Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1974, Síða 10
HALLGRÍMS-
MINNING
Gísli Konráðsson kveður það „af merkum mönnum haft
eftir gömlu fólki, er kunnast var um, að Hallgrímur
prestur hafi heitið því, er hann komst frá Hvalsnesi að
Saurbæ, að minnast skyldi hann frelsara sfns, sem hann
mætti, fyrir lausn úr volæði og vélabrögðum Suðurnes-
inganna". Enn telur Gísli aðra segja svo frá „undirrót til
þess, að Hallgrfmur prestur orti píslarsálmana: „Þegar
hann hafði kveðið svo margt og mikið veraldlegt, og á
stundum var nokkuð níðskældinn, féll hann í sturlan og
missti með þeim hætti skáldskapargáfuna, þangað til
hann gjörði guði það heit, ef hann fengi hana aftur, að
verja skyidi hann henni til dýrðar honum — og þá gæti
hann aftur ort.“ Sú saga hefur enn fremur verið algeng,
að Hallgrfmur hafi misst gáfuna eftir að hann kvað
bitvarg dauðan af prédikunarstólnum, en fengið hana
aftur eftir heit sitt að yrkja Passíusálmana. Þó að þessar
skýringartilraunir séu af ólíkum toga spunnar, eru tvær
hinar síðari ekki með öllu óskyldar.
Farsælasta skeið á æv^ Hallgríms að öllum ytri kjörum
voru án nokkurs vafa árin 1651—1662, frá þvf er hann
fluttist að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, þangað til bæjar-
bruninn varð og heilsa hans beið fyrsta hnekki, sem um
er vitað. Viðbrigðin voru þvf meiri sem undanfarin
fjórtán ár eftir heimkomu hans frá Kaupmannahöfn
höfðu verið honum erfióari og fleira mótdrægt, — hvort
sem hann var púlsmaður danskra í Keflavík, búðsetu-
maður í Bolafæti eða, frá 1644, prestur á Hvalsnesi við
sffellda fátækt og ýmis óþægindi. Ekki sízt mun honum á
prestskaparárunum, með því skaplyndi, sem hann hafði,
hafa verið þungbært að búa við yfirgang stærri og
smærri bokka þar á Suðurnesjum og lítilsvirðingu al-
múga, sem fannst skörin hafa færzt upp f bekkinn, er
þessi „slordóni“ var dubbaður upp til sálusorgara. Vissu-
lega mátti Hallgrfmi þykja fífill sinn fegri, eftir að hann
fluttist að Saurbæ. Þetta var bæði betra brauð, og þar var
hann vinsæll og vel metinn af söfnuði sfnum. Arferði var
á þessu tímabili í skárra lagi og áfallaminna en löngum
annars á 17. öld. Hallgrfmur var sjálfur á bezta skeiði og
ekki vitað um neinn heilsubrest hans fyrstu ellefu árin.
Hann hafði á Suðurnesjaárunum misst þrjú börn, og hafa
tvö þeirra að líkindum dáið kornung, en Steinunn, sem
hefur verið augasteinn hans, komst ekki nema á fjórða
ár, dó 1649. Eftir hana orti hann tvenn erfiljóð og setti
legstein á leiði hennar, lfklega höggvinn eigin hendi. En
Eyjólfi, eina barninu sem eftir lifði, þegar hann kom að
Saurbæ, fékk hann að halda, og hann varð stoð föður sfns
síðustu æviárin. Tíminn hefur mýkt söknuðinn eftir
Steinunni, þótt ljúfsár minning þessa yndislega barns
hafi fylgt honum ævina á enda.
Jón Halldórsson í Hítardal (f. 1665) er elztur þeirra
manna, sem um Hallgrfm hafa ritað þó að fáort sé (í
Prestasögum). Síra Jón segir, að hann hafi verið „glað-
sinnaður og skemmtinn“. Og ýmislegt í kveðskap hans og
æviferli ber því vitni, að hann hafi að upplagi, eins og
skáldum er tftt, verið örgeðja og viðkvæmur, en líka
Kafli úr bök
Sigurðar Nordals
um Hallgrím Pétursson
og Passíusölmana
hispurslaus, orðskár og óvæginn, ef honum þótti sér
misboðið eða menn stóðu vel til höggs. Af ævisögu hans
eftir síra Vigfús Jónsson má sjá, að jafnvel eftir að hann
var af alþýðu nærfellt tekinn í helgra manna tölu sem hið
mikla trúarskáld og guðsmaður, mundu menn samt, að
hann hefði haft sína „bresti“ sem veraldarmaður, m.a.
látið fleira fjúka í kveðskap sfnum en vel þótti sæma.
