Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1975, Blaðsíða 12
6SSSSS5®
Jens GuSjónsson ð vinnustofu sinni i SuSurveri viS StigahliS. Hér verSa skartgripirnir til, en
hvort Jens kemur öllu meiru fyrir á borSinu hjð sér, er svo annaS mðl.
ER LIKA
ÍDEIGL-
Guðrún Egilson ræðir við
JENS
GUÐJÓNSSON
gullsmið
ÍSLENZKUR
LISTIÐNAÐUR
Frá upphafi vega hefur skraut-
girni verid fylgifiskur mannkyns-
ins, hvort hún er kostur eda löstur
má um deila, en þessi eiginleiki
er orðinn okkur svo samgróinn,
aö viö losnum tæpast við hann. Á
þvf er Hka engin þörf í velmeg-
unarsamfélagi okkar, þar sem
þorri manna hefur ráö á þvf að
skarta eðlum málmum, en ef við
lítum til liðinna tíma, þegar flest-
ir Islendingar lápu dauðann úr
krákuskel, sjáum við, að skraut-
gripagerð er sföur en svo af-
sprengi ailsnægta. Hún hefur
verið stunduð hér allar götur frá
landnámi, og silfurmillur og
slegnar tóbakspontur eða látúns-
skraut var notað um aldir tii að
krydda grámósku hversdags-
leikans. Efnafólk mun sjálfsagt
hafa fiutt inn skrautgripi f ein-
hverjum mæli, en megnið af
þeim var mótað í venjulegum
smiðjum bænda við frumstæöar
aðstæður. En þarna þróuðust
ýmsir merkilegir hlutir, m.a.
víravirki, sem er sérfsienzkt fyr-
irbæri.
— Annars verðum við að fara
hratt yfir sagnfræðina, — segir
Jens Guðjónsson, gullsmiður, sem
við höfum fengið til að spjalla
lítillega um þessa listiðn. — Ég er
heldur illa að mér í sögu, og svo
dæmalaust óþjóðlegur, að ég hef
aldrei lært víravirki. Ég komst
einhvern veginn upp með það að
sleppa þvi, þegar ég var að læra
hjá Guðlaugi frænda mínum
Magnússyni. Og yfirleitt leiddust
mér þessi þjóðlegu mynztur, sem
þá var töluvert um, og vildi fara
minar eigingötur. Með þessu er ég
alls ekki að lasta það sem gert
hefur verið i þessari iðn á Islandi.
Hér hafa orðið til margir stór-
merkilegir hlutir við erfiðar að-
stæður, ekki bara í skrautgripa-
gerð, heldur í handverki almennt,
en það hefur áreiðanlega orðið
útundan vegna bókmenntanna.
En hinn forni arfur i handverki
hefur mjög viða komið fram
á siðari timum, og mér er kunn-
ugt um, að tréskurðarmenn
bjuggu til fyrstu mótin fyr-
ir gullsmiði og aðstoð-
uðu þannig við að byggja þessa
grein upp. Hins vegar er ég
persónulega heldur litið gefinn
fyrir hefðir, stefnur og stila, og