Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1974, Blaðsíða 9
TILEFNI
PASSÍUSÁLMANNA
Kafli úr bök Magnúsar Jönssonar pröfessors •
Sagan segir, a8 Hallgrtmur Pétursson hafi heitið þvt, er
hann komst frá Hvalsnesi að Saurbæ, að hann skyldi minnast
frelsara stns, sem hann inætti, fyrir lausn úr volæði og
vélabrögðum Suðurnesjamanna, og þá hafi hann á einni
langaföstu, litlu eftir það, að hann var kominn að Saurbæ,
setzt við og byrjað að yrkja Passíusálmana. Er sögn þessi höfð
eftir gömlu fólki, og vtst má ætla, að Hallgrtmur hafi orðið
breytingunni feginn en annað eða meira er varla á þessari
söguaðgræða.
Ýmsar fleiri þjóðsögur eru sagðar um upptök Passíu
sálmanna og annað f sambandi við þá. Ein sagan segir, að
Hallgrtmur kvæði tófu dauða, jafnvel er hann stóð f prests-
skrúða, og hafi hann þá misst skáldgáfuna. þar til hann festi
heit, Itkt þvf, sem getið er hér að framan. Önnur þjóðsaga
segir, að þetta kæmi fyrir Hallgrfm, eftir að hann var byrjaður
á Passfusálmunum. Var hann búinn að yrkja tvo sálma, en
missti þá gáfuna um hrfð. Þvf byrjar 3. sálmurinn þannig:
„Enn vil 6g, sál mín, upp á ný". 111a ber þó þjóðsögunum hér
saman, þvf að önnur þjóðsagan kennir Guddu um þetta. Segir
sú saga, að Gudda hafi komið að Hallgrími, þegar hann hafði
lokið við 2. sálminn, þótt þetta óþrfa tfmaeyðsla frá þörfum
búsins og brennt handritið. Hafi þá nokkurt hlé orðið á
kveðskapnum. og sé það tilefni upphafsorða 3. sálmsins.
Upphafsorð þessa sálms þurfa engrar skýringar annarrar en
þeirrar, að þessi sálmur er f raun og veru um sama efni og
næsti sálmur á undan og með sama bragarhætti. Verður nánar
um það talað hér á eftir. En þjóðsögur þessar eru miklu betri
heimild um fólkið, sem bjó þær til, en um Hallgrím og
Passfusálmana. Þær sýna, hve fyrirferðarmiklir Passíusálm-
arnir voru f andlegu Iffi manna. Sf og æ voru menn að hugsa
um þá, grandskoða þá, finna eitthvað nýtt um þá. Menn sneru
út úr hverju orði, sem unnt var að rangfæra eða misskilja:
„Enginn má, utan hann Leifj^. „Pétur með Svellu sinni",
„Sálin má ei fyrir utan Kross" og margt fleira af þv! tagi fundu
menn út af skarpleika sínum og ást á þessum Iffsförunaut.
Leifi og Svella urðu kunningjar fólksins og Kross alþekkt
bæjarnafn. Enginn önnur bók, að Biblfunni frátekinni, hefir
fléttazt svo margvfslega f Iff þjóðarinnar. En um uppruna
Passíusálmanna gefa þessar sögur litlar fregnir.
Ekkert verður með vissu um það sagt. hvað hratt þessu
merkilega verki af stað, enda er þess sannast að segja varla
von. Það þarf ekki að hafa verið annað en venjuleg ákvörðun.
En þó er ekki hægt annað en staldra við og athuga þá
einkennilegu staðreynd, að Hallgrímur hættir við Samúels-
sálma f miðjum kliðum, einmitt um það leyti, sem hann byrjar
á Passfusálmunum, og það svo snögglega, að hann hættir i
miðjum sálmi, og meira að segja f miðri ræðu Abners
hershöfðingja. Hann hafði þá lokið 1. Samúelsbók og gert
formála fyrir henni. Þvf næst hafði hann byrjað á 2. Samúels-
bók, lokið 2 sálmum og var kominn út f þann þriðja. Var hann
búinn með 4 vers af þeim sálmi, hafði lokið 2. Sam. 3, 8. og
horfði á 9. versið. Þá hættir hann allt f einu og byrjar aldrei
framar á þessu verki. Hvað kom fyrir? Þó að Hallgrfmur
ákvæði að hætta nú við Samúelssálma og hefja annað verk,
þurfti hann ekki að hætta f miðjum sálmi og miðri ræðu. Þetta
er mjög ólíkt Hallgrími. Vér eigum ekkert af „brotum" eftir
hann. Hann virðist hafa verið mesti hirðumaður um skáldskap
sinn. Það þarf ekki nema meðal forvitni til þess að spyrja,
hvað þessu muni hafa valdið. Það er eins og allt f einu og
óvænt sé tekið fyrir kverkar honum. Hafa menn veitt þessu
nægilega athygli eða miklað það fyrir sér eins og vert er?
