Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Blaðsíða 17
honum vel geymdar fram á útmánuði ífrystikistuþorrans og góunnar. Ég held að þessi dýr merkurinnar hafi aldrei torgað birgðunum. Hitt má til sanns vegar færa að norðurstrandir hafi verið hundrað þúsund kumla kirkju- garður norðlenskra sjófugla, einkum langvíu og stutt- nefju, haftyrðils og margra lunda, teistu, æðarfugls og strjálings af öndum. Það var ekki heldur neitt sérlega búsældarlegt að sjá, svona í fyrsta kasti fullan þriðjung sumarheyjanna úti um hvipp og hvapp í sátum, görðum, flekkjum eða þó í fúlgum væri, sumt mikið til á kafi í fönn og gegnfrosið. Og þó. Það var nú einmitt eitt af því sem gert hefur þennan vetur mikinn ágætisvetur á sinn hátt. Þarna var þetta hey eins og í fshúsi geymt og gefið frosið á garðana, ekki neinn smátíma, heldur 3—4 mánuði. Og ekki man ég til að nokkur teldi eftir sér handarvikin að moka heyi upp úr sköflum og hlaða á sleðana, þó útiverkin yrðu helmingi lengri en annars. Auðvitað var litið sældarbrauð að mæta öllum þessum kulda á bæjum, sem byggðir voru fyrir helmingi minna frost. Og ekki voru þá upphitunartæki í húsum og eldi- viður af skornum skammti og talsvert frosinn víða. Skyrkaggar gegnfrusu í búrum og sláturtunnur slíkt hið sama. Skyrið varð að glundri, þegar það þiðnaði og slátrið að hrati og molnaði sundur. Samt var hvorugt dæmt ónýtt. Ég efast ekki um að margt hafi orðið erfitt þeim, sem húsum réðu, þegar frostið var komið upp í 36 stig og raunar löngu áður. En það kom hvergi niður á ungdómn- um þar sem ég þekkti til og þess vegna mun hann ekki hafa orðið eins vel sjáandi á það. Sagt hefurverið viturlega að „millimannsoghests og hunds hangi leyniþráður". Ekki er sá þráður minnstur fyrir sér, sem liggur á milli krakkans og þess sem eldri er og þarf að ráða fram úr og bera ábyrgðina, ef vel á að fara. Þau fræði verða þó ekki rædd hér, aðeins nefnt sem staðreynd að í þessum kuldaþrengingum fann unglingur- inn á mínum bæ eða nágrenninu ekki til neins beygs. Frá þeim sem eldri voru lágu engir leyniþræðir óttans við heyleysi. Þó svona tækist til um sláttarlokin urðu heyin hey, sem úti urðu, geymd í frystibúri vetrarins. Og þar sem engir verulegir áhyggjubaggar lögðust á næstu herðar, svipaðir þeim, sem um aldir hafa beygt bök Islendingsins áöllumísavetrumáundanþessumgat æsk an að minnsta kosti tekið allri nýbreytingunni með fögn uði forvitninnar. Hún kærði sig kollótta þó frostið biti hana ögn í kinnarnar. Það var bara einskonar súrefnis^ súrefnisgjöf. Hún fékk að spranga út um Flóa með hafir undir fótum með áður óþekkta hluti fyrir augum. Hún hafði fregnir af ferðalögum yfir þveran Skjálfanda milli Náttfaravíkna, Flateyjar og Húsa- víkur og heyrði að hægt væri að skeiðriða út til Gríms- eyjar ef bara væri prófað nógu vel með ósviknum broddstaf. Menn lögðu leiðir sínar eftir brautum yfir hina „fljótandi álfu“ með hest og sleða til að mynda Húsvikingar, sem óku kolum úr Tungu- námum framan við allar fjörur. Og einn daginn i 34 stiga frosti kom Sigurður Egilsson á Laxamýri gang- andi handan yfir Gönguskarð og hafði gengið á þeim degi innan úr Eyjafirði og farið yfir fjörðinn þveran nálægt Hrísey, kominn frá einhverjum bæ vestan Eyjafjarðar norðarlega. Það þótti frækilega gert að ganga alla þessa leið á einum degi og ná háttum í Laxamýri. A þessum kalda vetri lagðist mannlífið ekki f neinn dróma, siður en svo. Aftur var sem útifuglar þeir sem