, koma úr þessu húsi. Jafnhliða þessari miklu sókn á sviði dagblaðanna byggði Axel Springer upp vikublaðahring, sem ekki var nein smásmfði. En 1968 seldi hann nær öll viku- blöðin fyrir 100 milljónir marka og hélt aðeins eftir tveimur helztu útvarps- og sjónvarpsblöðunum. Eftir sem áður var þó rfki Springers voldugt og víðlent, og þar eru margs konar fyrirtæki önnur en þau, er blaðaútgáfu varða, til dæmis ferðaskrifstofur. 1970 safnaði Springer öllum fyrir- tækjum sfnum saman í eitt hluta- félag, og árið eftir voru reikningar þessa hlutafélags birtir opinberlega. Samkvæmt þeim nam heildarvelta Springer- hringsins á árinu 1970 970.5 milljónum marka eða um 31.5 milljörðum ísl. kr. 52% af öllum blaðaauglýsingum í Þýzkalandi birtust í blöðum Springers. Eins og að líkum lætur, hlaut slíkt risafyrirtæki að vekja bæði öfund og aðdáun og verða fyrir árásum og gagnrýni. En Axel Springer er ekki einn þeirra blaðakónga, sem fela sig að tjalda- baki, en ota ritstjórunum fram í sinn stað. Hann skrifar gjarnan greinar í blöð sín, kemur fram á sjónvarpsskerminum og heldur ræður á fundum. Hann er heims- maður, sem veit af persónutöfr- um sínum og glæsimennsku og gerir sér ljóst, hvílfkt áhrifavald er fólgið í þeim hæfileikum, sé þeim réttilega beitt. Enþóttaðeins sé hlustað á röksemdir hans, er hann mjög athyglisverður, því að hann heldur sig við kjarna mikilvægra mála. I desember 1966 hélt hann fyrirlestur um samruna blaða. Nefndi hann fyrirlestur sinn: „Þýzk blaðaútgáfa, samruni eða opinber stuðningur.“ Efnið var mjög tfmabært. í Bandaríkjunum hafði útgáfu eins helzta dagblaðs heimsins, New York Herald Tribune, verið hætt, og í London hafði Lord Astor orðið að selja Times vegna milijóna punda halla á rekstri þess. Mörg þýzk blöð höfðu horfið af sjónarsviðinu sama ár. Framhald á bls. 16 Axel Springer ásamt Willy Brandt, þegar Brandt var nýtekinn við embætti borgarstjóra í Berlín. Þð voru þeir enn góðir vinir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.