Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1975, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1975, Qupperneq 15
BÖRNIN TEIKNA OG SKRIFA Sumardagar í sveit Frásögn eftir Ingu Ingólfsdóttur, 10 ára Hellissandi HELGI og Anna voru í sveit hjá afa og ömmu. Þeim þótti voðalega gaman. Einn daginn fóru þau í berjamó til að tfna ber. Það voru margar gjótur í hrauninu. Þegar Helgi var að ganga yfir eina gjótu, kallaði hann til Önnu, sem var skammt hjá að tína ber: Ég hef fundið Iftið nýfætt lamb, sem liggur hér f einni gjótunni milli tveggja steina og er fast. Anna mfn, hlauptu nú til hans afa til að segja honum tfðindin. Afi kom brátt og hjálpaði litla lambinu úr gjótunni. Hann fór með það heim til bæjar f herbergi krakkanna. Þau skoðuðu lambið hátt og lágt til að athuga hvort það væri eitt- hvað meitt. Það var smá sár á einum fæti lambsins. Afi sagði, að lambið yrði dálítið lengi að jafna sig og að það yrði að vera inni fyrst um sinn. Anna og Helgi gáfu nú litla lambinu að drekka. Það var greinilega orðið svangt. Á meðan fóru afi og vinnumennirn- ir að leita að mömmu lambsins. Hún hafði ekki fundist neins staðar hjá litla lambinu fyrr um daginn. Krakkarnir biðu spennt heima fyrir og vonuðu, að afi og vinnumennirnir mundu finna mömmuna. Klukkan var orðin margt þegar afi og vinnumenn- irnir komu heim. Fannstu mömmu lambsins? spurði Helgi og Anna afa sinn. Já, ég fann hana, sagði afi, dapur f bragði, en hún var dáin. Hún hafði hrapað niður bjargið hérna sunnan við bæinn. Auminginn litli, sagði Anna og fékk tár f augun, er hún horfði á litla lambið, jarmandi, þar sem það lá vafið i teppi f einu rúminu. Megum við hafa lambið hjá okkur i sumar afi? spurði Helgi. Já, já, krakkarnir mfnir, þið megið það. Þið hafið verið svo góð og dugleg. Sumarið leið fljótt. Krakkarnir höfðu hjálpað afa sínum f heyskapnum yfir sumarið, einnig Iéku þau við lambið við og við. Lambið stækk- aði mjög ört og var orðið þungt, svo Helgi og Anna gátu ekki kjassað það og borið það lengur. Síðar um sumarið gaf hann afi börnunum lambið. Anna og Helgi skírðu lambið Mjöll, þvf að það var drifhvftt. Sumardagarnir voru á enda og nú áttu krakkarnir að fara heim til sfn, þvf skólinn var að byrja. En áður en börnin fóru gáfu þau Mjöll stóran remb- ingskoss á fallega feldinn sinn, þvf hún hafði gert þeim lffið svo skemmtilcgt um sumarið. Yf5a Veriu Aýr Vferius Jiresa Dá segi*- psþbi bless. Jv/- nú fer ea i’ Laíniw svd Fft. ég ut 4 S*in*v aá ná f -físKT otj tek sv* át Kdwuvn roðio. Avie/ •S\'mona>rcj- 3 áía Túnq 'ot* 23 Vm. List og mynd- hugsun Framhald af bls. 5 CONCEPTlistamönnum, ekki þá sem hin venjulega listaverkabók með frásögn og myndum, ævi- atriðum og orðaskrám, heldur sem einstakt og sjálfstætt verk, nátengt myndhugsuninni: bókin i formi merkingarinnar er hin endanlega gerð, listaverk en ekki lýsing á verki. Bókin hentar vel til flutnings á afmarkaðri hug- mynd sem ekki verður útfærð á annan hátt, með góðu móti. KRISTJAN guðmundsson hefur dregið línur á blaðsiður bókar sem jafngilda mesta dýpi hafsins, mælt uppá millimetra, og gefið út punkta úr vérkum HALLDÖRS LAXNESS! Frumkvöðull þessarar notk- unar bókarinnar er DITER ROT. Bækur hans skipta tugum og eru með ýmsu sniði og lagi: örsmáar bækur, hreyfilistarbækur, sjón- ertandi (OP) bækur, ljóðabækur, myndljóða (CONCRET) bækur, myndasögur o.s.frv. (Verður nánar fjallað um bækur DITERS ROT i sérstakri grein, svo og