Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1975, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1975, Blaðsíða 3
. UV.4J höfundarferil. I textum sínum er hann allstaðar nærverandi og stundum viS lestur þeirra sækir að manni sú grunsemdarvissa, að forsenda þeirra allra sé orð predikarans gömlu: „Allt er fánýtt." Thor semur aldrei neitt! Jafnvel eru smáþættirnir í fyrstu bókum hans, sem þó komast næst þv! að virðast skáldskapur, fremur vökudraumar, fantasíur, sumar mikilfenglegar. Og upplýsingarnar, sem þættir hans af merkum mönnum flytja, eru svo strjálar og margvísandi að það, sem helst kemst til skila jafnvel í þeim, er tilfinningalíf sem orðið er til vegna umgengni við listir, sérstaklega rómantískar listir, hans sjálfs i greinum, sem hafa á sér yfirvarp fréttaflutnings, og lýsir þessum tilfinningum sakleysislega, krakkalega. Skáldskapur er það ekki. Menn standa flestum stundum mitt ( óreiðu tilfinninga sinna og annarra án þess að geta greint fyllilega I milli, sjá ekki út fyrir tilfinningar sínar, ekki til botns í þeim, né kunna að nafngreina nema sumar þeirra. Og þótt úr sé greitt tekur óreiðan sig upp jafnóðum frá einni stund til annarrar. Svo er um Thor, sem aðra, og kannski þó fremur en suma, þvf að næmleiki manna er mismunandi. f heimi lista er þessu öðru visi farið. Þær gefa von um reglu að baki óreiðunnar; hið listræna skipulag. Þótt menn kenni þess undir niðri á sjálfum sér, við ígrundun, að slik regla væri óþolandi, gilti hún alstaðar og alltaf, þrá þeir hana samt, og listaverk nema þeir því, sem séu þau gædd aðdráttarkrafti. i skáldsögu t.d. er greitt úr tilfinningaflækjum, að meira eða minna leyti með þátttöku lesenda; allt virðist flókið og óúrgreiðanlegt i fyrstu, en eftir þvf sem sögunni vindur fram, greiðist úr og svo í lokin er hún orðin til, það er vandinn greiddur. Menn og þá einkum tilfinninganæmir menn vita þannig um annan heim, fullkomnari sinum og að þeír geta dvalið i honum fyrir tilstyrk ímyndunarafls sins um stund. Lesandi hefur samflot með persónum, sem eru fullkomnari en hann sjálfur og eftir á samkennd með þeim, sem er þá raunsæislegust ef ferli sögunnar hefur almennari vísun en bara þá er hæfi persónum hennar, vísun, sem lesandi geti heimfært á eigið lif og sfðan beitt til að greiða úr tilfinningalegum vanda sfnum, annað- hvort einkalega eða með stjórnmálalegum kröfum. Af þessu leiðir að menn hafa ekki skilið listaverk, ef þeir fjalla um það af tilfinningasemi. Thor hættir til þess. Textar um táknmál og ofurnáttúrleika (surrealisma) í fyrstu bókum Thors tveimur eru fjarskyldir sömdum skáldskap; frásagnir i þeirri þriðju, „Andlit í spegli dropans," virðast mér aftur á móti vera vfsvitandi tilraunir til sögugerðar; mér er raun að hugsa til þeirrar flatneskju. Framvinda frásagnanna, eða ummyndunar- eiginleiki, er engin. Þær greina frá tilfinningalifi, sem orðið er tii lengst inni f hulduheimi rómantiskrar listar og getur ekki þróast þvf að sú rómantík á sér ekki stað i hugum lifandi manna, og umfjöllunin er mcö fráieitum hætti; á kostnað listarinnar. Andieg ófrjósemi er ekki til þess hæfust að lýsa stöðnun, fremur en að maður þyrfti að vera kaupmaður og f samtökum þeirrar stéttar til að geta skrifað nýtan skáldskap um kaupmennsku. En það vill svo til — og hendingar eru eitt höfundareinkenni Thors — að þessar frásagnir verða einnig lesnar sem greinar- gerðir um menningarlega stöðvun, sannverðugar, og frá þvf tilliti fullgildar. Þær eru fréttnæmar. Thor er f öllum verkum sfnum, nema tveimur hinum