Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1975, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1975, Blaðsíða 3
I andvaralausa urmulsins glaum til umrótsins nýja Ifður hin blóðdrukkna Signa. Hins vegar gætu þessar línur átt sér framhald sem einkunnarorð að þýðingum Magnúsar Ásgeirssonar, þegar hann kemur fullbúinn til sögunnar hálfum öðrum áratug síðar. Hann er erfingi Einars Benedikts- sonar í íslenzkum skáldskap, en fyrst og fremst þess Einars, sem lýkur máli sinu í Signubökkum; það féll ennfremur í hlut Magnúsar að halda opinni þeirri beinu útsýn til umheimsins, sem Einar gaf oss i ferðakvæðum sinum. Magnús Ásgeirsson er hinn eini arfþegi Einars, sem máli skiptir, af þvf að hann hefir nógu sterk be'in til að þiggja áhrif af tungutaki hans og leggja þau svo rækilega undir sig, að það er afarsjaldan að Einar virðist tala fyrir munn hans og ráða línugerð og stíl eins og hér. En um lff og list skal miða lokadóm við hinzta þátt. (Grieg) Miklu oftar skynjum vér samband þeirra Magnúsar í llnum, þar sem það er algjört einkamál þiggjandans: Guðs vilji, en ei veraldar kredda skal vera hans lögboð hvert. (Gullberg) — Yfir rústanna feikn fer ársvali himins og hafa um hindrunarlausa vegi. (Grieg) Og ómælissléttur hins blóðkalda veiðifisks blika (Auden) Þjóðfélagsvitund Einars Benediktssonar eins og hún birtist I kvæðum hans framan af ævi er saman sett úr mörgum þáttum: islenzkri stjórnmálabaráttu, framfarahugsjónum, sem hlutu að blða skipbrot, fjár- málastarfsemi hans sjálfs. Og raunsæisbókmenntum samtíma hans. Sum þau skáld, sem Magnús þýðir hvað mest eftir: Rydberg, Levertin, Fröding (sem Einar þýddi líka) vóru vafalaust einhver áhrifamestu skáld á Norðurlöndum á þessum árum Einars. Magnús þýðir ennfremur ágætlega expressjónistiskan skáldskap, sbr. kvæði Werfels I safni hans, ellegar Forsöng Gullbergs. Nokkrar sameiginlegar erfðir þeirra I er- lendum kveðskap valda því, að síður er ljóst en ella væri, hver bein áhrif Einar kann að hafa haft á kvæðaval Magnúsar. Magnús Asgeirsson hafði ekki einungis til að bera gáfu ljóðskálds, honum var engu síður gefinn þjóð- félagslegur áhugi skáldsagnahöfundar. Tvennt er Ijóst um tilgang Magnúsar frá sjónarmiði Islenzkrar bók- menntasögu: hann auðgar íslenzka hefð að persónu- lýsingum, en velur þær við íslenzkt hæfi. Hann þýðir mörg kvæði, sem eru leifar af epískri hefð og fara ekki ýkja langt út fyrir ramma þess, sem vér eigum að venjast I seinni tfma bókmenntum vorum, þó að skapgerðarlýsingar þeirra séu oft nokkru flóknari en gerist I sögukvæðum og jafnvel skáldsögum heima- manna (sbr. Heidenstam, Kipling, sum kvæði Frödings). Hann þýðir mikið af kvæðum, sem bera vott um áhrif hinnar raunsæilegu skáldsögu I ljóða- gerð, til dæmis er ljóðaflokkur Edgars Lee Masters, Kirkjugarðurinn I Skeiðarárþorpi, sem hann lagði sérstaka rækt við og væri undarleg, ef vér þekktum ekki þjóðfélagslegan áhuga hans. Skyldleika við sagnagerð raunsæisstefnunnar gætir I sálfræðilegum lýsingum I sumum kvæðum Frödings. Eða I Kvæðinu um fangann eftir Wilde, svo að dæmi séu nefnd. Hér er ekki staður til að ræða ástand íslenzkrar sagna- gerðar, hinn ótrúlega einfalda persónuskilning, sem þar rikir, þegar örfáum höfundum sleppir, og vafa- laust stafar að miklu leyti af islenzku þröngbýli og þeim skorti á fjarlægðum gagnvart viðfangsefninu og I viðfangsefninu, sem skáldsagnahöfundi eru nauð- synlegar. Það er löngu fánýtt að óska þess, að Magnús hefði leitað ókunnuglegri mannlýsinga I frásagnar- kvæðum sínum: þau búa yfir miklu efni, sem íslenzk sagnaskáld gætu lært