Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1975, Síða 4
Nú er
algengt
að sjö
feðurna
klœða
börnin
gæfur að börnin gátu æft sig að
sitja á honum. Hann var alltaf
hafður heima við tii taks fyrir
þau. Stundum var farin hópferð
til Sauðárkróks til að komast í
sundiaug. Það þjónaði bæði þeim
tiigangi að vera heilsusamlegt og
um leið góð hreinlætisráðstöfun.
— Hvernig hagaði tif með tilliti
til öryggis?
— Við vorum fremur vel sett að
því leyti. Mikið öryggi var einnig
að vera svo skammt frá Sauðár-
króki en þar er héraðslæknir og
flugvöliur, ef á þarf að halda. Vík
er aðeins 9 km fyrir innan kaup-
staðinn. En við vorum svo lánsöm
að engin stór óhöpp yrðu á meðan
börnin dvöidu hjá okkur.
Þó segist Áslaug ekki hafa vilj-
að taka þá áhættu að láta senda
börnin norður á eigin spýtur eða í
fylgd og umsjón annarra. Eftir að
mágkona hennar hætti að koma
norður á sumrin, en með henni
höfðu börnin haft góða samfylgd,
fór hún sjálf til Reykjavíkur á
vorin og sótti börnin öll í sömu
ferð. Sú varúð reyndist ekki alveg
ástæðulaus. 1 seinustu ferð, sem
hún hélt með barnahópinn norð-
ur, atvikaðist það svo að þau lentu
í umferðarslysi.
— Þó svo vel vildi til að börnin
meiddust lítið sem ekkert, var ég
þakklát fyrir að vera til staðar,
þeim til hughreystingar, segir
hún.
— Voru ástæður foreldra þeirra
barna, sem hjá þér dvöldu, á ein-
hvern hátt sérstæðar eða erfiðar?
— Nei, alls ekki. Ég hvorki gat
né vildi leggja mat á ástæður,
heldur leit ég svo á, að öll börn
þyrftu og ættu jafnan rétt á að
njóta sumardvalar í sveit. Ekki
var hægt að anna eftirspurn og
oft varð að vísa frá fleiri börnum
en við gátum tekió hvert sumar.
Það var þvl að ráðast hvaða börn
við tókum hverju sinni. Eitt sinn
var ég beðin að taka vanheilt barn
til dvalar. Ég ákvað að taka barn-
ið, því hvers átti það að gjalda?
— Kom aldrei til að fjölga dval-
arbörnum?
— Til þess kom ekki. Annað
hvort er að reka slík heimili stórt
og skipulega, og það hefur sínar
neikvæðu hliðar, eða að halda
heimilisfólki í hæfilegum fjölda
og miða reksturinn ekki við ann-
að en það, að dvalargjald standi
undir útgjöldum.
— Var þetta þakklátt starf?
— Já, vissulega var starfið
þakklátt. Börn þau sem hjá okkur
dvöldu hafa mörg hver, haldið
sambandi við okkur. Þau hafa
enn ánægju af því að minnast
þessa tíma, þó þau séu komin á
fullorðinsár. Það er okkur ekki
síður ánægjulegt, því tengsl
hljóta að myndast við börn, sem
dvelja jafnvel sumar eftir sumar
á ekki stærra heimili en var hjá
okkur.
En að því kom að Áslaug hætti
rekstri sumardvalarheimilis i
Skagafirði. Þegar hennar eigin
börn voru vaxin úr grasi og farin
að heiman til mennta og starfa,
leitaði hún nýrra verkefna. M.a.
stundaði hún kennslustörf við
unglingaskólann í Varmahlíö i tvo
vetur. Eftir það fluttist hún aftur
til Reykjavikur, en þangað var
maður hennar kominn nokkru áð-
ur og tekinn við starfi sínu sem
framkvæmdastjóri Landverndar.
— Og nú hefur þú þurft að taka
ákvörðun um framtiðarstarf í
annað sinn eins og svo margar
konur þurfa að gera, eftir að þær
hafa alið upp sín eigin börn og
skilað þeim á leið út á sjálfsögða
athafnabraut.
— Fyrir þig hefur það ekki
verið vandaverk?