íslenskastir eru, hyrfu flestir um skeið útúr tilverunni svo sem rjúpur og snjótittilngar og meginið af álftum. Einhvern veginn hefur forsjónin víst hafr ráð með að ýta við brjóstviti þeirra og látið þá leita suður á bóginn undan hafáttinni að norðan. Þó man ég eftir einum músarrindli, sem átti holu i taðhlaða og flaug þar oft út og inn, þegar ég var að sækja i eldinn. Á hrafnana og sjófuglana var áður minnst. Grænhöfðaandir og topp- andir féllu ekki, þótt flest flestar kaldavermslalindir sem lengst haldast opnar allra vátna fyrir utan hveri og laugar. Og svo allt í einu komin vináttunnar vorgola sunnan yfir jökla, sem lifið kyssir til vöku og vaxtar, löngu áður en vetur er vanur að vikja úr sæti. Þau hafþök sem sýndust órjúfanleg leystust sundur svo skyndilega að lygisögu er líkast. Isinn fór að fljóta til og vakir að opnast. Það var komin hreyfing á allt utan við landsteinana, nema einn og einn stórjaka, sem stóð í botni bundinn. Svo lagði Hvitur á haf út eins skyndilega og hann kom og var horfinn utan þessar drefjar með löndum fram. Fuglar fóru að sjást á auðum sjó. Hvaðan komu þeir? Að sunnan eða hvað? Svo flókinni lífsgátu verður hér ekki svarað sem er bjóstvit fugla og fiska. Selir skutu upp kollinum í auðum sjó. Hvar voru þeir meðan ísöld vetrarins lagði allan sjó í læðing? Ekki áttu þeir hér lífsreynslu bræðra sinna við Grænland, sem anda að sér lofti undir ís gegnum holur, sem þeir halda opnum. Snjórinn rann af jörðinni og klakar tóku að flysja sig frá sverðinum og vorgolan kallaði á gróandann með nafni. En hann var óvenjulega seinn til svara í svona veðri, einkum sá er vingull nefnist og öðrum túngrasa- heitum. Þótt snjórinn hyrfi furðu fljótt átti vor-vináttan mikið verk eftir að bræða þelann úr moldinni, sem stóð djúpt. Kuldalegt um a8 litast I búrinu: FrosiS á sláturtunnunni Fyrir frost I hæðum náði hún aldrei fyr en hún var orðin gömul undir haust eða endurnýjuð á næsta ári. Sumstaðar voru hólar í túnum sprungnir langt niður í iður jarðar. Eftir einni sprungu man ég vestan undir vegg, sem gapti svo sundur að koma mátti gildum fæti niður upp á kné. Þvf miður var ég ekki sá vísindamaður að mér dytti í hug að mæla dýpt hennar. Rætur margra grasa voru freðnar og moldin klaka- stumpur eitthvað og eitthvað niður enn lengra. Af þessu leiddi að tún komu viða kalin undan snjó. Þá sá ég túnkal f fyrsta sinni. Og þó ekki væri kal beinlinis var kyrkingur í öllum túngrösum vegna neðankulda úr frosinni mold. Mýrargróður tók hinsvegar vel kalli vorsins. Októ- berhrfðin kasaði á mýrarnar krapi og snjó og stfflaði upp á þær vötn og kíla. Þar myndaðist því víða varnargaddur, sem hlífði fyrir frosti og lá sú sfbreiða yfir heilum mýrarflæmum allan veturinn. Þegar að slætti kom, kom í ljós að heyskaparhorfur voru viða ærið skuggalegar. Þá var ekki kjarni eða saltpétur til að pina gras úr jörðu. Litlir möguleikar voru á fóðurkorni. Engi voru J>að eina, sem til varð tekið. Voru þau þá til einhversstaðar? Já, i mýrunum. Ekki man ég hver kom fyrstur að Sandi til að biðja um engi. Einn af þeim fyrstu var samt Arni á Þverá i Reykjahverfi, stórbóndi á heljarjörð með heljartún. Þverár hálfdeigjur voru hvítar og túnið varla ljáberandi. Svona var það allt Reykjahverfi og víðast nema í vot- engjum. A öllum votengjajörðum varð þvf fljótt mikill mannagangur I leit að engi. Allt var hirt, sem ljá á festi. Gömlu mennirnir sögðu að sú jörð væru ljáberandi, sem gaf af sér úr einu