Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1975, Blaðsíða 2
Komin er út hjá
Helgafelli ný, aukin
útgáfa af ljóðasafni
Magnúsar Asgeirssonar.
Anna Guðmundsdóttir og
Kristján Karlsson sáu
um útgáfuna. Kristján
ritar formála og er
hann birtur hér með góð-
fúslegu leyfi höfundar.
Magnús Ásgeirsson
UM
ÞÝÐINGAR
MAGNÚSAR
ÁSGEIRSSONAR
i
Islenzkan stendur á öðru þróunarstigi en skyld og
nálæg tungumál. Þótt ekki væri af öðru, eru góðar
þýðingar mikil nauðsyn fyrir viðhald tungunnar; með
þeim eru áhrif frá öðrum tungum virkjuð, i stað þess
að annars kynnu þau fyrr eða sfðar að reynast óvið-
ráðanleg, ef málið einangrast í tímanum, meðan annað
breytist. Af þessum sökum er ekki óeðlilegt, að
isienzkir þýðendur viti mjög af hlutverki sínu gagn-
vart málinu: það er alltaf liklegt, að þeir séu fremur
ihaldssamir í meðferð máls, þó að þeir hljóti engu
síður að rækja þann tilgang þýðinga að stækka hug-
myndaheim tungunnar. Og með því að þýðandi er
sjálfráðari um efnisval sitt en skáld, sem yrkir frum-
kveðið, liggur beinna við að skilja verk hans út frá
tilganginum. Það er ennfremur líklegt, að skáld, sem
leggur fyrir sig þýðingar, hafi sérstaka hneigð til að
leiðbeina öðrum.
Magnús Asgeirsson var í lifanda lífi mikill leiðbein-
andi; jafnt byrjendur sem ráðsett skáld leituðu álits
hans og aðstoðar. Hann var óþreytandi að laga texta,
og menn báru traust til smekks hans, sem var klassísk-
ur, og settu ekki fyrir sig dómhörku hans, sem var
sprottin af brennandi áhuga á vel unnu verki. Ég
hygg, að leiðsögn hafi verið honum ástríða: Hann
sagði svo um þýðingarstarfsemi sjálfs sin:
.. Hún réttlætist fyrst og fremst af þeirri von, að
hún megi bera nokkurn árangur í ljóðaskáld-
skap yngri kynslóðar, sem þýðingarnar hafalorkað á
eða freistað til að kynna sér frumkvæðin."
(Helgafell, 1942, bls. 431)
Vissulega hafði hann efni á sliku litillæti, en þó að
vér vitum vel, að þessi ummæli gefa takmarkaða
hugmynd um afrek Magnúsar Ásgeirssonar, er ástæða
til að veita þeim fulla athygli. Hvort sem oss þóknast
að taka þau sem ástæðu eða afsökun, veita þau ávæn-
ing um suma þá þætti í.skapgerð Magnúsar, sem lágu
til þess, að hann gerði sér þýðingar að ævistarfi. Menn
spyrja stundum, hvers vegna beindi skáld með gáfum
Magnúsar kröftum sfnum nær einvörðungu að
þýðingum?
Ef spurningunni er ætlað að fá úr því skorið, hvort
þýðingar séu jafn-merkileg starfsemi og að yrkja
frumkveðið, er hún ekki einungis barnalega fánýt
heldur skaðlega villandi. Þvi að hvaða skilning sem
vér leggjum i verk þýðanda og samband þýðingar við
frumtextann, er prófsteinn vor að lokum enginn
annar en þessi: góð þýðing er nýtt kvæði í málinu,
óvefengjanleg eign tungunnar. Hins vegar á spurn-
ingin fullan rétt á sér, að því leyti sem hún kallar á
viðleitni til þess að finna samhengi í æviverki
Magnúsar og varpa ljósi á efnisval hans og stíl. Með
öðrum orðum, einkenni hans sem sjálfstæðs skálds og
fulltrúa síns tima í íslenzkum skáldskap.
