Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1974, Blaðsíða 10
Hrifning
viö
fyrstu
sýn
undirbúningsskóli fyrir málara
og myndhöggvara. En á daginn
teiknaði hann í einkaskóla hjá
Viggó Brandt, sem var dósent vió
akademíið. En hver voru mótun-
aráhrifin; hvernig kom dönsk
myndlist Finni fyrir sjónir á þess-
um tíma?
Finnur: ,,Ég var ekki hrifinn af
danskri myndlist, að minnsta
kosti ekki í heild. Að vísu voru
góðir menn saman við. Abstrakt-
list þekktist þá ekki; öll myndlist
var hlutlæg: Uppstillingar, lands-
lag og fólk, einkum nakin módel.
Uppstillingar voru geysimikið í
tízku. í skólanum var fengizt við
uppstillingar og teiknað eða mál-
að eftir nöktum módelum. Frjáls
verkefni voru hreinlega ekki til.
Og þarna var ég sem sagt vetur-
inn 1919."
Eitthvað hefur unga fólkið á
akademíinu haft grun um, að
stofnunin væri steinrunnin orðin,
því að haustið eftir „strækuðu"
nemendur og kennsla lá alveg
niðri um tíma af þeim sökum.
Finnur hafði verið að hugleiða
nám víð akademiið, en þetta með-
al annars varð til þess, að hann
breytti um stefnu og innritaðist í
einkaskóla hjá Olaf Kude, sem
talinn var boðberi nýrra viðhorfa.
Þetta var árið 1920. Þá voru
nærri tveir áratugir liðnir síðan
kúbisminn hófst úti í Frakklandi
og liðið á annan tug ára frá því
listbylting expressjónismans
hófst suður í Þýzkalandi. Samt
höfðu hinir áhugasömu listnemar
í Kaupmannahöfn ekki minnstu
hugmvnd um Bláa riddarann,
stórmerkan félagsskap, sem nú er
frægur orðinn og nánar verður
minnzt á hér.
vSaga Bláa riddarans var þó öll,
þegar hér var komið sögu, en á-
hrifin ekki. Finnur og félagar
hans höfðu heldur ekki hugmynd
um listsamtökin „Die BrUcke'*,
sem stofnuð höfðu verið í Dres-
den 1904. Svo að segja i næsta
nágrenni við Kóngsins Kaup-
mannahöfn stóð vfir stórkostleg
endurfæðing í myndlist. En þar f
borg einblíndu menn á París; það-
an bárust goðsvörin, héldu menn.
Það var litið upp til Parisar og
alls fransks og frá Kaupmanna-
höfn barst það viðhorf til íslands.
Hér heima var aldrei minnzt á
Þýzkaland í sambandi við listir,
segir Finnur. Aftur á móti þekkti
hann vel til kúbismans, futurism-
ans,fauvimans og annarra hrær-
inga frá París. „Samt held ég,“
segir Finnur, ,,aó hér heima hafi
menn talið, að Kaupmannahöfn
stæði Paris enn framar."
„En hversvegna fórstu þá ekki
til Parísar fremur en Þýzka-
lands?"
Finnur: „Ég hafði alltaf haft
augastað á Dresden og það var
'fyrir áhrif frá ferðasögu eftir Jón
Trausta, sem ég las meðan ég átti
heima austur á Strýtu í Hamars-
firði. En svo var annað: Úti í
Þýzkaiandi var verðhrunið mikla
þá í algleymingi. Með útlendan
gjaldeyri gátu menn lifað þar eins
og greifar. Að vísu hafði ég ekki
úr mikluaðspila. Gullsmíðakunn-
áttan hafði komið sér vel í Höfn;
þar vann ég um tíma hjá þekktum
gullsmiði, auk þess hélt ég sýn-
ingu hér heima haustið 1920 og
seldi svolítið. Síðar meir átli mað-
DER STURM
DlREKTiON: HERWARTH WALDEN
i
HUNDERTKINUNDVIERÚGSTE AUSSTELLUNG
WEBEREIEN
DER WERKSTATT
HABLiK - L.NDEMÁNN
GESAMTSCHAU
MAI 1925
STÁ N D i G E K U N STA USSTEI-LUNG
BERUN W 9 . POTSCAMER STRASSE lJ4a
GeSjiett v<m 10 bis 6 Úht i Sonnlag» vba tt bia 2.Uhr
FERNRUF: t.tTZOW 4443
Finnur Jónsson með portret af gömlum
manni. Myndin er máluð I Dresden 1923.
