Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Blaðsíða 4
Sigurður Guðjónsson
Nú langar mig til að
syngja tónsnillingum allra
alda lof og dýrð. Hve við,
dauðlegir menn, eigum
þeim mikið að þakka.
Mitt í miðaldamyrkri
vonarsnauðustu nætur er
yfir mannkyninu hefur
gruft skapaði Palestrina
auðmjúkustu, hreinustu og
háleitustu lofsöngva er
stigið hafa til guðs frá
mannlegum brjóstum. Það
sannar mér að jafnvel á
dögum lygi og heimsku,
villu haturs, kúgunar og
andlegrar ánauðar getur
góður og göfugur maður
haldið reisn sinni og staðið
augliti til auglitis við guð
með óflekkaðar hendur og
hreint hjarta.
Hinn sterki og staðfasti
Heinrich Schútz lifði á tím-
um þrauta og þjáninga,
sannkölluðu helvíti mann-
legrar skammsýni og
grimmdar. Hvað eftir annað
neyddist hann til að flýja
heimili sitt undan haturs-
æði þrjátíu ára stríðsins og
geigvænlegum drepsóttum
er læddust eins og grá og
dapurleg þoka yfir álfuna er
vist hafði bæði vit og móð.
Hann sá handrit sín fuðra
upp í æðandi logum brenn-
andi borga, margra ára
vinnu lagða í rúst, ævistarfi
sínu feykt burtu eins og
laufblaði að hausti. En jafn-
vel í villtustu fárviðrum
'bogna ekki hinir sterkustu
stofnar. Hvað eftir annað
tók hann upp slitinn þráð-
inn og hélt áfram að spinna
tónvef sinn, öllum þjáðum,
öllum hryggum til blessun-
ar. Þó vissi hann aldrei
hvort tónar hans næðu eyr-
um lifandi vera eða yrðu
pestarfári þessara hryllilegu
tíma að bráð. Og hann sigr-
aði. Á gamalsaldri samdi
hann Jólaóratóríu sfna. Þar
talar hann til mannkynsins
með svo staðfastri trúar-
vissu, tiginbornum heiðar-
leika, barnslegri einfeldni
og skilningsríkri mildi að
jafnvel samnefnt verk sjálfs
Bachs verður að barnalegu
skrúði samanborið við lát-
laust mál hins Iffsreynda,
þroskaða og vitra sjáanda
út yfir rúm og tíma. Ég
þakka af heilu hjarta list
hinna ítölsku barokktón-
skálda, er sungu Iffinu og
ástinni óslitinn dýrðaróð.
Engir hafa lýst hinni undur-
samlegu og gjöfulu náttúru
þessarar dásamlegu jarðar
af jafn heitum kærleika og
næmri innlifun. í madrigöl-
um og konsertum þessara
óspilltu náttúrubarna tekur
öll náttúran að klingja:
fuglarnir syngja, lækirnir
hjala, vötnin óma, skógarn-
ir hvísla og hafið ymur. Og
inni í þessari dýrlegu
náttúrusynfónfu dansar
mannlífið, einfalt og óbrot-
ið, eftir þokkafullu hljóð-
falli hinna suðrænu tóna.
í Thomasarkirkjunni f
Leipzig, þessu musteri trú-
ar og tónlistar, stjórnaði
endur fyrir löngu aldraður
maður fyrir hálftómu húsi
fegursta lofsöng mann-
kynsins til máttarvalda
himinsins. En hann.syngwr
fyrir daufum eyrum. Áheyr-
endur hans botna ekkert í
þessum háleita anda er
fyrstur manna færði mann-
kyninu sjálfan guð í tónlist.
Og hann heldur áfram til-
breytingarlausu striti fyrir
daglegu brauði, semur tón-
list fyrir hverja sunnudags-
guðþjónustu, kyndir kirkj-
una og kennir sljóum og
áhugalausum nemendum
stafróf hinnar æðstu listar.
Hann er ekki í hávegum
hafður.
Yfirmenn hans lítilsvirða
hann og fyrirlfta. Vegfar-
endur brosa að þessum
íhaldssama kantor þegar
hann gengur um götur með
hlægilegt parruk á höfði.
Engan grunar að þar fer
einn af göfugustu sonum
mannkynsins. Aðeins kona
hans grét þegar þessi
vinnulúni, lítilþægi og
nægjusami maður gaf upp
andann eftir þrotlaust starf
á vegum guðs í þágu mann-
kyns. Einungis lítil andláts-
frétt í borgarblaðinu. En er-
lendur þjóðhöfðingi,
grimmur og harður —
hann var sá sem grét. Hann
var eini samtímamaðurinn
sem skildi mikilleika þessa
ættföður samhljómanna.
Svo þverstætt er mannlegt
eðli. I hundrað ár lágu hinar
háleitu hugsanir Sebastian
Bachs í dái og gleymsku.
En nú lýsir hann eins og
eldstólpi upp úr móðu ald-
anna, vegvísir og sálusorg-
ari, hjálparhella og skrifta-
faðir milljóna um alla jörð.
Hversu mikið skyldu
menn nú gefa fyrir að
þekkja gröf Mozarts? Hve
margir myndu flykkjast að
leiði hans í hljóðlátri þökk
fyrir hans engilbornu gjafir?