ljáfari munntungu upp i hagalamb. A henni mátti sjá heilan heyhest á 12 tíma degi ef rösklega var að verið. Menn óðu út í tjarnir og kíla, þar sem stör óx, í mitti og undir hendur, þó ekki væri hún þéttari en svo að úr ljáfarinu kæmi munntugga upp í kú. Engið var enn hátt skrifað 1918. En við skulum fylgja Árna á Þverá og skoða með honum engi, sem honum var boðið í svokallaðri Keldu. Vildi nú ekki einhver drengjanna á bænum sýna Árna engið? Jú. Var það ekki eðlilegt að sá færi sem áraflestur var og einna myndugastur þess vegna? Arni var vel liðaður, átti fjóra stráka duglega og var sjálfur garpur til verka. Þessvegna var honum boðið erfitt engi en þannig þó, að þar var hægt að rífa upp hey með karlmennsku. Til annara, sem minna máttu sfn að þessu leyti, varð að hugsa með öðruvisi engi. Þetta fannst mér hin mesta skemmtiför og ekki svo lítið virðulegt að riða með störbóndanum á Þverá út austur I Keldu, og allt að því að ég væri orðinn dálitið veitandi. Keldan var þannig sköpuð áður enhennivar breytt með skurðum, að hún dúaði mjög undir fótum, svo hestur sökk næstum í kvið, þar sem blautast var. Ekki leist Arna sem best á, þegar klár hans var kominn út i þetta og sagði: „Hleypum við ekki ofan í I þessu feni?“ Onei. Ég vissi vel um seiglu rótanna undir gulstörinni í Keldu. Vel leist Árna á stráin og allt það engjaflæmi er við okkur blasti. Gulstörin var sumstaðar fetshá og ekki mjög gisin. Vildi hann taka þetta engi? Já. Gras, gras, hey, hey var það sem hann vantaði. Og hann hélt að Þverármenn hlytu að geta lært að heyja í votengí eins og hverjir aðrir. Þeir losuðu mikið gras i Keldunni og dræsuðu vestur f Oddgarðshró og báru þar og á Skipholti upp tvö hey væn. Raunar þurfti ekki að fylgja nema sumum, sem komu að skoða engi. Kaldbaksbræður rötuðu i Fífutoppana og Hraunkotsmenn i Streitu. Þeir höfðu heyjað þar áður. önundi þurfti ekki heldur að segja til vegar i Norður- Slýum eða Jóhanni í Kríhólmanum. En svo eru aðrir bráðókunnugir i þessu votengi og kunna varla að slá þar eða dræsa upp á þurkvöll og alls ekki að draga upp i togi. Þeim ókunnugu verður að leiðbeina. Og einhvernveginn verður það svo að húsbóndanum verður það frekar fyrir að biðja einhvern sonanna að fara en fara sjálfur. Áður en varir finnur sá hinn sami sig sem einskonar ráðsmann á parti af jarðriki og litur á sig eins og smalinn sem eignar sjálfum sér hjörðina. Svo fær hann kannski heil- mikið af þakklæti án verðskuldunar fyrir að segja: Þú mátt koma á morgun með orfið þitt og fara i Naustastykk- ið eða Illukelduna. Að maður ekki tali um þakklátssem- ina ef fylgdarmaður leyfir „blett handa kú“, til dæmis að taka í Eyjarhrólshólma eða einhverri Kílröndinni. Meira að segja fylltust þeir, sem ekkert höfðu að slá, þakklæti fyrir að fá að heyja sinuþussa í flóum, sem aldrei endranær voru taldir engi. Allt er hey i harðindum og engi þegar sprettan bregst. Það var reglulega gaman að sjá vinnubrögð sumra þessara manna eins og til dæmis Benedikts Kristjánsson- ar, Kaldbaksbræðra og Hraunkotsmanna. Benedikts er áður getið. Hann var slíkur sláttumaður að fáir eða engir fundust hans likar. Hann heyjaði Keldu fyrir norðan Þverármenn og dró upp á hesti svo langa skára að aldrei áður voru í Sandsengi dregnir upp þannig eins langir skárar. Hestur hans stóð tjóðraður hjá Háaheygarði. Þannig var sá maður að engu skipti hvort hann vann Framhald á bls. 18

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.