— Ef til vill ekki. Þó hafði ég
ekkert visst i huga, þegar ég kom
hingað að norðan. Hefði getað
hugsað mér að starfa sem fóstra
og bæta upp að ég byrjaði eigin-
lega aldrei á byrjuninni. En ein-
mitt um sama leyti og ég kom til
Reykjavíkur árið 1972, var veriö
að undirbúa stofnun þessa heimil-
is. Og mér bauðst starf forstöðu-
konu.
— En felur ekki starf forstöðu-
konu í sér fóstrustarfið á vissan
hátt?
— Nei, ekki beint. Fóstra er
með börnunum allan daginn, en
það er forstöðukona ekki, nema
að takmörkuðu leyti og sérstak-
lega ekki á þetta stóru dagheimili.
Hún hefur i ýmis önnur horn að
líta, þar sem daglegur rekstur
heimilisins byggist á hennar
starfi. Auk þess tekur hún
ábyrgðina á starfinu og heimilinu
með sér heim að loknu dagsverki.
Það gerir fóstran ekki, nema
þann tíma, sem börnin eru undir
hennar handleiðslu. Alltof fáar
ungar fóstrur vilja gerast for-
stöðukonur.
En ég hef hér yfir engu að
kvarta, heldur Áslaug áfram. A
þessu heimili er mikil og náin
samvinna. Ef til vill orsakast það
meðfram af þvi að við tókum allar
þátt í að gera heimilið starfhæft í
byrjun.
A meðan við göngum um húsið,
lýsir Aslaug aðstöðu og starfshátt-
um á heimilinu:
— Eins og sjá má er húsið gam-
alt, byggt í lok fyrri heimsstyrj-
aldar eða um 1918. Og þá auövitað
sem einbýlishús en ekki með nú-
verandi þarfir í huga. Þegar ríkið
keypti húsið sem dagheimili fyrir
börn stúdenta, var það skipulagt
og endurbætt með það fyrir aug-
um. Má telja að vel hafi til tekist.
Þó húsið uppfylli ekki öll skilyrði
sem barnaheimili, hentar það að
ýmsu leyti vel. Til útivistar er
aðstaðan þó óhagstæð vegna rúm-
leysis og mikillar umferðar.
Það er litríkt umhverfi, sem
fyrir augu ber, þegar litast er um
innanhúss. Hver deild hefur gott
húsrými fyrir sig. Hvert sem litið
er, eru bjartir og glaðir litir og
myndskreytingar við hæfi hvers
aldursflokks. Þegar við komum í
þriggja-ára deild, sitja þar nokkr-
ir ungir og efnilegir menn við
©
Áslaug fluttist um árabil með manni
sínum að Vlk f Skagafirði, og sést
bærinn ð myndinni að neðan. Þar er
elzta steinhús ( Skagafirði. byggt
1908. Um tlma rak Áslaug þar sum-
ardvalarheimili fyrir börn og sést
með barnahópinn sinn á myndinni til
vinstri. Að neðan er Valhöll við Suð-
urgötu, þar sem Barnaheimili
stúdenta er til húsa.
hringborð og teikna og lita af
miklum áhuga í nærveru fóstru
sinnar. I einni stofu á annarri
hæð bíða mjúkar dýnur á gólfi
eftir þreyttu fólki, sem þarf að fá
sér miðdagsblund innan stundar.
Önnur stofa er þéttskipuð smá-
rúmum fyrir yngsta fólkið á heim-
ilinu. Þar eru tjöld dregin fyrir
glugga og allt tilbúið fyrir langan
og góðan miðdagslúr.
I kjallara hússins er samkomu-
salur. Þar er börnunum safnað
saman til leikja og kvikmynda-
sýninga, þegar svo stendur á. Þá
getur komið fyrir að einhver
missi kjarkinn, þegar ljós eru
slökkt eða eitthvað annað óvænt
ber til.
— Það er athyglisvert, segir As-
laug, að þegar slíkt hendir sækja
börnin ekki sérstaklega til sinnar
fóstru, heldur leita hughreysting-
ar hjá hverri okkar, sem nær-
stödd er. Það gefur til kynna þá
eðlilegu samkennd, sem myndast
milli barnanna og heimilisfólks-
ins í heild.
A heimilinu starfa 10 manns,
fóstrur, nemar og aðstoðarstúlk-
ur. Matráðskona er Ingunn Ólafs-
dóttir, en hún starfaði um langt
árabii sem fóstra á barnaheimil-
um í Reykjavik og er mörgum að
góðu kunn frá því starfi.