Vera má að hæfileikinn til að þýða sé að einhverju
leyti sérstök gáfa; nokkuð er það, að góður þýðandi
hlýtur að vera góður lesandi ekki síður en skáld, og
þetta á jafnt við, hvort sem hann þýðir fremur eftir
anda textans eða bókstaf. Ég hygg að vér litum svo á,
að skáld þurfi innblásturs og vitum hvað vér eigum
við, jafnvel þó að vér meinum þá eiginleika skáld-
skapar, sem vér getum ekki skilgreint, nema í hæsta
lagi á óbeinan hátt. Ef vér höfum mjög rómantískan
smekk á skáldskap, er líklegt að vér skiljum innblást-
ur sem andstæðu rökvísi og skynsemi; í klassískari og
algildari skilningi er innblástur ekki siður Iifandi
kjarni skáldlegrar rökvísi, skynsemi, hagsmíði, jafn-
vel hófsemdar. I þýðingum Magnúsar Asgeirssonar
skynjum vér einatt innblástur skáldsins sem þunga
tilfinningu að baki samhengisins í kvæðunum fremur
en leiftrandi hugsýnir og flug málsins, eins og það
birtist f þýðingum þess skálds, sem oss hefir löngum
fundizt vera handhafi innblástursins, séra Matthiasar.
Og gleymum þá stundum f svip, hve nákvæmur, rökvís
og ótrúlega beinskeytur hann er oft og tíðum.
Þegar Matthías þýðir, virðist oss ekki skipta miklu
máli, hvaða kvæði hann velur, heldur hvert hugar-
ástand hans er, og það er alkunna, að hann breytti
sjaldnast þýðingu til batnaðar eftir á. Um Magnús
gegnir öðru máli: ef honum mistekst, finnst oss það
jaínan stafa af því, að hann hafi valið skakkt kvæði,
sem ekki þoldi harðneskju og fágun-skynseminnar.
Gagnrýnishneigð hans hefir á einhvern hátt reynzt
kvæðinu of sterk; samt er þýðing vafalaust sú tegund
skáldskaparlistar, sem næst stendur hreinni gagnrýni.
Hversu ólík skáld sem tveir þýðendur kunna að
vera, hljóta fyrstu skref þeirra til verksins að vera hin
sömu og gagnrýnandans: þeir ganga inn I texta annars
höfundar af þeirri innlifun og skilningi, sem þeim er
léður. Ég á engan veginn við það, að Matthías
Jochumsson og Magnús Ásgeirsson voru báðir góðir
ritdómarar, enda þótt það skipti vitaskuld sínu máli,
heldur hitt, að sem miklir þýðendur hlutu þeir að eiga
þá innlifunargáfu I sjálfar bókmenntirnar, sem er líka
frumskilyrði gagnrýni. Séra Matthias frumorti og
þýddi kvæði jöfnum höndum; ég hygg að rikari gagn-
rýnishneigð Magnúsar Asgeirssonar hafi valdið miklu
um það, að hann hélt sig að þýðingum. Þvi fer auð-
vitað fjarri, að öll gagnrýni, jafnvel i þröngri og
venjulegri merkingu, sé fólgin I leiðbeiningu eða
útlistun; hún getur allt að einu verið sjálfstæður
hugmyndaheimur, gerður sem einhvers konar hlið-
stæða við skáldverkið eða einfaldlega til vegsemdar
því. Þýðing sem nýtt kvæði í málinu, komið úr hug-
myndaheimi annarrar tungu, ér ævinlega óbein gagn-
rýni á þann skáldskap sem fyrirer. Ég leiði hjá mér,
hvort segja megi, að sama gildi um öll kvæði, sem máli
skipta og ort eru á tungunni; þetta er hins vegar
einfaldari staðreynd, þegar þýðingar eiga í hlut, vegna
annarlegs uppruna þeirra.
