Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1975, Page 11
r
PACER
BILAR
markar tímamöt en
CHEVROLET MONZA
var samt kjörinn bíll örsins
í Bandaríkjunum
PACER markar timamót en
CHEVROLET MONZA var kjörinn bill
ársins fyrir vestan.
Bandarfskum bilaiðnaSi gengur
iila aS hugsa smátt. Sama hefur
veriS hversu mikiS selst vestra af
Volkswagen, Toyota og Mazda, þá
hefur þeim I Detroit veriS um megn
aS koma saman smábíl, unz nú aS
minnsta framleiðandanum, Ameri-
can Motors. hefur loksins teklzt aS
vinna þetta tæknilega afrek. Smábfll
AM heitir PACER og er svo frumleg-
ur og sérkennilegur, aS hann sker sig
alveg úr. Hann er raunverulegur
smábfll, að minnsta kosti á amerfsk-
an mælikvarSa: Lengdin er 4,36 m
eSa jöfn lengdinni á Saab 99. Aftur á
móti er Saab 160 sm á breidd, en
Pacer hvorki meira né minna en 196
sm. Hann er meS öSrum orSum jafn
breiSur og venjulegur amerfskur bfll
og innra rými 6 aS vera svipaS og
gengur og gerist f miSlungsbflum
amerlskum. PaO, sem athygli vekur
umfram þessi stærSarhlutföll er, aS
nú er tekin upp gerbreytt afstaSa
gagnvart útsýni. ( fyrsta sinn f háa
herrans tfS kemur amerfskur bfll með
geysiháan rúðuflöt og samsvarandi
gott útsýni. Burtu eru hin fyrirferSar-
miklu afturhorn, sem hafa einkennt
amerfska bfla. En þaS þýSir ekki aS
bfllinn sé veikari gagnvart veltum. f
miSju er allsver póstur og þar er
komiS fyrir nauSsynlegum styrking-
um. AnnaS praktfskt atriði hefur ver-
iS tekiS til meSferSar og fariS eftir
evrópfskum fyrirmyndum. ÞaS er aS
hafa stóra afturhurS á lömum aS
ofan og hægt aSleggja aftursætiS
niSur til þess aS fá samfellt farang-
ursrými, þegar mikiS þarf aS flytja.
Annars er Pacer mjög venjulegur,
tæknilega séS: Drif er á afturhjólum
og vélin aS framan, stffur baköxull og
blaSfjaSrir. Hann er búinn tann-
stangarstýri og 6 strokka vél, en ann
aShvort eru þrfr gfrar éfram og stýr-
isskipting eSa sjálfskipting. Þegar
þetta er skrifaS, er ekki vitaS til þess
aS neinn slfkur sé á leiSinni til lands-
ins. en samkvæmt upplýsingum frá
Að ofan: Loksins, loks-
ins eitthvaS nýstárlegt
frá Detroit. Pacer er
spáð mikilli sigurför,
enda hafa veriS tekin
mið af raunverulegum
þörfum f stað tilgangs-
lausra „stæla". Til
vinstri sést afturendinn
á Pacer. Til hægri: ftölsk
formúla, en amerfsk
framleiðsla: Bfll ársins f
Bandarikjunum,
Chevrolet Monza.
umboðinu Agli Vilhjálmssyni, mun
verðiS vera nálægt 1600.000 kr.
Þrátt fyrir aS Pacer sýnist marka
meiri tfmamót en allt annaS f árgerS
1975 þar vestra, hefur þó annar bfll
fengiS hin árlegu verSlaun blaSsins
MOTOR TREND. Þau eru veitt sér-
staklega fyrir nokkur tiltekin atriSi
og þar aS auki er kjörinn bfll ársins.
VerSlaunin féllu þannig:
Verkfræðileg snilli: Mercedes
Benz 450
Beztu kaupin: Ford Granada
Framúrskarandi hönnun: Fiat
X 1/9
Öryggi: Mercedes Benz 450
SE
Sparneytni: Honda Civic
BÍLL ÁRSINS: Chevrolet
Monza 2 + 2V-8
Chevrolet Monza er sportútgáfa,
sem raunar Ifkist ekki mikið amerfsk-
um bflum eins og þeir hafa veriS aS
undanförnu. ÚtlitiS er mjög Ifkt
Porche og raunar fleiri Evrópubflum
og hver deild General Motors er meS
sfna útgáfu meS þessu útliti, Buick
Skyhawk til dæmis. Einkennisstaf-
irnir 2 + 2 tákna, að aftursætiS er
ófullkomiS og f rauninni aðeins fyrir
börn. Ekki virðist gott útsýni eða
mikiS rými prýSa þetta óskabarn, en
ugglaust má treysta þvf aS Monza er
bráSskemmtilegur bfll og vandaSur.
Fáanlegur er Monza meS 6 strokka
vél, 120 hestafla, en aS sjálfsögSu
völ á stærri vél. MeS 6 strokka
vélinni er hámarkshraSinn 185 km á
klst. en viSbragðiS 9,3 sek. á 100
km hraSa. Lengd bflsinser 4,58 m.
