Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1974, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1974, Blaðsíða 15
Myndskreytt Sturlunga Framhald af bls. 12 búninga, vopna, húsakost og hvað- eina, sem heyrir til umhverfis Sturlungaaldar. Og umfram allt þurfa myndirnar að vera samboðnar því mikla listaverki, sem íslendinga- saga Sturlu Þórðarsonar er. Þau Þorbjörg Höskuldsdóttir og Eirikur Smith urðu fyrir valinu að þessu sinni og getur að Ifta sýnis- horn af myndskreytingum þeirra hér. Óhætt mun að segja, að myndir Eiriks séu hliðstæðar þvi bezta, sem gert hefur verið i þessháttar mynd- skreytingum hér á landi. En Eiríkur hefði gjarnan mátt fá meiri keppni eins og sagt er á iþróttamáli og hefði þá verið f heild orðið merkara. Finnbogi Guðmundsson, lands- bókavörður hefur séð um útgáfuna og segir hann svo I eftirmála: „í þessari útgáfu Íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar hefur (með nokkrum breytingum á staf- og merkjasetningu) verið fylgt þeim texta hennar, er prentaður var I fyrra bindi Sturlunga sögu, er kom út á vegum Sturlungaútgáfunnar i Reykjavfk 1946. Aðalumsjónar- maður þeirrar útgáfu var Jón Jóhannesson, en að henni unnu með honum þeir Magnús Finnbogason og Kristján Eldjárn." Og siðar í eftirmálanum segir Finnbogi: „Talið er liklegt, að Sturla Þórðar- son (1214—1284) hafi samið fs- lendinga sögu á efstu árum sínum, hann hafi þekkt Þórðar sögu kakala og Þorgils sögu skarða og sneitt að miklu leyti hjá efni þeirra, en sú sé skýringin á eyðum þeim, er verði að mestu í fslendinga sögu 1242—1252 og aftur 1254—1258. Er auðvitað tvennt til, að frásögn Sturlu hafi glatazt frá þessum árum eða hún hafi á um- ræddu skeiði aldrei verið hugsuð nema sem ágrip eitt eða viðauki við fyrrnefndar sögur. Verði þessu bindi vel tekið, er ætlunin að halda áfram á sömu braut. Horfir þá beinast við að gefa út Þórðar sögu kakala, Svinfellinga sögu og Þorgils sögu skarða og fylla þannig i stærstu eyður íslendinga sögu. Um gerð mynda þessa bindis er það að segja, að undirritaður valdi fyrst úr allri sögunni um eitt hundrað atvika. en síðan skiptu listamennirn- ir með sér þeim viðfangsefnum, er þeir kusu sér úr helmingi þeirra. Ég flyt hér með þeim Þorbjörgu Höskuldsdóttur og Eiríki Smith beztu þakkir fyrir ánægjulega samvinnu. Þá þakka ég og Menntamálaráði og framkvæmdastjórum Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélags- ins, hve vel þeir aðilar tóku hug- myndinni um þessa útgáfu. fslendinga saga Sturlu Þórðar- sonar er eitt allra merkasta og stór- brotnasta sagnaverk fslendinga og þvl ekki vonum fyrr, að hún er nú — á ellefu alda afmæli Islandsbyggðar — gefin út sérstaklega með mynd- um Islenzkra listamanna. Allt, sem getur orðið til þess að teygja menn til að lesa og kynna sér jafnágætt verk og fslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar, ætti að vera góðra gjalda vert." BÖRNIN TEIKNA Að undanförnu hafa margar ágætar teikningar borizt frá bömum. En margar þeirra getum við ekki birt, vegna þess að þær eru of dauft teiknaðar. Athugið, að teikningarnar verða að vera mjög skýrar og greinilegar og helzt I sterkum litum. Beztur árangur næst yfirleitt með tússlitum. Hér kemur skemmtileg mynd af þeim félögum Karfusi og Baktusi, sem allir þekkja. Þeir eru þarna við tennur, sem þeir hafa gert að heimilum slnum. Höfundurinn heitir Valgeir Egill Ómarsson, 6 ára og á heima á Álfaskeiði 44 I Hafnarfirði. É» úr vísnasafni Sigurðar Björgulfssonar Eitt sinn komst á dagskrá að flytja Menntaskólann I Reykjavlk austur til Skálholts, vegna þess að menn vildu hefja staðinn úr þeirri niðurlægingu, sem