Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1975, Side 11
ÝMIS-
KONAR
METFÉ 1975
Árið 1975 verður ekki ár drekanna, enda ekki við að búast
eins og ástandið er í orku- og efnahagsmálum. í stað þess að
auglýsa nokkurra þumlunga lengingu og dálitla breikkun frá í
fyrra, er nú keppst við að auglýsa hið gagnstæða. Buick
kemur í fyrsta sinn nú með fremur lítinn bíl, Buick Skyhawk,
5,40 m á lengd. General Motors hefur kynnt stórminnkaða
útgáfu af Cadillac, flaggskipinu sjálfu. Mustang er nú talsvert
minni en hann var fyrir tveimur árum og í fyrsta sinn kemur
amerískur smábíll á markaðinn, sem vekur mikla athygli:
Pacer frá American Motors.
í Evrópu hefur komið fram ný gerð af BMW með minni vél
en áður, auðkenndur með BMW 518. Eítir nærri tvo áratugi
er komin ný gerð af Citroen, sem er rúmlega 20 cm styttri en
verið hefur og var hann kjörinn bíll ársins í ár. Það kjör fer
fram hjá nokkrum evrópskum bílablöðum.
—
/
BILAR
Sá viðbragðsfljótasti
Þeir bílar eru venjulega ekki taldir með, sem einvörðungu eru byggðirfyrir
þðtttöku I kappakstri. En af fjöldaframleiddum sportbílum, er hinn Italski
Lamborgini Countach LP 500 fljótastur I viðbragði. Hann kemst úr
kyrrstöðu I 100 km hraða á 4,5 sek og er hálfri sek fljótari en keppinauturinn
Ferrari. Þessi Lamborghini er með 12 strokka vél, 480 hestafla. Til þess að
maður komist örugglega milli bensinstöðva, tekur tankurinn 140 Htra.
Hámarkshraðinn er 300 km á klst. Eyðslan: 3—6 km á lltranum.
Það vill svo til, að Lamborghini Countach er líka dýrasti sportpill sem völ er
á. Samkvæmt verðinu I Danmörku, ætti hann að kosta rétt innan við 16
milljónir króna.
En þrátt fyrir allt er haldið áfram að framleiða stóra bíla,
dýra bila, hraðskreiða bíla og þar fram eftir götunum. Sé litið
á framleiðslu ársins og eitt og annað borið saman, vekur
eftirfarandi til dæmis athygli:
Sá dýrasti
Ekki eru nærri allir btlar fáanlegir hér á landi, en hér verður stuðzt við
danskan verðlista. Samkvæmt honum er dýrasti bíll heimsins MERCEDES
BENZ 600. Það er hin svonefnda þjóðhöfðingjaútgáfa, sem páfinn I Róm
notar, svo og ýmsir oliufurstar I Austurlöndum. Lengdin er 5,54 m, þyngdin
hálft þriðja tonn og þrátt fyrir allt er viðbragðið eins og hjá hörku sportbilum,
eða 9,5 sek I 100 km. Hámarkshraðinn er 208 km á klst. Vélin er þrátt fyrir
allt ekki nema 250 hestöfl.
Samkvæmt verðinu i Danmörku ættu þessi herlegheit að kosta hér á landi
kr. 22,050.000,- liðlega tuttugu og tvær milljónir.
I þeirri verðskrá. sem hér um ræðir, var ekki minnzt á Rolls Royce. Eftir þvi
sem bezt er vitað mun verðið á dýrustu gerð hans vera mjög ámóta við verðið
á Mercedes 600.
Sá hraðskreiðasti
Italskir sportbilar eru I sérflokki hvað viðbragð og hámarkshraða áhrærir.
Hvað hámarkshraða áhrærir hefur Ferrari BB Berlinetta nauman vinning.
Hann er talinn ná 302 km hraða, en Lamborghini 300. Maserati nær 280 km
hraða. Þessi Ferrari er með 12 strokka vél, liðlega 400 hestafla og eyðslan er
1 lítri 3—6 km. Ferrari hefur lengi verið talinn einn af finustu sportbilum
heimsins, en af einhverjum ástæðum er verðið á honum lægra en á hinum
viðbragðsfljóta Lamborghini. Ferrari kostar aðeins rúmlega 14 milljónir
króna.
Sá sparneytnasti
Dönsk skýrsla um bensineyðslu btla kemur heim og saman við niðurstöður
i sparakstruskeppninni hér i fyrrasumar. Eyðslugrennsti bíllinn virðist vera
Citroen 2 Cv, sem stundum er nefndur „Bragginn". Venjuleg eyðsla hans er
talin vera 1 lítri 18—21 km en i sparakstri er jafnvel hægt að komast 25 km
á litranum. Vélin er 26 hestöfl, framhjóladrif eins og alltaf á Citroen,
hámarkshraðinn 98 km á klst. og að komast i 90 km hraða tekur bilinn 24,6
sek.
