Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1975, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1975, Blaðsíða 11
BÖKMENNTIR OG LISTIR lJtóT* Njmú ff»6e JULHAGANÆS KNUT HAUGE Norskur rithöfundur sem vinnur að stóru skáidverki Eitt sinn, er ég átti viðtal vió rithöfundinn Knut Hauge, spurói ég hann hvernig persónurnar í skáldsögum hans yrðu til. Spurn- ingin hljóðaði svo: „Flestar persónur þínar eru eigin hugarsmið þín. Getur þú sagt mér hvernig þær mótast?" „Nei, því get ég ekki svarað," sagði rithöfundurinn. „Það skap- andi hugarflug sem listamaður hefur hlotið — og sem gerir hann að listamanni, það er leyndardóm- ur hans og skaparans umbun. Inn- blástur, sýnir, myndir, allt þetta sprettur kannski upp frá leyni- legu aflsviði sem ennþá er mönn- um hulin ráðgáta. Það er eins og með loft, sólskin og ást — maður veitir þessu viðtöku og þakkar guði fyrir. 1 þessu óþekkta aflsviði skapast persónurnar. Til eru þeir, sem halda að persónurnar stökkvi alskapaðar út úr höfði skáldsins. Þetta á a.m.k. ekki við um mig. Ég veit ekkert um fólkið í bókum minum við fyrstu kynni, ég sé aðeins útlín ur þess. Síðan hefst það ákaflega skemmtilega viðfangsefni að brjóta sálarlíf þess til mergjar. Skáld hlýtur að lýsa fólkinu eins og það er. Að lýsa fólki eins og því beri að vera er hlutverk prédik- arans að minum dómi. — Nei, ég hef hvorki fólk né atburði mótaða i huga mínum þegar ég byrja á bök. — Maður þreifar sig smám saman áfram fullur af ómótstæði- legri forvitni, alveg eins og land- könnuður i ónumdu landi og finn- ur næstum alltaf eitthvað annaó en maður bjóst við. Allt þetta stendur í tengslum við þá náða- gáfu eóa hæfileika að skynja áhrif frá æðri stöðum. Stiltæknin ein nægir hvergi, og sá sem hefur einu sinni ánetjast þeim öflum þess heims. sem enginn þekkir ennþá að nokkru marki, hann veróur fangi þeirra upp frá því — fjarstýrður. En maður þarf ekki endilega að vera svo áhugaverður og sérstæður þess vegna. Það eru ósköp eðlilegir hlutir sem eiga sér stað, við vitum bara svo litið um Þessi sambönd ennþá. Ekki er heldur ástæða til að taka sjálfan sig allt of hátiðlega. Það eru ekki allt áhrif frá hinu æðsta og dýpsta, sem koma fram Þegar bók er opnuó. Og þótt þú haldir sjálfur að þú sért mikill spámaður og skáld, þá geta verið mjög skiptar skoðanir um það meðal annarra, sem kunnugt er. En einmitt það, að taka við boðum frá óþekktum sendi og skila þeim áleiöis, það er gæfa skáldsins. Þá finnur það, að sambandið er gott °g starfsgleðin vex," sagði Knut Hauge. Ég hafði þetta viðtal við Hauge ' tilefni skáldsögunnar „Ulfs- sönene", sem kom út 1969. .lUlfssönene" er þriðja bindi mik- ils sögulegs skáldverks frá Valdres, sem Hauge vinnur að. í Þetta bindi skrifar Hauge raunar íorniála, lesendum til glöggvunar. Þar segir svo: „Þetta verk er hugsað sem namlag til sögunnar um norskt ur að árum lauk hann búfræði- námi. Árið 1938 tók hann við býli föður sins og stundaði búskap um 30 ára skeið þar til elsti sonur hans tók við búinu 1967. Hauge býr ennþá hjá syni sínum. Dr. philos. Ivar Orgland, lektor, er náinn vinur Knut Hauge. I „Norsk Litterær Arbok" 1973 hef- ur Orgland skrifaó ágæta grein um Hauge, sem ber heitið „Mað- urinn og fyrirmyndin i skáldskap K. Hauge". Og þar sem ég er að kynna Knut Hauge fyrir lesend- um Morgunblaðsins, leyfi ég mér að vitna í grein Orglands. 