Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1975, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1975, Blaðsíða 12
 Árni Óla MÓDSAGNIR TENGDAR SAMAN S_____ ________r i. Valtýr á grænni treyju. Einhver átakanlegasta sögn f islenzkt réttarfar á fyrri öldum er sagan af Valtý á grænni treyju. Góðu heilli mun hún þó ekki sönn vera. I „Helgafelli" birtist 1943 grein um söfnun þjóðsagna eftir Guðna Jönsson síðar prófessor, og segir þar m.a.: „Ef sagnaháttur á að gefa rétta mynd af manni þeim, atburði eða tfma, er hann fjallar um, verður að meta meira sann- leikann en dramatisk áhrif. Að öðrum kosti færi safnandanum lfkt og manni, er settist niður við skrifborð sitt og semdi þjóðsögur á Ifkan hátt og rithöfundur semur skáldsögu, gæfi sfðan út og kall- aði gömul munnmæli eða tilfærði jafnvel einhverja óákveðna sögu- menn ... Slfkt væri heldur léleg iðja og varla meinlaus. Slfkar sög- ur bera með réttu nafnið GERVI- ÞJÓÐSÖGUR þ.e. tilbúnar, upp- spunnar eða falsaðar þjóðsögur ... Eg skai aðeins nefna eitt dæmi af þessu tagi, en það er sagan af Valtý á grænni treyju.“ Þcnnan dóm um söguna stað- festir það, að Valtýsmáls er hvergi getið f dómabókum Suður- Múlasýslu, og ekki heldur f Al- þingisbókum, og hefði það þó átt að koma fyrir Alþingi. Og hvergi er þess getið f annálum og er ólfklegt að slfkt stórmál hefði far- ið framhjá annálahöfundum. Margt fleira bendir og til þess, að hér sé um gervisögu að ræða. Söguna ritaði Magnús Bjarna- son bókbindari á Hnappavöllum f Öræfum, en enginn mun væna hann um að hafa samið hana, né breytt henni á neinn hátt frá þvf scm honum var sögð hún. Hann sendi Jóni Arnasyni handritið, en það kom of seint til þess að kom- ast f Þjóðsögurnar þá. I bréfi, sem hann lét fylgja handritinu, segir hann m.a. svo: „Eg skrifaði hana (söguna) eftir manni, sem ólst upp f Vallarhrcppi og var hann mjög fróður og móðir hans; var hún á lffi þegar ég skrásctti sög- una. Maður þessi sagði mér, að langafi sinn hefði verið ráðsmað- ur hjá Jóni sýslumanni Arnórs- syni, sem dæmdi þá Valtýrana til dauða.“ Sagan hefur birzt vfða, f „Austra 1884, í Þjóðsögum Jóns Þorkelssonar, f Þjóðsögum Sig- fúss Sigfússonar I. b., f Þjóðsög-' um Jóns Árnasonar IV. b. og f Þjóðsagnakveri Magnúsar Bjarnasonar sjálfs 1950. Nægir þvf hér að birta aðalefni hennar: — Þegar Jón Arnórsson var sýslumaður f Múlasýslu og bú- andi á Egilsstöðum, varð sá at- burður, að vinnumaður Péturs sýslumanns Þorsteinssonar, er þá bjó á Ketilsstöðum á Völlum, var sendur með silfur til smfða suður f Reykjavfk, bæði peninga og brotasilfur, þvf að þá var ekki silfur smíðað f Múlasýslu. En þegar maðurinn kom að sunnan aftur, fannst hann næst- um dauður milli Sauðhaga og Vallaness. Fundu hann tveir smalar, og var hann þá stunginn 18 sárum, en þó Iftið eitt viðmæl- andi. Þeir spurðu hver hefði veitt honum slfka áverka, en hann sagði: „Valtýr á grænni treyju". Gat hann svo ekki meira sagt og hné dauður niður. Varð hann þvf ekki prófaður meira, en búið var að ræna hann öllum skjölum og silfri. Nú vissu menn ekki af neinum, sem Valtýs nafn bar, nema bónd- anum á Egilsstöðum, og var hann hinn mesti sómamaður, reyndur að dyggð og ráðvendni og af öll- um virtur og elskaður. Hann gckk á grænni treyju og er f munnmæl- um að það hafi verið cinkennis- búningur þeirra, sem áttu 40 hundruð f jörðu og þar yfir. Var hann nú tekinn og ákærður fyrir morðið, en hann sór og sárt við lagði, að hann væri saklaus. Þrátt fyrir þetta var hann dæmdur til dauða og skyldi hengjast á gálgaás, (þar sem nú er Egilsstaðakauptún). Þegar komið var á aftökustað var blfð- viðri, sólskin og logn. En í hafi reis svartur bakki og óx óðfluga. Þá mælti Valtýr: „Nú sjáið þér skýflóka upp renna við hafsbrún. Hann mun geta sýnt ykkur og sannað sakleysi mitt og mfn grimmilega hcfna.