af. Af áhuga skáldsagnahöf- undarins fann Magnús I þessum kvæðum fjölbreyttari viðfangsefni en vér áttum heimafyrir. Það lætur að vísu líklega I eyrum að yrkisefni sé alls staðar að finna, en það er ekki svo einfalt mál og sem alhæfing er það markleysa. Nú væri að vlsu fráleitt að vilja flokka allan þann kvæðafjölda sem Magnús þýðir, undir eina eða fáar fyrirsagnir því að kvæðin eru miklu fjöl- breyttari en svo, þegar öll kurl eru komin til grafar. Sem þýðandi gengur hann ekki einstökum skáldum á hönd, né helgar sig neinu því stórverki, er gnæfi upp úr. Hann mun á síðustu árum sinum hafa haft í hyggju að þýða allan Fást, en honum entist ekki heilsa né aldur til þess. Hann þýðir að vlsu nógu mikið eftir nokkur skáld, til þess, að þau gætu hvert um sig fyllt kver (Goethe, Fröding, Gullberg, Grieg, Masters), en hitt er athyglisverðara, hve mörg skáld eiga einungis eitt kvæði I safni hans. Það er auðvitað, að hann hendi stundum á lofti kvæði I tímaritum eða samsöfnum, án þess að gefa höfundinum nánar gaum, og llklegt að hann hafi ekki átt frekari aðgang að verkum sumra þeirra skálda, er þannig bar fyrir hann. En fjöldi skáldanna jafnframt heildarsvip kvæðavalsins er til marks um það, að hann valdi eftir geðþótta og tilgangi, sem var hans eigin. Ef vér gerðum tlmaskrá yfir ljóðin I safni Magnúsar, hygg ég að meðalaldur þeirra myndi reynast liggja nálægt siðustu aldamótum. Þetta timabil, síðari hluti 19. aldar og fyrstu áratugir hinnar tuttugustu, er fjölbreytt frá sjónarmiði bókmenntasögunnar. í safni Magnúsar gætir mjög tvenns konar innihalds; annars vegar eru heimslystarkvæði eða lifsnautnakvæði, svo að vér notum þyngra og dekkra orð i ætt við stil þess tíma. Hins vegar eru kvæði um þjóðfélagsleg efni, - heimspekileg eða pólitlsk. Báðar þessar tegundir kveðskapar vóru timanum eiginlegar, og engan veginn jafnóskyldar innbyrðis og virðast mætti I fljótu bragði. Llfslystarkvæðin eru oft nýrómantisk að blæ og orðavali, en þau enda yfirleitt illa I samræmi við lífsskoðun raunsæisstefnunnar. En minnst er varði bikar sundur brast og brotin skáru æð og sin. Svo kvað Hannes Hafstein I þessum stíl. Og Magnús: Af morgni eftir nautnanóttu skln. Um næstum byrgðar rúður geislar smjúga sem kaldar, bleikar örvar inn til min. t glasabrotum geisladýrðin skln (Gripenberg) Rómantísk vonbrigði I hugmyndabúningi raunsæis- stefnunnar er eitt af þeim fyrirbærum i bókmenntum tímans, sem stundum vóru kölluð aldamótaþreyta. En fyrirferðarmeiri I ljóðagerð Magnúsar er hinn þjóðfé- lagslegi þáttur, einkum þegar líður á daga hans. Magnús Ásgeirsson vildi knýja landa sina til skiln- ings á því, að þeir lifðu á þeim tímum, þegar stofnar þjóðfélagsins skulfu, hvað eftir annað, niður I grunn og láta þá finna, að það kæmi þeim við, þótt afskekktir væru. Þess vegna þýðir hann hið mikla kvæði Ryd- bergs um tortímingaröfl iðnþjóðfélagsins, Gróttasöng hinn nýja. Og Tólfmenningana, hið fræga kvæði eftir Blok úr rússnesku byltingunni. Og þess vegna tekst honum upp, þegar hann þýðir hið innblásna, róttæka áróðurskvæði, Sálm til jarðarinnar eftir Rudolf Nil- sen. Að baki fjölda þessara kvæða, líka heimslystar- kvæðanna, liggur fyrirboði „umrótsins nýja“ I ein- hverri mynd. „Angistin," segir Rydberg af einfaldleik I eftirmála Gróttasöngs, „hefur haldið innreið sina I hjörtu flestra." Mörg kvæðin, meirihluti þeirra er orðinn til fyrir fyrra stríð.