Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1975, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1975, Blaðsíða 3
öðru búist en að uti væri um þá báða, Gunnar og Kari. En það átti fyrir öðrum þeirra annað og meira að liggja. Upp úr straumn- um rétt ofan við fossbrúnina höf- uð og siðan herðar. Karli hafði tekist með einhverjum yfirmann- legum mætti að stöðva sig þarna og risa upp frá botni. Og ekki aðeins það, heldur tekur hann nú að feta sig hægt og hægt i átt til þeirra, sem á hann horfðu úr hóimanum. Einsog nærri má.geta voru þeir ekki seinir á sér að koma til móts við hann úr ferða- laginu eins langt og þeir gátu framast vaðið. Síðan var gerð mikil leit að Gunnari. Allir sem eitthvað þekkja til á þessum stöðum, vita að þetta hef- ur verið ofurmannleg J)rekraun. Frá þvi um 1920 til 1930 var ég flest vor, ef ekki öll, við að setja niður kistur bæði „á neðri stað“ í ánni þarna nærri og „efri stað“. Æfinlega var þá valinn til þess dagur er meðalvatn var í ánni eða minna. Á þeim stöðum er líka mun minni straumþungi en við fossbrúnina i Miðkvísl. Þegar vatn á þessum kistuslóðum var komið í mitti var þunginn svo mikill að maður hélt sér varla við botn á flughálu grjótinu löðrandi í slýi, nema styðja sig við eitt- hvað, helst langan og þungan járnkall. Að risa upp með þeim hætti, sem Karl gerði, úr kafi i Miðkvísl hiýtur að að hafa verið þvílíkt þrekvirki að fáir munu eftir leika eða enginn. Þegar hann kom til lands hélt hann enn á árinni, og fer um það tvennum sögum, hvort hún hafi orðið hon- um að gagni eða ögagni. I þessari frásögn hef ég stuðst við skilmerkilega lýsingu Sigurð- ar á Núpum, bróður Karls, í Ár- steðinni hafði tuddi hamast heil- mikið svo litiu gat munað að hann ryddi henni undan ásnum. En á hurðina hafði honum ekki dottið i hug að ráðast og hefði hún þó hrokkið undan heljarafli bolans ef hann hefði átt vitsmuni til að reka i hana kollinn. Karl gekk á undan mér inn í húsið eins og vera bar. Ég á eftir einsog Björn í Mörk á baki Kára í Njálssögu. 1 fyrstu gerði þessi stóra og sterka skepna sig dálitið snakilla. Hjálp- armaður minn lét eins og ekkert væri og skeytti ekki hið jninnsta hnoði hennar. Kálfsi minn, sagði hann aðeins, kálfsi minn og lagði arm yfir svíra nautsins, kálfsi minn. Eigum við ekki að koma hérna upp á básinn okkar. Þessi hógværlegu tilmæli höfðu undra- verð áhrif. Án þess að hreyfa minnstu mótmælum i neinni mynd gekk þessi stóra og sterka skepna með okkur inn alla kró eins og unnusta með elskhuga sin- um, er hún trúir svo á að hún gengur með honum út i eld og vatn. Litlu seinna var boli farinn að maula tugguna sína ofur ró- lega og næstum sæll á svipinn. Einhverjum finnst nú kannski að illa sæmi að nefna elskulega unnustu og blótneyti í sömu andr- ánni. Og er ég raunar ekki frá því. Samt ætla ég að bæta þvi hér við, að smábörn hændust oft mikið að Karli án þess hann gerði nokkuð verulegt til þess, annað en vera þeim nærstaddur. Oft við fyrstu sýn svo þau hlupu skríkjandi af fögnuðu í fang hans, þegar hann rétti fram sínar voldugu hendur og sagði eitthvað sem börnum hæfði. Mér er næst að halda að eitt- hvað svipað hafi þeim þá verið innanbrjósts og mér á 12. árinu, sem áður er að vikið og ekki verð- ur reynt að útskýra hér. Skulu nú nefnd þrjú dæmi um athafnir Karls á Knútsstöðum og viðbrögð þegar vanda bar að höndum, er hugmynd geta gefið um hvernig hann brást við hlut- unum þegar skjótra ráða var þörf. Veturinn 1914 var einn af verstu vetrum aldarinnar og vorið fádæma snjóþungt. Snjóana leysti seint og var þvi vöxtur í ám fram eftir öllu vori. Samt gerðu Laxa- mýrarmenn tilraun að setja niður laxakistur á sömu stöðunum og venjulegt var á þessum árum, ein- hvern tima snemma i júní. Það gekk svo erfiðlega vegna vatns- dýpis að eftir langa mæðu höfðu þeir getað stöðvað aðeins aðra kistuna á