“ Síðan var hann hengdur og dysjaður hjá stórri klettahellu. En það var sem hrollur væri f öllum eftir að verk þetta var unn- ið. Tók nú að gera mjalldrffu og hinn mesta snjómokstur, sem hélt stöðugt áfram daga og nætur f nfu vikur. Þótti þá öllum sem spá Valtýs væri fram komin og að hann mundi saklaus hafa verið deyddur. Sagt er að fjárdauði hafi þá verið svo mikill á Fljóts- dalshéraði, að þar hafi ekki verið eftir nema átta ær. Stórgripafell- ir varð þar og mjög mikill, og þvf varð þar hið megnasta hallæri svo menn dóu af harðrétti. Hefir vet- ur þessi sfðan verið kallaður Valt- ýsvetur. Um vorið lét Jón sýslumaður Arnórsson grafa upp Ifkama Valt- ýs og jarða f Vallaneskirkjugarði að kristnum sið, nema hönd hans hin hægri var tekin og hengd fyr- ir innan bæjarþilið á Egilsstöð- um, og þar hékk hún f 13 ár. En um vorið þess 14. árs, bar þar að garði ókunnan mann, sem kvaðst heita Valtýr og vera vestan úr Barðastrandasýslu. Var Jón Arn- ðrsson þá að þinga og gekk komu- maður inn f bæinn, en um leið og hann gekk undir áður nefnda hönd, sem var orðin skorpin og uppvisin, féllu úr henni þrfr blóð- dropar ofan f höfuð hans. Þetta þótti tákn og var Valtýr nú grip- inn og pfndur til sagna. Viður- kenndi hann þá, að hann hefði drepið sendimanninn og rænt hann. Var hann nú dæmdur sama dómi og nafni hans áður og hengdur áGálgaási. Hér má geta þess, að Jón Arnórsson var fyrst skrifari hjá Skúla Magnússyni landfógcta, en 16. maf 1769 var hann skipaður aðstoðarmaður Hans Wiums sýslumanns f Múlasýslu. Fluttist hann þá austur og sat fyrst á Eiðum. Sumarið cftir reið hann til Alþingis og f þeirri ferð kvænt- ist hann Guðrúnu yngri dóttur Skúla fógeta. Fór hún austur með manni sfnum. Hinn 9. febrúar 1778 fékk Jón Snæfellssýslu og Stapaumboð og fluttist þá alfar- inn þangað vestur. Eins og á þessu má sjá var Jón sýslumaður ekki nema tæp 8 ár f Múlasýslu, en Valtýssagan gerist á rúmum 13 árum. Leið svo lang- ur tfmi frá þvf að Valtýr bóndi á Eyjðlfsstöðum var hengdur, þar til blóðdroparnir komu upp um hinn seka, svo að Jón sýslumaður gat látið hengja hann Ifka. Þar að auki má geta þess, að sögnin um sendimann Péturs sýslumanns gerðist ári fyrr en Jón kom aust- ur. Tfmans vegna fær það þvf eigi staðizt að Jón Arnórsson hafi haft nein afskipti af Valtýsmálinu, þar vantar bæði framan og aftan af. Má á þvf sjá, að hann er alsak- laus af þeim alvarlega áburði sögumanns, að hann hafi látið taka saklausan og góðan mann af Iffi. Tvenn afbrigði eru til af sögu þessari, en hvorust þeirra minn- ist einu orði á Jón Arnórsson sýslumann. Þeim ber heldur ekki saman við söguna um hver hinn myrti maður hafi verið. Annað handritið er komið frá Sigmundi M. Long f Seyðisfirði. Segir hann að hinn myrti maður hafi heitið Sfmon og verið úr Norðurlandi. Var hann á ferð með mikla peninga og ætlaði að Vallanesi. Fannst hann helsærð- ur f dæld milli Ketilsstaða og Eyjólfsstaða á Völlum og hafði verið rændur. Lágin heitir sfðan Sfmonarlág. Tekin var af honum önnur höndin og hengd upp f bæj- ardyrnar á Egilsstöðum. „Lftur svo út, sem það hafi verið trú, að ef hengdur væri upp einhver lim- ur af þeim, er grunað var að væri myrtur, og hinn seki gengi þar undir, mundi einnhvert tákn sjást“. Hékk svo höndin þarna f 19 ár, en þá kom ókenndur maður úr Norðurlandi að Egilsstöðum og um leið og hann gekk inn í bæjar- dyrnar, hrundu þrfr blóðdropar úr hendinni niður á höfuð hans. Þetta var sá seki. Þess má geta að Sigfús Sigfús- son hagræðir sögunni hjá sér og breytir svo sem „sagan þarfnast", eins og haft var eftir honum. Hann segir að sendimaður Péturs sýslumanns hafi heitið Sfmon og fundizt á þessum stað, en nafnið mun hann hafa dregið af Símon- arlág, þvf að með öllu er ókunn- ugt hvað sendimaðurinn hét. Hitt afbrigði sögunnar er kom- ið frá Runólfi Runólfssyni á Holt- um f Mýrahreppi f Austur- Skaftafellssýslu. Hann segir að hinn myrti hafi verið póstur, er hafði mikið fé meðferðis. Höfuð- skel hans var hengd yfir kirkju- dyr, hvort ekkert teikn gæfist. Cr henni féllu svo blóðfropar f höfuð manns, er gekk f kirkjuna, og reyndist