Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Blaðsíða 16
1918 Hingað og þangað voru heybeðjurnar undir snjónum og var gengið í að ná þvi heyi, sem tækt var. Eftir Bjartmar Guðmundsson á Sandi i i i i i i i Vorið 1914 lét faðir minn rífa gamlar bæjardyr, skemmu og stofuhús, löng göng, búr og hlóðaeldhús og byggja í staðinn mikið framhús úr timbri með kjallara undir því etldilöngu og geymsluloft yfir. Að auki var svo byggt eldhús á milli baðstofu, sem eftir stóð og framhúss- ins. Þetta þótti mikil bygging. 1914. Vorið kom seint ög mikinn klaka varð að brjóta upp um leið og moldarveggj- unum gömlu var rutt úr vegi. En þeir voru nærfi þriggja álna þykkir og nær því gegnfrosnir sumir hverjir. Og þá’ var ekkert smávægisverk heldur að grafa kjallarann 11 álna langan með rekum einum saman og flytja burtu alla moldina í hjólbörum. En þessu verki er ekki meiningin að lýsa hér heldur atviki einu, sem alltaf stendur fyrir framan mig eins og ljóslifandi. Benedikt Kristjánsson frá Knútsstöðum var að brjóta niður frosinn vegg með járnkalli af þeirri heljarorku og kappi, sem honum var jafnan eiginleg umfram flesta menn aðra. Húsbóndinn á bænum gekk til hans og sagði': Ég held þú vinnir of hart, Benedikt, og ekki mundi ég draga af kaupj þinu þó þú færir þér ögn hægra. Nýlega hafði Benedikt orð á því við mig, að enginn maður, sem hann hafði unnið hjá um dagana, hefði fundið að þvf við sig að hann ynni of hart nema Guð- mundur á Sandi, Sigurjón á Hraunkoti Ármannsson var að aka úr moldarbyngnum í hjólbörur austur í tún. Jón Kristjáns- son á Björgum var að hlaða kjallaraveggi, en ég á 14. ári að bera til hans hleðsluefnið úr stórri steinahrúgu, sem heim hafði verið flutt sunnan úr hrauni. Kastaði ég svo niður til hans fallegum hraungrýtiskólfi. Hann sagði: Einhverntíma verður þú að manni, drengur minn. Svona steinn er nú ekkert barnameðfæri. Svo tók hann steininn fullur lotningar yfir kröftum stráksa, styrkum höndum og athugaði vandlega hvernig best gæti um hann farið í samfélagi annara steina f veggnum og hvaða flöt hann ætti bestan til að sýna þar sem andlit sitt á ókomnum árum. Menn spyrja ekki að því hversu langan tíma taki að koma upp veggnum og húsinu, heldur hvernig það standi og hve lengi og hver hafi byggt. Á þennan veg hugsaði Jón og talaði og hlóð kjallaraveggina, sem enn standa óhaggaðir og geta sjálfsagt staðið í 500 ár eða 1000. Allt í einu varð mér litið upp úr grjótverkinu suður að Keldu. Er þá Jónas Jónasson bóndi á Sílalæk að opna hliðið og teymir Skjóna sinn síðan heim tröðina og tyllir honum við annan snúrustaurinn, gengur svo upp á moldarbynginn og heilsar: Sælir verið þið allir saman, piltar. Mikil eru nú verkin mannanna. Þegar búið verður að koma þaki yfir allt þetta gímald verður hér ekki orðinn neinn smáræðis húsabær. Hvar er Guðmundur. Þeirri spurningu fékk Jónas svarað nærri samstundis, þvi Guðmundur kom að einhversstaðar frá rétt i sömu svifum. Eg þarf að segja þér draum minn, Guðmundur, og ykkur öllum saman, sagði þá Jónas. Nú? Mér þótti sem égstæði norðan við vegg heima hjá mér á Sílalæk. Sá ég þá hvar maður einn, heljar rumur að vext'i og gustmikill kemur norðan Heimavatnið ísilagt og segir eða kallar: „Varaðu þig, Jónas, á vetrinum 1918.“ Nú er farið að ræða um drauma en því skulum við sleppa hér, því aldrei var það meiningin að fara verulega út í þá sálma og ekki heldur í moldarverk 1914. En geta má þess þó á milli sviga’að í janúar eða febrúar 1918 villtist Jónas á Sílalæk í afskaplegri stórhríð á 'Sandvatní og ráfaði lengi dags og kvölds og nætur um sléttlendið norðaustur frá Sílalæk og lenti loks langt suður f Aðal- dalshraun, en þreifaði sig þó á éndanum með furðulegum hætti útúr hrauninu suður af Sílalæk óg hitti þar á tröð, sem hann þekkti óg þuklaði sig eftir henni heim til bæjar síns. Hafði hann þá fyrir löngu skilið eftir sleðahest sinn og ækið á öðrum stað. Þetta taldi hann meiri þrekraun en allar aðrar sem honum mættu um dagana og hreina guðsmildi að hann varó ekki úti. Skyldi draumur hans 1914 hafa verið fyrir þessu? Þannig var spurt, en enginn var kominn til