Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1974, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1974, Blaðsíða 3
Rétt er það, að vér skiljum ekki séra Hallgrím með skilningi seytjándu aldarinnar. Engin öld skil- ur snillingana nákvæmlega eins. Skilningurinn á sjálfum hinum hæsta höfuðsmið himins og jarðar hefir altaf tekið breytingum. Smiðurinn frá Nazaret hefir ekki farið erindis- leysu, þó að verkamenn hans hafi ekki ávallt haft sama skilning á þvl, hvernig hann ætlaði þeim að beita hamrinum, berja i bresti, slétta hrjúf- an stein. Og hver er kominn til að segja, að Hallgrimur Pétursson eigi að vera undanskilinn þeim örlögum snillinganna, að ein öldin skynji það í verkum hans, sem önnur skilur ekki. Vera má, að tuttugasta öldin hafi skilyrði til að skilja sitthvað i hugsun Passíusálmanna betur en hin seytjánda. Aldrei hefir mannkynið haft meiri yfirsýn yfir það, hve þján- ingin er viðtæk á jörðinni. Engin öld hefir haft önnur eins skilyrði til að finna samábyrgð alls mannkynsins eða hvernig einn liður og pinist fyrir annan. Sé samtið vor ekki vita- heyrnarlaus, ætti hun að geta heyrt úr öllum áttum höggin, sem nista lifandi hold. Hvi skyldi þá ekki hin íslenzka þjóð nú geta skilið séra Hallgrim, þegar hann flytur þann boðskap, að gegnumstungnar hend- ur hins fórnandi kærleika séu þær einu smiðshendur, sem byggt geta musteri á jörðu. Og littu á þtna eigin hönd. Einnig hún er smiðshönd, og þú átt um tvennt að velja, að gerast böðull á Golgata og reka nagla i lifandi hold meðbræðra þinna — eða Ijá hönd þina hinum hæsta höfuðsmið til að meitla hinn hrjúfa stein. Sérhver fórnarhönd er hönd hins hæsta höfuðsmiðs, hversu veik sem hún virðist vera, — einnig þín eigin hönd. Amen. Hamarshögg á helslóðum lífsfórn boða hins lífgandi anda. Hvílir Kristur á krossi hörðum, kærleikur Guðs er f kvalastunum. Heyrast hróp hans um heima alla, friðarboð Guðs og fyrirgefning. Hljómur sá snerti hjarta skálds. er sjálfur þjáðist af sárum beiskum. Svíðandi hönd sálma ritaði. Myndir hann dró af mildi föður,— bróður, er færði fórn í dauða, fyri rgefning og friðar sátt. Æviraun skálds varð ímynd krossins, tákn þeirrar trúar er treystir sigri syndlausrar elsku f sekum heimi. Enn munu hendur hömrum lyfta, benjum djúpum bróðurhold særa, hvar sem heyrast hungur-stunur, blóðugra víga byssuhvellir, kúgaðra þjóða kvalavein, grátur angistar inni dulinn f þöglu hjarta, er hvergi finnur lifs-bjargar von af líknarhendi. í Hallgrimssálmum, í Hallgrímskirkju heyra megum hamars högg af hendi Guðs, hæsta höfuðsmiðs himins og jarðar. Þau eru andsvör alföður við því atferli illra handa, broddum að særa bróðuhold. Því er Kristur af krossi risinn að grói sár á sjúkum líkama, sigur vinnist á synd og dauða. En hamars högg helgrar kirkju hefja lofsöng hæstum höfuðsmið himins og jarðar. Gröf á Höfðaströnd, fæðingarstaður Hallgrims. Titilblað af fyrstu útgáfu Passiu- sálmanna. Séra Sigurjón Guðjónsson fyrrum prófastur í Saurbæ svarar spurningu: Varð Hallgrímur Pétursson fyrir áhrifum af er- lendum samtíma sálmaskáldum? Þó