Til vinstri; Forsíða sýningarskrár fyrir
samsýningu Der Sturm f maf 1925, þar
sem ðtta myndir voru teknar eftir Finn,
ásamt með myndum eftir Kandinsky,
Schwitters,
marga fleiri.
ur von í styrk frá Dansk-íslenzka
sáttmála sjóðnum. Það voru 1200
krónur danskar, heilmiklir pen-
ingar, þegar þess er gætt, að miðl-
ungs mánaðarkaup á þessum tíma
var eitthvað um 200—300 krón-
ur.“
Finnur hélt utan til Þýzkalands
um haustið, fyrst til Berlínar. Þá
voru tvö ár liðin frá lokum fyrri
heimstyrjaldar, en í Berlín var
ekki nein merki að sjá um hernað-
arátök. Aftur á móti þótti F'inni
augljóst, að miðað við Berlín var
Kaupmannahöfn eins og smá-
þorp. Berlin var þá alhliða lista-
borg; þar úði og grúði af sýning-
um og auk þess voru þar margir
myndlistaskólar.
Og þarna urðu vissulega tima-
mót í lífi Finns Jónssonar. í raun-|
inni finnst honum, að við komuna
til Berlínar hafi hann fyrst aö
einhverju marki komizt í snert-
ingu við umheiminn. Hér var ör-
lagateningnum kastað.
Bauer, Duchamps-Villon og
Brautryðjendur expressjónism-
ans, sem nefndir hafa veriö
klassíkerar 20. aldarinnar, voru
þó hvorki almennt virtir né vin-
sælir á þessum tíma. Frægð
þeirra hefur magnazt síðar og
uppá síðkastið hafa menn skrifað
bækur og blaðagreinar um það,
hvernig þetta fyrirbæri varð til og
þróaðist. Ekkert sprettur alveg af
sjálfu sér í listum; einnig hér
komu áhrifin að utan. Ég hirði
ekki að greina frá þeirri sögu í
smáatriðum og læt nægja að
benda á skilmerkilega grein eftir
Braga Ásgeirsson um expressjón-
ista í Lesbókinni 3. febrúar sl.
Um aldamótin var jungendstíll-
inn eitt af boðoróum dagsins í
Þýzkalandi. Hann var einkenni-
legt sambland af mörgu og ein-
kenndist af sveigðum línum og
einnig táknrænum formum. Ekki
átti hann langa framtíð fyrir
höndum. Jafnframt tilraunum ex-
pressjónistanna í myndlist mótaði
arkitektinn Grophius og fleiri
hinn svonefnda Bauhausskóla,
þar sem hverskonar form i um-
hverfi mannsins voru tekin til
endurmats og þaö svo rækilega,
að við búum að verulegu leyti að
hugmyndum þeirra enn í dag.
Þetta var vorið mikla í myndlist
og sjónmenntum í Evrópu.
Wassily Kandinsky virðist hafa
verið megin driffjöður i ný-
breytni expressjónistanna og
einnig í samtökum þeirra. Hann
var Rússi, bráðgáfaður maður og
hafði komið lil Múnehen fjórum
árum fyrir aldamótin til að læra
stjórnmálahagfræði og eitthvað i
sambandi við réttarfar, ef ég man
rétt. En i þessari miklu áhrifamið-
stöð Mið-Evrópu tók líf hans held-
ur betur nýja stefnu: hann lét
hagfræði og réttarrannsóknir
lönd og leið og gaf sig að myndlist
úr því.