Lfklegt er, að beiskorðari vísur hans séu helzt frá dvöl-
inni á Suðurnesjum, en gamaiisamari kvæði frá fyrri
Saurbæjarárunum. íslendingum var á 17. öld lögð sú líkn
með þraut, að fátækur almenningur átti þá í fyrsta sinn í
sögu þjóðarinnar kost verulegs áfengis til mannfagnaðar,
eftir að brenndir drykkir tóku að flytjast til landsins, því
að vín, mjöður og bjór höfðu verið dýr vara og jafnvel hið
daufa heimabruggaða öl ekki algengt á Islandi. Ein-
okunarkaupmenn sáu ekki heldur betur fyrir þörfum
þjóðarinnar á öðrum innflutningi. En prestar hafa bæði
fyrr og sfðar flestum fremur fengið að njóta góðs af
rausnarlegum veitingum við ýmis tækifæri. Að því er
ráða má af kveðskap síra Hallgríms, hefur hann vel
kunnað að vera „glaður á góðri stund“ með vinum sínum
og sóknarbörnum, þótt hann jafnframt minni á að gæta
hófs og góðs framferðis yfir skálunum, Bendir ekkert
heldur, svo að um sé vitað, til þess að kveðskapur hans né
önnur framkoma við slík tækifæri hafi valdið hneykslum.
Hitt er annað mál, hvort bætt lífskjör Hallgríms og þau
veraldargæði, er honum buðust á þessum árum, hafi til
lengdar f ullnægt honum.
Svo einkennilega vill til, að einmitt frá árinu 1656 eru
til erfiljóð, sem hann orti eftir Björn lögréttumann
Gíslason í Bæ í Borgarfirði. Þetta er fremur hversdags-
legt kvæði f samanburði við eftirmælin um Steinunni
litlu og Árna Gfslason, enda er ekki vitað né sennilegt, að
náin vinátta hafi verið með þeim Hallgrfmi og Birni.
Samt verður sfðasta erindið minnisstætt:
Ö, hvað mín önd þreyr,
þá einn guðhræddur burt deyr.
Feginn með færi,
ef frelsistíminn væri.
Leys mig, þá þér líkar,
ljúfi Jesú kæri.
Þetta andvarp þreyttrar sálar sker sig svo úr kvæðinu,
eins og þar komi fram hið raunverulega yrkisefni: hugar-
ástand skáldsins við þessa helfregn, þótt hinn látni stæði
honum ekki nær en ráðið verður af fyrri erindunum. Það
er furðu ólfkt því, sem Hallgrímur hafði kveðið tveimur
árum áður í erfiljóðunum eftir vin sinn og velgjörða-
mann, Árna Gfslason:
Enginn skal of mjög þreyja
annan, því hugsa ber:
allir eigum við að deyja,
ævin lfkamans þver o. s. frv.
Svo yrkir maður, sem hvorki óttast dauðann né óskar
sér hans, heldur er albúinn að lifa lífinu, „hvort fellur
létt eða þungt“.
En þá er eðlilegt að spyrja, hvað sérstakar ástæður
Hallgrímur hafi á þessum tíma getað haft til þunglyndis
og lífsleiða. Hvað hafði búið eða var að búa um sig f
honum um það bil, er hann byrjaði að yrkja Passíusálm-
ana?
Enginn fylginautur mikillar tilhlökkunar er vissari en
meiri eða minni vonbrigði. Dýrkeypt reynsla f velferðar-
ríkjum nútfmans hefur sýnt, að bætt lífskjör veita ekki
ánægju, nema meðan þau eru sibatnandi. Umskiptin frá
Hvalsnesi til Saurbæjar gátu ekki til lengdar orðið Hall-
grími þess virði, sem hann hafði búizt við og honum
hefur fundizt fyrst í stað. Þá tóku að leita fastar á hann
ýmsar spurningar og áhyggjur af andlegri velferð sinni.
Hvaða svölun hafði hann fundið hjarta sínu við þessa bót
á ytri högum sínum? Hafði hún fært hann nær drottni
sínum og frelsara, nær eilífri sáluhjálp?
Hallgrfmur hefur verið trúaður frá barnæsku — og alla
tfð f þeim skilningi, að hann hefur aldrei með hugsun
sinni efast um sannindi kristindómsins. Að því leyti á
lífsskoðun hans sér enga sögu um afturhvarf frá vantrú
til guðstrúar. En trúarlíf hans hefur verið ýmsum sveifl-
um undirorpið. Að þessu víkur hann berlega f 4. Passíu-
sálmi. Hann hafi „sem vonlegt var“ verið sinnulítill í
barnæsku, gjálífur á unglingsárum, hneigður til heims-
elsku og geð hans dapurt til bænar á fullorðinsaldri.