En um leið og vér íhugum skyldur þýðanda við eigin
tungu, fer ekki hjá því að ábyrgð hans gagnvart
frumkvæðinu komi við sögu. Sú ábyrgð er tvenns
konar: að skila ekki einungis jafngóðu kvæði heldur
sama kvæði á nýtt mál. Vér getum kallað fyrra atriðið
fagurfræðilega skyldu, hið siðara siðferðilega,
Hversdagsleg skynsemi segir oss jafnharðan, að
siðara skilyrðið verði ekki uppfyllt nema í draumi
manns. Með hugtakinu rétt þýðing getum vér tæplega
átt við annað en það, að efnisleg grind kvæðis haldi
sér og þær hugmyndir og líkingar, sem eru holdtekt
kvæðis, eru dregnar af skynjunum og eiga ekki allt
undir hljómi orðanna og samböndum hljóða bæði
innan kvæðisins og út fyrir það.
En líkt og vér erum flestum mannlegum siðferðis-
kröfum trúrri f hugsjón en reynd, er jafnvel nákvæm
efnisleg þýðing fágæt og hlýtur einatt að hliðra til
fyrir einföldustu skáldskaparkröfum nýrrar tungu
eins og ofriki ríms eða hæfilegu burðarþoli ljóðlínu.
Stundum heyrast fagnandi raddir um það, að þýð-
andi hafi endurbætt frumkvæði. Af tveimur
ástæðum er slik fullyrðing alltaf tortryggileg. 1
fyrsta lagi vegna þess, að ekkert er líklegra
en vér séum ekki í raun og veru að bera
þýðinguna saman við frumkvæðið heldur eigin
stafrétta þýðingu, sem vér búum jafnharðan til i
huganum. I öðru lagi megum vér því miður gera ráð
fyrir, að þvi betra kvæði sem þýðingin er, þvi fjar-
lægari sé hún frumtextanum, og þá horfir allur
samanburður öðruvisi við. Vitaskuld er alltaf eitthvað
að gerast í þýðingum, sem ætti ekki að vera hægt. Og
til þess að velja ekki af verri endanum dæmi um
ótraust samband fallegrar þýðingar við frumtexta,
skulum vér athuga snöggvast þessar eftirminnilegu
ljóðlinur Magnúsar úr ræðu Fásts i Nótt:
Nei, andans hcimar opnir bfða!
Þitt eigið hjarta lokað stóð!
sem er þýðing á:
Die Geisterwelt ist nicht verschlossen;
Dein Sinn ist zu, dein Herz ist tot.
þ.e. heimur andanna er ekki lokaður; hugur þinn er
luktur, hjarta þitt dautt. Einföldun merkingarinnar á
íslensku er of mikil til þess, að vér getum litið
þýðinguna alveg réttu auga. Éinkum er „andans
heimar“ mikil breyting frá „heimur andanna", því að
andarnir eru persónur með mismunandi náttúrur I
kvæði Goethes.* Það er ákaflega hætt við þvi, að ef vér
köllum kvæði betra I þýðingu en á frummálinu, þá
eigum vér ekki við annað en oss þyki fugl vor fegurri
og eigin tunga betri en aðrar.
II
Einar Benediktsson lagði framan af ævi mikla stund
á þjóðfélagslegan skáldskap, ýmist I ættjarðarljóðum
(Islandsljóð) eða Iþættan sögulegu og heimspekilegu
efni (Kvöld I Róm), eða I hápólitiskum kvæðum
(Sólarlag). Hann fjallar um þessi efni í raunsæisstíl
enda þótt sumt f þessum kvæðum liggi reyndar nær
skóla expressjónismans, sem er flóknara mál frá sögu-
legu sjónarmiði og verður ekki rakiö hér. Svo undar-
lega brá við að kalla má, að þessir þættir skáldskapar
Einars, pólitísk raunsæisstefna, hverfi sporlaust úr
verkum hans með lokahendingum Signubakka I
Hrönnum 1913:
*Nær jafngildi textans að merkingu eru þessar ljóð-
linur Einars Benediktssonar í Stakur strengur:
Þá nær til jarðar himnaeldsins ylur,
ef andinn finnur til og hjartað skilur.