hann sekur. — Runólf- ur kallar sögu sfna „Svonefndir refsidómar, eða saga af Valtýs- vetri“. Hér hefir þá verið tfnt fram ýmislegt sem sýnir að sagan af Valtý á grænni treyju getur ekki talizt fslenzk þjóðsaga, þvf að hún hefir ekki við nein söguleg sann- indi að styðjast. Þetta er dæmi- saga um refsidóma guðs og að upp koma svik um sfðir. Þykir mér langlfklegast að hún sé af útlend- um uppruna, hafi verið þýdd og staðfærð til Fljótsdalshéraðs. En sá, sem það hefir gert, hefir ekki verið þeim vanda vaxinn. Skal ég þó þegar vera fús til þess að kenna það hugsunarleysi hans, fremur en illkvittni f garð Jóns Arnórssonar, að hann dregur nafn Jóns inn f söguna honum til æruleysis. Hann hefði getað þýtt söguna og staðfært hana án þess að nefna nöfn kunnra manna. Eini flugufóturinn undir sög- unni er sögnin um sendimann Péturs sýslumanns, og er hún þó rangfærð. En af þvf að þcirri sögn fylgir ómenguð fslenzk þjóðsaga, skal nú horfið að henni. II. Sendimaður sýslumanns. Sumarið 1768 var Pétur Þor- steinsson sýslumaður mjög heilsutæpur og treysti sér ekki að rfða til Alþingis. I þess stað bjó hann sig undir utanferð til Kaup- mannahafnar að leita sér þar lækninga. Sendi hann þvf skilgóð- an mann suður á Alþing með skjöl sfn og sýslugjöld. I Ketilsstaðaannál sem Pétur ritaði á gamals aldri, segir svo um þetta: — Sendi sýslumaður Pétur einn mann til Alþingis með sfn bréf og önnur erindi, hver ei kom aftur, heldur var haldið, að hann á heimferðinni hefði hleypt til sunds f Jökulsá á Fjöllum og svo drukknað, þvf þareftir fannst maður höfuðlaus á Axarfjarðar- sandi, er hann var ætlaður, þar menn ei annars von áttu. En af hans meðhafandi fémunum og peningum kom ekkert til skila aftur nema annar hesturinn, er að kom við Mývatn. — 1 formála að annálnum 1944 segir Jón Jóhannesson að annáll- inn hafi verið ritaður f einni lotu f allmiklum flýti. Muni Pétur ekki hafa byrjað á honum fyrr en um 1792, en þá var heilsu hans og minni tekið að hnigna. Verður þvf skiljanlegt að nokkrar skekkj- ur sé f annálnum. Pétur var fjár- aflamaður og gleymir því ekki að minnast á tjón sitt. Hann gætir þess ekki, að þá sló í bakseglin þvf að hefði sendimaður komist suður á Alþing þá hefðu skjöl hans og peningar komizt til skila. En sendimaður hvarf á suður- leið og hefir ekki spurzt til hans sfðan. Þetta má sjá á bréfabók Ölafs Stefánssonar amtmanns, þvf að f bréfum er varða Alþingi þetta sumar, segir hann frá þvf, að frá Pétri sýslumanni hafi eng- in skil komið, vcgna þess að sendimaður hans hafi farizt á suð- urleið, með öll skjöl og peninga. Svo Ifða 100 ár og þetta óhapp er öllum gleymt. En þá gerðist einkennilegur atburður norður f ' Kelduhverfi. Söguna um hann skráði Björn Þórarinsson Vfking- ur á Vfkingavatni og var hún birt f „Hirld“. Sagan var á þessa leið: — Fyrir tæpum 20 árum var það eitt haust á Vfkingavatni, að unglingsmaður, er Björn hét Magnússon, var að ganga við fé þar út með vatninu skammt frá bænum. Það var komið fram á kvcld og orðið niðdimmt þegar hann er að ganga þarna, heyrir hann allt f einu hljóð nokkur þar vestur f hrauni þvf, er liggur skammt frá vatninu að vestan. Hljóðin voru tfð mjög, og gekk þvf citthvað hálfan klukkutfma, að einlægt heyrði hann þau, enda heyrði hann glöggt hvar þau voru. Aldrci segist hann hafa heyrt önnur eins hljóð, svo voru þau einkennilcg, svipað eins og vcrið væri að kalla, en þó svo angistar- lega veinandi og svo undarleg, að hann þóttist viss um að þarna væri ekki maður. Samt varð hann hræddur, en iauk sér af við féð og fór svo heim; var þá allt þagnað. Kolniðamyrkur var, svo ekkert varð grennslast eftir þessu um kveidið. Og daginn eftur urðu menn einskis vfsari. Leið svo af veturinn. En vorið eftir var Björn aftur að ganga við fé þarna niðri f hrauninu. Kemur hann þar að klettaskoru einni þröngri og sér sitthvað hvftleitt blásið þar upp úr sandinum. Framhald á bls. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.