að sagt sé að Aþena hafi stokkið alvopnuð úr höfði Seifs, á ekki hið sama við um afreksmenn á sviði skáldskapar og lista. Þeir eru lengi að tygjast, og Hallgrím- ur Pétursson er þar engin undan- tekning. Ekki verður um það efast, að sr. Hallgrímur hefur haft mesta yfir- sýn Islendinga um sina daga á erlendum sálmakveðskap. Koma varla aðrir til samanburðar en þeir feðgar sr. Ölafur í Kirkjubæ og sr. Stefán í Vallanesi. Sr. Hallgrímur er alinn upp á biskupssetrinu á Hólum, við sálmasöng og sálmagerð. Á þeim stað var miðstöð þessarar skáld- skapargreinar. Þegar hann er smádrengur, er sálmabók Guð- brands endurskoðuð af sr. Arn- grími lærða o.fl. og prentuð þar. Sálmarnir er koma fram í þessum bókum eru langflestir þýzkir að frumgerð, auk nokkurra latneskra ogdanskra.í misjöfnum þýðingum, sem sízt var að furða, þar sem hér var um frumraun að ræða við nýja bragarháttu, sem voru ólíkir þeim, er íslendingar höfðu átt að venjast, og ávallt varð að hafa hliðsjón af nýjum lögum. t bókunum eru hverfandi f áir frumsamdir íslenzkir sálmar. Hinn gáfaði drengur hefur án efa drukkið í sig sálmana og hlustað á góðan söng, miðað við þá tíma, og vart hefur heyrzt nema á biskupssetrunum. Þó svo að Hallgrímur hafi verið „stirðraddaður í söng“, eins og sr. Jón í Hftardal telur, gat hann engu að síður haft gott söngeyra. Enginn efast um gott brageyra hans, en oft fer þetta tvennt saman. — Ekki er ólíklegt, að drengurinn, þegar hann stækkaði og fór að varpa fram kviðlingum, hafi fundið ýmsa hnökra í sálmunum og talið sig jafnvel geta gert betur. Og að því kom, þó seinna yrði. — Um þýðingar sálmabókanna á Hólum hefur Hallgrímur ekki fengið svo litla innsýn f erlenda sálma. Með sálmaarfinn, sem hann að líkum hefur geymt sem hinn dýrasta hlut, hverfur hann að heiman til framandi landa. Hallgrimur týnist um skeið, en skýtur aftur upp í Frúarskóla við hjálp mag. Brynjólfs Sveinssonar, síðar biskups. Á skólapiltum þar sem víðar hvíldi sú kvöð að syngja við guðs- þjónustur, morgun- og kvöldbæn- ir og útfarir, sem þeir þágu stund- um nokkra þóknun fyrir, er kom bláfátækum piltum að góðu haldi. Við skólann gafst Hallgrfmi þvi gott tækifæri til að kynna sér sálma, sem að sjálfsögðu voru sungnir á dönsku, en raunar þýzk- ir að uppruna, eins og flestir þeir sálmar, er Norðurlandaþjóðir sungu öld af öld, Islendingar sem aðrir, unz Magnús Stephensen leysti þá af hólmi með nýrri sálmabók 1801. En upplýsinga- sálmar hans stóðu þó hinum eldri að baki að flestu leyti. Þýzkaland var móðurland lúthersks sálmakveðskapar, er hófst með Marteini Lúther og félögum hans. Vt:r blómaskeið þess skáldskapar langt þar f landi eða hátt á aðra öld. Þó að Danir syngju mest sálma af þýzkum uppruna á þeim árum, sem Hallgrfmur var í Danmörku, hafði ekki svo lítið verið ort af sálmum á danska tungu. Má sjá það af sálmabók Hans Thomisöns frá 1569, sem Guðbrandur biskup var gagnkunnugur og hafði að töluverðu leyti til fyrirmyndar sálmabók sinni, er út kom tuttugu árum síðar. Ör henni velur biskup nokkra sálma til þýðingar. I bók Thomisöns koma fram