Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Blaðsíða 21
StaSur ( GrunnavFk. sveina sina í steytings roki og tók barning. Ég horfði á hann leggja af stað og reri prestur á tvær árar í austurrúmi. Eg man hve árarnar svignuðu eins og fjaðrir, er hann seig á þær, en skektunni hnykkti áfram við hvert áratog fyrir þess- um rólegu tröllatökum. Ég hefi aldrei séð eins fallega og karlmannlega róið. Hann minnti mig á fornsagnapersónu, viking. Þannig mundi þessi maður prest þeirra Mjófiróinga. Ég hygg að i þessu ljósi sjái margur hinn ódeiga prest á þess- um árum. Þetta og annað varð til þess að gera hann að þjóðsagna- persónu í lifanda lífi. Eigi undi sr. Jónmundur lengi eystra og sótti því um Staðar- prestakall í Grunnavík, sem hann fékk veitingu fyrir vorið 1918. Þetta var mjög kalt vor eftir frostaveturinn mikla. Hann segir sjálfur svo frá komu sinni í nýja prestakallið: „Vorið 1918 blasti hún við mér í fyrsta sinni víkin, sem nú hefir verið heimkynni mitt í blíðu og striðu þriðjung aldar. — Víkin sem nú er mér svo kær, að ég get naumast hugsað til þess að yfir- gefa hana i fullu fjöri...“ Er sr. Jónmundur kom að Stað, voru hús öll illa farin nema kirkjan en um sumarið 1918 hófst hann þegar handa um byggingu nýs ibúðarhúss. Tveim árum síðar brann bærinn og var heimafólki naum- lega bjargað úr brunanum. Kól konu hans nokkuð, þar eð norðan snjókoma var með hörkufrosti. Sr. Jónmundur hafði brugðið sér gangandi til Unaðsdals er hann þjónaði um þessar mundir, til þess að jarðsetja þá er fórust í leitinni að Sumarliða pósti. Þá um vorið, er klaki var úr jörðu, var hafizt handa um bygg- ingu steinhúss þess er enn stendur á Stað. Eins og áður er sagt var sr. Jónmundur mikill starfsmaður og æði stórtækur til allra verka, er hann tók sér fyrir hendur eins og bygging ibúðarhússins hér á Stað ber með sér. Þegar á fyrstu árum hans hér á Stað, hlóðust mörg trúnaðarstörf fyrir sveitina og héraðið. Hann var um langt skeið i hreppsnefnd og oddviti, skólanefndarmaður og sat i sýslunefnd i áratugi og mörgum öðrum trúnaðarstörfum gegndi hann. Hann var kennari um skeið fyrr á árum. 1 öllum þessum störfum bar hann hag sveitar sinnar rnjög fyrir brjósti og reyndist traustur og fyrirhyggjusamur sveitar- stjórnarmaður i hvívetna. Auk annarra starfa stjórnaði hann ýmsum meiriháttar mann- virkjagerðum hins opinbera, var m.a. verkstjóri við lagningu vega, brúarbyggingu og hafnarbygg- ingu fyrr á árum, — er enn bera stórhag hans og framfaravilja merki og munu gera um ókomna tima. Prestsstörf sin rækti sr. Jón- mundur af kostgæfni. Hann vand- aði jafnan ræður sínar, skreytti þær gjarnan fögrum versum. Mátti heita að sumar ræður hans væru i bundnu máli, þvi að eins og áður er sagt var hann allhag- mæltur og lét stundum fjúka i kviðlingum i gamni og alvöru. Uppáhaldssálmarnir voru oftast sungnir við messu. „A hendur fel þú honum“ og „Góður engill Guðs oss leiðir, gegnum jarðneskt böl og stríð.“ Sr.'Jónmundur var einlægur trú- maður, sem efaðist aldrei um handleiðslu almáttugs Guðs. Hann vissi að hér við hið yzta haf myndi hann verða leiddur af Guðs heilagri hönd. Lífið hafði eigi ailtaf leikið hann mjúkum höndum og kaldir stormar höfðu fyrr á árum leikið um hann. Margt var líkt með honum og sálmaskáldinu sr. Hallgrimi. Hann varð hart úti eins ogskáldið á fyrstu prestsskaparárum sínum, hann missti dætur sínar á barns- aldri, hann stóð yfir heimili sínu eyddu af eldi. Báðir áttu við- kvæma sál. Þess vegna held ég að þetta erindi sr. Hallgrims eigi hér vel við er skáldið orti er hann stóð á brunarústum heimilis sins. „Guð er minn Guð, þó geysi nauð og gangi þaninn yfir Syrgja skal spart þó missta eg margt máttugur herrann lifir Af hjarta nú og hreinni trú til hans skal ég nú venda. Nafn Drottins sætt fær bölió bætt Blessað sé það án enda.