1 lok greinarinnar skrifar Org- land m.a. þetta: „Vilji maður skilgreina Hauge sem rithöfund, gæti maður kallað hann kristinn húmanista. Hann er einn af þeim sem heldur áfram stefnu rithöfunda svo sem Sigrid Undset, Olav Duun, Johan Falk- berget og Inge Krokann. Senni- lega hefur hann lært meira af hinum síðast nefnda en t.d. af Tarjei Vesaas. Hann er málsvari hinnar viðfeðmu sögulegu skáld- sögu, oft á tiðum með sannsögu- legan bakgrunn, og þungamiðjan er oft einstaklingurinn og leit hans að hæfu hlutverki i lifinu og samfélaginu — finna, viðurkenna og sannreyna sjálfan sig. 1 öllum fyrri skáldsögum hans er efni sem hann tekur til við seinna og notar til fulls."... „Spyrði maður að lokum um meginlinur i lífi og örlögum sögupersóna hans, þá virðist það ljóst, að þróun þeirra, það sem þær sækjast eftir, er að sannreyna ástina sem skapandi undirstöðuafl i tilverunni. Knut Hauge lítur svo á, að þróunin spinnist eins og gormur frá hinni Knut Hauge úti i náttúrunni, á skntstotu sinni og opna úr norsku blaði, þar sem sagt erfrá skáldinu og bóndanum Hauge. bændasamfélag þrjár siðustu ald- ir. Sá sem skrifað hefur verkið er vaxinn upp úr jarðvegi þess, hef- ur kynnst siðvenjum bændastétt- arinnar og þekkir af eigin raun það stril aó vera bóndi i 30 ár. Hugmyndin er að segja þessa sögu fram á okkar daga." „Samning slíkrar bókar hlýtur að vera mörg dagsverk?" sagði ég í áðurnefndu viðtali. „Sjálfsagt hefur verið erfitt að safna efni, og rannsaka það tíma- bil sem bókin fjallar um." svaraði rithöfundurinn. „En ágætar heimildir eru til svo sem bókfærður þjóðlifsfróðleik- ur, héraðssögur, kirkjubækur, skjalasöfn og í'undargerðir. En samt sem áður finnst mér að ég hafi mest af efninu i sjálfum mér. Já, ég hef það á tilfinningunni að ég sé fæddur með þennan efnivið. Ég stend i mikilli þakkarskuld við ömmusystur mina i föóurætt. Hún var minnug vel og hafði framúr- skarandi frásagnargáfu. Eg tel að hún hafi verið besta fróðleiks- náma min við saniningu þessa verks." „En jafnvel þótt efniviðurinn sé fyrir hendi, er mikið verk að fullgera handritið." „Ég verð að skrifa allt þrisvar til fjórumsinnumef vel áað vera. Fyrsta uppkast skrifa ég með penna, síðan aftur á ritvél til þess að l'á betri sýn yfir verkið, þar á eftir hreinskrifa ég einu sinni eða oftar. Þetta er mikil vinna, eink- um þegar bókin er meira en 300 þéttritaðar síður eins og „Ulfssönene". Oft öfunda ég þá, sem geta skrifað sögu sem ekki er meira en hundrað blaðsiður að lengd." Eftir aó bókin „Ulfssönene" kom út, hefur Knut Hauge sent frá sér tvö bindi i viðbót við skáld- verk sitt. Knut Hauge er frá Vestre Slidre i Valdres. Hann fæddist 31. maí 1911 og var erfingi Hauge- býlisins. Hann ólst upp með vinnusömu fólki, en samt sem áður komst hann yfir bækur sem gál'u hugarflugi ha-ns vængi. Ung- jarðnesku ást upp til alheimskær- leikans sem er undirrót alls." 1 grein Orglands segir ennfrem- ur. „Störf bóndans og rithófundar- ins fóru ekki vel saman. Afköst hans við ritstörfin voru fremur lítil, honum f'annst hann þroskast of hægt og fór til Italíu — 25 árum of seint, segir hann í bréí'i, „en að koma þangað var eins og að koma heim til föðurlandsins". Seinna dvaldi hann við nám i Danmörku og Sviþjóð. Eyjan Got- land hafði einkum sterk áhrif á hann. 1 stuttu máli elskar hann náttúruna og útivist, fjallgöngur, varðelda og álfadans. Og ekki má Framhald á bls. 12. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.