fyrstu, áróðursmaður, sérstak- lega fyrir listum en almennt fyrir sköpunargáfu mannsins. Og gengur f hinum sfðari ekki lengra en skyggnilýsa glundroða mannlffsins með stflshætti sínum, Ifkt og þegar skuggamyndir sameinda eru kallaðar fram með Ijóssfun eða frumusamsetn- ing gerð greinanleg með litun. Með vfsun sinni á listaverk beitir hann vitað eða óvitað þeirri aðferð að valda geðröskun og tilfinningalegri ringulreið með þeim, sem til er talað; honum svo varla tiltækt annað úrræði en kynna sér verkið t.i að komast aftur ! jafnvægi. Slfkt krjámull er algengur háttur listunnandi manna, sem starfa að menningarpólitfk. Thor er menningargagnrýnandi og tekur á sig þesslags vandkvæði likt og geðkvillar væru, samlagar sig þeim og gerir úr trámur, sem spila f textum hans. Pistlar fyrstu bókanna tveggja, „Maður- inn er alltaf einn" og „Dagar mannsins," eru sannanir, uppgötvanir, næstum spiritiskur vitnisburður um sköpunar- máttinn, meðfram samt stfgandilaus framsetning, martraSar- kennd; strax þar kennir sálræns enduróms menningarlegra vandkvæða en þó sem hlutleysislegs undirtóns. Blæmál text- anna lýsir furðulegu tvíræði mannlegrar einveru, að maður er fjarstæður öðrum en einnig sjálfum sér og þvf líkast, skyn hans á sig sjálfan, sem hann sé ókunnugur maður í hópnum og aSrir standi hoiiuni nær en hann gerir; sjálfsvit- undin á sér ekki annaS mál um sig en mötsagnanna, kennsl um fjarlægingu, táknanna, hinna óhöndlanlegu háðfugla. Og segir okkur af furSulegum heimi, sem viS eruin vanmegandi gagnvart og blygðumst okkar fyrir og felum fyrir sjálfum okkur og öðrum; neðar félagslegum sökkli hugarins, þar sem heilbrigS skynsemi má sfn lítils og ekkert er sem sýnist og þó allt og hefur gert sér huliðshjálma úr yfirborðsmyndum skyn- hrifanna. Kenningar úreltast, menn ekki. Milli orða og hins áþreifanlega, samheitis þess sem mannlegt er, mannsins, og sundurlyndra manna verður togstreita þegar þeir leita ákveð inna hugmynda um sjálfa sig, sjálfsfmyndar, og heimspekileg hefð hetdur að þeim sínni almennu. Svo er háttaS félagslegrt mótun, sem Thor greinir frá meS þessum bókum. Að hversu miklu leyti á maður að ganga f heimspekilegri hefð síns tíma? „Maðurinn," hið félagslega mót, sem mannúSarsinnar eru steyptir f, gerir kröfu um fórnlyndi til hins náttúrlega manns; þess sjálfs, sem Jung kallar svo, raunsjálfsins og þessi krafa gegnsýrir flesta sambýlishætti nú á dögum. Hvar eru hin innri mörk agans? Hvar hættir maSurinn aS vera listrænn tilbúning- ur samfélagsins og byrjar aS vera hann sjálfur? ViS erum f álögum. i fyrstu verkum sínum tveimur leggur Thor álagahjúp sinn til hliSar; með liinuin slðari fjallar hann um hann. Hinar humanistisku kröfur eru bókfestar, lögfestar, en I Ijósi raun- Framhald á bls. 16 BnaMBBaHaanm3a5CE^x& Þorsteinn Matthíasson FOLK Á FÖRNUM -VEGI . BASLARI FYRIR VESTAN Arborg er litill bær eða byggða- hverfi i Manitobafylki í Kanada, um þaö bil 30 mílur i vestur og norður frá Gimli vió Winnipeg- vatn. Byggðin umhverfis þorpið er landbúnaðarhérað og stunda bændur annaðhvort kornrækt ellegar hafa nautgripi. Sumir eru einnig með talsverða alifugla- rækt. Þarna er landið mjög frjó- samt og þvi sjaldan uppskeru- brestur. Einnig eru við graslönd til beitar fyrir búpening. Þegar Islendingar komu þarna fyrst að ónumdu landi, var það allt einn kargaskógur, illur yfirferðar og erfiður til vinnslu. Islendinga- fljót fellur sunnan til gegnum Ár- borgarbæ, f annst mér það fremur líkjast stóru síki en vatnsf alli. En ég hef heldur ekki séð það nema þegar