Því tónlist hans svífur
vissulega eins og engla-
söngur til jarðar. Enginn
hinna miklu meistara
kemst í hálfkvisti við
Mozart í hreinleika hugs-
unarinnar, fágun stílsins og
glæsileika formsins. Tónar
hans virðast koma ofan úr
hæðunum jafn eðlilega og
áreynslulaust og sólargeisli
gegnum skýjaflóka. Þó
barðist hann mikinn hluta
ævi sinnar við skilnings-
leysi, fátækt, ástarraunir
og óvild sér minni manna.
Þó er hann ekki bitur né
beiskur f lofsöng sínum í
Sálumessunni. Þannig
bregðast miklir menn við
örlögum sfnum.
Hvaða þraut þyngri væri
hægt að leggja á tónlistar-
mann en þá að missa
heyrnina? Væri slfk ógæfa
ekki næg til að brjóta niður
hvern meðalmann þó ann-
að mótlæti kæmi ekki til?
Af öllum mönnum mann-
kynssögunnar, sem ég
þekki til, dáist ég mest að
Beethoven. Ég hrffst af
óbilandi þreki hans, ég er
gagntekinn af járnhörðum
vilja hans, ég lofsyng hið
máttuga mótstöðuafl hans,
ég dáist að víðsýni anda
hans, ég dásama auðmýkt
hans fyrir guði og ég veg-
sama mildi hans og sáttfýsi
í garð örlaganna á efri
árum. Hann gnæfir eins og
vindbarið fjall hátt yfir
sléttur meðalmennskunnar
jafn ósnortinn af öllum
hræringum sem sjálft
hvolfþak himinsins. Hann
er eini listamaðurinn sem
hefur brotizt svo að segja
gegnum alla múra og kom-
izt til botns í þeim dular-
fullu lögmálum er stjórna
lífi okkar og skammta ein-
um gleði í dag og sorg á
morgun. Sfðustu verk hans
endurspegla ekki lífið og
tilveruna eins og hann
skynjaði hana í huga sér
heldur taka þau á sig mynd
kosmos eins og hann er f
raun og veru. En þrátt fyrir
þetta ber ég enn dýpri að-
dáun í brjósti til annars
meistara ef til vill sökum
æsku beggja. Hvað gæti ég
sagt um Schubert? Hvaða
orð ná þakklæti mínu til
þess manns er verið hefur
tryggasti vinur minn árum
saman og aldrei hefur
brugðizt mér? Þegar ég hef
fallið hefur hann reist mig
við. Þegar sortinn hefur
orðið svo svartur að ég hef
misst allra átta hefur hann
lýst upp myrkrið með hinni
mildu, hlýju en þó karl-
mannlegu sól sinni.
Schubert þekkir hverja
hugsun er þýtur um heila
minn og sérhverja tilfinn-
ingu er bærist mér f hjarta!
í mörg ár hef ég vandlega
rannsakað þau verk hans er
hann hefur samið á því
aldursári er ég hef sjálfur
verið. Þetta gefur mér
undursamlega tilfinningu
fyrir því að hann sé holdi-
klæddur vinur minn og
samferðamaður er deili við
mig kjörum gegnum súrt
og sætt. Þó átti þessi mikli
snillingur aldrei pfanó
nema sfðustu mánuði ævi
sinnar. Öllu meira van-
þakklæti heimsins er ekki
hægt að hugsa sér. En þó
tókst honum að skapa
meiri auð en falinn er í
gjaldeyrissjóðum allra stór-
velda nútfmans. „Sfðan ég
kynntist Schubert hefur
hann verið bezti vinur
minn. Kannski er hann eini
vinur minn. Hann er styrk-
ur minn í mótlætinu en
veikleiki minn í meðlæt-
inu." Þessi orð skrifaði ég
um Schubert endur fyrir
löngu og enn í dag hef ég
engu við þau að bæta.
Sumir menn hafa þvílika
skapgerð að þeir standa
ávallt einir þó þeir séu um-
kringdir vinum og aðdáend-
um. En þessir útlagar úr
mannfélaginu eru oft
gæddir slfku næmi á mann-
legt Iff að það er sem þeir
sjái í gegnum holt og hæð-
ir. Þess vegna bera þeir
hljóðan harm í hjarta, því
„meðan einhver situr í
myrkrastofu er ég ófrjáls",
sagði amerískur spekingur.
Slíkur maður var Brahms.
Hann var einhver frægasti
maður Evrópu um sína
daga en hann var jafnframt
einhver mesti einstæðingur
er skapað hefur listaverk.
Hin þunga, tregafulla og
dramatfska tónlist hans er
harmljóð einmana sálar. En
f eintali sálarinnar segja
menn sannleikann. Þess
vegna hrífur list þessa
alvörugefna manns alla þá
sem kunna að þjást og
finna til. Hún fróar öllum
þeim er etið hafa brauð sitt
grátandi og einir, en aðeins
þeir munu skilja lögmál
himinsins eins og Göethe
segir í kannski djúphugsuð-
ustu setningum sem til eru
í þjóðlist.
í heimi nútfmans veitist
mönnum erfitt að finna friS
f sinni. í þessum hrollvekj-
andi hávaða, æðisgengna
ruglingitrygglingslegahraða
Framhald á bls. 23