Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1974, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1974, Blaðsíða 4
Jóhannes Árnason með sonum sínum tveimur, Sveinjóni, til vinstri á myndinni, og Árna. Þeir eru báSir húsasmíðameistarar, en Jóhannes er a8 lœra hjá Sveinjóni. SVO LENGI LÆRIR LIFIR Frá alda öðli hefur það þótt góður og gegn siður, aó börn taki við merki foreldra sinna, og enn i dag er það til marks um festu og stöðuglyndi, ef afkomendurnir halda áfram á þeirri braut, sem fyrri kynslóð hefur markað, En hvað táknar það, ef dæminu er snúið við og foreldrar feta í fót- spor barna sinna? Slikt er senni- lega svo fátítt, að það hefur aldrei verið útskýrt af gömlum fræða- þulum eða vísindamönnum nútímans. Samt er það til. Árið 1972, þegar Jóhannes Árnason var kominn hátt á fimmtugsaldur, innritaðist hann i Iðnskólann og fékk námssamning í húsasmíðum hjá eldri syni sínum. Yngri son- urinn hafði þá einnig gert húsasmíðar að atvinnu sinni. Þó vill Jóhannes ekki telja, aó það hafi verið starfsval son- anna, sem úrslitum réð. — Nei, ég var búinn að velta þessu fyrir mér lengi, — segir hann, — og eitt sinn hafði ég næstum látið verða af því, en hætti við af fjárhagsástæðum. Þegar börnin þrjú voru uppkomin sá ég mér leik á borði. Ég hafði gert ráðstafanir fram i tímann, svo að við þyrftum ekki að svelta, og svo starfar konan úti og dregur i búió. — En eru ekki iðnneinalaunin heldur rýr? Jóhannes brosir og gefur i skyn, að hann sæti ekki illri meðferð hjá syninum. Hins vegar veit ég, að einhver brögð eru að þvi, að iðnnemar séu misnotaðir og þurfi að sætta sig við slæm kjör. Þetta fer alveg eftir þvi hjá hvaða meistara maður lendir. Heimili Jóhannesar og konu hans, Guðrúnar Sveinjónsdótlur, ber þess heldur ekki merki, að þar ráði húsum fátækur iðnnemi, og allt ber þar vott um einstaka smekkvisi. Blaðamaður hefur orð á því, að húsbóndinn hafi greini- © s j Wm í : « ' I rnkmm. ám "N «J|i LÆRIR HUSA- SMÍÐAR HJÁ SYNI SÍNUM Guðrún Egilson ræðir við JÓHANNES ÁRNASON sem innritaðist í Iðnskólann á fimmtugsaldri. lega ekki setið auðum höndum áður en námið höfst. — Nei, ég hef fengizt við ýmis- legt um dagana, — segir hann. Ég er loftskeytamaður að mennt og starfaði sem slíkur í 14 ár, bæði til sjós og lands. En ég er lítið gefinn fyrir að vera alltaf á sama stóln- um, og vil hafa tilbréytingu í lífinu. Þess vegna hef ég fengizt við ýmislegt m.a. rekið bílaleigu, og þegar ég hætti því, fluttumst við til Danmerkur og bjuggum þar í eitt ár. Eg hef alltaf verið gefinn fyrir líkamlega vinnu og lítinn áhuga haft á því að ná mér í stól til að hafa það þægilegt, — kann alltaf bezt við mig í vinnu- gallanum. — Þú hefur þá kannski fengizt eitthvað við smíðar? — Nei, ekkert sem heitið getur, maður hefur að vísu dyttað að ýmsu fyrir sjálfan sig, það er allt og sumt. Frúnni finnst þetta óþörf hæverska og sýnir mér mynd af Ijómandi fallegum sumarbústað, sem Jóhannes smíðaði fyrir tveimur árum skömmu áður en hann hóf námið. En hvernig á bóklega námið i skólanum við þig? — Alveg prýðilega. Ég er alveg eins og skólastrákur, þegar ég fer á milli með stóra skólatösku fulla af bókum. Á undanförnum árum hefur aukin áherzla verið lögð á bóklega námið i Iðnskölanum, þetta er að verða alvöruskóli og við fáum ágæta kennslu. Bekkirn- ir eru fjórir og miðað við þriggja mánaða nám fyrir hvern bekk. í vetur tók ég þrjá bekki, því að það er um að gera að hafa þetta af, áður en maður geispar golunni. Ég er nú orðinn fimm barna afi. Hverjar eru helztu kennslu- greinarnar? Fyrst og fremst teikningar og stærðfræði. Svo er lögð talsverð áherzla á tungumál, ensku og dönsku. Ég tel algera nauðsyn að hafa þó nokkra tungumála- kennsiu I skólanum, þannig að við getum tileinkað okkur hugmyndir úr erlendum blöðum og bókum síðar meir. Sumum ungu strákun- um finnst bóklega námið hins vegar óþarfi og leggja sig ekki nægilega fram við það, en átta sig ekki á því, að t.d. teikningarnar geta verið íorsenda fyrir því, að maður geti orðið almennilegur smiður. — Ertu nokkuð litinn hornauga þarna í skólanum? — Nei, nei. Það er að vísu ekki algengt, að karlar eins og ég komi I skólann. Við erum harna tveir á svipuðum aldri og ég held, að strákarnir hafi bara gaman af því að hafa okkur með. Við fáum enga sérstaka meðhöndlun. — Er minnið ekkert farið að gefa sig? — Ekki verð ég var við það, og svo kemur það manni til góða í náminu að hafa fengið allmikla lífsreynslu. Það er eðlilegt, að fullorðnir menn taki svona nám fastari tökum en ungir strákar og gangi að því af meiri alvöru, þvi að maður fer ekki út í nám á þessum aldri nema að yfirveguðu ráði. — En finnst þér þú hafa líkamsþrek á við yngri menn? — Ekki segi ég það nú, maður er dálitið farinn að slappast, og það er mikið líkamlegt álag við útismíðarnar. Flestir menn á mín- um aldri eru hættir í upp- mælingavinnu, hún borgar sig ekki, þegar þrekið er farið að bila. En maður getur enzt töluvert í þessu fagi. Ég get búizt við rúmum 20 árum, ef heilsan verð- ur góð. — Nú eru margir, sem halda því fram, að það sé vitlaus byggingapólitík, sem fyrst og fremst sé undirrót verðbólg- unnar. Ert þú sammála þvi? — Ég veit nú ekki, hvort þetta er alveg rétt, en við gætum áreið- anlega byggt miklu ódýrara en við gerum, ef við gerðum meira af því að staðla hús og innréttingar. Ef hver einasti skápur er sér- smiðaður en engin furða, þótt verðið rjúki upp. Svo eru Islendingar of hégómagjarnir oft og tíðum. Það er hægt að láta sér líða vel í húsi, þó að íburðinum sé i hóf stiilt. Hins vegar verðum við sjálfsagt alltaf að byggja vel og vanda til húsnæðis, þvi að veð- ráttan gerir það að verkum, að við erum og verðum innandyrafólk. — Þú ert kannski með ein- hverjar byltingarhugmyndir í húsasmíðum? — Ég hef auðvitað ekkert að segja sem lærlingur, — segir Jóhannes hlæjandi, — það tekur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.