Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1975, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1975, Blaðsíða 3
Þegar útför Símonar fór fram var stórhrið og urSu þvi ekki margir til þess að fylgja Dala- skáldinu til grafar. Teikning: Árni Elfar. t nóvember sfðastliðnum birtist blaðagrein eftir Sveinbjörn Bein- teinsson og ber yfirskriftina: „Baotaseinn á leiði Sfmonar I)alaskálds“. Sfðast f þessari grein er skrifað eftirfarandi: „Hér verða ekki rakin æviatriði Sfmonar eða gerð grein fyrir skáldskap hans, en ég vildi minna á, að hann hafði til þess unnið, að leiði hans í Goðdölum verði ekki gleymsku og týnslu að bráð.“ Mér þykir þessi tillaga góð, þó galli sé henni tengdur og vildi gjarnan láta nokkrar krónur f framkvæmdasjóð, þó seint sé, þvf nú eru nær 60 ár liðin síðan þetta skáld „klauf moldarskaflinn". Símon Dalaskáld átti Island og ferðaðist um það allt og var viða aufúsugestur. Hann hafði stál- minni, sagði vel frá og kunni góð skil á mannfræði sinnar tföar. Hann hafði það erindi að selja rit sín, auk þess orti hann vísur um heimilisfólkið, þar sem hann kom, og var fljótur að, en hagmælska hans var dæmalaus, eins og sagt hefur verið. Síðustu ár ævi sinnar var Simon Dalaskáld í Lýtingsstaðahreppi og átti þar framfærslurétt. Hann var á ýmsum bæjum í sveitinni og að tilhlutari sveitarstjórnar, því hann var heilsubilaður orðinn og kominn um sjötugt. Síðast var hann i Bjarnastaðahlíð og andað- ist þar 9. marz 1916, hafði þá skömmu áður fengið slag. Tvær vísur gerði hann þar, þær sfðustu er vitað var um, og er önnur á þessa leið: Svo öllum hafni ófögnuð á lífsstunda svæði, í Jesú nafni góður Guð gef mér þolinmæði. Á þessum tíma var ég á 11. ári og mér er það minnisstætt að ég var sendur með kindur fram í Vesturdal í indælu veðri, sólskini og sunnanblæ. Á heimleið gekk ég hjá Goðdalakirkju og horfði inn um gluggana, fullur virðing- ar. Þar stóð líkkista skáldsins í kórdyrum. Hún var svört eins og þá tíðkaðist, með gylltum kross- um i röð með kistuloki. Guðmundur Stefánsson bóndi á Lýtingsstöðum smiðaði kistu Sím- onar og allar aðrar líkkistur, sem þörf var fyrir í sveitinni á þeirri tíð. Löngu síðar sagði hann mér svo frá, að til sín hefði komið umsvifamikill bóndi i sveitinni og gert þá kröfu, að likkista skálds- ins yrði ódýr. Guðmundur sagðist hafa smíðað þessa kistu eins og venja var, hvorki dýra né ódýra, sett upp 30 krónur og aldrei feng- ið þá fjárhæð alla greidda. Sveitarstjórnin lét undirbúa erfidrykkju eftir Simon og var búizt við mörgu fólki. Veizla þessi átti að vera með sama hætti og tíðkast um samsæti höfðingja nú^ á tfmum, hver skyldi borga fyrir sig. En Dalaskáldinu gaf ekki i jörð- ina. Símon var jarðaður 26. marz og var þá norðanstórhrið, svo ill- fært var á milli bæja. Séra Sigfús Jónsson, prestur á Mælifelli, jarð- söng og flutti eina af sinum ágætu tækifærisráðum. Ég heyrði sagt, að hann hefði farið með og lagt út af siðustu visu Simonar, sem skráð er hér að framan. Þrír fyrir- menn í Goðdalasókn voru við- staddir: Guðmundur i Litluhlið forsöngvari, Guðmundur í Bjarnastaðahlíð, sem hringdi kirkjuklukkunum marga áratugi og Sveinn á Tunguhálsi. Fáir aðr- ir voru til að veita skáldinu virð- ingu og síðustu þjónustu, nema heimafólk í Goðdölum. Svo liðu áratugir. Þá var farið að grennslast um, hvar leiði Sim- onar væri, en þeim sem viðstaddir voru bar ekki saman. Einn hélt þvi fram, að það væri norðast i garðinum, en aðrir að það væri sunnarlega, og þykir mér það Iik- legra, þvi Símon hafði beðið um að gröf sín yrði tekin sem næst Gilhagaleiðinu, það er leiði Magn- úsar Jónssonar bónda í Gilhaga og konu hans, Helgu Indriðadóttur ljósmóður. Þeir Simon og Magnús voru systkinasynir, og svo var Símon löngum í Gilhaga á fyrri tíð. Enginn veit nú, hvar leiði Símonar Dalaskálds er í Goðdala- kirkjugarði. Fjórum dögum áður en Símon andaðist, sunnudaginn 5. marz, var áttræð kona jörðuð i Goðdöl- um eftir messu. Hún var svo fá- tæk, að ekki þótti rétt að eyða sérstökum degi vegna útfararinn- ar, en nota heldur messudaginn. Ég var við þessa jarðarför, vegna þess, að börn voru kölluð til spurninga. Siðustu árin var staða þessarar konu, Mariu Björnsdótt- ur, sú sama og Símonar Dala- skálds. Hún var á ýmsum bæjum tíma og tíma i senn að tilhlutun sveitarstjórnar. María var stund- um á heimili foreldra rninna. Hún var sérstaklega góð við mig og ég var hændur að henni. Þess vegna kenndi ég til, að heyra hljóðið þegar fyrstu moldarskóflunum var kastað ofan á kistuna svo buldi í. Og ég finn til enn. Þau Símon og Maria „hvíla bæði jafnt" í Goðdalagarði. Beggja leiði eru týnd, en eftir- mæli þeirra eru ekki eins í kirkju- bókinni. Þar stendur skrifað: „María Björnsdóttir, sveitar- ómagi“. Fátækt Símonar er ekki lýst með þvi orði, en skrifað stendur: „Simon Bjarnarson skáld“. Eftir á hefur prestinum ekki þótt þetta nógu glöggt, svo hann skrifar á milli lina innan sviga, „Dalaskáld". Þá vík ég aftur að tillögu Svein- björns Beinteinssonar um bauta- stein á leiði Símonar Dalaskálds. Úr vöndu er að ráða, þar sem leiðið týndist. En mér kemur ráð í hug, það ráð, að minnismerkinu verði val- inn staður utangarðs austan við sáluhlið og á því verði lesning sem hæfir. Minnismerkið sjálft vígir staðinn sem það stæði á. Mér finnst það gott að Símon Dalaskáld skyldi vera jarðaður i Goðdalakirkjugarði, þar sem dauðir risa upp á dómsdegi örugg- lega. Ég held, að ég hafi tryggt mér þrjár álnir lands í þessurn sama reit. Þar vil ég sofa á sal, hjá bjargálna fólki og fátækum, eins og þeim Símoni og Maríu, og þar vil ég rísa upp í ljórna morguns- ins. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.