Sá lengsti
Eins og við mátti búast er Cadillac lengsti fólksbill, sem völ er á; nánar
tiltekið Cadillac Fleetwood Sixty Brougham. Þetta flaggskip General Motors
kemst ekki nema 8—11 km á litranum, en hámarkshraðinn á drekanum er
200 og viðbragðið 10,5 íhundraðið. Samt hefur verið dregið úr vélarstyrk frá
því sem verið hefur og er það gert með tilliti til ástandsins i orkumálum.
Cadillac Fleetwood kemst ekki i nein smástæði, þvi hann er 5.88 m á lengd.
Breiddin er 2.03 m og hann vegur 2400 kg.
Sá minnsti
Yfirleitt eru Japanir engir stórgripir að vexti og þvi
er vel við hæfi að minnsti bill heimsins er einmitt
framleiddur i Japan. Hann heitir Mitshubishi Miniea
og er aðeins 2.99 m á lengd. Breiddin er 129 cm og
þyngdin 505 kg.
Snjóflóðið
í Goðdal
Framhald af bis. 9.
mjólkurblandi, en henni vildi
svelgjast á þvi. Var þvi líkast sem
hún hefói ekki þrótt til að renna
því niður. Var þvi hætt við það.
Tök þá læknirinn að reyna að ylja
á henni fæturna, sem voru stein-
dcfnir upp að knjám, í höndum
sínum. Bað hann mig einnig að
gera það. Vorum vió nokkuð lang-
an tíma við þetta, og var ylur
farinn að færast nokkuð niður
eftir fótunum á henni er við hætt-
um. Einnig vermdum við hendur
hennar. En eftir þvi sem lengur
leið, virtist hún verða fölari i and-
liti, og ekki hresstist hún neitt við
þetta. Allt í einu var sem hún
fengi einhver óþægindi i hálsinn
og reyndi að hreyfa höndina, sem
lifmeiri var, þá vinstri. En þetta
skipti engum togum. Hún fékk
strax eins og aðkenningu af
hiksta, sem endurtók sig fimm
eóa sex sinnum. Siðan tók hún
andvörpin. Ég leit undan og gekk
í burtu. Hjartað hafði bilað, ekki
þolað hina snöggu breytingu, er
blóðið fór að renna viðar, um lika-
mann. Eftir að hún kom úr fönn-
inni mun hún hafa lifað nálægt
fjórum klukkustundum.
Skömmu siðar voru þær Svan-
borg og Guðrún bornar inn i hús-
in, báðar liðin lík. Nú var ekkert
meira hér að gera, nema að tygja
sig af stað. Hólmvikingar nokkrir
voru komnir, og tóku þeir að sér
að fara með Jóhann til Hólmavík-
ur. Fór læknirinn með þeim. Þar
á eftir var farið með líkin öll í
einu á tveimur sleðum, því Páll á
Eyjum og Bernódus Sigurðsson
höfðu komið um nóttina með hest
og sleða til þessa. Þrjár mjólkandi
kýr voru i Goðdal, og tókum við
þær einnig með okkur ofan í
fjörðinn. Þegar við komum ofan
úr dalnum, var farið að birta af
degi.
Enginn af öllum þeim mönnum,
sem þarna voru staddir, um þrjá-
tíu manns í lokin, mun gleyma
þessari nóttu. Sem betur fer ger-
ast atburðir sem þessir ekki oft
hér um slóðir.
Hér er hvorki i sögusögnum né í
minnum núlifandi rnanna neitt
sambærilegt til, er likja megi við
þær ógnir, er við hér höfðum
|orðið áhorfendur að. Þann 12.
hafði slysið orðið, en ekki fyrr en
þann 16., þegar klukkuna vantar
einn stundarfjórðung i þrjú, eru
menn þangað komnir. Það eru því
jfjórir sólarhringar, sem fólkið er í
fönninni. Hefðu menn hins vegar
vitað strax um slysið, er snjóflóð-
ið féll, mundi trúlega fimm
mannslífum hafa verið bjargað.
En eftir þennan tima allan, var
þess ekki að vænta, að neinn héldi
lifi. Aðeins vegna sérstaks hraust-
leika Jóhanns, hélt hann lifi.
1 þeim eina tilgangi er atburður
þessi hér uppskrifaður, að það
megi verða til varnaðar, svo að
enginn freisti þess að reisa sér
híbýli í dal þessum framar. Dalur-
inn er allur undirlagður snjó-
flóðahættu, og mun svo verða óra-
framtíð enn.