Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1975, Blaðsíða 8
Bærinn á Steinsstöðum 1886. Úr bók Henry Labonnes.
Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur:
/
IGOMLUM
FERÐABÓKUM
ISLAND
eftir Gustav Georg
WINKLER
Qtg. 1861
og
L'ISLANDE
eftir
dr. Henry
LABONNE
útg. 1888.
Steinsstaðir 1858. Úr bók Winklers.
©fcínfiafcir int Ccjiiatalr, 9!arMani).
Það er sitthvaó forvitnilegt í
gönilum ferðabókum.
Þær eru orðnar ærið margar,
raunar ótrúlega margar, ferða-
bækurnar, sem erlendir ferða-
menn hafa skrifað um Island.
Eðiilega eru þessar bækur mjög
misjafnar að gæðum. Meðal
þeirra eru öndvegisrit, gagnmerk-
ar heimildir um land og lýð.
Miklu fleiri eru þó þær miðlungs-
góðu, og ófáar eru hcldur ómerki-
Icgar, en eitthvað bitastætt f flest-
um.
Það er sameiginlcgt mörgum
hinna erlendu ferðabóka, að þær
eru eftirsóttari til eignar en lestr-
ar. Sumar þeirra virðast vera á
stöðugu flakki milli bókasafna
einslakiinga, bókauppboða og
fornbóksala, og geta þær hafa far-
ið margar slfkar ferðir án þess að
sðð verði að þær hafi nokkurn-
tíma verið lesnar.
1 sióasta jólaleyfi var ég að
glugga í eina slíka bók. Sú ber
heitið L’Islande et l'archipel des
Færæer (ísland og eyjaklasinn
Færeyjar). Bók þessi kom út i
Paris 1888. Höfundur hennar er
dr. Henry Labonne, sem var ritari
franska landafræðifélagsins þeg-
ar hann tókst á hendur ferð til
lslands sumarið 1886, og aðra vor-
ið eftir til Islands og Færeyja.
Þessar ferðir fór Labonne á veg-
um franska kennslumálaráðu-
neytisins (Ministére de
l’Instruction publique) og beinlin-
is i þeim tilgangi að skrifa bók um
tsland, það land sem hann i for-
mála bókarinnar nefnir „þetta
einstæða, norðlæga landsvæði,
þar sem háð er linnulaust stríð
milli tveggja andstæðra höfuð-
skepna, iss og elds“. Hann tilfærir
einnig í formála þau rök fyrir
útgáfu bókarinnar, að á Englandi
komi út einar tvær bækur um
island ár hvert, en Frakki hafi
ekki skrifað bók um það land síð-
an ritverkið um Gaimard-
leiðangurinn kom út. Og þótt það
hafi verið traust heimild um 1840,
gefi það að sjálfsögðu ekki rétta
mynd af Islandi nútimans, því þar
hafi, eins og annarsstaðar, orðið
framfarir á öld þegar meira breyt-
ist á einum degi en áður á ári.
Labonne tók sér far frá Leith til
Reykjavíkur snemmsumars 1886
með gufuskipinu Camoens og
kom til Reykjavíkur þoku-
drungaðan sunnudag seint í maí.
Þetta sumar gerði hann víðreist
um landið. Hann ferðaðist fyrst
um Suðurland, um Krísuvik og
Eyrarbakka allt austur að Sól-
heimum í Mýrdal, en síðan til
Fljótshliðar, Heklu, Geysis og
Þingvalla. Eftir þessa Suður-
landsferð hélt Labonne til
Norðurlands, um Kaldadal og
Arnarvatnsheiði niður í Vatnsdal,
þaðan sem venjulegasta leið ligg-
ur til Akureyrar og áfram austur
á Húsavik. i bakaleið fór hann frá
Akureyri um Svarfaðardal og
Heljardalsheiði til Hóla, en þaðan
þá leið, sem hann nefnir Skóla-
piltaleið, vestur í Hrútafjörð og
um Holtavörðuheiði, Borgarfjörð,
Hvalfjörð og Svínaskarð til
Reykjavíkur og utan með
Camoens eftir um tveggja mánaða
dvöl á Islandi.
Arið eftir lagði Labonne af stað
frá Cherbourg með frönsku skipi,
l’Indre, þegar um miðjan april.
Skipið kom upp undir Island suð-
vestur af Reykjanesi og hélt síðan
austur með suðurströndinni til
Austfjarða. Labonne fór i land á
Eskifirði til þess að skoóa hina
frægu silfurbergsnámu á Helgu-
stöðum, sem Frakkar höfðu siðar
fengið á leigu. Þaðan fór hann
yfir Fönn niður á Hérað og um
Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar, en
þaðan með skipi á vegum Wathne-
bræðra til Færeyja síðast i mai.
Bók Labonnes er tvíllaust í tölu
þeirra ferðabóka um Island, sem
merkar mega teljast og eru enn
áhugaverð lesning. Höfundur er
glöggskyggn og leggur sig fram
um sannorða og greinagóða lýs-
ingu á landi og þjóð. Hann hrífst
af náttúru landsins, en náttúru-
lýsingar hans eru lausar við þann
væmna fjálgleik er lýtir sumar
ferðabækur um Island, einkum
þýzkar. Hástemmdur verður hann
þó einu sinni, er hann lýsir fegurð
Svarfaðardals, staddur að Urðum
síðla kvölds 10. ágúst. 1 kirkjunni
á Völlum hafði hann fyrr sama
dag skoðað altaristöflu eftir „ís-
lenzkan Gustave Doré“.
Labonne hælir mjög aðalleið-
sögumanni sínum, Þorgrími Guð-
mundsen, kennara, fyrir gáfur,
fróðleik og heimsmannslega
framkomu. Vafalitið hefur það
ráðið verulegu um gæði margra
ferðabóka um Island, hversu
heppnir höfundar þeirra voru
með fylgdarmann.
Sitthvað kemur Labonne
kynduglega fyrir sjónir. Eftir að
hafa lýst legsteini Jóns Sigurðs-
sonar forseta i kirkjugarði