Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1974, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1974, Blaðsíða 14
Eltingaleikur við próf- lausa og ölvaða unglinga á stolinni bifreið f.ukkvl). nn oifki ur6'.i moiSsli » meiiíiijis; a.V.:c len liigrKgiiiíi for «4 afíkípli »l akmrl i'1' rrifcmrjr.ar. ka(6i okift íitx* : ■ JBftk ^ ÆM : h»iiu uOrurn Dreifðu sprengjum víða vir borgina Enginn slasaðisír’ urðo mjög skelUil oorn voru fluti / Tali.lpr.aClu Brotv st mn oltsv egi *•* tgít '*toð *v«t Ptíla ■Wm "<>it Stálu strœtó en hálkan stöðvaði þá — fondwst svo inní í k(ólaverzlun eftir iokun •‘'•iXS:-*«£'£• 7/» *"&» *Vo ' /i ^ íe yiVr,"íí<% - ‘XÍsW- AW t DAGLEGtlM samræðum manna, þegar talið berst að unglingavandamálum, kynslðða- bili, drykkjuskap unglinga og af- brotum, heyrist oft orðið „vand- ræðaunglingur“. Helzt er það fðlk, sem ekki get- ur lengur talizt f hópi unglinga, sem talar um „vandræðaungling- ana“, en skyldi það virkilega vita um hvað það er að tala? Hverjir eru þessir vandræðaunglingar, sem allir tala um, en enginn hef- ur séð? Við leituðum svara við þessari spurningu með þvf að taka tali unglingana, sem með réttu geta borið nafnið vandræðaunglingar, og fá þá til að segja okkur frá lffi sfnu á opinskáan hátt. Þótt margt í frásögn þeirra kunni að hljóma ósennilega höf- um við vissu fyrir þvf að þarna sé rétt frá sagt. Við birtum frásögn fyrsta unglingsins f þessari viku, en f næstu viku höldum við áfram og heyrum annað dæmi. Þetta er piltur, sem við getum að sjálf- sögðu ekki nafngreint, en nefn- um þvf einfaldlega A. A „Ég er Reykvíkingur á 18 árinu og einn af þeim unglingum, sem almennt eru kallaðir vandræða- unglingar. Faðir minn er leigubíl- stjóri. Hann byrjaði að keyra til að létta undir með sér, þegar hann var í háskólanum, en hætti því ekki aftur. Móðir mín vinnur heima við. Ég á eldri bróður og 16 ára systur. Mín skólaganga hætti f 2. bekk í gagnfræðaskóla. Ég skrópaði alla tíð mikið i skól- anum. Þar sem mér fannst skól- inn valda mér of mikilli innilokun og ekki bjóða upp á nægilegt fjör, hætti ég i honum við fyrsta tæki- færi. Það má segja, að ég hafi frá upphafi verið óttalegur prakkari. Ég var örlítill patti, er ég fór að stelast út úr garðinum heima og var þá jafnvel sóttur af lögregl- unni og færður heim. Ég teiknaði bíla af fullum krafti og 3 ára týndist ég aiveg, svo farið var að óttast um mig. Fyrir bíl varð ég fyrst, þegar ég var ekki nema 2—3 ára. Svo flæktumst við strákarnir auðvitað niður á bryggju. Ég man ennþá skýrt, er ég féll eitt sinn í sjóinn og afi minn hló að. Hann var sjóari sjálfur mikill grallari, Ungur að árum en samt einskonar nútíma útilegu- maður. þegar hann var ungur. Við strák- arnir sem héldum hópinn vorum iðnir við ýmis prakkarastrik. Ég varð aðalkallinn í hópnum og var álitinn algjör glæpamaður i hverf- inu, þar sem ég bjó. Sama varð uppi á teningnum í skólanum, þar héldum við hóp, og ef einhver reif kjaft, var þegar jafnað um hann. Ég var sennilega ekki nema 7 ára, þegar ég reyndi fyrst að reykja. Þá hafði einhver komizt yfir 3 pakka af sigarettum og við ákváðum að reyna. En ég fór ekki að reykja að staðaldri fyrr en 14 eða 15 ára gamall. Mannorð mitt var nú orðið þannig i hverf inu og skólanum, að ég var ætíð grunaður fyrst, ef eitthvað bar út af. Þannig var ég t.d. grunaður um að hafa brotizt inn í skólann, sem ég var þó sak- laus af. Við strákarnir f hópnum notuð- um tímann eftir hádegið, þegar skólinn var búinn, til að slæpast um. Þá má segja, að við höfum fyrst verið farnir að stela. Það voru nú kannski ekki alvarlegir þjófnaðir svona í fyrstu, aðallega eir, sem við hirtum úr bílhræjum og ruslaportum. Við rændum líka úr portinu hjá Rafmagnsveitunni og úr skipum. Eirinn seldum við svo og keyptum okkur sígarettur og sælgæti fyrir. Við hugsuðum ekki um að fá okkur vinnu, þvi peningana vildum við fá strax. Það kom fyrir, að upp um mig kæmist, en málið eyddist þá af sjálfu sér. En eirinn þekktum við orðið og því lá bezt við að stela honum. Foreldrar mínir ræddu stundum við mig um það orð, sem fór af mér, en það var lítið þó og hafði engin áhrif. Þessi iðja okkar gekk stig af stigi og við fórum að gerast gróf- ari. Ég man nú ekki eftir fyrsta innbrotinu. Við vorum jafnan í hóp, er við leiddumst út í slfkt, en um einkaframtak var ekki að ræða. Fyrst voru það byggingar, sem urðu fyrir barðinu á okkur og síðan fokheidar byggingar. Þetta voru þvf ekki innbrot nema hálft í hvoru. Ég var 12—13 ára, þegar við strákarnir úr hverfinu og skólan- um stálum verkfærum og nagla- kössum úr einni nýbyggingunni til að nota við okkar eigin kofa- byggingu. Við notuðum slíka kofa tii að hittast i og reykja í. Þá kom oft fyrir, að ég kom fölur og seint heim til min. Sundum var þá jafn- vel gripið til róttækra aðgerða á heimili mfnu og ég lokaður heima á kvöldin. En ég stal aldrei nokkr- um hlut af mínu eigin heimili. Á þessum tíma vaknaði líka skellinöðruáhuginn og við stálum gjarnan skellinöðrum, sem urðu á vegi okkar. Þegar við náðum aldrinum 14—15 ára vaknaði svo bílaáhuginn. Þá fórum við að reyna að komast inn í bíla og starta þeim beint. Helzt stunduð- um við þetta f hverfum, sem fólk bjó ekki í, eins og við viðgerðar- verkstæði, umboð og þess háttar. Við vorum gjarnan á róli um 11 leytið og gerðum þetta okkur til skemmtunar eingöngu. Fyrst ókum við bilunum aðeins skamm- an spöl um hverfið og skiluðum Framhald á bls. 16 Slagsmál á Lækjartorgi. Ung- lingurinn, sem hér kemur við sögu er annar aðilinn. Það fylgir Itfi af þessu tagi að lenda oft I rysking- um. „Ég var dœmdur og settur inn strax þegar ég haföi aldur til". Eftir Jön Björgvinsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.