þátt hans i framúrstefnulistum). LANDSLAG OG LlKAMI Hér að framan hefur verið stiklað á stóru um ýmislegt sem varðar CONCEPT list, án þess að tæmandi úttekt hafi verið gerð, enda er slikt næsta vitfirringsleg- ur ásetningur. En til þess að gefa almenningi nánari hlutdeild i verkum CONCEPTista er nauðsynlegt að afmarka vissa þætti þeirra i samhengi mann- legrar reynslu m.m. Mikil af- brigði innan CONCEPTstefn- unnar eru Landslagsverk (EARTHWORKS) og Likamslist (BODY-ART), þau eru svo víðfeðm og yfirgripsmikil að efni er í tvær greinar, hið minnsta. HEIMILDIR 1) Guðbergur Bergsson: Formáli að sýningaskrá H 2O, SÚM 1974. Ernst Fischer: Um listþörfina. Mál & Menning 1973. Klaus Groh: If I had a mind .... M. DuMont, Schauberg, Köln. Hans Richter: DaDa art and antiart. Thames & Hudson, London 1966. SÚM á Listahátíð i Reykjavík, 1972. Germano Celant: Art Povera, Studio Vista, London 1969. Lucy R. Lippard: Six Years. Praeger New York 1973. Hringurinn Framhald af bls. 7. er Búlandstindur, eitt hæsta og svipmesta fjall á Austfjörðum. Sunnan Berufjarðar breytist ströndin og fer rneira að likjast þvi sem er i Skaftafellssýslum. Hamarsfjörður og Álftafjörður eru eiginlega lón með löngum og mjóum sandrifjum fyrir utan. Alftafjöróur er syðsta sveitin i Suður-Múlasýslu, sýslumörkin eru á Lónsheiði við vörðu eina. Syðsti bær sýslunnar er Þvottá, þar sem Siöu-Hallur bjó. Fyrst hét bærinn aðeins Á en eftir að Þangbrandur hafði skirt Siðu- Hall í lítilli á rétt hjá bænum nefndist hann Þvottá. Siðu-Hallur skaut skjólshúsi yfir Þangbrand, sem hafði verió úthýst alls staðar vegna áráttu sinnar vió að boða íslendingum svokallaða kristna trú. Klerkur þessi virðist hafa verió sannfærður um að hann og hann einn gæti bjargað þjóðinni frá tortimingu, og líkist hann að því leyti vissuni menningarpostul- um á sviði bókmennta og lista þúsund árum síðar. Það var þess vegna ekkert undarlegt þótt land- vættirnar hugsuðu Þangbrand þegjandi þörfina. Svo segir í Flat- eyjarbók: „En þann dag er þeir Hallur riðu af Kirkjubæ, þá sprakk jörðin undir Þangbrandi, og sökk þar niður hestur hans, en hann komst af baki og gat hjálpað sér með guðs fulltingi og föru- nauta sinna." Naumast þarf að efa að hér hefur myrkrahöfð- inginn verið að verki og viljað draga klerk niður til sin, a.m.k. er sennilegt að hinir nýkristnu hafi litið svo á. En i greininni „Þang- brandur á Mýrdalssandi" eftir Sigurð Nordal er birtist i Fest- skrift til Finnur Jónsson 1928, kemur hann meó þá hugmynd, að sögusögn þessi um Þangbrand kunni að vera bókstaflega sönn, hesturinn hafi sokkið i jökulhvarf á sandinum, en þau myndast oft eftir nýafstaðin jökulhlaup. Styðst Siguróur þar við frásagnir þaulkunnugra Skaftfellinga. Fljótt á litið virðist Lónið vera eyðileg byggð, láglendið mest- megnis gróóurlitlir aurar og allt i kring gróðurlaus og skriðurunnin fjöll. Þó hafa þar lengi verió blómleg býli. Þjóóvegurinn liggur fram hjá Stafafelli, prestsetrinu, þar sem séra Jón Jónsson fróði gerði garðinn frægan. Ein af fyrstu bókum sem ég las mér að gagni var Víkingasaga lians. I Lóni var um nokkurt skeið verzl- unarstaður Austur-Skaftfellinga, Papós. Þangað sóttu menn vestan yfir Skeiðarársand verzlun öðru hverju, þangað til verzlun hófst i Vik i Mýrdal. Tekið var að bregða birtu er vió komum i Almannaskarð, en þar sem veður var bjart gátum við notið útsýnisins, sem mun vera eitt hið fegursta af fjallvegi hér á landi. Þorvaldur