Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1975, Page 4
Minnkabú eða mannabústaður? Þetta afrek íslenzkrar byggingarlistar getur að lita f Efra Breiðholti.
Hversvegna hyggjum við
svona Ijót hús ?
Súrt og sætt um íslenzka byggingar-
list síðustu ára Myndir og texti: Gísli Sigurðsson
Svona hús voru byggð (iðn-
byltingunni ( Bretlandi og
s(ðan ( Kópavogi ð árinu
1975. Ætli þetta hljóti ekki
að vera fslandsmet?
Fyrri hluti —
1 BANDAKlSKRI kennslubók i
skipulagsfræði getur að lfta
mynd, sem kemur kunnuglega
fyrir sjónir: Röð af f jögurra hæða
blokkum, sem allar eru svo til
eins; hvorki fagrar né ljótar, en
firna hvunndagslegar og snauðar
af listrænum tilþrifum. Við sem
búum á höfuðborgarsvæðinu
þekkjum undir eins, að þarna cr
komin blokkaröðin við Alftamýri.
A sömu blaðsfðu í bókinni er
einnig mynd af sambýlishúsi,
sem verður að teljast afar ólfkt
því sem tfðkast hefur að byggja
hér. Og I myndatexta eru
nemendur f skipulagsfræðum
spurðir: „Sumir arkitektar koma
jafnt og þétt fram með skapandi
hugmyndir. Hvor þessara tveggja
lausna þykir þér fremur bera
sköpunargáfunni vott?“
Um svarið þarf vfst ekki að
ræða; það er svo augljóst. En það
er vissulega dapurlegt, þegar
farið er að birta myndir af
fslenzkum arkitektúr í kennslu-
bókum sem dæmi um, hvernig
helzt ætti ckki að byggja. Hér
virðist meira að segja hafa dugað
að taka dæmi af blokkum sem
hljóta að teljast fyllilega í meðal-
lagi á okkar mælikvarða. Það er
hægur vandi að finna ýmislegt
verra.
Þegar hin dapurlega staða
Súrt
fslenzkrar byggingarlistar er at-
huguð, hlýtur maður að spyrja:
Hversvegna, hversvegna í ósköp-
unum byggjum við svona ljót
hús? Þeirri spurningu er erfitt að
svara, en svarið gæti ef til vill
legið f einhverri, eða öllum af
þremur eftirfarandi skýringum:
1) Að tilfinningin fyrir formi og
því sem máli skiptir í byggingar-
list, sé afar vanþróuð með þjóð-
inni.
2) Að nauðsynlega hæfileika og
tilfinningu skorti meðal þeirra,
sem völdu sér það hlutskipti að
verða arkitektar.
3) Að sparnaðarsjónarmið ráði
fcrðinni svo gersamlega, að úti-
lokað sé af þeim ástæðum að hér
rfsi fagrar og/eða frumlegar
byggingar.
Þriöja skýringin verður
naumast sannfærandi f ljósi þess,
að við byggjum einhver dýrustu
hús að jafnaði, sem hægt er að
finna dæmi um. Fyrir því liggja
eðlilegar ástæður hitafars og
veðra, en partur skýringarinnar
felst í óhemju dýrum innrétting-
um.
Þegar svo mikið er f lagt, að
módelinnrétting verður að vera í
hverju eldhúsi heillar blokkar,
virðist út f hött að álykta sem svo,
að sparnaðarsjónarmið hafi ráðið
úrslitum um dapurlegt útlit.
V«
*• • •. ,