Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Blaðsíða 15
 Ljóð nokkurt eftir Jón Óskar hefur oft komið upp í huga minn síðan ég las það í fyrrasumar. IMefnist það: „Þú sem hlustar" og er úr samnefndri Ijóðabók, sem kom út á árinu 1973 Þar brýnir skáldið fyrir þeim, sem heyra í störmih- um, að hlusta á þögnina — og segja ekki mikið. Á undanförnum áratug- um má segja að storm- ; hraðinn hafi siaukizt í vest- rænni menningu og má nú segja, að við séum stödd í stólparoki fjölmiðla, auk- inna samgangna, Itfsgæða- kapphlaups, allskonar menningarneyzlu, síauk- innar kröfugerðar, upp- lausnar hjónabanda og heimila, ærandi popptón- Jistar og þannig mætti lengi telja. Jafnvel jólunum sjálfum hefur stormurinn svipt með sér, þau eru orðin hálfgerð hasar- og basarjóJ, — og á ég þar aðallega við undirbúning og aðdrag- anda þeirra. Þau eru sannarlega notuð í fjáröfl- STORM- INUM - unarskyni eins og sjá má á öllum basar-, markaðs-, og jólafundaauglýsingunum í blöðunum þessa dagana. Skólarnir hagnýta sér líka aðdraganda jólanna fyrir jólapróf, jólatónleika og jólaskemmtanir — alveg fram á síðustu stundu,svo að vandi getur orðið fyrir fjölskylduna að finna sér t.d. laufabrauðs- dag, þegar allir mega vera að því að taka þátt i laufa- brauðsgerðinni, ég tala nú ekki um, ef börnin eru mörg og i mismunandi skólum. Ég veit, að margt fólk á mJnum aldri á sinar beztu minningar tengdar jólun- um ekki sfður frá jólaundir- búningnum en jóladögun- um sjálfum. Margir urðu sannarlega sælir að fá að búa. tij ódýrt sælgæti, jóla- poka og jólaskraut með eigin höndum og aðstoð pabba og mömmu i friði og ró í fremur fábrotnum húsákynnum, þar sem e.t.v var hægt að hlusta á skemmtilegar frásagnir og sögur í útvarpinu á meðan. Nú er þetta gert í fjölda- framleiðslu i skólum, leik- krækiber skólum og dagheimilum og veitir auðvitað mikla ánægju, — en eitthvað held ég vanti samt. En vonandi er fólk ekki alveg svo upptekið við vinnu, basara, fundi og skemmt- anir fyrir jólin, að einhver smuga finnist ekki fyrir sameiginlega stund fjöl- skyldunnar til jólaundir- búnings. Margir vesturlandabúar hafa flúið úr storminum á vit austrænnar dulspeki og hugleiðslu, leitað inn á við á vit þagnarinnar. En of mikið af öllu má gera og hætt er við, að sveltandi mannkyni verði ekki bjarg- að á þann hátt fremur en á innihaldslitlum málskrafs- þingum. Liklega verður bezt að feta hinn gullna meðalveg þarna eins og annarsstaðar. Gott er samt til þess að vita, að til er fólk meðal þjóðar okkar, sem heýrir í storminum ' og hlustar á þögnina og ber á borð fyrir okkur Ijóð, tónverk og myndir, — gullin brot sjálfrar eilifðarinnar. Anna María Þórisdóttir. MAÐURINN leitar sér ávallt rétt- lætingar af Iifinu þegar það leiðir hann í ógæfuna. Þannig er erfitt að hugsa sér harminn sannan svo fremi sem hann er ljóslega skipu- lagður, því hann missir eðli sitt fyrir hið mennska kukl, sem byggist á brotum minnínga um einkverjar liðnar stundir, enda er eðli harmleiksins mikið vanda- mál. Sú persóna sem kvað tækust er i harminn, hina leikrænu eftir- hermu, skyldi þvi vera fremur óþroskuð, ætti þannig að gánga inn í kvöl sína i