Thoroddsen seg- ir svo í Ferðabók sinni: „Næst fyrir neðan blasir við Hornafjörðurinn, Nesin meó skrúðgrænum engjum, hólum og sléttum, ótal eyjar og sker í firðin- um nes og tangar, hálendir og láglendir. En það sem gerir út- sjónina allra einkennilegasta og stórkostlegasta, er viðsýnið yfir suðurrönd Vatnajökuls alla leið suður i Öræfi; hið efra glitrandi hjarnflákar, fram undan þeim höfðar, tindar og núpar, og ís- fossar niður úr hverri skoru. Eru skriðjöklarnir mjóir i dölunum, en fletjast út að neðan, gljáandi jökulfossar hið efra, en óhreinar klakaklessur hió neðra á lág- lendinu. Hvergi annars staðar á Islandi ganga skriðjöklar svo i byggð niður sem hér, og hvergi i Norðurálfu munu menn frá fjall- vegi í einu sjá yfir jafnstórar hjarnbungur og jafnmarga fjall- jökla." Mjög er búsældarlegt i Ilorna- firðinum og Ilöfn er vaxandi og myndarlegt kauptún. Hér um slóðir virðast vera nærri ótak- markaðir möguleikar fyrir nýtízku landbúnað, enda er hér víða vel búið. Dagur var að kvöldi kominn og við hefðum helzt kosið að gista á Höfn, en þess var enginn kostur, þar sem hvert rúm i hinu nýja og myndarlega hóteli var skipað. Var því ekki um annað að ræða en að halda áfram vestur á Siðu. Suðursveitin likist um’ margt eystri hluta Síðunnar, nema hvað fjöllin bak við byggðina eru hér hærri. Vestari bærinn, áður en lagt er á Breióamerkursand er Reynivellir. Þar hefur jafnan verið tvíbýli. Á Reynivöllum bjó lengi Eyjólfur Runólfsson frá Mariubakka i Fljótshverfi. Hann var sérkennilegur dugnaðar- maður en ekki við allra skap. Þór- bergur Þórðarson segir margt frá honum i endurmin.ningum sinum. Bróðir hans Runólfur mun fyrst- ur rnanna hafa farið þá leið milli sýslna sem nú er nefnd Fjalla- baksvegur nyrðri. Það var á fjár- kláðaárunum um rniðja öldina sem leið. Árni sýslumaður Gisla- son hafði lagt bann við útflutn- ingi fjár úr sýslunni af ótta við að það stryki heim í átthagana og bæri með sér kláðann i sýsluna, en hún var varin og veróir voru settir við allar helztu fjárleióir. Bræðrunum þótti þröngt um sig á Mariubakka og þótti hart aó farga fé sinu, en Runólfur hafói fengið jarðnæði suður i Krísuvík. Hann tók sig því til eina nóttina og rak fé sitt til fjalla upp með Hverfis- fljóti, yfir Skaftá skammt frá Fögrufjöllum og vestur öræfin unz þeir náðu heilu og höldnu út i Landsveit. Á þessari leið sáu þeir stórt stöðuvatn innilukt af fjöllum. Mun þaó hafa verið Langisjór sem þá var uppgötv- aður í fyrsta sinn. Fyrir vestan Reynivelii hefjast hinir víðáttumiklu sandar sent setja svip sinn á Skaftafellssýslu. Breiðamerkursandur er líklega lengstur allra sandanna en örmjór. Þar er ein vatnsmesta en stytzta á landsins, Jökulsá. Hún var langtimum santan hverri skepnu ófær, svo að fara varð yfir hana „á jökli" sem kallað var. Minnisstætt er enn hið hörmulega slys árið 1927 er pósturinn fórst á jöklinum, hvarf i jökulsprungu og fannst ekki fyrr en löngu siðar. Nú er komin brú á Jökulsá rétt fyrir framan upptökin undan jöklinum. Myndar hún þar stórt og hyldjúpt lón alsett stórum og smáum isjökum, svo að niaður gæti nærri haldið að maður væri kominn lil Austur-Grænlands. — Vestarlega á sandinum er bærinn Kvisker, þar sem hinir lands- kunnu Kviskerjabræður eiga heima. Kvísker er austasti bærinn i Öræfasveit og stendur sunnan undir f jallajöfrinum mikla, Öræfajökli. Fer nú brátt að sjást Framhald á bls. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.