það liggur í dvala sumarhit- ans. Þeir sem gjörst þekkja hafa tjáð mér, að svipmót þess sé allt annað á vorin meðan snjóa er að leysa. Þá flæðir það oft langt út . fyrir farveg sinn og hefur stund- um valdið tjóni á mannvirkjum og fénaði. I þessari byggð eru stórir bænd- ur, sem hafa viðlenda akra og margt gripa. Vélar eru margar og stórvirkar, en mannafli á hverju búi takmarkaður, stundum meira en bændum þykir æskilegt. En þar eins og hér heima á Islandi, gengur oft erfiðlega að fá fólk til landbúnaðarstarfa, enda sú at- vinnugrein tæpast talin sam- keppnisfær við iðngreinar og önnur ^jónustustörf fjölbýlisins hvað kaupgreiðslur snertir. Mitt i þessu frjósama, tækni- væddftí héraði hitti ég Vestur- íslenskan bónda, Arna Kristins- son, og hefur hann talsvert annan hátt á sínum búskap en flestir nágrannar hans. Árni er „baslari", en svo nefna Vestur-Islendingar þá menn sem búa einir sér og eru ekki við konu kendir. Ég átti mjög ánægjulega dag- stund heima hjá þessum bónda, og sagði hann mér á fallegri íslensku brot úr lífssögu foreldra sinna og gerði mér að nokkru grein fyrir viðhorfi sínu til lífs- ins. Faðir minn hét Kristinn Frimann Kristinsson, en móðir mín Kristín Hallgrímsdóttir. Ég veit ekki vel hvenær þau komu hingað til lands, en þau voru þá um tvítugt. Eitthvað munu þau hafa haft hugmynd hvort um annað heima á Islandi, en það brann ekki almennilega saman með þeim fyrr en hér í landi. Móðir min flutti til foreldra sinna, sem voru komnir á undan. Faðir minn fór fyrst til Norður- Dakota en flutti svo hingað, gift- ist móður minni og þau tóku sér heimilisréttarland og bjuggu hér siðan allt sitt lif. Þau eignuðust tvö börn, mig og systur mína. Hún býr hér mílu fyrir austan og er gift Aðalsteini Isakssyni. Hann er ættaður úr Borgarfirði. Þau hjón eiga þrjú börn. Þegar foreldrar okkar féllu frá skildu þau mér ef tir landið. — Og nú heldur þú við föðurleifð þinni? Ég veit ekki hvað ég á að segja um þaÓ. Kannski heldur hún mér við. Okkur kemur oftast vel saman. Ég man vel eftir sumum land- nemunum hérna í byggðinni, mér er minnisstæð atorka fólksins. Það var ekkert lítið, sem það þurfti að gera meðan verið var að brjóta landið. Það er ómógulegt að lýsa starfinu svo umfangs- mikið og erfitt var það. Ég sagði stundum við foreldra mína, að þau hefðu aldrei farið frá Islandi, því hugur þeirra leitaði stöðugt þangað. Þegar bréf kom austan um hafið var alltaf hitað gott kaffi og send boð til grannanna á næstu bæjunum, bréfin voru svo lesin og farið að tala um fólkið í sveitinni heima. Þau voru þvi i vissum skilningi — andlega séð — alltaf heima á Islandi. Ég er náttúrulega ekki vel dómbær um það sem ég segi nú. En ég held, að Islendingurinn hafi ekki þróast neitt lakar hér en heima. Nú eru nýir Islendingar að vaxa hér upp, en við vitum ekkert hyernig þeir verða. Það virðist varla hægt að komast hjá þvi að þeir tapi tal- máli sinu. Mér var kennt að tala gott mál, annað er það hvernig mér hefur tekist að halda því við. Nú les ég sjaldan islensk blöð, en þá rek ég mig stundum á orð, sem ég skil ekki. Eg las til dæmis i blaði, að íslendingar hefðu keypt nýja þotu. Þotu, ja hvað var nii það? En svo skildi ég, að þetta var ein tegund flugvéla, sem þeir áttu ekkert nafn á og fundu svo upp þetta nýyrði. Mörg slfk tilbúin orð eru góð og maður venst þeim fljótt. — Ég er ekki vélfróður og vinn landið þess vegna með hestum. Þetta eru stórir hestar, eftir Framhaldábls. 13. Árni Kristinsson með hestana sfna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.