Flettí
gömlum
feröa-
bökum
Framhald af bls. 9
þeirrar myndar af Steinsstöóum,
sem i bókinni er birt, sé gerð af
Winkler sjáifum, en hvað kom
honum til aö velja þennan bæ?
Hafði hann e.t.v. frétt hjá fylgdar-
mönnum sinum eða einhverjum
öðrum, að þetta væri æskuheimili
manns, sem kannað hefði jarð-
fræði landsins á undan honum?
Landslagið á mynd Winklers er
harla nákvæmt, ekki sizt bak-
grunnurinn, með Þverbrekku-
hnúk, Háafjalli og Hraundranga,
og má því ætla, að bæjarhúsin séu
einnig næsta nákvæmlega teikn-
uð.
Auðsætt virðist, að bæjarhúsin
á Steinsstöðum á mynd Labonnes
eru komin nokkuð til ára sinna,
en bæjarhúsin á mynd Winkfers
sýnast líkleg til að geta staðið
marga áratugi. Má þvi telja nokk-
uð öruggt, að um sömu bæjarhús
er að ræða á báðum myndunum.
Mynd Winklers er teiknuð að
bæjarbaki og er það vissulega
nokkurs virði að eiga tvær mynd-
ir af sama sveitabænum, aðra af
honum á bak, hina í fyrir. Og ekki
er sama hver bærinn er. Steins-
staðlr, Hraundrangi. Nöfn, sem
slá á rómantíska strengi hið innra
með þeim er hafa þessar myndir
fyrir augum. Spurningar vakna.
Gæti það hugsanlega hafa verið í
baðstofuhúsi, sem hér sést á
mynd, að dökkhærður og fagur-
eygur fimm ára snáði var að masa
við sjálfan sig i rúmi sinu i
morgunsárið, en aðkomumaður í
baðstofunni, skáldklerkurinn Jón
Þorláksson, sem gist hefur Hall-
grím Þorsteinsson, aðstoðarprest
sinn, fer að leggja hlustirnar við
og segir við móður drengsins:
„Nú skal ég segja yður nokkuð,
maddama góð. Hér eigið þér nú
efni i ágætt skáld.“ Ætli þessi
spámannlegu orð Bægisárklerks-
ins hafi ekki skilið eftir bæði
djúpa gleði og dimman geig i
hjarta móðurinnar, Rannveigar
Jónasdóttur.
Var það ef til vill í þessum
bæjardyrum, sem sama móðir
horfði á eftir augasteininum sin-
um fjórum árum siðar er hún
varð að senda hann frá sér til
vistar i annarri sveit eftir sorg-
legt fráfall föður hans.
Er það mögulegt að þessi bæjar-
hús hafi verið þögul vitni þess er
tvítugur Bessastaðapiltur og
prestsdóttir á sautjánda aldursári
kvöddust hér á túni einn dag um
vor við lok sæluferðar sunnan
yfir heiðar og sáust aldrei
framar.
Er ekki liklegt, að þessi bær
sé það gamail, að skáldið og
náttúruskoðarinn Jónas hafi dval-
ið i honum er hann leitaði heim á
æskustöðvar á siðari árum ævi
sinnar. Hann kom að Steinsstöð-
um i siðasta sinn 5. september
1841 og dvaldi þar í fimm daga.
Fullvíst er, að til heimilis á
bænum á mynd Winklers eru allir
skáldsins nánustu nema Þor-
steinn bróðir hans. Þar er Rann-
veig móðir hans á 71. aldursári,
þar er Anna Margrét yngri systir
hans, ógift á fimmtugs aldri, og
þar er Rannveig eldri systir hans,
fædd 1802, fimm árum á undan
honum. Er það ekki raunverulega
hún, sem er systirin í grasaferð-
inni góðu, systirin í því litla Ijóði,
sem gætt er meira heillandi
þokka en flest annað, sem ort
hefur verið á íslenzka tungu,
systirin, sem „hleypur þegar
hreppstjórinn finnur hana á förn-
um vegi“, en giftist rnanni, er
siðar varð hreppstjóri, fyrri
manni sínum, Tómasi Asmunds-
syni, er fékk hennar tvítugrar, þá
fyrirvinna móður hennar á
Steinsstöðum, og bjó þar siðan til
dauðadags. Þegar Winkler fer þar
um er bóndi á Steinsstöðum siðari
maður Rannveigar, Stefán Jóns-
son, síðar alþingismaður, er
kvæntist henni og fluttist að
Steinsstöðum 1856. Hann er enn á
Steinsstöóum, þá 84 ára, er
Labonne gisti þar 1866. Gæti það
ekki verið hann, sá siðskeggur,
boginn i baki, sem þar sést i
bæjardyrum.
Já, það er sitthvað forvitnilegt i
gömlum ferðabókum.