Heimilið rúmar 57 börn. Börnin
eru þar frá 10 mánaða til 6 ára
aldurs. Þótt félagsstofnun
stúdenta reki þetta heimili eru
einnig börn annarra foreldra tek-
in á heimilið.
— Sú regla er höfð um börn
stúdenta, að hvert barn á rétt til
dvalar í þrjú ár en ekki Iengur,
segir Áslaug. Þar er miðað við að
foreldri barnsins, sem oftast er
faðirinn, hafi lokið námi á þess-
um tíma, og þá beri barninu að
rýma fyrir öðru, þar sem foreldr-
ar eru enn í námi. Nú þykir mörg-
um þetta fyrirkomulag ekki rétt-
látt, þar sem móðirin hefur oft
orðið að bíða með sitt nám á með-
an faðirinn lauk námi. En algengt
mun vera að hún vinni fyrir heim-
ilinu þennan tfma. Móðirin ætti
því að hafa sama rétt til dvalar
fyrir barnið í önnur þrjú ár, á
meðan hún stundar sitt nám.
Hvort reglum verður breytt í sam-
ræmi við þetta er enn ekki ákveð-
ið. .
— Jafnrétti hefur sem sagt ekki
enn náð á leiðarenda?
— Ekki að þessu leyti. Þó er
mikil breyting sýnileg í samvinnu
foreldra frá því sem áður var.
Algengt er nú að sjá feðurna
klæða börnin og koma þeim af
stað, þótt báðir foreldrar séu við-
staddir, þegar börnin eru sótt
hingað, enda er það skiljanlegt,
þvi oftast er móðirin að koma
þreytt frá vinnu.
— Hvað um karlmenn í fóstur-
störfum? Hafa þeir lært þau
störf?
— Það hefur ekki tiðkast hér á
landi. En tvímælalaust ætti svo að
vera. Karlmenn hafa þó unnið á
leikskólum hér og þótt það mjög
skemmtilegt starf. 1 Danmörku
starfa fóstrar á barnaheimilum.
Með því fá þeir einnig styttan
herþjónustutíma sinn.
— Þar gæti einnig komið til að
launin eru lág. Fóstrur hafa t.d.
lægri laun en kennarar og dreifist
þó vinnutimi þeirra á lengri tíma
af árinu.
— Svo virðist sem karlmenn
ættu að geta lifað af sömu launum
og konur?
— Ég tel að það yrði til hags-
bóta fyrir alla aðila, ef leikskólum
væri fjölgað til muna en minna fé
lagt til reksturs dagheimila, sem
eru miklu fjárfrekari stofnanir.
Sú hugmynd byggist á þeirri hag-
fræði að almenn aðstoð við ein-
stæða foreldra nýttist betur með
því að greiða þeim laun fyrir háls-
dags starf á heimilum sínum, en
auka siðan vistrými á leikskólum
nægilega mikið til að taka vð
börnum þeirra þann hluta dags-
ins, sem foreldrarnir sæktu til
starfa utan heimilis. Með því
mætti einnig bæta laun þeirra,
sem starfa við leikskólana. Þar
hef ég líka í huga reynslu í starfi
minu af því að skilja börn og
foreldra ekki að meira en þörf
krefur. Ennfremur er það álit
mitt að æskilegt sé að sem flest
börn fái að njóta vistar á leik-
skóla.
— Áður en við Ijúkum þessu
spjalli: Hversvegna valdir þú
þetta lifsstarf?
Þeirri spurningu telur Aslaug
ekki svo auðsvarað sem ætla
mætti. Margir þættir tengjast í
atburðum einnar mannsævi og
eru ekki alltaf auðséðir, segir
hún.
Áslaug Sigurðardóttir er fædd
að Hvítárbakka í Borgarfirði.
Faðir hennar, Sigurður Þórólfs-
son, stofnaði Hvitárbakkaskóla og
var skólastjóri. Móðir hennar var
Ásdis Þorgrímsdóttir. Foreldrar
hennar fluttust til Reykjavikur,
þegar hún var barn á öðru ári.
Þar ólst hún upp og stundaði
skólanám. Eftir það fór hún til
Englands, til dvalar á heimili (Jr-
súlu Moray Williams, en hún var
systir Barböru Arnason listmál-
Framhald á bls. 7