íyrir rússnesku byltinguna, fyrir valdaskeið nazismans. Samt virðist oss þessi skáldskapur, valinn og þýddur af einum manni, hafa einkennilega sterkan samtímablæ af þessum atburð- um. En þú, sem kvölin skerpir heyrn og réttlætisþráin sjón, þú sérð blikið af brynjun hefnendanna, svo kvað Rydberg um 1890. Þessi rödd hljómar áfram I þýðingum Magnúsar öðru hverju, þangað til hún fell- ur saman við strlðsljóð överlands og Griegs á styrjald- arárunum sfðari. III Stundum kom Magnús Ásgeirsson mér fyrir sjónir sem verklaus athafnamaður, og þrátt fyrir brennandi áhuga hans á máli og tækni skáldskapar, grunar mig að hann hafi stundum þolað önn fyrir máttleysi Ijóðs- ins og fýst að grípa til áhrifameiri ráða og skjótvirkari. Ég hygg að athafnaþörf hans hafi fengið sérstaka útrás I þýðingum hans á timabærum, virkum skáld- skap á stríðsárunum slðari. Að vfsu hefði það verið ólíkt honum að sinna einvörðungu baráttu dagsins. Til þess var gagnrýnin efahneigð of rík I fari hans, enda segist honum svo, ef til vill með nokkurri sjálfshæðni, I formála slnum að þýðingum frá styrjaldarárunum, Meðan sprengjurnar falla: „Ég vil geta þess hér, að orðin úr Lundúnaljóðum Nordahls Griegs, er ég hef valið þessum sundur- leitu kvæðum að samheiti, mega gjarnan skiljast á þann veg I fyrírsögninni, að sá hluti ljóðanna, sem þau eiga við að efni, sé þýðandanum hugstæðastur um þessar mundir og eigi tímabærast erindi til íslenzkra lesenda að hans dómi. En þótt helmingur Framhald ábls. 16 W.H. AUDEN FERÐ TILÍSLANDS Magnús Ásgeirsson þýddi Og sæfarinn óskar: Æ, sé nú hver læknir mér fjarri! og sjávarnöfn skáldanna fylgjast með honum um borS: Borgleysa, Ótryggur, Svörfuður, Sorgin. Og Synjun er Norðursins orð. Og ómælissléttur hins blóðkalda veiðifisks blika, og brim er i lofti af vængjum svifandi flokks. Og undir þeim þjótandi, iðandi fána sér eyjavinurinn loks hilla undir von sína: og fannblikið nær honum færist, fjöllin, nakin og seiðsterk, um vornætur dag. Og undir þeim sandflæmi í ósum fljóta, sem árskrimsl með blævængslag. Svo megi hinn ágæti borgari furður hér finna: fjöll eins og hófspor, eimgos, sem bergrifa spýr, gljúfur og fossa og hornbjargsins háu höll, þarsem sjófuglinn býr. Og höfundur sá, er vill kynna sér kjör manna og háttu: kirkjustað biskups, sem troðið var niður i sekk, laug mikils sagnfræðings, klettaey kappans, sem kviða langnættið fékk. Og munið hinn seka, er fákur hans féll og hann mælti: „Fögur er hliðin og aftur um kyrrt ég sezt," konuna gömlu, sem vitnaði: „Eg var þeim verst, er ég unni mest." Þvi Evrópa erfjarri, og einnig þá raunveruleikinn. Við öræfa- og söguhefð landsins þeir kaupa sér dvöl, sem dreymir sitt lif vera i óþökk, til einskis, og andlitin fölu, sem böl of heitra tálkossa tærði, á þess öræfum laugast. En tekst það? Þvi Heimur og Nútimi og Lygi eru sterk. Og hin örmjóa brú yfir beljandi ána og bærinn í fjallsins kverk eru eðlileg virki og herstöðvar héraðarígsins, sem hollustu þegnsins bindur við merkjastein. Og í bóndanum þarna, sem berst á hesti út bakkans vallgrónu hlein, sig þumlungar lika blóðið á bugðóttum leiðum og biður um svör, eins og þitt: Finnst ei trúnaður neinn? Ó, hvað dvelur réttlætið? Hver er gegn mér? Ó, hvi er ég stöðugt einn? Svo kynnum þá heiminum eyna, hans eltandi skugga, með oflæti i búningi og versnandi fisksölukjör. í afdal hvin jazzinn, og æskunnar fegurð fær alþjóðlegt filmbros á vör. Því hvergi á vor samtimi vé þau, er allir unna. Vor æska ekki neina staðhelgi, verndaðan reit. Og fyrirheitið um ævintýraeyna er eingöngu fyrirheit. Tár falla i allar elfur og ekillinn setur aftur upp glófa og bil sinn á vegleysur knýr i æðandi blindhrið, og emjandi skáldið aftur að list sinni flýr. \

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.