hann var kominn í. Meðal þeirra, sem aðhylltust hugmyndina var meira að segja sjálfur rektorinn, Pálmi Hannesson. En þegar þetta var á döfinni, orti Bjarni Ásgeirsson: Ef í Skálholt skólinn fer skróp og leti eyðist. Mestur þroski og þróttur er þar sem manni leiðist. Páll Guðmundsson á Hjálmsstöðum I Laugardal var með betri hagyrðingum landsins á sinni tið. Páll var gleðimaður og þótti sopinn góður. Um einhverja ferð, sem þvf miður verður ekki tilgreind hér, orti hann þessa vtsu, sem stundum hefur að visu heyrzt með öðruvisi byrjun: Nú er fálag ferðin mín fékk ég engan sopa, fyrir bjór og brennivín bergi ég hoffmannsdropa. Konráð Erlendsson orti eftirfarandi vísu um stúlku, sem var að þvo tröppur i snörpum vindi, en maður nokkur stóð þar fyrir neðan og varð honum titt litið upp til stúlkunnar: Vindur blés um vangaslóð vatt til pilsum hraður. En á þrepi öðru stóð undurhyggjumaður. x Maður að nafni Trausti var að ræða við Lúðvik Kemp og þótti honum Lúðvik helsti kvensamur. Þá kvað Lúð- vík: Ég hef verið margra maki meyja, það er hægt að sanna. En ég hef aldrei TRAUSTAtaki tekið eiginkonur manna. Niðvisur eru heldur ómerkilegur þáttur í islenzkri visna- gerð, vegna þess að oft eru þær aðeins upptalning á hrakyrðum. Af þeim ástæðum hafa þær heldur verið sniðgengnar i þessum vísnaþætti. í safni Sigurðar Björg- úlfssonar er ein af þessu tagi, sem þó er á öðru plani. vegna þess að i henni felst líking. Friðgeir H. Berg orti þessa visu um ótilgreindan kvenmann: Þótt hún beri fögur föt og fætur netta sýni, út um sálar gluggagöt gægist læðutrýni. x Margt „partýið" hefur byrjað þokkalega og endað með ósköpum. Um eitt slikt samkvæmi orti Björn G. Bjöms- son: Klukkan eitt menn unnust heitt, öls var neytt og hlegið, talað gleitt unz tón var breytt, tönnum beitt og slegið. X Meðal Vestur-fslendinga hefur blómgast ðgæt visna- gerð og þeir voru fleiri en Káinn, sem létu til sin taka. Einn þeirra var Valdemar Pálsson. Hann orti til dæmis þessa visu um það alkunna fyrirbæri, hvað sannleikurinn stendur oft höllum fæti gagnvart lyginni: Lygin flaug um lönd og sjó langt á burtu héðan. Sannleikurinn sína skó sat og batt á meðan. X Að fara með völdin og gera það svo öllum liki, er vist ógjörningur of oft finnst skáldunum að minnsta kosti, að valdamennirnir fari aftan að hlutunum. Meðal skálda, sem um þetta hafa ort, var Öm Arnarson og visan er þannig: Valdamenn á feðrafold foldarbörnum stjórna að vild skáldum bjóða að moka mold moldvörpum að rita af snilld. Alkunn er vísa Andrésar Björnssonar: Það er hægt að hafa yfir heilar bögur án þess að rimið þekkist þegar þær eru nógu alþýðlegar. Visuna má eins skrifa i einni órofa setningu og lítur hún þá út sem venjulegt, óbundið mál. VFsnagerð af þessu tagi er iþrótt út af fyrir sig og hér er ein eftir Gisla Konráðsson frá Hafralæk: Allir flokkar sýnast sam- sekir um alveg framúrskar- andi mikla fíflsku í fram- ferði sínu um kosningar. X Visnasöfn eru ekki alltaf pottþétt og heimildir safnara misgóðar. Nú hefur komið i Ijós að visa i einum þættinum var rangfeðruð og er skylt að bæta úr þvi. Það var visan „Heilsa ég bæði dóna og dverg" sem eignuð var Jóni Thoroddsen. Nú hefur þættinum borizt vitneskja um. að visan sé ekki eftir Jón, heldur Benedikt Gröndal. Hafði skáldið verið við skál og komið i Flatey á Breiðafirði: Ljóðaði hann á fólkið, en i þvi er hann var hálfnaður með visuna, sá hann Kristján kammerráð á Skarði og rétt er visan svona: Heilsa ég bæði dyrgju og dverg og durgum þar í garði. Komið þér sælir Klingenberg kammerráð á Skarði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.