algeru ráðaleysi, en það er gagnstætt þvi sem gerst hefur að jafnaði í leikritum ald- anna, þar sem stuðst er við kóng og kvinnu en peðafíflunum komið á fyllirí, svo að þau slaga út um allt miðtaflið þar sem þau missa allra átta í byrjun leiks. Samkvæmt þvi sem Platon segir (en hann er kannski fyrstur manna til að skrifa um dramað) skyldu leikarar vera menntaðir, hafa gott mannorð og vera af góð- um ættum. En þetta er varhuga- vert, þvi er hinum visa ekki eigin- legra að gánga kríngum hann með yfirvegun? Leitar hann ekki sjálfum sér einkverrar varnar i hugskoti sínu og þar fyrir tekst fremur en hinum að svífa í klárum þánka sinum upp yfir eða framhjá hinni sárustu kvöl? Býr hann sér ekki skjól utan hennar? Allt um það segja menn að þar sem þránni ljúki taki viskan við; og hinn reyndi er lángtum betur búinn gegn andlegum sársaukum lífsins að því leyti að hann getur hugsað sér tilveruna þrífast á einn og annan hátt. Hann er þess megnugur að taka skellunum með meiri ró en sá sem ekki getur hugsað sér einángruð eða þrengd lífsform sín röskuð án þess stór- lega skekkjast við það. Þvi hinn spaki megnar oft að breyta inn- taki ýmisra ángista sem að honum dynja og gera þær máttlausar. 2 Aristóteles sagði tima harmsins stuttan, og til þessa hafa menn vitnað öld eftir öld og þjálfað verk sin eftir þeim skilningi hans. Venjulega er sagt að tími harm- ræns verks skyldi vera sem stystur, lengsti tími um sólar- hríngur. Hann nefnir sólarhríng án þess að gefa fyrirbærinu stað innan ángistarinnar sjálfrar, eða gefa leikgángnum rúm eftir þeim tima sem sársaukinn er að kvelja hugahinsþjáða. Hinum grandlausa manni verð- ur sviplega stúngið á kaf í kvöl- ina, þvi hann þekkir engin ráð sér til hjálpar þegar stormurinn skellur yfir. Hann veit engan tíma sem gæti gefið honum forskot og leyft honum að komast undan. Hann kann engin ráð til að sveigja timann sér i vil eða forða sér i burt. Vegna þessa striðandi mannbarns er harmurinn til og þess vegna er tími harmsins sagð- ur stuttur, þvi i manninum er þó rnikil kvöt sem leitar honum bóta, og hann reynir sem hann getur að rísa undan farginu. Aristóteles hefur líklega haft þetta í huga þótt hann tiltæki sérstakan tíma? Kvað sem þvi líður þá hlýtur hinn harmræni timi aðeins að tak- markast af ringulreið þeirrar hugarángistar eða hugsunar sem ekki fær tima til að rata til sjálfrar sin. Harmurinn varir svo lengi sem maðurinn er að kafa óráð sitt. 3 Þjáningin er undarlegt ástand. Kversu heimsk er hún oft og tið- um í sjálfu lifinu þegar það fer að staðna, rétt ans hún komi aldrei upp nema i þreytu og stöðnun — eða þegar hún er færð i stíl eða upp á leiksvið. Og harmurinn — kversu alvarlegur og rembings- legur í höndum skáldanna sem búa hann til eftir forskriftum. Þúsundir ritgerða og bóka hafa verið skrifaðar um eðli harmsins, en kver megnar að skrifa þvílika harmleiki sem þessi frumskáld? Kannski er þjáning þessa tíma eittkvað helsuð. Líklega á hún of djúpar rætur i félagslegum vandamálum til að koma upp hrein, og kannski meir en ástæða er til. Þvi mér dettur i hug að Framhald á bls. 21.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.