fyrstu dönsku sálmarnir, sem halda velli enn f dag, að vísu breyttir. Hans Thomisön yrkir mun betur en aðrir, sem fengizt höfðu við þessa skáldskapargrein í Danmörku og Hans Chr. Sthen miklum mun betur, mesta sálma- skáld Dana allt til daga Thomasar Kingós. Þessari bók, sem var í gildi dálitið á aðra öld, að vfsu aukin, hefur Hallgrfmur verið mjög handgenginn á skólaárum sínum í Höfn. Og má mikið vera, ef hann hefur ekki kunnað að meta Sthen og nýja bragarhætti hans og dreg- ið af nokkurn lærdóm. Þýzk tunga var í miklum met- um í Danmörku um þessar mundir og lengi siðan, svo að „heldra fólk“ söng mest þýzka sálma. Hallgrímur hefur verið vel að sér í þýzku og fengið góða undirstöðu í henni við dvölina í Gliickstadt, sem var hálfþýzkur bær. Hann hefur því kynnzt ræki- Iega þýzkum sálmum og þar var sannarlega um auðugan garð að gresja fyrir verðandi skáld, sem byggði á traustri, trúarlegri undirstöðu frænda síns á Hólum. Dvölin erlendis hefur komið Hallgrfmi að góðu gagni, þegar hann snýr sér síðar að sálmageró- inni. Hafi áhrif þessara kynna ekki verið bein með því að taka þá til fyrirmyndar eða lfkja nokkuð eftir þeim, eru þau óbein. Hann drakk i sig anda þess sálmakveð- skapar, er beztur var í lúthersk- um sið allt fram á daga hans. Við þau áhrif hefur andi skáldsins hafið sig til flugs, við meðbyr beztu sálmaskáida Islendinga, eins og feðganna sr. Einars í Ey- dölum og sr. Ólafs í Kirkjubæ séra Sigurðar á Presthólum og séra Jóns í Laufási, svo að ein- hverjir séu nefndir. Lestur fornra, íslenzkra bók mennta og svipmikið alþýðumál lagði honum kjarnyrði á tungu, mikil lifsreynsla dýpkaði skap- gerðina, sorg þrýsti honum i faðm frelsara síns, knúði skáldið til lof- gjörðarogþakkarviðhann. Hann var tygjaður, búinn til þeirrar ferðar, sem honum var fyrirbúin, að leiða þjóð úr vanda, fræða ungan um veg hamingjunnar, hugga hrelldan, er allra mest reið á, og vara þann við, er þykist standa, að hann falli ekki. Dr. Arne Möller hefur bent á og fært rök fyrir þvf, að Hallgrímur hafi sótt fyrirmyndir og líkingar í þýzk guðfræðirit f lausu máli, er hann orti Passíusálmana. Erfitt mun að finna beinar fyrirmyndir frá þýzkum eða öðrum erlendum salmum í kveðskap Hallgrims og ekki virðist hann hafa þýtt neina. Komið hefur fram, að Hallgrímur hafi þekkt sálma- kveðskap samtímamanns síns Páls Gerhardt, sem talinn er eitt mesta sálmaskáld lúthersks siðar að fornu og nýju. Það er næsta ólíklegt. Gerhardt var seinþroska skáld. Fyrstu sálmar hans birtast á prenti 1646 og 1647. Og sam- göngurnar voru nú harla tregar á þessum timum og seint um kynni. Ekki verður Hallgrímur minni fyrir það, heldur stækkar hann við að fylgjast með þvi sem bezt hefur verið gert með öðrum þjóð- um. Það sýnir góð vinnubrögð hans, þekkingarþorsta og lær dómsáhuga, sem var undanfari þeirra afreka, er ekki verða þökk- uð til fulls svo lengi þetta láð heldur lýði og byggðum. Óslétta steina heggur hann til, fágar og slípar, i hleðslu þess andlega musteris, er hæst hefur risið á Fróni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.