Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1974, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1974, Blaðsíða 11
Ef eitthvað gæti taiizt sérkennilegt fyrir íslendinga sem þjóð, ætla ég það væri sá jöfnuður, sem hér ríkir milli manna. Kannski er ekkert stórlega athyglisvert við íslenzkt mannlíf annað en þetta. Og kannski er það líka nóg. Samt er stundum svo að sjá, að þetta íslenzka stéttleysi fari í taugarnar á pólitískum ofsatrúarmönnum, sem hafa lesið um það í biflíunum sínum, að stéttabarátta ætti að vera helzta inntak lífsins. Þessir trúboðar ofstækis- ins standa stundum á götuhornum að selja málgögn, sem heita Stéttabaráttan, eða eitt- hvað ámóta. Þar er margt broslegt að sjá og á bak við leynist ergelsi yfir þvi, að stéttaskipt- ingin skuli ekki vera augljósari, en raun ber vitni um. Hugsjónamenn af þessu tagi dreym- ir um volaða lágstétt; þar væri þó alténd jarðvegur fyrir boðskapinn. Sem betur fer bendir ekkert til þess að landsmenn séu að stokkast upp í ólíkar og stríðandi stéttir. Tækifærin eru jöfn á alla kanta; togarasjómaður getur komið f land og byrjað að reka fyrirtæki, sonur verkamanns getur orðið prófessor eða bankastjóri. Um ámóta tilfærslur F þjóðfélaginu væri hægt að nefna ótal dæmi. En raunverulegur jöfnuður milli manna er ekki einvörðungu fólginn F þessu, þó það sé gott út af fyrir sig. Sannur jöfnuður felst einnig og ekki sFður í því að öll nauðsynleg störf séu metin að verðleikum og það verður að segjast landanum til hróss, að menn eru ekki vegnir og metnir nákvæmlega eftirtröppum metorðastigans. Við teljum yfirleitt, að nágrannalöndin, IMorðurlönd og Bretland, séu í fremstu röð lýðræðisríkja og „Jámnlikhed" eða jafnrétti hefur um hríð verið mikið notað slagorð F SvFþjóð. En ekki þarf þó lengi um að litast F þessum löndum til að sjá, að þar rikir miklu harðvFtugri stéttaskipting en hér; munurinn á þvF að vera Jón eða séra Jón er stórum meiri þar. Þó margt sé gott um Dani, eru þeir enn veikir fyrir „hinu hærra standi" eins og sjá má F dönsku blöðunum, þar sem vinsælt er að greina frá samkvæmum fína fólksins. Þar er enn ástundað gamaldags titlatog; Baron Jen- sen, Hofjægermæster Hansen, Grev Olsen, að ekki sé nú talað um kyndugri samsetningar svo sem fru Friherre Mikkelsen eða eitthvað ámóta. Þesskonar snob fyrir nálega útdauðum aðli er kannski saklaus skemmtun. En um leið sýnir það gamalt og rótgróið viðhorf, sem ekki breytist á einum mannsaldri. Þegar þjóðkunnir menn falla frá erlendis, greina blöðin frá þvf sem frétt, en fyrirbæri eins og minningargreinar F dagblöðunum okkar verður vFst hvergi fundið. í þeim felst nefnilega merkileg þjóðllfsmynd: Þar komast sumir á prent F fyrsta sinn; ókunnugir menn, sem hafa unnið sín störf F kyrrþey. Þeir geta fengið heilsíðu minningargrein, ef einhver verður til að skrifa hana. Ótrúlega margir lesa minningargreinar, þótt þar sé fjallað um blá- ókunnugt fólk og kannski mætti skilgreina nútfma íslending svona: Hann er maður, sem getur fengið birta um sig langa minningar- grein, þegar hann deyr og þá skiptir engu máli, þótt hann hafi aðeins lokið barnaskóla og engan embættisframa hlotið. Þar er ekki spurt um mannvirðingar; flestir fá sinn