Halldór biskup Brynjólfsson ritar formála fyrir Samúelssálm-
um, er þeir voru út gefnir 1 747. Segir þar, að Hallgrfmur hafi
ort þá að mestu árið 1656. Að vfsu er ekki hægt að rekja
heimild Halldórs biskups, en á hinn bóginn ekki heldur nein
ástæða til þess að vefengja hana.úrþviað hann segir þetta
ákveðið. Hið sama segir séra Vigfús Jónsson, og á handritum
sálmanna er þetta ártal. Hefir Hallgrfmur því sennilega hætt
við þetta verk seint á þessu ári, 1 656. Ekki vitum vér um neitt
sérstakt, er komið hafi fyrir Hallgrfm á þessu ári eða um
þessar mundir. Þetta er einmitt það skeið æfi hans, sem hvað
f æstar sögur fara af. Hans verður þá nálega aldrei vart út í frá.
Virðist hann hafa setið mjög fast við andlegu störfin. Gróand-
inn f andlegu Iffi hans er nú upp á það örasta. Þetta er
hásumar æfi hans, og er ekki vafi á, að þorri beztu verka hans
er frá þessum árum. Vitanlega þarf ekkert sérstakt að hafa
komið fyrir Hallgrim til þess, að hann hætti við Samúelsbók-
ina, og vitanlega gátu ýmisleg hversdagsleg atvik valdið þvi,
að hann hætti f miðjum sálmi og tók aldrei til við hann aftur.
Þessu gátu t. d. skammvinn veikindi valdið og svo dregizt úr
hömlu að Ijúka sálminum. Lffið er nógu auðugt að atvikum til
þess að gera grein fyrir þvf, sem er meira en þetta. En þessi
deyfandi meðul duga ekki til fulls. Spurningin heldur áfram að
knýja á. Það er margt. sem þvf veldur. Hér þarf ekki einungis
að gera grein fyrir því, að hætt var við Samúelssálma, heldur
einnig hinu, hvf Passiusálmarnir urðu svo gerólíkt verk. Er
mögulegt að hugsa sér Passfusálmana orta að ákvörðun einni?
Bera þeir ekki — undir klassfsku yfirborðinu — vitni um
einhverja mikla örlagastund, einhverja hrfð, einhverja sálar-
baráttu? Og ekki gerir það málið auðveldara, að hór virðist
ekki vera um beina trúarlega baráttu að ræða, efasemdir eða
skoðanaskipti. Áður hefir verið um það rætt, að merki eigin-
legs afturhvarfs verði ekki fundin i skáldskap Hallgrfms,
heldur hið gagnstæða. En hvaða hríð hefir þá skoliið á
Hallgrim siðari hluta árs 1656, hvaða skelfingaraugnablik,
sem gat skekið þennan rólega mann, er ekki brá sér, þó að
eignir hans brynnu til kaldra kola?
Ég get ekki fundið nema eina fregn, er þessu hafi getað
valdið. En sú fregn hefir einhvern tima til hans komið, og hún
hefir tekið fyrir kverkar honum, þegar hún kom. Það er sú
stund, er hann sér, að hann er orðinn holdsveikur, sér allt
hrynja f rústir og þjáningaferilinn fram undan, ægilegasta
sjúkdómsferil, sem til var. Sögurnar segja, að hann hafi orðið
Ifkþrár á árunum 1664—1665, eða tæpum áratug sfðar, en
það þarf ekki að rekast svo mjög á. Holdsveiki er sjúkdómur,
sem venjulega fer afar hægt. Og einmitt holdsveiki Hallgrfms
virðist hafa farið mjög hægt. Árið 1667 er hann svo veikur
orðinn. að hann vill sleppa embættinu. Árið 1 669 er hann þó
enn við embættið við ekki ósvipaða heilsu, að þvf er virðist, og
1671 er hann enn svo hress, að hann skrifar sjálfur undir
bréfið til Þormóðs Torfasonar. Það væri þvf næsta ótrúlegt, að
hann hefði ekki orðið veikinnar var fyrr en 1 664—5. Hitt er
miklu sennilegra, að fullur áratugur sé liðinn frá því, að hann
verður fyrst veikinnar var og þar til er hann vill sleppa
embætti sfnu af hennar völdum. Og tuttugu til þrjátfu ára
sjúkdómstími er miklu nær sanni með svo hægfara holdsveiki
en tæp 10 ár. Fyrstu árin eftir að hann verður veikinnar var, er
hún honum ekkert til trafala líkamlega. Ef hann hefir orðið
holdsveikinnar var 1656. hefir hann sennilega Iftið hindrazt af
hennar völdum fram yfir 1660. Þegar svo kemur fram um
1667 er alveg eðlilegt, að veikin sé tekin að elna. En fram til
þess sfðasta virðist Hallgrímur hafa haft furðulega krafta, eins
og áður er um rætt.