Suður i Bæjaralandi blómstraði
þessi hreyfing einnig til að byrja
með og mörgum hefur orðið að
undrunarefni hlutverk smábæjar-
ins Murnau, þar sem þeir hjuggu
og störfuðu í kyrrþey þessir stór-
meistarar og gerðu húsin þar,
Alpatindana og kirkjuturninn að
alþekktu myndefni. En þaó var þó
ekki fyrst og fremst myndefnið,
sem bar með sér byltingu, heldur
meðferð þess, eða öllu heldur
notkun •itarins. Sumir, eins og
Kandinsky, höfðu orðið fyrir
áhrifum af skærri litarnotkun
fauvistanna (villidýranna) frá
París, með Matisse í broddi fylk-
ingar. Hluti áhrifanna var frá van
Gogh og ekki má gleyma því fram-
lagi Norðurlanda til heimslistar-
innar, sem kannski er merkast:
Norðmanninum Edward Munch.
Kandinsky og félagar hans svo
sem August Macke, Franz Marc,
Rússinn Jawlensky að ógleymd-
um Emil Nolde hrifust af hinni
hreinu litameðferð, en auk þess
urðu kröftugar iinur og umbúða-
laus, sterk túlkun á manneskj-
unni helzta kennimark þeirra.
Það var þarna, sem Finnur Jóns-
son fann eitthvað við sill hæfi;
eitthvað, sem snart hann mun
dýpra en grískar styttur og epli í
skálum.
En hvernig gerðist það; var það
hægfara þróun eða hrifning við
fyrstu sýn? Já, reyndar, það var
mikil hrifning og opinberun.
Finnur man vel, hvernig þau
kynni bar að höndum:
„Ég fór á stóra sýningu í Pods-
damer Strasse 134A og sá þar i
fyrsta sinn myndir eftir Kan-
dinsky, Chagall, Franz Marc, Paul
Klee, Kokoschka, August Macke
og fleiri. Þá haföi ég aldrei heyrt
á þessa menn minnzt, hvorki til
góðs né ills. En ég hreifst alveg á
augnablikinu og sá, aö hér var á
ferðinni geysileg bylting. Þó að ég
þekkti nútimalist frá París, þá
snertu verk expressjómstanna
mig miklu dýpra. A þessari
sýningu gerðist það auk þess, að
ég hitti að máli listamann, sem
benti mér á að komast i skóla hjá
Karli Hofer, sem var kunnur
expressjónisti og í mjög miklu
áliti i Berlín."
En voru þessir postular hreins
litar og umbúðalausrar tjáningar
orðnir frægir menn, þegar hér
var komið sögu? Finnur segir, að
svo hafi ekki verið. Á þessum
árum voru aðeins smáhópar — og
tiltölulega sárafáir menn — sem
voru með á nótunum. Langur veg-
ur var frá þvi, að almenningur
sæi nokkuð jákvætt við þetta
nýjabrum. Allskonar skritlur
gengu um nýsköpun expressjón-
istanna; flestir hristu höfuðið og
fannst þetta bara eins og hver
önnur endaleysa.
Eftir stuttan tíma í kvöldskóla
hjá Karli Hofer hélt Finnur á-
fram til hinnar fyrirheitnu borg-
ar: Dresden. Þar var starfandi
gömul og mjög fræg akademía i
myndlist og Finnur komst inn í
útlendingadeild hennar. Vmsir
menn, sem síðar urðu vel þekktir
í listinni, voru þar þá við nám og
meðai kennaranna var sjálfur
Oscar Kokoschka, einn hinna
kunnustu úr hópi expressjónista.
Siðar var Finnur í einkaskóla í
Dresden, sem hét Der Weg, eóa
Vegurinn. Sá skóli var i beinni
snertingu við Bauhaushreyfing-
una, sem Grophius og fleiri form-
byltingarmenn voru að mynda á
þessum tfma.