“ Ég hygg að þetta vers sálma- skáldsins mikla segi mikið um lífsafstöðu sr. Jónmundar til Guðs kristni. Hann efaðist aldrei um hjálp Guós út úr vandamálum lífsins né um kjarna kristinnar trúar, að maðurinn finni Guð fyrir trú og eignist eilifa sálu- hjálp. Hann var sér einnig með- vitandi að maðurinn er sekur gagnvart Guði og þarfnast fyrir- gefningar Guðs náðar i Jesú Kristi. Lotningin og einlægt Guðstraust einkenndi trúarafstöðu hans og kennimennsku. Hann byrjar eitt kvæða sinna á þessa leið: „Nú lýt ég mínu höfði — minn dómari er Drottinn." Þessa trú fór hann aldrei leynt með og harmaði jafnan þær nýju blikur er á lofti voru í kenningu kirkjunnar, þar sem reynt er að tilreiða og haga kristindómnum eftir geðþótta þess er á hiýðir. Hann lét sér oft þessi orð um munn farai eigin áheyrn: „Það er Guð sem á að móta þig, en þú ekki hann.“ Þetta var sá trúartónn er hljóm- aði úr hörpu hans í ræðu og riti, bundnu og óbundnu máli, um hálfrar aldar prestsskapartíð hans. An Guðs hjálpar í Jesú Kristi taldi hann lifið svo sára litils virði. A þessari hjálp þurfti hann að halda. I erfiðleikum lifsins, á hættulegum vetrarferðum sínum um regin fjöll og firnindi Vest- fjarða i erfiðasta prestakalli landsins er hann taldi jafnan prestakall sitt. Á öllum ferðum sínum um þetta viðlenda presta- kall, er hann fór án fylgdar, hnekktist honum aldrei á, í fang- brögðum sínum við noróan for- áttu veður, og dimman norðan- frerann, eins og hann getur verstur orðið hér á Jökulfjörðum, þótt að vísu skylli á stundum hurð nærri hælum. Bjargaði þá oft þrek hans og bænarhiti. Oft gat hann þess hve mikinn hauk hann hefði í horni á ferðum sinum, þar sem Ragnheiður og Tómas Guðmundsson voru, en að Kjós kom hann oft þreyttur og veðurbarinn eftir erfiðar göngur sinar af Skorarheiði og naut þar jafnan hvíldar og hressingar. Sr. Jónmundur var bænarinnar maður. Er hann kom að Stað árið 1918 lagói hann út af orðunum i guðspjalli dagsins: „Biðjið i Jesú nafni“-og i siðustu messu sinni hér á þessum stað er var árið 1954 lagði hann út af sömu orðum. Þetta er eins og ákall og hvatning til samtiðarinnar um aó leita Drottins í bæn og trú. Þann þátt kristnilífsins sem svo mjög er vanræktur í þjóðfélagi allsnægt- anna í dag. Þetta var einn sterkasti þáttur- inn sem vér eigum i myndinni af hinum mikla persónuleika og trúarhetju. En sterkastur er þó sá þáttur- inn sem er maðurinn sjálfur. Hvar sem sr. Jónmundur fór vakti hann óskipta athygli manna. Hann bar höfuð og herðar yfir aðra menn. Rammur að afli og kvikur í spori. Það var eigi að undra þótt hin- um heimskunna Svia Albert Eng- ström og félögum hans þætti mikið til hans koma er þeir heim- sóttu sr. Jónmund að Barði sumarið 1911. 1 hinni kunnu ferðabók sinni „At Hacklefjall“, tileinkar hann sr. Jónmundi einn sk^mmtilegasta kaflann. Þar lýsir Engström presti sem risa á hæð, grannvöxnum, dökk- um yfirlitum og siðar segir hann eftir að þeir félagar höfðu notið í ríkum mæli gestrisni hans og fé- lagsskapar: „Eg sá að presturinn á Barði var ekki neinn venjulegur maður.“ Ég hygg að enginn hafi dregið upp skýrari og þekktari mynd af sr. Jónmundi en Engström. Þar sem hann sá islenzkan sveitar- prest er lifði lífi hins íslenzka bónda þeirrar tíðar. Deildi höró- um kjörum í bliðu og strióu með sóknarbörnum sinum. Það er ein- mitt þessi skýra og óafmáanlega mynd sem vér eigum af prest- Hugleiöing um sorg og gleöi Framliald af bls. 15 félagslegar þjáningar okkar séu ekki eins sannar og oft er látið i veðri vaka; þvert á móti byggist þjáningin mest á fúlmennsku og hún eigi litið sem ekkert skylt við þá þjáníngu sem kemur til mannsins án milligöngu þjóð- félagsins, eóa trúarlegra og póli- tiskra ástríðna. En óháð þjáníng er mannlegri í þeim skilningi að hún er ómengað svar hins þjáða við stundlegum skelli, sem ekki á lángvarandi aðdraganda eða neina sem fengu tima til að skipu- leggja hann og krydda, ans hætt er við þegar alls konar félög fara að kaupa hlutabréf í einstaklingn- um. Ég er einmitt að hugsa mér að þjáníng okkar komi kannski of mikið til af lángþróuðu andrúms- lofti borganna, hrolli sem hefur orðið meir og minna þróaður í skjóli kristni og skóla, en — það sem öllu