skammt: „Hinir þjóðkunnu menn og hinn þungbúni, nafnlausi skari" eins og Steinn Steinarr orðaði það. Annað skemmtilegt Fslenzkt fyrirbæri er, hvernig menn verða „þjóðkunnir". Fjöldi manns er meira og minna þjóðkunnur og það er vitaskuld bein afleiðing fámennisins. Þeir sem fremst standa í listum, skemmtanaiðnaði og stjórnmálum, eru jafn vel kunnir hér eins og David Frost, Wilson og Alec Guinnes eru F Bretlandi. Og þannig er það ugglaust vFðast hvar í heiminum. En fyrir utan þann hóp, sem í rauninni kemst ekki hjá því að vera þjóðkunnur, eigum við sæg þjóðkunnra persóna. Hinir þjóðkunnu hagyrðingar eru fleiri en fært sé að telja upp og hinir þjóðkunnu fræðaþulir halda enn áfram leitinni að höfundi Njálu. Þórður á Dagverðará, hin þjóðkunna refaskytta, er um leið þjóðkunnur málari og sagnamaður og gæti áreiðanlega skrifað bók um hinn þjóð- kunna bflstjóra, Guðmund Jónasson. Fyrir nokkru er genginn til feðra sinna hinn þjóð- kunni hrossaflutningamaður Marka-Leifi, sem kunni utanað fjármörk úr þremur sýslum. Hann var mjög ólfkur hinum þjóðkunna afla- manni Binna F Gröf, sem einnig er látinn og er nú helzt að hinn þjóðkunni miðill Hafsteinn Björnsson gæti til þeirra náð. Þannig gæti maður flæmst um landið þvert og endilangt og hitt hina þjóðkunnu menn á hverju horni, allt frá vFsindamönnunum á Kvískerjum til útvarpsgagnrýnandans Skúla á Ljótunnarstöðum. LFklega geta allir orðið þjóðkunnir á íslandi, hvaða störf sem þeir vinna og sannast enn, að það er bæði vandi og vegsemd að vera íslendingur eins og hinn þjóðkunni hestageldingamaður Einar frá Stél- bratt hefur bent á. GFsli Sigurðsson. H KL' H lT. in EsaKtfHBHl u þft- '«£>4(2 /Hn Lfír/i o/ZÐ Lt'NfiJ) ar eiu IN/V.IN oFi> HAFA URS A' STAV- A«-- J>VP- HA'VÆR TflLAfl r —> —>> 1oTU V öND UL.L V ií>- KUNtf U(í FR ýS SK.ST. ili in. ‘ f! [x. [ikj m fti A SÍC-- U R. Hlfi- ifWPI i — rj ilS mi- Inh L0K4 D«£» f5v'r- UIZ Mf\HUS NrtFN ÍK. íT. b* p fj HEíTfl- M fl&UP- oKÐ bv- / í-0- A R s>; KvfN- iv-R. R •s_- H L. T- ’A FÆT| twe/u LKT/S- EFNI Þv- 0 Ð l S* fl- (?KKy< IÐ i pfZ- orp RÁN- Dýas HÆU- 'l M - fí N PllKUÍi fiKSfl T'T- 1 v- (_ DV- R lí \ €> 5TÓRR 5 K- eKi - mr &s>- 1 (2. Hfrru tóX Þ/n- c«OAe- E/ N. «■ STMK H lT- fi’eií'- RR Efjvira, Þa'siz e/ws K V' íMfl'- o«0 KoftfJq > ífMT. íwo- /NCv E LD- yr- PEt>' oRÐ- Uá FMK AP- koN- 'Ró X Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn — á síðustu krossgátu M K=-v KÖM* T«Lá LA«- Ð 1 4 prr 5u- 51» 5 V a R T 1 N (K i SL- VNR K £ N AL 'IT T E L pvði* U * A R N 1 R f*v»- Htí 0 «- AM f\ L D A N M A N /LPiK A •f, A o A R tev? Ial N Hout M u N D N Lfí T- 1 N J) A U £> fJ- flLL 5 A N D H o’ L A T 1 N J> U R í;;í IIM U K u °M Sm A R Ð A N 1L • T- 'P K A fdtí- vo Cx HiT L R HÍKI u 5 A* i F O ii A U R tVfi/N T A R F A N A L 1 f Ifi fUfil s T R ú T K SUKK M '■íá HL**T H MOM A‘ > A S T 5V- EHtPl 5 U L T 1 » <-<h+ H Ú N N / N N r.rn Kuvp/ T o’ Fuut ■rrN- lclt? 1 a* A R. A 1 N 6, U N N UoKL f?R i- A U N A R N x ENO IR i rt 't 4 R R r i«. SKEL U N 1 R V'/R £ <,r® 1 A F L 1 •.TuTVU A’ f> A N flNS N HfltM IfTi* A ? A R 0 0 U H R /' Ð A R N e P T u ■ 0 R K A R SoT- R-V R A K R l |Nú< A U 3 © v ' j

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.