Guðmundur Kamban hefir dregið upp hugmynd sfna af því,
hvernig Haligrfmi hefir orðið við, er þessi skelfiiegi sannleikur
stóð augljós fyrir honum. Það var ekki furða, þó að penninn
félli úr hendi hans um stund og það þótt í miðjum sálmi væri
og miðri ræðu Abners hershöfðingja. Hans sterka ímyndunar-
afl hefir með leifturhraða dregið upp myndina af framtfðinni.
Lokið átti nú að vera starfsfriðnum yndislega f Saurbæ. En
ólokið var svo mörgum störfum — og þó einkum einu. Eftir
fyrsta áfallið er ekki vafi, hvert hann hefir leitað. Hann var
búinn að prédika mörg ár á föstunni, hafði oft „sezt niður á
einni langaföstu" og lifað pfslarferil frelsarans með honum.
Hvað eftir annað hafði hann hugsað sér að færa þennan kjarna
Framhald á bls. 16
Ur
erfiljööi
sem
Hall-
grimur
orti eftir
Steinunni
döttur
sina.
Hun dö
ung að
örum
og var
eftir-
lœti
fööur
sins
Nú er þér aftur goldið
angrið, sem barstu mest,
þegar þitt hrjáðist hoidið,
hátt þú stundir og grézt.
Gefin ergleðin bezt.
Hafin úr hryggð og móði,
hreinsuð með Jesú blóði,
synd engin á þér sést.
Unun varaugum mfnum
ávallt að Ifta' á þig,
með ungdóms ástum þfnum
ætfð þú gladdir mig,
rétt yndis-elskulig.
Auðsveip af hjarta hlýðug,
f harðri sótt vel lýðug,
sem jafnan sýndi sig.
Næm, skynsöm, Ijúf i lyndi,
Iffs meðan varstu hér,
eftirlæti og yndi
ætið hafði’ eg af þér,
f minni muntu mér.
Því mun eg þig með tárum
þreyja af huga sárum,
heim til þess héðan fer.
Mfn gleði er sú eina,
andlát þitt hugsa' eg á,
þú hafðir málið hreina,
hér með vit alls að gá,
skammt til þess lif leið frá,
breiddir út hendur báðar,
bauðst þig til Jesú náðar,
kvaðst vilja koma þá.
Litla stund stóð í hæfi,
sturiaði fögnuðinn.
Hálft fjórða ár alls var æfi,
eigi þó fullkomin.
Skjótt sá eg skilnað þinn.
Geymir sál þfna sætur
signaður Drottinn mætur
fyrir Jesúm, soninn sinn.
Steinunn dóttir Hallgrfms og Guðrfðar hafði verið
óvenjulega skýrt bam og harmaði Hallgrfmur hana
mjög, þegar þau misstu hana unga. Hjó Hallgrfmur
sjálfur legstein á leiði dóttur sinnar og uppgötvaðist
þessi steinn að nýju ekki alls fyrir löngu. Hann er nú
f kirkjunni á Hvalsnesi. Ljósm.: Heimir StfgsSon.
TYRKJA-GUDDA
og skurðgoöiö
Guðrfður Sfmonardóttir, eiginkona Hallgrims
Péturssonar, hefur löngum verið nefnd Tyrkja
Gudda og einnig hefur hún hlotið þaðeftirmæli, að
trúarskáldið hafi ekki verið öfundsvert af henni.
Trúlega eru ýmsir áfellisdómar, sem hún hefur
hlotið, ekki á sanngirni byggðir. Guðríður hefur ekki
verið neinn engill, en heldur ekki sá vandræðagrip-
ur, sem þjóðsagan vill vera láta. i bók sinni segir
Magnús Jónsson, prófessor:
,. í raun og veru er hjónaband þeirra Hallgríms og
Guðrfðar ákaflega auðskilið. Hún var myndarleg
kona, sennilega bæði frið sýnum og hefur haldið vel
frfðleika sfnum. Hún getur töfrað Hallgrím 23 ára
piltinn, þó að hún væri þá 39 ára. Hún hefur verið
skapmikil og nokkuð örorð. . .
. . . Hún hefur þráð góða daga, fallegt heimili og
virðingu manna. En maður hennar er gersneyddur
öllu því, er til slíks horfði."
Og svo er það sagan um skurðgoðið, sem Guðrfð-
ur á að hafa haft með sér frá Tyrkjum og tilbeðið,
allra helzt um messutimann, Hallgrfmi til hrellingar.
Þetta fær naumast staðizt. í Múhameðstrú er
stranglega bannað að gera myndir eða eftirlfkingar
af mönnum; ekki heldur af Allah og Múhamed. Það
má heita útilokað að Guðríður hafi komið með slíka
mynd með sér frá Norður-Afríku. Auk þess var tekið
þannig á slfkum hlutum á 1 7. öld, að telja má víst að
prestsfrúin í Saurbæ hefði ekki tekið slíka áhættu.