verra er — hrolli sem síast inn i okkur frá fæðingu án þess að við fáum tóm til að rækta eðlilegar mótstöðubakteríur. Slík þjáning (þjáning okkar á nýöld) er neikvæð, að ég held. Hún er sjálfur dauðinn, vegna þess að hún skapar ekki neitt nema sinn eigin hroll, allan tím- ann upptekin af honum. Heil- brigð þjáning lætur ekki svona. Hún ætti að skapa, því hún er hrein og æðrast ekki í hefðum, nagar ekki hugann ans krabbi, en læknar sjálfa sig í ró. 4 Það er víst engin ástæða til að tala hátíðlega um jafn óhátiðlega hluti sem fagurfræði og listir. Þegar allt kemur til alls er skáld- skapur ekkert nema dægradvöl, blómstur sem sáldrað er af ærsl- um hugans, þótt margir virðist ekki gera sér þess grein, einmitt fyrir hátiðlega virðingu fyrir and- anum, sem aftur á móti er fíflaður af hátíðlegum hefðum, og þar fyrir snúa sér aó klagandi söngvum, sem stundum er jafnvel ætlað bæta heiminn, svo heimsku- legt sem það nú er. En þeir munu brátt falla í gleymsku. Þvi listin inum ykkar og velunnara þó að í öðru umhverfi sé, umhverfi sem er og verður óafmáanlegur hluti þeirrar myndar sem vér geymum í minningunni. Góðir Grunnvikingar og aðrir kirkjugestir. Vér erum stödd á hátíðarstundu í kirkjunni ykkar gömlu hér að Stað. Undanfarið höfum vér Islend- ingar minnst 11 alda sögu vorrar í landi voru. Á þeirri löngu göngu hafa skipst á skin og skúrir. Vér stöndum í dag i þakkarskuld við alla þáliðnu Islendinga, forfeóur vora, er áttu sinn drýgsta þátt í að berjast fyrir frelsi voru og sjálf- stæði. Við þá er ruddu veginn til bjartari og betri tima í sögu þjóðarinnar og héldu á loft kyndli menningar og kristni viðsvegar um iand vort. Einn þeirra manna var sr. Jónmundur Halldórsson. Vér biðjum Guð að helga og varðveita minninguna um hann um ókomnar aldir. Guð blessi Grunnavík, söfnuð- inn hans fyrrverandi og landið vort Island. krefst frelsis sem er meir eða minna afstætt og þjónar aldrei nema fyrir nauðgun. Jafnvel harmleikirnir eru dægradvöl, enda eru þeir aldrei settir saman af harmþrúngnu skapi. 1 mesta lagi spegla þeir brot lifðra stunda úr fjarska. Lífið sjálft er dægra- dvöl og því er ekki annað ætlað. Allt um það væri óhugsandi að lífið ætlaði okkur að vera með- vitað um hreyfíngar okkar, því kvers konar líf væri það. Það sækir fram til hins sólarmikla, umbunandi miðbiks án getu né ráðs til að standa á móti því; og jafnvel þótt heiminum kynni að verða kvolft þá yrði það ekki vegna þess að maðurinn vildi það, heidur fyrir það að honum er ekki sjálfrátt. Það æðir fram ans fyrir vilja dulinna afla, til hins hlýja og bjarta, og jafnvel án vitundar okkar um það, þótt menn reyni stundum að bregða öðrum svip á þessa dægradvöl, ans þeir hugsuðu ekki í þann grun að lifið kynni að hafa stefnu og sækja i vissa átt. (Stjórnmálamenn haga sér einatt ans þeir vissu kvað þeir gerðu, þótt sagan segi þá blinda). Þess vegna er það á misskilníngi byggt þegar skáld leitast við að dekkja sýn sina — og fyrirfram ætla lífinu tragískt eða þolandi innihald: sem byggist á tiskum eða himspeki sem rembist við að vera frumleg eða þá er lituð af veórum kvers tima. 5 Maður verður að taka lífinu ans það er. Lífið er ljótt. Lífið er dýrlegt. Það fer algerlega eftir ástandi manns kvernig manni finnst það. Þegar allt kernur til alls eru gleði og sorg afstæð fyrir- brigði. Listin þarf ekki á þjáningu að halda — né gleði — þótt gleðin sé á einkvern hátt hið eina sem er ómissandi listinni — og harmin- um. Nema í þessu mysterii fer mann að gruna eitt og annað veik- um huga. Kvort ekki sé eittkvert svið til á milli gleði og sorgar, sem einnig er spunnið úr þráðum hug- ans: eittkvert alfrelsi, eittkvað nálægt því sem kalla mætti stund- lausa visku? Hugsi maður sér til dæmis manninn þar sem hann er orðinn lángtum þróaðri en við — en á það verður maðurinn að hafa dirfð til að trúa, nema hann gefist þegar upp á sér — þá er í slíku lífi ekki hægt að hugsa sér neina sorg, þótt manni sé gjarnt að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.