Samt hafi hann komizt í kynni við lifandi trú:
Þá kom guðs anda hræring hrein,
f hjartað mitt inn sá ljóminn skein.
En í heimskunni svo eg svaf,
sjaldan mig neitt að slíku gaf.
Hann hafði alltaf vitað af sól trúarinnar og fundið
skærleik hennar á beztu stundum sfnum. En hún hafði
ekki nema sjaldan borið fulla birtu, af þvf að ský heimsk-
unnar (þ.e. heimselskunnar) skyggðu allt of oft á hana.
Hann gaf sig ekki að henni. Guðrækni hans var stopul.
Eðlilegt er, að hörð barátta fyrir lífinu og annað
mótlæti á Suðurnesjaárunum gæti valdið þvf að bænin
um daglegt brauð væri honum hugstæðust og trúin öðru
fremur athvarf hans í andstreymi og sorgum. Þetta hafði
þá glapið umhugsun og ástundun hins eina na'uðsynlega.
Eftir því sem veraldlegar áhyggjur og mótblástur þrúg-
uðu hann minna, horfðist hann fastar f augu við „sjálfs
sín verðskuldan", ekki fyrst og fremst einstakar syndir,
stærri eða smærri, sem alþýðan lét sér helzt til hugar
koma f sögusögnum sínum, heldur andvaraleysið, að vera
„visnað tré“, hafa gleymt því að leita einu perlunnar. í
munnmælunum virðist vaka endurminningin um „sturl-
un“, sem er skýrð með áhyggjum af gáleysi í kveðskap
eða misbeitingu gáfunnar í bræði. En reynsla Hallgríms á
þessu skeiði hefur átt sér dýpri rætur, verið þess konar
myrkvun hugans, sem einatt hefur verið örðugasta þraut
hinna miklu trúmanna og m. a. er alþekkt úr ævi Lúters
um eitt skeið.
Ekki er nema mannlegt að reyna að verjast þess háttar
hugsýki í lengstu lög, hafa af fyrir sér með einhverju,
sem styttir ekki einungis stundir, heldur fróar samvizk-
unni. Hvað sem líður þjóðsögunni um nokkurs konar
áheit á guðdóminn, hafði Hallgrfmur í Saurbæ betri
aðstæður en fyrr til þess að neyta fþróttar sinnar. Þegar
hann tók sér fyrir hendur að snúa báðum Samúelsbókum
í Ijóð, var það stærra verkefni en hann hafði áður færzt í
fang, þótt það væri um leið þægilegur leikvöllur hag-
mælsku hans. Ef til vill ber þetta val yrkisefnis því vitni,
eins og áður var vikið að, hversu smáum augum hann
hefur litið á verðleika sína. En þó að Samúelsbækur væru
í ritningunni og öll ritning innblásin af guði, urðu þeir
honum ekki annað en afþreying, ekki sú hugbót, sem
hann þarfnaðist. Loks hefur honum fundizt sem þeir
væru ekki nema augnaþjónusta við guð. Þess vegna gat
hann varpað þeim svo skyndilega og algjörlega frá sér,
eins og þeir hefðu verið flótti, heimska, — jafnvel synd.
Þótt á það sé fallizt, að fyrstu kynni af Píslarsaltara
sfra Jóns í Laufási hafi ýtt við Hallgrími að ráðast í nýtt
yrkisefni, má um fram allt ekki gera of mikið úr því. Þar
sem hann hafði ekki verið nema með hálfan hugann við
að stuðla og ríma Samúelssálma, gat hann lyft allri sálu
sinni og geði, hjarta og rómi, til þess að minnast pínu
Herrans. Breyting yrkisefnisins gat ekki valdið slíkum
umskiptum, nema þau hefðu áður búið um sig. Þau urðu
líka upphaf annars og meira en betri skáldskapar.
Brennifórnin var tilbúin, áður en neistinn var borinn að
henni. Síðan kviknaði brandur af brandi, ekki einungis
skáldlegs innblásturs, heldur trúarbaráttu og trúar-
reynslu. Síra Hallgrfmur lýsir þessu að nokkru leyti f
tileinkun þeirri, er hann lét fylgja Passíusálmunum til
Helgu Arnadóttur og Kristfnar Jónsdóttur og fyrr var
getið: „Við þennan aldingaröinn míns herra Jesú pínu og
dauða historíu hef eg um stundir niður setzt með sálu
mína og hef marga heilnæma himna jurt þeðan útlesið.
Þær liggja geymdar í sjóði hjarta míns (lofaður sé Guð!).
Af þessum blessuðu blómstrum hef ég nú í þetta litla
sálmabindini svo mikið innbundið sem eg hef kunnað“
o.s.frv. Orðin „hef eg----niður setzt með sálu mína“
Framhald á bls. 16