Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1974, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1974, Side 12
 l ! I I I I í I f I I f í I í í I LITGÁFA STURL- UNGU Nú riður biskup af staðnum við þrjú hundruð manna. Teikng: Þorbjörg Höskuldsdóttir. i NÆSTA mánuði kemur væntanlega út á vegum Menningarsjóðs ný út- gáfa af íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar. Verður hún að þvi leyti sérstæð, að tveir myndlistarmenn hafa teiknað samtals 50 mynd- skreytingar við einstaka atburði sög- unnar. Hér er af nógu að taka i myndrænu tilliti og teikningar af þessu tagi eru góðum teiknurum eft- irlætisverkefni. Myndskreytt útgáfa Brennu Njáls sögu vakti mikla athygli á sínum tíma og þótt ekki væru allir sammála um gæði myndanna á þeim tima, þykja þær nú hinar mestu gersemar. Þá völdust þeir Þorvaldur Skúlason, Snorri Arinbjarnar og Gunnlaugur Scheving til verksins og skiptu þvi á milli sin. Grettis saga og Laxdæla komu lika út myndskreyttar. Þegar ráðist er f viðhafnarútgáfu á bók eins og Sturlungu í tilefni Þjóð- hátiðar, veltur á miklu að vel sé vandað til allra hluta. Teiknarinn þarf, ef vel á að vera, að kynna sér Framhald á bls. 15 Dregur til stórtíðinda. „Hrafnar tveir flugu með þeim alla heiðina." Teikning: Eirikur Smith „. . . dreymdi hana það Jóreiði að þessi kona reið austan fyrir hlaðið þar i miðjum dal og hafði mann bundið I tagl hestinum." Teikning: Eirikur Smith MYND- SKREYTT

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.