að svara. Aftur á móti er heilt ár allt i einu gengið f hlað handan yfir vel hálfa öld, en stóri maðurinn á Sílalækjarvatni horfinn I blámóðu áranna. Og um leið er maóur orðinn bara 18 ára og þarf ekki að setja upp nein gleraugu eða hugsa um fúinn fót ellegar leti f hjartanu. Nei. Það einkennir vetur hvern að hann fylgir tveim árum i almanakinu og stundum þó enn frekar í verunni eins og fylgdarmaður, sem á undan gengur og vísar veginn. Þriggja mánaða vetrarpartur f eigu ársins 1917 gekk alhvítur frá hvirfli til ilja á undan árinu 1918 og slöngvaði yfir Norðurland fjárskaðahríð 3. október. Sem sagt þrem vikum á undan vetri almanaksins í orði. Þá voru bændur og búalið I 3. fjallgöngum og settust að þar sem komnir voru, Aðaldælir t.d. og Reykdælir f Þeysta- reykjarkofa. Annað mannlið margt var í fjárrekstrum að sláturhúsum og því fátt í bæjum til að reka saman f heimahögum, þótt fæstum dyldist annan október að stór- hrfð væri í aðsigi. Á mínum bæ stóð þannig á að pabbi hafði fengið mann utan heimilis til að fara í göngurnar. Og ekki var þá enn farið að gera að því gangskör það haustið að reka f kaupstaðinn, bara hugsa um þá ömur- legu ferð, sem ömurlegust er allra fjárrekstra. Liðskortur var þvf nokkur til samanrekstrar, enda notaður svika- laust. í ofsalegu illviðri, krapahríð og seinast þreifandi stórhríð og náttmyrkri vorum við að tína saman skepnurnar og láta inn í rétt sunnan undir Kvíabakka þennan haustdag. Þegar svo að réttinni var komið morgúninn eftir í sama veðri var 10—2o kindahópur kominn þar í fönn sunnan undir Balanum. Samt fór þetta allt heldur vel á þessum bæ samanborið við marga aðra, því fé fennti víða í stórum stíl og fórst margt t.d. á næst næsta bæ við okkar, Laxamýri. Aftur á móti tókst ekki eins vel með heyskaparlokin. Öhemjumikið af engjaheyi var óhirt, sumt i görðum, sumt i smásátum, sumt i flötum og ögn í fúlgum. Eftir hríðina stóðu fúlgurnar eins og merkikerti úpp úr fönn- inni og sögðu: Hér erum við og bfðum þess að vera ekið heim og látnar i garðana. Á sáturnar yddi aðeins en garðarnir voru horfnir og svo auðvitað flekkirnir. Þennan oktöbersnjó tók ekki upp fyrr en um vorið. Þó kom bloti í nóvember—desember. Og þá náðust upp garðar og það seinasta, sem ekki var á hvarfi undir snjó, á gamlársdag í ljósaskiptum, auðvitað rennandi blautt eða frosið. Það var vel aö verið að ljúka þá heyönnun. Betur gerði þó Helgi bóndi í Múla. Hann þurrkaði hey sitt í Hafursey frá 1917 á vordögum 1918 og bar þar upp talsvert vænt hey. Það var allt notað 1919. Á þennan veg iærast lífsreglurnar þegar á bjátar og menn verða að duga eða deyja. Nú er það ekki að neinu markmiði gert hér að lýsa vetri eða árinu 1918 eins og Espólín Öðrum árum í merki- legum Árbókum, heldur er það bara komið allt f einu handan við allt þetta árahaf eins og vinur í varpa, svo notuð séu þau fleygu orð að láni frá öðrum. Því í minningunni verður það alltaf einna elskulegast i hópi allra ára þó merkilegt sé um eitt mesta harðindaár íslandssögunnar. Enginn gat að réttu mati talið sérlega elskulegt um að litast á þorranum þegar stórhríðirnar voru búnar að hrekja inn hafísinn og fylla allan sjó fyrir Norðurlandi út fyrir hafsauga og siðan langt suður fyrir austan og vestan, og bæta heilmiklum snjó ofan á októbersnjóinn. Fuglar sævarins höfðu þá misst hverja einustu vök frá Islandi norður fyrir heimskaut og voru flúnir af sínum stöðum, og lágu dauðir fjöldamargir með ströndum fram og inn um dali og heiðar. Aldrei hef ég augum litið annað eins. Séra Matthías orti um „hundrað þúsund kumla kirkju- garð“ 50 árum áður og um ref og björn, sem „snuddi tveir á hjarni og nagi soltnir sömu beinagrind“. Vafalítið tel ég að sama sjón hafi blasað við á norður- slóðum 1881 og 1918. En í orðaflugi Matthfasar finnst meiri stemmning en blákaldur veruleiki. Sátu refir þá að átveislum og fáeinir hvítabirnir býst ég við líka, hrafnar og svartbakar sömuleiðis fyrsta sprettinn að minnsta kosti. Grímseyjarfugl og Drangeyjar var mestallur í góðum holdum, sem fallinn var, og miklar birgðir af ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.