sinum venjulegu stöðv- um „á neðri stað“, án þess þó að ná að koma lögninni fyrir, þ.e. grindum og körum öðrum en þeim sem studdu sjálfa kistuna. „Á efri staðnum“ reyndu þeir ekki. Þreyttir og líklega allþjak- aðir sumir hverjir, héldu þeir heim á leið að kvöldi eftir erfiðan dag og árangurslitið verk. Sjö af þeim, er i ánni höfðu unnið um daginn voru staddir í Kistukvísl- arhólma. Litill prammur var i hólmanum og hugðust þeir fara á honum austur yfir ána, þar sem heitir Mjósund. Ætíð er áin á þeim stað ströng og fer straum- kastið vaxandi eftir því sem nær dregur Miðfossi í Miökvisl, sem þar er rétt fyrir neðan. Að þessu sinni var áin miklu meiri en i meðallagi og einnig þá að sjálf- sögðu straumþunginn. Ekki þótti þeim félögum ráðlegt að fara allir i einu yfir á prammanum, svo smárri fleytu, eins og áin var. Fjórir fóru um borð, hinir biðu. Gunnar Sæmundsson, vinnumað- ur á Laxamýri settist á þóftu og tók árarnar. Arni Sigurpálsson í Skógum og Valdimar Kristjáns- son frá Knútsstöðum komu sér fyrir á afturgafli og Karl á Knúts- stöðum í nefi. Fjótt sáust þess merki að ræðarinn þurfti að hafa sig allan við svo ekki hrekti bát- inn ískyggilega mikið í átt að foss- inum. Við það bættist svo að í miðjum streng, eða því sem næst, missti hann aðra árina upp af þollinum. Það var slys sem ekki kom sér vel eins og á stóð. Samt tókst honum að koma lykkjunni aftur ofan á þollinn, en á meðan rak bátinn hratt undan straum. Þetta varð afdrifaríkt óhapp og eftir tvö eða þrjú áratök missti ræðarinn jafnvægið,sleppti árum og hrópaði: Það er úti um okkur! Um leið kastaði hann sér fyrir borð og mun hafa ætlað að reyna að bjarga sér á sundi í land, þvi hann var sæmilega syndur. Með Gunnari fór önnur árin i ána. Gunnar náði sundtökum, en réð ekkert við strauminn og hvarf fram af fossinum. Hann fannst aldrei. Um leið og Gunnar fór þreif Karl árina sem eftir var og stakk henni til botns þeim megin borðs, sem undan straumi vissi. Árni renndi sér aftur af gafli og hélt sér í gaflfjölina. Hann náði aðeins botni með fótum. Báðir reyndu þeir með þessu að draga úr ferð ferjunnar niður kvíslina, og líklegt er að fyrir þeirra að- gerðir hafi báturinn snúist eitt- hvað í átt til hóimans. En um leið og hann snerist á árinni kippti hún Karli á höfuðið út í ána. Þar hvarf hann örskammt fyrir ofan fossbrúnina. En i sama mund, eða þvi sem næst, voru þeir komnir, er í hólmanum áttu að bíða seinni ferðarinnar, og það langt út í kvíslina, sem þeir komust og héldu hver í annars hendi. Þann- ig fengu þeir náð taki á pramman- um áður en hann fór fram af fossinum, og færðu þeir hann til hólmans með Valdimar innan- borðs og Arna utan borðs. Enginn viðstaddur gat nú við Böðvar Guðlaugsson Á GÖTUNNI Gömul kona, gráhærð og lotin í herðum, gengur við kollótt prik, röltir um götuna hægum, hikandi skrefum, þvi henni er þungt um vik. Og börnin á götunni hópast í kring um hana hávær og ærslagjörn. Þá nemur hún staðar og ávarpar hópinn í hljóði: Guð hjálpi ykkur, veslings börn. Svo höktir hún áfram og hallar sér fram á stafinn, og hrasar um götustein. Hún er að fara upp i kirkjugarð til að gráta við gröf, sem hún þekkir ein. í hraðstígri umferðalls konar farartækja um allar götur og torg, mættust i ösinni æskunnar háværa gleði og ellinnar hljóða sorg. Kristjön frö Djúpalœk SLYSASKOT í PALESTÍNU Lítil stúlka. Lítil stúlka. ' Litil svarteyg, dökkhærð stúlka liggur skotin. Dimmrautt blóð í hrokknu hári. Höfuðkúpan brotin. Ég er Breti, dagsins djarfi dáti, suður í Palestínu, en er kvöldar klökkur, einn, kútur lítill, mömmusveinn. Min synd er stór. Ó, systir min. Svarið get ég, feilskot var það. Eins og hnífur hjartað skar það, hjarta mitt, ó, systir mín, fyrirgefðu, fyrirgefðu, anginn litli, anginn minn. Ég ætlaði að skjóta hann pabba þinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.